Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 I m e n n i n c Ætli það hafi ekki verið strax upp úr 1950. Þá unnu saman milli 30 og 40 trésmiðasveinar við byggingu Aburð- arverksmiðjunnar. f þeim hópi var umbreyting Trésmiðafélagsins í hreint stéttarfélag oft rædd. Mönnum þótti félagið, eins og það var uppbyggt, ekki gagnast nógu vel sem hagsmuna- gæsluaðili fyrir sveinana enda var stjóm þess þá næstum eingöngu skip- uð meistumm. Við tókum okkur því til á þessum vinnustað og söfnuðum liði víðar og fjölmenntum á félagsfund þar sem kosin var uppstillingamefnd sem gera skyldi tillögu um menn í æðstu stjórn félagsins og fengum kjöma menn inn í þá nefnd. Einnig fengum við því framgengt að kosin var sérstök samninganefnd til að eiga í viðræðum við samtök atvinnurekenda við samningagerðina haustið 1951. Stjóminni var þannig ekki falið það verkefni eins og tíðkast hafði áður. Ég var þá meðal annarra sveina kosin í þessa nefnd. Og við sveinar fengum samþykkt að félagið yrði þátttakandi með öðrum verkalýðsfélögum r Reykjavík í kjaradeilu, sem þá var að hefjast. En sú deila leiddi til verkfalls sem liðlega 11 þúsund manns tóku þátt í og stóð það á þriðju viku, frá 4. des. til 19. des. að mig minnir. Og kom ekki aftur til verkfalls að ári liðnu? Jú, í desember 1952. Hjá okkur stóð það þá lengur en árið áður, leystist ekki fyrr en eftir áramót, 4. janúar. Við þann vanda var þá að etja hjá okkur að nokkrir meistaranna, sem enn voru í Trésmiðafélaginu, voru jafnffamt forystumenn í samtökum at- vinnurekenda, mættu jafnvel við samningaborðið sem fulltrúar þeirra. Það þótti okkur sveinum óviðunandi. Sóttum við þess vegna enn á um upp- skiptingu félagsins sem fram gekk loks 1955 og þá í tengslum við verk- fallið mikla. Var Trésmiðafélagið þá gert að hreinu félagi sveina og gekk það 1956 í Alþýðusambandið. Meist- arar stofnuðu þá Meistarafélag húsa- smiða. Varst þú í stjórn Trésmiðafélagsins áþessum árum? Ég vár kosinn í stjóm þess 1953 og varð fortnaður 1954, að mig minnir, og fram til 1958. En þá var ég fyrst kjörinn í miðstjórn ASÍ. Jón Snorri Þorleifsson tók þá við formennsku en var formaður í aðeins eitt ár. Þá, eftir að ríkisstjórn Hermanns Jónassonar fór frá 1958 og Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjóm með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokksins, riðluðust fylkingar innan félagsins. Misstum við vinstrimenn þá stjóm félagsins í tvö ár. Við Alþýðubandalagsmenn og bandamenn okkar, þá undir forystu Jóns. Snorra sem srðar var formaður í nær 20 ár, náðum aftur félagsstjóm- inni 1961, að mig minnir. Varst þú í stjóm Trésmiðafélagsins á sjöunda áratugnum? Já, lengst af honum var ég ritari hennar. Hvað segir þú mér um Samband byggingamanna ? Flest sveinafélög í landinu í bygg- ingaiðnaði stóðu að stofnun Sambands byggingamanna 1964 og var Bolli A. Olafsson kosinn fyrsti formaður þess. En að loknu fyrsta starfsári þess tók ég við formennsku og hafði hana á hendi í 24 ár. Sambandið starfaði ffam til 1993, að það sameinaðist Sambandi málm- og skipasmiða. Sameinuð tóku þau nafhið Samiðn. Má ég spyrja um þína heimilishagi? Ég er tvígiftur. Fyrri kona mín var Guðný Stigsdóttir. Hún var ættuð frá Homi á Homströndum, þar fædd og upp alin. Eignuðumst við fjögur böm, nú gift með börn. Guðný dó 1972. Seinni kona mín er Finnbjörg Guð- mundsdóttir, og höfum við búið sam- an síðan 1974 og eigum tvö böm. Býrðu (Kópavogi? Já, ég byggði mér þar hús og fluttist þangað 1957. Aður