Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 bessastadabardagar ■ Það var í sumarbyrjun 1968. Öll Evrópa logaði í uppreisnum stúdenta, hvarvetna var sótt að hinu ríkjandi valdi. Á íslandi háðu gamalvanur pólitíkus og grandvar fræðimaður harða baráttu um forsetaembættið. Þegar Kristján Eldjárn sigraði Gunnar Thoroddsen var jafnvel talað um að þar hefðu íslendingar gert sína upp- reisn; almenningur hefði borið sigurorð á valdastéttinni _ Á nýjársdag 1968 ávarpaði Ásgeir Ásgeirsson forseti þjóðina. Hann hafði þá setið á forsetastóli í sextán ár og til- kynnti að hann myndi „ekki verða í kjöri við þær forsetakosningar, sem fara í hönd á þessu nýbyrjaða ári“. Varla hafði forsetinn kveðið upp úr með að hann hyggðist láta af störfiim, en lands- menn tóku til við að spá og spekúlera. Það voru liðin sextán ár frá síðasta for- setakjöri, mikið vatn hafði runnið til sjávar - það er vægt til orða tekið að tímamir hafi breyst. í forsetakosningun- um 1952 þótti ekki sæma að ffambjóð- endur til embættisins hefðu sig ffammi í baráttunni; þeir komu ekki ffam á kosn- ingafundum, en létu sér nægja að flytja ávörp í útvarp. Viðhorf til embættisins höfðu breyst á ýmsa lund, og ljóst var að margt yrði nú með öðrum hætti í þessum efnum, auk þess sem sjónvarp hafði bæst í hóp fjölmiðla landsins. Menn hlökkuðu því til opinskárrar og fjörugrar kosningabaráttun; en raunar fannst ýmsum orðið nóg um eldmóðinn áður en yfir lauk. Vangaveltur um eftirmann Ásgeirs Ásgeirssonar voru reyndar löngu hafnar áður en forseti flutti boðskap sinn. Ás- geir var orðinn nokkuð ellimóður er hér var komið sögu, kominn hátt á áttræðis- aldur og hafði misst Dóru konu sína fjórum árum fyrr. Flest benti því til að þetta yrði síðasta kjörtímabil hans í for- setastóli. Erfðaprinsinn Gunnar Snemma á síðasta kjörtímabili Ás- geirs komst sá orðrómur á sveim að tengdasonur forsetans, Gunnar Thor- oddsen, hefði hug á embættinu. Raunar staðfesti Gunnar það sjálfur síðar að hann hefði svo snemma sem 1964 farið að búa sig undir að sækjast eftir því að verða eftirmaður Ásgeirs. Gunnar var á sextugsaldri um þær mundir, fæddur 1910 og hafði marga fjöruna sopið. Hann var sonarsonur Jóns Thoroddsen skálds, sonur Sig- urðar Thoroddsen landsverkfræðings og konu hans, Maríu Kristínar Claes- sen, sannkallaður laukur íslenskar borg- ara- og embættismannastéttar. Gunnar átti glæsilegan feril að baki: Hann var kosinn á þing 1934, aðeins 23 ára, og er yngstur alþingismanna fyrr og síðar. Þingmaður hafði hann verið með litlum hléum til 1965, lengst af fyiir Reykvík- inga; hann var prófessor við Háskólann 1940-1947, borgarstjóri í Reykjavík 1947-1959 og fjármálaráðherra í við- reisnarstjóminni 1959-1965. Gunnar hlaut pólitískt uppeldi hjá Jóni Þorlákssyni forsætisráðherra og naut snemma mikilla vinsælda innan flokks og utan; var jafnvel haft á orði að hann gengi næstur Ólafi Thors að vin- sældum meðal flokksbræðra. Nokkuð sló á dálætið eftir að Gunnar ákvað að styðja tengdaföður sinn til forsetakjörs 1952 í trássi við flokksákvarðanir; það átti einnig eftir að koma á daginn síðar að Gunnari var nokkuð gjamt að víkja út af flokkslínum ef honum bauð svo við að horfa. Gunnar var þannig í fremstu víglínu stjómmálanna fram á miðjan sjöunda áratuginn. Þá ráðlögðu stjómvitringar honum að draga sig út úr átökunum, þar sem ósæmilegt væri talið að stjórmála- maður kæmi orrustumóður rakleitt í for- setaframboð. Það varð úr að Gunnar var skipaður sendiherra íslands í Danmörku árið 1965, gekk úr ríkisstjóm og sagði af sér þingmennsku. Voru ekki allir jafn hrifhir af þessu háttarlagi og fregnir af hemaðaráætlunum sendiherrans nýbak- aða gengu fjöllum hærra. Því var raunar einnig haldið fram að Gunnari hefði verið settur úr af sakramentinu af flokksforystunni og „kviksettur ytra“; flokksþing Sjálfstæðsflokksins þar sem greint var ffá afsögn Gunnars, var í einu blaði kallað „pólitísk útför“ hans. Hvert spor Gunnars á næstu árum var útlagt sem liður í þeirri áætlun hans að verða