Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÞYDU6LMÐ

Miðvikudagur 9. júlí 1997

Stofnað1919

89. tölublað - 78. árgangur

Hvað kom úr kafinu í Peningagjá á Þingvöllum?

Gildum kreditkortum hent

í stað brjóstahaldara

Hinrik Pétursson, atvinnukafari, segir að menn séu farnir að

ingjagjá. Fyrir 30 árum fann hann hljómplötur, nærbuxur og

Peningaveski, útlend og innlend

kreditkort, bankakort og símakort

eru á meðal þess sem menn fleygja í

Peningagjá á Þingvöllum, öðru nafni

Flosagjá. Gamla krónan virðist því

senn á útleið fyrir plasti og krít nýrra

kynslóða, sem vilja þó engur síður en

hinar eldri kaupa sér vild guðanna

með því að fleygja á botn Peninga-

gjár verðmætum, og óska sér um

leið...

Hinrik Pétursson, atvinnukafari,

kafaði í Peningagjá fyrir réttum þrjá-

tíu árum og hreinsaði hvers konar

drasl sem menn höfðu þá kastað með

óskapeningunum á botn gjárinnar.

Hann fór í samskonar hreinsunarleið-

angur fyrir mánuði síðan.

"Þetta var allt öðru vísi þegar ég

fór í gamla daga. Þá komu gæjarnir á

köggunum úr Reykjavfk, og aðal-

málið var að hafa plötuspilara í bíl-

unum: Það voru sérstakar litlar plöt-

ur, sem dugðu bara í bílaspilarana.

Strákarnir sýndu dómunum hvað

þeir voru svalir gæjar með því að

fleygja plötunum í gjána. Það hljóta

að hafa verið þúsundir slfkra platna,

sem ég hirti upp fyrir 30 árum."

„Ég fann líka á botni Peningagjár

óska sér út í reikning með því

brjóstahöld. Nú tínir hann upp

bæði brjóstahaldara og nærbuxur. Ég

leyfi mér ekki þann munað að reyna

að gera mér í hugarlund hvernig sá

fatnaður komst þangað. En það var

bersýnilega fjör hjá unga fólkinu."

Þegar Hinrik kafaði aftur, fyrir

réttum mánuði, blasti breytt neyslu-

mynstur augljóslega við á botni gjár-

innar. „Ég varð standandi hissa yfir

því að nú fann ég urmul allskonar

plastkorta. Það var grúi erlendra og

innlendra símakorta, alls konar

bankakort, debetkort og kreditkort,

og meira að segja eitt í fullu gildi. Ég

skilaði því inn, og fékk heilar 900

að fleygja kreditkortum í Pen-

kort af öllum toga.

krónur í laun! Menn eru greinilega

farnir að óska sér út á plast og krít."

Ung grænlensk kona varð þakklát

eftir síðustu köfun Hinriks. „Ég fann

veski, sem ung kona frá Grænlandi

hafði misst í gjána. Það var fullt af

peningum, svo því hafði bersýnilega

ekki verið stolið. Ég vona það hafi að

lokum komist í hendur hennar."

í gær var Hinrik aftur komin í Pen-

ingagjána, í þetta sinn til að ná upp

fjórum 60 kílóa hnullungum, sem

rummungar höfðu fleygt í hana að

næturlagi.

Alfar og huldufólk flutt út

Sextán erlendar sjónvarpsstöðvar komu í fyrra til að gera efni um huliðsheima íslands.

Hvorki meira né minna en sextán

erlendar sjónvarpsstöðvar komu

hingað til lands í fyrra til að taka upp

efni um álfa og huldufólk. Nú þegar

eru sjö erlendar stöðvar búnar að

boða komu sína í gegnum Alfaskól-

ann, segir Magnús H. Skarphéðins-

son, skólastjóri, en Alfaskólinn er af-

sprengi Sálarannsóknaskólans, sem

hann veitir forstöðu. „Þetta er gífur-

leg landkynning, þessir þættir eru

sýndir um alla Evrópu, og eru vin-

sælir," segir Magnús.

