Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						m
VlSIJft  Kösludagur 13. febiúar I976
HÆTTA A ELDGOSI MEIRI
EN HÚN VAR TALIN FYRIR
NOKKRUM MÁNUÐUM:
„Meta þarf vand-
lega hvort hœgja
beri framkvœmda
áœtlun í Kröflu"
„Hætta á eldgosi á Námafjalls- og Kröflusvæðinu er meiri nú en
hún var talin fyrir nokkrum mánuðum. Þó eru likur á stóru gosi á
Kröflusvæðinu ekki taldar miklar." Þetta segir i skýrslu, sem jarð-
hitadeild Orkustofnunar hefur sent frá sér.
Sfðan segir: ,,f ljósi umbrotanna á Kröflusvæðinu og þéirrar ó-
vissu, sem rikir um gufuöflun til handa Kröflustöð, þarf að meta
vandlega, hvort hægja beri á framkvæmdaáætlun um smiði á véla-
undirstöðum og niðursetningu véla."
Þessa skýrslu hafa samið eftirtaldir starfsmenn Okrustofnunar:
Guðmundur Pálmason, Kristján Sæmundsson, Karl Ragnars, Axel
Björnsson og Ingvar Birgir Friðleifsson.
Ef saman eru dregnar helstu niðurstöður skýrslunnar, eru þessar
helstar:
Liklegasti gosstaðurinn er
Leirhnjúkssprungan.
—0—
Skjálftavirkni og brota-
hreyfingar hafa verið mestar
norðan til á sprungusveimnum,
sem liggur frá Mývatni til
Axarfjarðar. Sig og gliðnun
hefur numið 1-2 m i Kelduhverf'
1/2—1 m i Gjástykki og á
Kröflusvæðinu, eri aðeins fáein-
um cm við Mývatn norðanvert.
—0—   •
Mannvirki Kröfluvirkjunar
eru um 700 m austan við hið
haggaða svæði, og mannvirkin I
Bjarnarflagi um 200 m. Kisiliðj-
an er hins vegar innan þess
svæðis, sem hefur haggast, en
þar suður frá eru hreyfingar
minnstar, eins og áður er getið.
—O-
Gosið i Leirhnúk og umbrotin
á Kröflusvæðinu undanfarnar
vikur hefur verið á sama hluta
sprungusveimsins og var virkur
i Mývatnseldum. Stöðvarhús
Kröflustöðvar er byggt á um
2000 ára gömlu hrauni. Engar
sprungur eru merkjanlegar á
stöðarhússvæðinu eftir að hraun
þetta rann.
-O—
Siðastliðin 10 þiísund ár hefur
gosiða.m.k. I5sinnum á Kröflu-
svæðinu.þar af 5 sinnum siðan
öskulagið H-3 úr Heklu féll fyrir
um 3000. árum. Tiðni eldgosa á
svæðinu virðist þvi vera um 1
gos á 500 árum eftir að H-3 féll,
en um 1 gos á 700 árum fyrir
þann tima.
-O-
A Námafjallssvæöinu hefur
gosiðum lOsinnum á s.l. 10 þús-
und árum og skipa gosin sér i
tvær hrinur. Sú siðari hófst fyrir
um 2500 árum og hefur á þvi
timabili gosið 4 sinnum. 1
nokkrum hinna yngri gosa
a.m.k. hefur gosið á báðum
svæðunum samtimis.
-O-
Siðastliðin 10 þúsund ár hefur
>rúmur helmingur alls hraun-
magns á Kröflusvæðinu komið
upp i þremur stórum gosum,
fyrir um 9000 árum, 2000 árum
og i Mývatnseldum. Vegna þess
hve stutt er liðið frá siðasta
stórgosi má telja óliklegt að
hraunmagn i nýju gosi á Kröflu-
svæðinu nú verði álika mikið og
i Mývatnseldum.
-O-
Af þvi leiðir að hætta fyrir
byggðina i Reykjahllð vegna
hraunrennslis frá Kröflusvæð-
inu verður að teljast litil. Eins
þarf hraunmagn á Leirhnjúks-
sprungunni að vera töluvert
mikið til að mannvirkjum
Kröflustöðvar stafi hætta af.
-O-
jtákki er hægt að útiloka, að
sprungumyndanir og gos verði
austar þannig að hætta skapist
fyrir mannvirki Kröflustöðvar.
Fyrri brotahreyfingar samfara
eldgosum á Leirhnjúkssprung-
unni benda þó til að svo verði
ekki.       —O—
Sprengigos likt og varð i upp-
hafi Mývatnselda er ekki hægt
að útiloka, og væri þess helst að
vænta i nágrenni Vitis. Þetta
var haft i huga við staðsetningu
stöðvarhússins. Rannsókn á
myndunarsögu Vitis bendir til
að ráðrúm gæfist fyrir fólk að
forða sér af virkjunarsvæðinu
áður en slikt gos væri komið I
fullan gang.
O-
Nokkrir skjálftar af styrk-
leika um 4 á Richterkvarða áttu
upptök sin á Króflusvæðinu
meðan borun stóð þar yfir
sumarið 1975. Bormenn urðu
þeirra litt varir og skjálftarnir
höfðu engin merkjanleg áhrif á
borunina.