átti ég heima niðri í miðbæ Reykjavíkur, í Miðstræti. Lokaorð? í Trésmiðafélaginu þar sem minn starfstími hefur lengstur verið, í Al- þýðusambandinu, þar sem ég hef oft verið miðstjómarmaður, í Sósíalista- flokknum og síðan Alþýðubandalag- inu og í verkalýðshreyfingunni yfir- leitt hef ég átt marga góða félaga og vini, of marga til að telja upp hér. Mér hefur fundist skemmtilegast að starfa á þessum vettvangi, þó að dagarnir hafi oft orðið langir og persónuleg eft- irtekja kannski oft ekki mikil. ■ ■ Yfirlitssýning á verkum Hrings Jóhanessonar var mikil friðsæld Þorri Hringsson. Sýningin er meira eins og innlit, einungis brot af hans ferli. Þetta -segir Þorri Hringsson myndlistarmaður um föður sinn sem lést á síðasta ári. „Sem krakkar máttum við börnin alltaf vera í kringum hann meðan hann vann en honum fannst það verra ef við vorum mikið að horfa yfir öxl- ina á honum. Við áttum að vera að leika okkur á meðan. Það var enginn hamagangur meðan hann málaði. Hann vann mest heima, vann skipu- lega og var rólegur á meðan. Gekk að myndinni og byrjaði að mála, settist svo niður og virti hana fyrir sér og reykti camelsígarettu. Þetta var mikil friðsæld." Þetta segir Þorri Hringsson mynd- listarmaður um föður sinn Hring Jó- hannesson en hann hefur verið að að- stoða á við að hengja upp myndir eftir hann, á yfirlitssýningu að Kjarvals- stöðum en Hringur lést á síðasta ári langtfyrir aldur fram. „Það kom mér á óvart hvað hann hafði gert mikið. Ég hafði ekki leitt hugann að því áður hvað hann var pródúktívur en valið stóð á milli sjö eða áttahundruð olíumynda," segir Þorri Hringsson. „Annað var að ég mundi næstum því eftir öllum mynd- unum, annað hvort hafði ég séð hann mála þær eða hann hafði sýnt mér þær fullgerðar. Þessar myndir eru mjög tengdar mér og það er erfitt fyrir mig að sjá þær í samhengi og aðrir eru fremur færir um það. Ég hefði sjálfur valið aðrar myndir og þá með það í huga hvaða myndir hann hefði sjálfur viljað setja á slíka sýningu. Það er fyrst og fremst annarra sýn sem kemur fram, ég er hér einungis verkamaður og vinn við að hengja þær upp. Það verður að virða skoðanir þeirra sem fá það verkefni að velja á sýningar. Menn geta svo verið ósammála þeirri útkomu en allar þessar myndir eru mjög fín'ar og engin skömm fyrir pabba minn að þær hangi uppi. Túlkaði náttúruna I yfirlýsingu frá Kjarvalsstöðum segir meðal annars: Hringur Jóhannes- son andaðist langt um aldur fram á síðasta ári en hann var einn dáðasti listamaður þjóðarinnar. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í byrjun átt- unda áratugarins með fíguratívt mál- verk unnið með hefðbundnum efnum - olíulitum á striga, á þeim tíma er framúrstefnuliðið, oftast kennt við SUM, lagði sig lram við að bijóta öll hefðbundin gildi í myndlistinni. Hringur valdi aftur á móti önnur við- mið í samtímalistinni, sem tengdust popplistinni og síðar hyperrealisman- um eða ofurraunsæi. Ékki leið þó á löngu áður en Hringur sneri sér í auknum mæli að landinu og hóf að myndgera og túlka íslenska náttúru. „Þetta er í fyrsta sinn sem er gerð tilraun til að sýna svona langt tímabil lfá hans ferli en sýningin spannar 25 ár,“ segir Þorri. „Þetta er ekki þessi heildarmynd sem menn tengja oft við yfirlitssýningar og þá er byrjað á myndum úr bernsku listamannsins. Þetta er meira eins og innlit, einungis brot af hans ferli, elsta myndin er frá 1970 og flestar myndimar eru málaðar eftir 1990. Það er tekin sú stefna að sýna myndir sem hann gerði eftir að hafa mótað þann stíl sem hann varð þekkt- ur fyrir eftir 1970. Þetta em mikið til landslagsmyndir en hann var þekktur að því að mála hluti inn í landslag en það er minna um þær myndir og það er kannski helst það sem ég hefði haft öðmvísi hefði ég mátt ráða þá hefði ég haft meira að myndum frá tímabilinu 1974 til 1985.