Að sögn hans eru álfar og huldu-

fólk orðnir útflutningsvara. Auk

tekna sem spretta af komu sjón-

varpsliða, sem sum eru fjölmenn og

dvelja lengi við myndatökur, hefur

Álfaskólinn staðið um skeið fyrir

ferðum um slóðir álfa og huldufólks

í Reykjvfk og nágrenni. „Við erum

með þrjár ferðir í viku. Það eru næst-

um eingöngu útlendingar, við aug-

lýsum ekkert, en samt eru 5-10

manns í hverri ferð. Túrinn kostar

2,900 og við lofum að sannfæra efa-

semdarmenn um tilvist huldufólks-

í gær var statt á vegum Álfaskól-

ans tökulið frá norðurþýsku sjón-

varpsstöðinni Vox. Sjónvarpsmenn

tóku þá viðtal við Jónínu Guðbjörgu

Björnsdóttur á Kjóavöllum. Hún er

ein af mörgum íslendingum sem hef-

ur hitt huldufólk, hefur einnig heim-

sótt það í híbýli sín, og þegið af því

veitingar.

„Þjóðverjar eru afar spenntir fyrir

efni af þessu tagi," sagði tökustjór-

inn, In-Ah Lee. Hún var nýkomin frá

Borgarfirði eystra, þar sem hún hafði

myndað huldufólksslóðir. In-Ah Lee

sagðist þegar hafa hitt þrjú huldu-

fólksvitni, og var á leið í viðtal við

Erlu Stefánsdóttur, sem lfklega er

einn þekktasti tengill íslands við hul-

iðsheima. „Okkur Þjóðverjum finnst

ótrúlegt að í nútíma samfélagi skuli

vera til fólk, sem bindur persónulega

vináttu við huldufólk. Þetta finnst

okkur í senn heillandi, undarlegt og

áhugavert."

Dýr myndi

frúin öll

Cherie Blair forsætisráðherra-

frú Breta eyddi meira en tvöþús-

und pundum í hárgreiðslu er hún

tók hárgreiðslumeistarann með til

Bandaríkjanna vegna fundar

helstu leiðtoga heims í Denver í

síðasta mánuði.

Andre Suard heitir hinn

ómissandi hárgreiðslumaður sem

vinnur undir venjulegum kring-

umstæðum á stofu miðsvæðis í

London. Hann flaug sérstaklega á

kostnað frúarinnar til Denver þar

sem hann hreiðraði um sig á

Mariott hótelinu til að geta haft

hendur í hári frúarinnar tvisvar á

dag.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar

lýsti því yfir á laugardag að reikn-

ingur Andre Suard, þar á meðal

hótelreikningur, hefði ekki verið

greiddur af hinu opinbera. Blair

hjónin reiddu sjálf fram féð.

Dýrgripir skemmast

segir Rannver Hannesson

„Við stöndum mörgum ljósárum á

eftir nágrannaþjóðunum í öllu for-

varnarstarfi," segir Rannver Hannes-

son forvörður sem var til ráðgjafar

þegar viðgerðarstofa handritadeildar

Þjóðarbókhlöðu var byggð en eins og

kom fram í fréttum Alþýðublaðsins í

gær liggja margir ómetanlegir dýr-

gripir undir skemmdum vegna þess

að ekki fæst fé til að ráða viðgerðar-

mann.

„Það er illa staðið að þessu hjá öll-

um söfnum," segir Rannver. „For-

varnarpóUtík er nánast ekki til. Nú

hef ég unnið hjá flestum borgar og

ríkissöfnunum og get fullyrt það. Er-

lendis er veitt miklu fé í rannsóknir

og þróun á aðferðum til viðgerða en

hér hefur ekkert gerst síðustu tvo til

þrjá áratugi.

Það ber öllum söfnum að hafa

menn sem hafa þekkingu á þessum

efnum, hvernig eigi að ganga frá

þeim, líka nýjum bókum, umbúðum

og efnum til geymslu sem þarf að

fylgjast með.

