Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MIÐVIKUDAGUR 1. MAI 1996
ALÞYÐUBLAÐK)
13
¦ í verkalýðssögu íslands er ákveðinn Ijómi yfir fyrri hluta fjórða áratugs aldarinnar. Þetta voru erfiðirtím-
ar, kreppan var í algleymingi, fátækt var landlæg og mikið atvinnuleysi, og því var kannski ekki furða að
skærist oft í odda með atvinnurekendum og verkafólki sem hafði bundist samtökum um rétt sinn. Margir
hildir voru háðir á þessum árum, en einna frægastir eru atburðirnir í Bolungarvík 1932 þegar atvinnurek-
endurtóku Hannibal Valdimarsson höndum og fluttu hann nauðugan til ísafjarðar
Þegar Hannibal
vartekinn höndum
1. maí, dagur verkalýðsins. Það
er líklega fæstum ljóst sem ekki
reyndu það sjálfir hvílíkum erfið-
leikum verkalýðsbaráttan mætti á
fyrri hluta aldarinnar þegar at-
vinnurekendur beittu öllum ráðum
til að koma í veg fyrir stofnun
verkalýðsfélaga, eða halda þeim
niðri ef tókst að koma þeim á lagg-
irnar. I tilefni dagsins er ágætlega
við hæfi að rifja upp fræga deilu
sem varð í Bolungarvík fyrir hart-
nær 65 árum, eða árið 1932, og er
stuðst við frásögn sem Hannibal
Valdimarsson, aðalpersóna þessara
atburða, ritaði.
Áður en til þeirra atburða kom
sem hér verður frá sagt höfðu ver-
ið gerðar þrjár tilraunir til að
stofna verkalýðsfélag í Bolungar-
vík, en allar farið út um þúfur.
Vald atvinnurekenda var mikið á
þessum árum og ef verkafólk stóð
ekki því betur saman höfðu þeir öll
ráð þess í hendi sér, eins og raunin
var í Bolungarvík. Alþýðusamband
Vestfjarða hafði þó fullan hug á að
láta reyna enn einu sinni og fór
þess á leit við Hannibal vorið 1931
að hann gerði slíka tilraun. Varð
Hannibal við tilmælum sambands-
ins og hélt til Bolungarvíkur þar
sem hann bjó hjá systur sinni,
Guðrúnu, sem var ljósmóðir.
Klerkur leggur
verkafólki lið
Hannibal gaf sér góðan tíma.
Hann byrjaði á því að ræða við
verkafólk til að kanna hug þess til
verkalýðsfélags og fór síðan á fund
helstu embættismanna sem höfðu
óumdeilanlega mikil áhrif meðal
alþýðunnar. Héraðslæknirinn,
Halldór Kristinsson, gat nefnt
Hannibal mörg og átakanleg dæmi
um örbirgðina á staðnum, en er
hann var spurður hvort hann
myndi styðja við bakið á nýju
verkalýðsfélagi gaf hann loðin
svör.
Betri móttökur fékk Hannibal
hjá lærimeisturum staðarins, þeim
Sveini Halldórssyni skólastjóra og
Jens Níelssyni kennara, og hvöttu
þeir hann eindregið til að láta
verða af stofnun félagsins. Jens
benti honum auk þess á að reyna
að fá sóknarprestinn, séra Pál Sig-
urðsson, í lið með sér, en séra Páll
var merkur maður á sinni tíð, skör-
ungur mikill og svo vinsæll meðal
sóknarbarnanna að afstaða hans
gat skipt sköpum um líf eða dauða
félagsins. Svo fór að séra Páll tók
mjög í erindi Hannibals og studdi
félagsstofnunina og síðar félagið
með ráðum og dáð. Segir Hannibal
á þessa leið í frásögn sinni:
„Varð mér síðar ljóst hvílíka
ómetanlega þýðingu það hafði fyr-
ir verkafólk, einkum það veiklund-
aðra, að séra Páll hafði velþóknun
á slíkum félagsskap og lagði nafn
sitt við honum til styrktar. Ef til
vill hefur það ráðið úrslitum um
framtíð félagsins, þegar atvinnu-
rekendasvipan hófst á loft, ofsinn
gegn félaginu varð hvað taumlaus-
astur og brottrekstrarhótunum
rigndi yfir verkafólk, ef það yrði
upplýst að þeim glæp, eða vera
meðlimir í slfkum byltingarfélags-
skap, sem stefndi að upplausn og
eyðileggingu byggðarlagsins. Þá
varð séra Páll mörgum það lífakk-
eri sem dugði og veitti fullt ör-
yggi"
„Kóngur" í hverju plássi
Séra Páll tók virkan þátt í undir-
búningsfundum sem Hannibal hélt
9.' og 10. maí 1931, en þar mæltu
þeir Sveinn skólastjóri og Jens
kennari einnig með stofnun verka-
lýðsfélags, en Halldór Kristinsson
læknir og Jóhannes Teitsson odd-
viti töluðu hins vegar á móti. Það
kom glöggt í ljós á þessum fundum
að stór hluti verkafólks á staðnum
taldi mjög nauðsynlegt að stofnað
yrði félag um réttindi þess, en at-
vinnurekendur voru andvígir eins
og við mátti búast. Gripu þeir
meðal annars til þess ráðs að birta
kauptaxta lfkt og þeir hefðu samið
við verkalýðsfélag og hækkaði
kaupið jafnframt nokkuð. Átti
þetta að sýna verkafólki að verka-
lýðsfélag væri algerlega óþarfur
félagsskapur. Allheitt var í kolun-
um um þessar mundir, þótt ekki
syði alvarlega upp úr enn um sinn.
Kafli úr frásögn Hannibals varp-
ar skýru ljósi á hvernig aðstæður í
sjávarplássunum úti á landi voru á
þessum tíma: „Bankarnir fóru eftir
þeirri meginreglu að hafa einhvern
útvalinn „kóng" í hverju plássi.
Hann einn sat að allri lánafyrir-
greiðslu til atvinnulífsins og
drottnaði svo í krafti þeirrar að-
stöðu yfir lífskjörum fólksins.
Þetta „kóngakerfi" mátti heita
óbilandi. Sá útvaldi „veitti vinnu",
eins og það var kallað, og það var
nú örsnauðu fólki ekki neitt smá-
vegis náðarbrauð. Sá útvaldi ákvað
einn verðið á vinnunni, þ.e. kaup-
gjaldið. E.t.v. er þó réttara að
segja, að þetta hafi allt verið
ákveðið af hinum alvalda yfirkon-
ungi eða sólkonungi íhaldsins,
bankastjóranum. Sá útvaldi til-
kynnti líka, hvað hann gæti gefið
Frá 3 júní til 30. september
1996 verbum vib meb tvö flug í viku
milli Keflavíkur og Amsterdam.
Lægsta verb á markabnum, 24.870 kr. á mann.
Pantib tímalega.
.. -   ^
Transavia
Tenaifíua um
wmmmwmmmmmwmmmmmm
AMSTERDAM
Einnig bjóbum vib tengiflug frá
Amsterdam til ýmissa borga víba um
heim. ÖH uppgefin verb mibast
vib flug frá Keflavík.
ISTRAVEL
Gnoðarvogi 44, Sími: 568 6255
FAX: 568 8518.
Skaítar-eru ekki innifaldir-en flugverðiiveru-miðuð við.gengi-í dag-og breytasí viö gengisbreytingu _i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20