Alþýðublaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 1. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 lllugi Jökulsson fram á að biskup verði settur í fang- elsi. Það nægði að hann færi á þau ríkulegu eftirlaun sem við munum veita honum fyrir dygga þjónustu við Guð og menn. Sorgetrsagan um Olaf Skúlason í þriðja lagi: nú étúr hver eftir öðrum að allt sé þetta mál hið vandræðalegasta vegna þess að svona atburðir verði aldrei sannaðir. Hér sé um að ræða staðhæfingu gegn staðhæfingu, orð gegn orði, og verði hvorki sannað né afsannað. Þá er því til að svara að hér er ekki um að ræða staðhæfmgu gegn staðhæfingu; hér er um að ræða að minnsta kosti þrjár staðhæfingar gegn einni staðhæfmgu, og eins og kunnugt er eru staðhæf- Biskup Islands ætlar að draga á langinn þá sorgarsögu sem virðist eins og punkturinn yfir i-ið í niðurlæg- ingarsögu kirkjunnar undir hans stjóm; hann ætlar ekki að segja af sér sæmilega sjálfviljugur, hverfa á braut með vott af virðingu sinni eftir. Hann kýs fremur að koma í sjónvarpið, saka nokkrar hijáðar konur um lygar, halda því fram að ofsóknum gegn sér sé stjómað af djöflinum sjálfum og væla svo að lokum um einhverja litla stúlku austur á fjörðum sem skilji ekkert í því af hverju ajlir séu svona vondir við hann Ólaf Skúlason. Ég verð nú að segja að ef ég væri djöfullinn sjálfur myndi ég ekki endi- lega líta svo á að hættulegasti and- stæðingur minn á jörðinni væri Ólafur Skúlason. Því þætti mér kannski ekki sérstök ástæða til að grípa til belli- bragða til að koma honum á kné, fremur en einhverjum öðmm góðum mönnum. Mig langar líka til að gera fáeinar athugasemdir við þann málarekstur sem biskup stendur í þessa dagana. Hér fyrrum hafði ég í heiðri þann vísdóm að sérhver maður skal vera saklaus uns sekt hans er sön- nuð. En hann kom í sjónvarpið og sakaði konurnar um lygar, en bað okkur um að trúa sér. Mér hlýtur því að vera heimilt að lýsa því yfir að ég trúði ekki Ólafi Skúlasyni. í fyrsta lagi: biskup fslands sætir ekki ofsóknum. Það hefur ekki verið þyrlað upp moldviðri gegn honum, fjölmiðlamir fara ekki hamfömm, það er ekki um neitt fár að ræða. Það sem gerst hefur er einfaldlega það að kona ein hefur um langt skeið viljað fá kirkjuna til að horfast í augu við að æðsti yfirmaður hennar hafi fyrir all- nokkmm ámm gert tilraun til að nauð- ga sér. Konan gerir nú ekki meiri krö- fur. Séra Pálmi Matthíasson og séra Vigfús Þór Ámason vildu ekkert lið leggja konunni í þessari viðleitni hen- nar; þá leitaði hún til siðanefndar prestafélagsins og kærði þann síðarnefnda. Það eru nú allar ofsóknimar. Eftir að siðanefnd hafði haldið minnig mig sjö fundi um málið, þá spurðist það loks út. Og því fer svo fjarri að þá hafi hafist einhvers konar ofsóknir í fjölmiðlum. Þvert á móti hafa fjölmiðlar tekið á þessu vandræðalega máli með silkihönskum, afar kurteislega svo ekki sé meira sagt. Á þeim fjölmiðlum þar sem ég þekki best til kveljast menn og pínast yfir að þurfa að sinna þessum subbu- skap; sjálfur get ég hugsað mér margt sem ég vildi frekar leiða hugann að en kynferðislíf Ólafs Skúlasonar. Það er vitanlega í meira lagi fréttnæmt ef biskup Islands hefur gerst sekur um annað eins og það sem hér um ræðir; þá fyrst myndu fjölmiðlar bregðast illilega skyldum sínum ef þeir tækju þátt í tilraunum kirkjunnar til að þegja þetta mál í hel. En þetta mál er svo fjarri því til marks um ofsóknir gegn Olafi Skúlasyni; eftir að fréttist loks um konuna sem leitaði til siðanefndar þá spurðist út að fleiri konur hittust reglulega á lokuðum fundum hjá Stígamótum til að ræða þá reynslu sem þær hefðu orðið fyrir af biskupi landsins. Þessar konur hafa ekki hlaupið í fjölmiðla með lýsingar sínar af atburðum; það gerði Ólafur Skúlason aftur á móti sjálfur. Það er til marks um ofsóknaræði biskups og manna hans að þegar Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum lýsti því yfir að hún vissi ekki hvað biskup væri að fara með ummælum sínum um fjárstuðning kirkjunnar við Stígamót, þá hljóp biskupsritari eins og þægur Snati í fjölmiðla og lýsti því yfir að um moldviðri væri að ræða. En moldin er einungis í augum biskups og manna hans. Konumar sem hér um ræðir hafa ekki sagt stakt orð um biskup í fjölmiðlum; biskup hefur aftur á móti fjölyrt um þær í frægu sjónvarpsviðtali, og gefið í skyn að þær væru annaðhvort geðveikar eða ímyndunarsjúkar eða þá handbendi djöfulsins og útfararstjóra eins sem andskotinn hefur í þjónustu sinni. Biskup Islands sætir sem sé ekki ofsóknum. Séu ásakanir kvennanna sannar væri vissulega ástæða til að ofsækja biskup, en það hefur ekki venð gert; ekki enn. í öðru lagi: það er vitaskuld mesta firra ef fólk lætur telja sér trú um að það skipti máli þótt nokkuð sé um liðið síðan þeir atburðir gerðust sem konumar vísa til. í sumum tilfellum kynni það að