“ ,,Það á með sanni segja að Hringur hafi aukið við nýjum kafla í íslensku landslagsmálverki og í raun gefið okk- ur endumýjaða sýn á landið,“ segir í fréttatilkynningu Kjarvalsstaða. „Á yfirlitssýningunni sem er jafnframt sú fyrsta á verkum listamannsins gefur að líta úrval olíumálverka síðastlið- inna þrjátíu ára. Þar koma fram öll helstu myndefnin sem Hringur glímdi við á sínum listferli, auk þess sem áhorfendur geta rakið þróun og áherslubreytingar í persónulegum stíl listamannsins." Hringur Jóhannesson. „Hann vann mest heima, vann skipulega og var ró- legur á meðan," segir Þorri um föður sinn. ■ Listaklúbbur Leikhúskjallarans næstkomandi mánudagskvöld Mikill sálkönnuður- magnað skáld -segir Melkorka Tekla Ólafs- dóttir sem stjórnar pallborði um siðferðisspurningar í Villiöndinni. ,Jbsen er tvímælalaust einn af mínum uppáhaldshöfúndum og ég er mjög hrif- inn af honum, hann er mikill sálkönnuð- ur og magnað skáld," segir Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræðingur en hún stjómar umræðukvöldi í Listaklúbbi Leikhúskjallarans næstkomandi mánu- dagskvöld um siðferðispurningar þær sem höfundur Villiandarinnar, jólaleik- rits Þjóðleikhússins setur fram í sam- nefndu verki sínu. Þáttakendur í Pall- borðsumræðum verða heimspekingamir Þorsteinn Gylfason, Vilhjálmur Árna- son, Ólafur Gunnarsson rithöfundur og guðfræðingamir Haukur Jónasson og dr. Amfríður Guðmundsdóttir. ,Ég stúderaði hann svolítið í leikhús- námi mínu í Frakklandi en þar sá ég sýn- ingar á Villöndinni og John Gabriel Borkman, segir Melkorka. „Frakkar Melkorka Tekia Ólafsdóttir: Það er hægt að líta á Villöndina sem tilraun þar sem þessum ólíku lífsskoðunum er teflt fram. sýna mjög mikið af Ibsen um þessar mundir og em mjög hrifnir af hans verk- um.“ Villiöndin er verk sem er hægt að túlka á marga ólíka vegu og skoða út ffá ólíkum sjónarhomum. „Þetta kvöld ætl- um við að velja okkur eitt sjónarhorn sem er hvaða siðferðislegar spumingar liggi til grundvallar í verkinu. Það er ekki tilviljun vegna þess að meginátökin í verkinu era á milli þeirra lífskoðanna sem annars vegar Gregers heldur fram og hinsvegar Relling læknir. I grófum dráttum má segja að Gregers haldi því fram að sannleikurinn sé öllu æðri en Relling staðhæfi á hinn bóginn að sjálfs- blekkingin sé manninum lífsnauðsynleg. Það er hægt að líta á Villöndina sem til- raun þar sem þessum ólíku lífsskoðun- um er teflt fram og þær reyndar á Ekdal fjölskyldunni. Þótt þetta verði meginum- ræðuefni kvöldsins munum við líka beina sjónum að öðrum spurningum Hver og ein persóna verksins hefur ákveðna lífsafstöðu sem er meira og minna meðvituð en það er einkenni verksins hversu margar persónur eru djúpar og margbrotnar. Það er athyglis- vert að gera sér grein fyrir hveijar þessar skoðanir eru og hvernig þær reynast fólkinu. Kvöldið ætti þvr að vera áhuga- vert þótt að fólk hafi ekki séð leikritið því að það verður kynnt auk þess sem leikin verða brot úr verkinu. Allar þessar spumingar eru síðan eitthvað sem við þurfum sjálf að takast á við í daglega líf- inu,“ segir Melkorka Tekla að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.