forseti; þannig var til dæmis með doktorsrit hans, Fjölmæli, sem hann varði snemma árs 1968. Var á það bent að heppilegt gæti reynst forsetafram- bjóðanda að hampa doktorstign. Þá rifj- uðu menn upp að áður en Gunnar hélt utan til að taka við sendiherrastarfinu 1965 ræddi hann við nokkra málsmet- andi menn úr ýmsum stjómmálaflokk- um um hugsanlegt framboð sitt. Vom nöfn þeirra, sem tóku málaleitaninni vel, færð í svarta bók. Svarta bókin var síðar dregin fram og ákaft vitnað til hennar, þó leynt færi. Efasemdir sjálfstæðismanna Þegar ljóst var að framundan væri forsetakjör þótti það því aðeins formsat- riði að Gunnar lýsti yfir framboði sínu; þeim mun meir veltu menn vöngum yfir því hvort einhver færi á móti honum. Flestir vissu sem var að margir sjálf- stæðismenn hugsuðu Gunnari þegjandi þörfina fyrir óþekktina 1952 og jafhvel var því fleygt að ýmsir á þeim bæ leit- uðu logandi ljósi að kandídat til að tefla ffam gegn honum. Gunnar og Vala forsetadóttir komu heim f frí fyrir jólin 1967 og þóttust glöggir menn merkja að undirbúningur- inn væri kominn á fullan skrið. Ritstjór- ar helstu blaða þess tíma tóku snemma þá stefnu að greina h'tt ffá gangi ffam- boðsmála í virðingarskyni við forseta- embættið, en hins vegar var þeim mun fjörlegra á Mánudagsblaðinu, en rit- stjóri þess, Agnar Bogason, þótti ekki alltaf vandur að meðulum í starfi. Agnar ritstjóri virðist hafa fylgt þeim sendiherrahjónum hvert fótmál í jólafrf- inu. í fréttaskýringu skrifaði hann að að Gunnar hafi sótt „hinar réttu leiksýning- ar, hvar áhrifamenn þjóðarinnar endur- næra sína andlegu sjóði, mætti í réttum samkvæmum, og eins og honum er tamt, var hinn ljúfasti í einu og öllu“. í greininni var einnig vikið að nöfnum nokkurra þjóðkunnra manna, sem al- mannarómur taldi líklega frambjóðend- ur, svo sem Hannibal Valdimarsson, Halldór Laxness og Eystein Jónsson, en Agnar taldi þá eiga litla möguleika á móti Gunnari Thoroddsen; .Jlaunar er Gunnar langffambærileg- asti maður okkar til starfsins. Framkoma hans, ræðumennska og aðrir mannlegir kostir er þar til staðar. Hann er langvin- sælasti maður okkar í allri utanríkis- þjónustunni og nýtur mikils álits í Höfn, þar sem hann er staðsettur. Menntun hefur hann og nauðsynlega hæfileika sem forsetaembættið krefst. Talið er víst, að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafi að mestu fyrirgefið honum uppst- eytin fyrir sextán árum, enda alls ekki auðvelt að fá mann, sem nálgast Gunnar í almennum vinsældum. Má því telja víst, að öllu óbreyttu, að Gunnar flytji að Bessastöðum á næsta flutningsdegi." Hannibal og Halldór Laxness Þótt sendiherrann væri í heilagra manna tölu á síðum Mánudagsblaðsins voru undirtektir dræmari á öðrum slóð- um. Frjáls þjóð, sem Gunnar Karls- son, síðar sagnfræðiprófessor, ritstýrði um þær mundir, var í þeim flokki. Þar var á það bent að ekki væri kyn þótt nafn Gunnars bæri oft á góma í þessum umræðum því í raun hefði hann hafið kosningabaráttu fyrir mörgurn árum; hinu skyldu menn ekki gleyma að þrátt fyrir kosti Gunnars væru margir fram- bærilegir menn á lausum kili. Voru í því sambandi meðal annars nefndir Éy- steinn og Hannibal og auk þeirra Hen- rik Sv. Bjömsson sendiherra, Kristján Eldjám þjóðminjavörður, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, Pétur Thor- steinsson sendiherra, Sigurbjöm Ein- arsson biskup og Kristinn Guðmunds- son fyrrverandi sendiherra. Fleiri heiðursmenn voru nefndir til sögunnar í þessum vangaveltum smá- blaða og almennings. Framan af janúar- mánuði bar nafn Hannibals Valdimars- sonar einna hæst sem mótframbjóðanda Gunnars, og höfðu menn á hraðbergi kviksögur um samsæri Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra og fleiri sjálfstæðismanna um að styðja Gunnar í orði en tefla Hannibal fram og styðja á bak við tjöldin. Átti þessi ráðagerð að hafa komist á laggir er Bjarni hitti Hannibal fyrir heima í Selárdal árið 1965. Þá höfðu menn fyrir satt að ýmsir málsmetandi menn hefðu borið saman bækur í veislu sem haldin