—O—
Sjálfsagt virðist að reyna,
eftir þvi sem aðstæður leyfa, að
halda fyrir áætlun um boranir.
Veriö er að kanna hvaða ráð-
stöfunum verði við komið til að
tryggja sem best áhöfn og
tækjabúnað borsins gegn
hugsanlegum   jarðskjálftum.
-O-
Þótt boranir hefjiast sam-
kvæmt áætlun i mars n.k. er
töluverð óvissa um, hve mikið
gufumagn verði tilbúið til af-
hendingar til Kröflustöðvar á
þessu ári.
-O-
Sjálfsagt viröist að halda
áfram með stöðvarhús til áö
gera það eins hægt og verða má
til að standast jarðskjálfta.
Skeiðsfoss - nýtt skip
Eimskipafélags íslonds
Eimskipafélag tslands hefur
eignast riýjan foss, Skeiðsfoss.
Skipið Nordic sem félagið
keypti nýlega i Þýskalandi var
afhent félaginu i gær. Skipinu
var gefið nafnið Skeiðsfoss eftir
samnefndum  fossi  i  Austur-
Fjótum i Skagafirði.
' Skeiðsfoss var smiðaður Í967 i
Brake i Þýskalandi. Hann er 774
brúttótonn og ganghraði 13,5
sjómilur. Skipið kemur til
Reykjavikur 23. þessa mánað-
ar.
Skólar borgar-
innar fa fleiri
kennslustofur
Tiu nýjar, færanlegar
kennslustofur verða teknar i
notkun næsta haust við skóla
borgarinnar. Borgarráð hefur
samþykkt ályktun um smiði-
kennslustofanna og jafnframt,
að 5 þeirra verði boðnar út en 5
verði smíðaðar hjá trésmiða-
stofu borgarinnar.
Kristján J. Gunnarsson,
fræðslustjóri, sagði i samtali við
Visi að þessar kennslustofur
yrðu með sama sniði og þær
sem áður hafa verið teknar i
notkun, en þær eru' aðallega
staðsettar i Breiðholti. Oldur
selsskóli er eingöngu samsettur
úr færanlegum kennslustofum
og eru þær 6 talsins.
" Þessar kennslustofur eru
staðlaðar og eru þvi mjög fljót-
legar i framleiðslu. Þær geta
bæði staðið einar sér og fleiri
saman og er hægt að setja þær
upp hvar sem rými er fyrir þær
á skólalóðinni.
Fimm nýju kennslustofanna
eiga að vera i Fossvogsskóla —
og er þá hægt að bæta 12 ára
bekkjardeildum við skólann. t
sumar fá starfsvellir borgarinn-
ar afnot af þrem hinna nýju
kennslustofa, en siðan verða
þær fluttar i haust og þá notaðar
við skóla, sennilega mest i
Breiðholtinu, en annars fer það
eftir nemendafjölda hvar stof-
urnar verða nýttar.     —SJ
t umhleypingum undan-
farinna vikna hefur mjög reynt
á menn og vélar. Eftir þýðu
gærdagsins hefur komið frost og
læsingin á bilhurðinni er gadd-
frosin.Þá er að blása, hita lvl.il-
inn, eða nota efni þau, er seld
eru á bensinstöðvum. — A
myndinni sést einn, sem notar
gömlu, góðu aðferðina, blása
heitum lifsandanum i skrár-
gatið, og siðan eru væntanlega
allir vegir færir. — A bak við
hann stendur einn i kálfi raf-
magnsveitubfisins, og norpar
við að gera við Ijós, sem slokkn-
að hefur. — Báðir gera við, en
hvor á sinn hátt.
Tilkynning
fra oliufélögunum
Vegna sívaxandi erfiðleika við útvegun rekstursfjár til þess að fjár-
magna stöðugt hækkandi verð á olíuvörum, sjá olíufélögin sig knúin til
þess að herða allar útlánareglur. Frá og með 16. febrúar næst komandi
ganga i gildi eftirfarandi greiðsluskilmálar varðandi lánsviðskipti:
Togarar og stærri f iskiskip skulu haf a heimild til að skulda aðeins
eina úttekt hverju sinni. Áður en að frekari úttektum kemur skulu
þeir hafa greitt fyrri úttektir sínar, ella verður afgreiðsla á olíum
til þeirra stöðvuð. Greiðslufrestur á hverri úttekt skal þó aldrei
vera lengri en 15 dagar.

Önnur fiskiskip skulu almennt hlýta sömu reglu. Hjá smærri bát-
um, þar sem þessari reglu verður ekki við kcmið, skal við það mið-
aðaðúttektségreidd um leiðog veðsetning afurða hjá fiskvinnslu-
stöð fer fram.
Þeir viðskiptamenn, sem hafa haft heimild til lánsviðskipta í sám-
bandi við olíur til húskyndingar, hafi greiðslufrest á einni úttekt
hverju sinni. Þurfa þeir því að hafa gert upp fyrri úttekt sína áður
en til nýrrar úttektar kemur.
Um önnur reikningsviðskipti gilda hliðstæðar reglur.
Cssój
Olíufélaqið hí.
QP
Olíuverzlun
íslands h{.
•\5 Olíufélagið
Skeljunqur
Shell
hi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24