Það eru afar brýn verkefni sem

blasa við, ég hef verið á þjóðdeild-

inni í sérverkefni við viðgerðir á

gömlum kortum sem var verið að

skanna inn á internetið. Það var grip-

ið inn í strax og hægt var en þau eru

stórskemmd. Þau hefðu getað verið

ónýt, það var spurning um nokkura

mánuði."

Blaðamaður

fíflar pólitíkus

Stjórnmálamenn mega hugsa sig

um tvisvar áður en þeir fara í meið-

yrðamál við blaðamenn og aðra

sem seilast í myrkviði tungumáls-

ins til að finna yfir þá heppileg lýs-

ingarorð. Mannréttindadómstóll

Evrópu úrskurðaði í síðustu viku

að það séu mannréttindi að fá að

kalla stjórnmálamenn fífl, ef að

þeir ögra til þess með hegðun

sinni. Það er í fyrsta sinn sem slfkt

mál kemur til kasta dómstólsins.

Það var austurrískur blaðamaður

sem höfðaði málið eftir að hann

kallaði hægriöfgmann fífl og var

dæmdur fyrir meiðyrði.

Pólitísk átök í Hafnarfirði

Líkur á stjórn A-flokkanna

Meirihlutinn hangir á bláþræði. Úrslitafundur boðaður næsta þriðjudag. Alþýðubandalagið sam-

þykkir Ingvar sem bæjarstjóra A- flokkanna, slíti Alþýðuflokkurinn núverandi sarr.starfi.

Meirihluti bæjarstjórnar í Hafnar-

firði, sem samanstendur af Alþýðu-

flokknum og hluta Sjálfstæðisflokks

undir forystu Jóhanns Gunnars Berg-

þórssonar, verkfræðings, hangir á

bláþræði. Framtíð hans skýrist að

líkindum á fundi fullrúaráðs Alþýðu-

flokksins í Hafnarfirði, sem verður

næstkomandi þriðjudag. Vaxandi

andstaða virðist innan Alþýðuflokks-

ins um að halda samstarfinu við Jó-

hann Gunnar áfram. Óvissa var um

hvað tæki við, ef núverandi samstarf

slitnaði, og var helst rætt um rninni-

hlutastjóm Alþýðuflokksins, sem Al-

þýðubandalag verði falli.

Heimildir úr innsta hring Alþýðu-

bandalagsins í Firðinum staðfestu

hinsvegar í gær, að svo fremi Al-

þýðuflokkurinn ryfi núverandi sam-

starf væri fátt til fyrirstöðu að nýr

meirihluti A-flokkanna tæki til starfa

innan mjög skamms tíma. Alþýðu-

bandalagið myndi þá sætta sig við að

Ingvar Viktorsson yrði áfram bæjar-

stjóri.

Kornið sem fyllti mæli þeirra sem

eru andvígir núverandi meirihluta

voru kaup Jóhanns G. Bergþórssonar

á húseigninni að Strandgötu 28, sem

bærinn hafði að sögn áhuga á að

kaupa. Áhrifamenn í forystu flokks-

ins í Hafnarfirði segja hinsvegar að

það mál eitt og sér skipti ekki höfuð-

máli, heldur sé að brjótast út lang-

vinn gremja og óánægja með sam-

starfið.

Alþýðubandalagið hafði áður sagt,

að ekki kæmi til greina að ræða þátt-

töku í nýjum meirihluta á meðan nú-

verandi meirihluti væri enn við lýði.

Sömuleíðis var talið, að innan

flokksins væri andstaða við að nú-

verandi bæjarstjóri, Ingvar Viktors-

son, héldi þeirri stöðu áfram, en

grunnt var því góða milli hans og

Magnúsar Jóns Árnasonar þegar Al-

þýðubandalagið gekk til samstarfs

við Sjálfstæðisflokkinn um stjórn

bæjarins. Svo er ekki lengur, sam-

kvæmt mjög áreiðanlegum heimild-

um Alþýðublaðsins í gær.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8