var er Vil- hjálmur Þ. Gíslason lét af útvarpsstjóra- starfi, og komist að þeirri niðurstöðu að langflestir alþýðuflokks- og framsóknar- menn myndu styðja Hannibal, stór hluti sósíalista og einnig allmargir sjálfstæð- ismanna. Fátt verður um það sagt nú, við hvem fót sögur þessar áttu að styðj- ast; þó er víst að Bjami Benediktsson studdi Gunnar í orði og greindi Gunnar frá því síðar að forsætisráðherrann hefði raunar fyrstur lagt að sér að bjóða sig fram. Heldur virðist það líka ósennilegt að forsætisráðherra og oddvita sjálf- stæðismanna hafi þótt Hannibal fýsileg- ur kostur. Loks hefur það komið fram að Bjarni hafði um hríð aðrar ráðagerðir í huga. í endurminningariti um Bjama segir Matthías Johannessen nokkuð frá því hvað ráðherrann var að bralla: ,Jiitt af því sem ég man best eftir úr samtölum okkar Bjama Benediktssonar eru þau orð hans að ég skyldi fara á fund Halldórs Laxness upp í Gljúfra- stein þegar sýnt var á árinu 1967 að Ás- geir Ásgeirsson léti af forsetaembætti næsta sumar og bjóða honum stuðning. Það gerði ég og er mér undmn nóbels- skáldsins ógleymanleg... Lítill vafi er á því að Halldór Laxness hefði verið kos- inn forseti íslands ef hann hefði tekið áskomn og boði forystumanns stærsta stjómmálaflokksins, svo margir vinstri menn sem hefðu einnig fylkt sér um hann. En Halldór hafnaði boðinu ljúf- mannlega og áttum við alllangt samtal um það hve erfitt gæti reynst ef forset- inn skrifaði umdeildar bækur. Þegar Halldór sendi síðar frá sér bók með skömmum um Guðmund f. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, fslend- ingaspjall 1967, sagði Bjami við mig brosandi: Hefurðu lesið bókina hans HaUdórs? Það hefði ekki verið gott ef hann hefði tekið boði okkar og forsetinn hefði skrifað þessa bók um utanríkisráð- herrann!" Það fór á hinn bóginn ekki leynt að Pétur Benediktsson, þingmaður sjálf- stæðismanna og bróðir Bjama, hafði lýst yfir að hann myndi ekki styðja Gunnar Thoroddsen í baráttunni. Pétur var tengdasonur Ólafs Thors og hafði fráleitt fyrirgefið Gunnari undanbrögð við ákvarðanir flokksins sextán árum áður. Lagt að Kristjáni Eldjárn Fleiri fengu svipaðar heimsóknir og skáldið á Gljúfrasteini á þessum tíma. Einn þeirra var Kristján Eldjám þjóð- minjavörður. Eysteinn Jónsson, jjing- maður og fýrrverandi ráðherra, var einn þeirra sem vildi hafa hönd í bagga með val á mótframbjóðanda gegn Gunnari Thoroddsen, og byggðist skoðun hans á þeirri trú að ekki væri heppilegt að velja forseta úr baráttusveit stjómmálanna. I ævisögu Eysteins sem Vilhjálmur Hjálmarsson ritaði segir að Eysteini hafi verið forsetakjörið afar hugstætt ár- ið 1967 og hann hafi þá lagt hart að Kristjáni Eldjárn að gefa kost á sér. Kristján aflók að ljá máls á því lengi vel. Þá kom til kasta Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar. Stefán Jóhann hafði er hér var komið sögu dregið sig út úr hringiðu stjómmál- anna en ijátlaði við ýmislegt, svo sem að rita æviminningar sínar. Þá fylgdist hann grannt með framvindu landsmál- anna, ekki síst með aðstoð símans, og hringdi gjaman sjálfur er honum fannst einhverju miða hægt. Stefán var prúður maður og sáttur við flesta; þó vom eink- um tveir menn sem honum var í nöp við. Annar var Brynjólfur Bjamason, en hinn var Gunnar Thoroddsen. Ýmsum sögum fer af því hvað olli óvild Stefáns Jóhanns í garð Gunnars; ef til vill má gera sér í hugarlund að því hafi að einhverju leyti ráðið beiskja Stefáns yfir því hve létt Gunnari veittist að upp- fylla æskudrauma hans sjálfs, að mennt- ast og njóta virðingar sem slíkur og að hefjast til æðstu metorða á sviði stjóm- máíanna. Þetta gerði Stefán sjálfur með ærinni fyrirhöfn; hann var slakur náms- maður og ekki þótti Alþýðuflokkurinn eflast f formannstíð Stefáns Jóhanns. Hver svo sem ástæðan var sá hann sér nú leik á borði að ná sér ærlega niður á Gunnari. Er líða tók á árið 1967 er hermt að Stefán hafi notað tómstundir sínar til að ræða við þjóðminjavörð og leggja að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.