skipta máli. Það væri „Biskup íslands ætlar sem sé að draga á langinn þessa sorgarsögu. Gott og vel. Verra er að prestar landsins ætla líka að draga á langinn þessa sorgarsögu. Þeir gera ekki neitt; þeir láta sér lynda að yfir- maður þeirra sé hugsanlega kynferðis- afbrotamaður án þess að rísa upp og krefjast þess að málið verði rannsakað og biskup víki, að minnsta kosti á meðan. Þeir kusu þennan mann, þeir þekktu orðstír hans, en þeir kusu hann samt og gera nú ekkert." ekki ástæða til að hrekja pípu- lagningamann úr starfi þótt upp kæmist um þvíumlíkt athæfi hans fýrir einhveijum ámm. Það væri hins vegar kannski ástæða til að setja þann pípu- lagningamann í fangelsi. En biskup íslands er ekki pípulagningamaður. Það er ástæða til að þvinga hann úr starfi ef hann er sekur um það sem hann er sakaður um. Að kynferðis- glæpamaður kunni að sitja í stól biskups yfir íslandi er eins og hver annar klámbrandari, sem ekki verður við unað. En það fer auðvitað enginn ingamar líklega öllu fleiri. Og þvert ofan í það sem ýmsir karlmenn virðast halda þá sitja ekki unt þá konur og þrá það eitt að ljúga upp á þá kynferðis- legri áreitni. Það getur gerst og vissu- lega er rétt að hafa varann á gagnvart því. En gerist það tvisvar, gerist það þrisvar, gerist það fimm sinnum, gerist það ennþá oftar, án þess að viðkomandi hafi nokkuð til saka unnið? Ég er hræddur um ekki. Og umfram allt, þá er í rauninni mjög ólíklegt að það gerist yfirleitt án þess að fótur sé fyrir. Halda menn að það sé núna voðalega gaman hjá þeim konum sem sakað hafa biskup um kynferðislega áreitni og ýmislegt venra? Og það sem þó skiptir meira máli: halda menn það hafi verið gaman þá? Því í fjórða lagi; þá er hér ekki um að ræða nein gamanmál. Kynferðisleg áreitni er ekki grín sem ber að gera lítið úr, og segja um brandara. Kynferðisleg áreitni er vissulega loðið hugtak, en fer ekki milli mála hjá þeim sem fyrir slíku verður. Það er heldur ekki um það að ræða í þessu tilfelli að Ólafur Skúlason sé bara svo ástríðufenginn og elskuríkur í fram- komu að blessaðar konumar hafi mis- skilið allt saman og túlkað blíðuhót hans og huggunarorð sem kynferðis- lega áreitni. Það mun koma í ljós þegar og ef aðgerðarleysi kirkjunnar gagnvart yfirmanni sínum þvingar konumar til að birta opinberlega um- kvartanir sínar. Kannski það sannfæri nú einhverja þá karla, sem telja konur sitja um að saka þá ranglega um kyn- ferðislega áreitni, að nú hefur eigin- maður einnar konunnar - vitni að einu málanna - lýst sig reiðubúinn til að segja sína sögu. Það er sumsé ekki lengur aðeins um að ræða hysterískar kellíngar. En það hefur reyndar aldrei bara verið um að ræða hysterísar kellíngar. Það hefur heldur ekki verið um að ræða óvenju glæsileg vinahót, og það hefur ekki einu sinni verið um að ræða það sem kallað er kvensemi. Það er um að ræða í einu tilfelli káf á opin- berum veitingastað, í öðru tilfelli tilraun til nauðgunar, í þriðja tilfellinu þukl á þrettán ára stúlku. I fimmta lagi, og kann að virðast smáatriði; en er biskupi heimilt að nota biskupsstofu sem höfuðstöðvar sínar í þeirri orrahríð sem hann stend- ur nú í? Hann hefur notað lögfræðinga biskupsstofu að vild, hann hefúr sigað biskupsritara hingað og þangað. Samt em þær ávirðingar sem bomar em á hann persónulegar, en snerta ekki embættið beinlínis. Ef ég verð sakaður um glæp mun ég þá geta notað lögfræðinga Ríkisútvarpsins mér til varnar, bara af því ég vinn hérna? Þetta kann að virðast smáatriði, en segir þó sína sögu um hugarfarið í Kirkjuhúsinu. Biskup fslands ætlar sem sé að draga á langinn þessa sorgarsögu. Gott og vel. Verra er að prestar landsins ætla líka að draga á langinn þessa sorgarsögu. Þeir gera ekki neitt; þeir láta sér lynda að yfirmaður þeirra sé hugsanlega kynferðisafbrotamaður án þess að rísa upp og krefjast þess að málið verði rannsakað og biskup víki, að minnsta kosti á meðan. Þeir kusu þennan mann, þeir þekktu orðstír hans, en þeir kusu hann samt og gera nú ekkert. Sjálfsagt mun biskup að endingu neyðast til að segja af sér, áreiðanlega með því fororði að hann sé að hlífa kirkjunni gegn hinum miklu ofsóknum gegn sér persónu- lega. En það er undir prestum landsins komið, úr því biskup sjálfur er blind- ur. Og það er undir prestum landsins komið hvort þá verður snefill eftir af þeirri virðingu sem við viljum þrátt fyrir allt öll bera fyrir kirkju Krists í landinu. ■ lllugi flutti þennan pistil á Rás 2 í gær- morgun og varð góðfúslega við beiðni Alþýðublaðsins um að fá birta hann. Alþýðublaðið fyrir þá sem 4 stjórna ^ „Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 4. mars kl. 20:30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Vezlunarmannafélag Reykjavíkur" Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Vezlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.