Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 21. febrúar 1976 vism Á árunum 1964-1967 reyndu mun fleiri að hasla sér völl sem tónlist- armenn heldur en brans- inn þoldi. Ástæðan var sú að tónlist sú sem Beatles og Rolling Stones og fleiri fluttu var afar ein- föld og aðgengileg og margar af frægari hljómsveitunum voru í raun og veru rétt að byrja að spila. Hér á landi spruttu hljómsveitirnar upp sem gorkúlur, og skóla- og unglingahljómsveitir hafa varla verið fleiri en einmitt á þessum árum. En ekki var markaður fyrir alla þessa nýju tón- listarmenn, og sumir heltust úr lestinni og hættu, en aðrir hvíldu sig um stund. Nokkrir héldu velli, eins og t.d. Hljóm- ar. Ein af þessum ung- lingahljómsveitum var stofnuð 1966 og hét Bít- niks. Einn af meðlimum þessarar hljómsveitar sem var þá sextán ára, er nú að gefa út sína fyrstu breiðskífu undir eigin nafni, en það er Einar Vilberg. HA: Hverjir voru i Bitniks? EV: Einn hét Hörður Arna- son, hann lék á gitar. Hann sem- ur þó nokkuð af lögum ennþá, en hefur bara legið á þeim heima hjá sér, utan einu sinni er hann kom fram i ,,amatör”þætti i sjónvarpinu sem Árni Blandon stjórnaði. Hinir hafa dottið al- veg út úr bransanum en þeir hétu Sveinbjörn (bassag.), Arni (trommur), og Ingi (gitar). betta var nokkurs konar skóla- hljómsveit i Langholtsskóla utan það að ég var utanaðkom- andi. HA: Hvað tók svo við? EV: Hljómsveit sem hét Rain (eða Rein?). Ég tók Sveinbjörn með mér yfir i Rain. Við lékum i Breiðfirðingabúð o.s.frv. Þetta hefur verið 1968. Svo kom Eilífð með Herberti G u ð m u n d s s y n i, Hlyni Höskuldssyni (hljómborð), Finnboga Kristinssyni (bassag.) og Steinari Viktors- syni (trommur). Þetta var þokkalegasta hljómsveit. Við lékum i Las Vegas (skemmti- staðnum, ekki borginni) að mestu og fengum að æfa þar á daginn. HA: Svo kom Sarah hljóm- plötuútgáfan og allt sem þvi fylgdi? EV: Já. Égbjó á þessum tima (1970 ca.) i kommúnu sem hét Sarah og þar kynntist ég Jörgen — Enginn vildi trúa þvi, að við værum á leið til Japans. „Fjölskyldumenn eru eitur í þessum bransa" — segir Einar Vilberg í viðtali við Vísi Inga Hansen, en hann var sem heimilisvinur hjá okkur. Nú, hann hélt að ég væri hæfileika- maður og við gerðum samning. Svo lét ég hann hafa tvö lög fyrir Janis Carol, „Draumurinn” og „íhugun” sem voru reyndar hálfgerð barnaverk. „Vitskert veröld”, eitt fyrsta lagið sem ég samdi kom út með Pétri Kristjáns sama ár. Á bakhlið var lagið „Blómið sem dó” sem átti að vera dulbúin þjóðfélags- ádeila! Þessar plötur komu út á merkinu Sarah, en Jörgen Ingi átti það. HA: Jörgen Ingi hélt svo hljómleika i Laugardalshöllinni með Man, Badfinger og Writing On The Wall, en þú opnaðir þá hljómleika var það ekki? EV: Jú, það var ein versta upplifun sem ég hef lent i. HA: Svo komstu fram i sjónvarpinu... EV: Við gerðum einn sjónvarpsþátt. Asgeir Óskars- son var á trommunum, Tómas Tómasson á bassanum, bor- steinn Hauksson á orgelinu og ég á gitar. Við lékum islenskt popp. Lögin hétu m.a. „Hátiðar- brenna djöfulsins” og „Þyrni- garður Satans”. A þessum ár- um eftir blómatimabilið 1969, var uppi andsvorun gegn þvi. Um daginn reyndi ég að fá „kópiu” af upptökunni uppi i sjónvarpi til að eiga, en þá kom á daginn að búið var að taka yfir þáttinn. Þetta var allt tekið upp á myndsegulband, og svo er bara tekið yfir það rétt á eftir. Það er engu svona efni safnað. Svo kom ég lika fram einn, með eitt lag i einhverjum þætti. HA: Hvenær lágu leiðir ykkar Jónasar R. Jónssonar saman? EV: Það hefur verið 1971. Okkur var boðinn plötu- samningur hjá Fálkanum sem við þáðum. Við tókum svo upp plötu hjá Pétri Steingrimssyni i tveggja rása stúdióinu hans, en við björguðum „sándinu” þvi við fengum sjónvarpsþátt i — Ég hef verið I þremur hljóm- sveitum: Bitniks, Rain og Eilífð. Noregi og i leiðinni bættumst við inn á skárum („cuttuðum”) og blönduðum („mixuðum”) i átta rása stúdió þar, en eins og kom fram á plötu Magnúsar og Jó- hanns frá sama tima, vantaði alla „filtera” i borðið hjá Pétri og út kom þetta hvimleiða sssssssss-hljóð. A þessari plötu lék ég á kassa- gitar, rafmagnsgitar og „bott- leneck”gitar og söng, Jónas lék á flautu og gamla franska nikku " V ' 1 " Halldór Ándrésson skrifar: og söng, aðrir á plötunni voru Sigurður Arnason og Tómas Tómasson á bassagiturum og Timmi Donald lék á trommur. (Donald hefur leikið m.a. með Blue, Sandy Denny, White Trash, Cody og öðrum stórum nöfnum). Jónas þekkti Timmi og fékk Fálkann til þess að leigja hann i upptökurnar. Eftir þetta förum við á samning hjá Icelandic Music Enterprises, fyrirtæki sem hafði orðið til upp úr Sarah er Ingibergur Þorkelsson keypti hluta i þvi. Við sendum svo lög i tónlistarkeppni i Japan. I þessa keppni mátti ekki senda efni sem áður var út gefið á plötu, svo að ég dreif mig upp i útvarp og tók upp nokkur lög sem við sendum. 1 þessa keppni — Platan „Jónas og Einar” var tekin upp á tveggja rása græj- urnar hans Péturs Steingrims- sonar. — Ljósm.: Ólafur Helgi Kjartansson. bárust svona 1500 umsóknir, meðal annars frá Neil Sedaka (náði ekki inn). 45 komust inn, og við vorum bara svona heppn- ir að komast inn. Við lögðum svo af stað til Japans. Fyrst fórum við til Kaupmannahafnar i von um að fá vegabréf, þar sem við feng- um ekki hér heima. Við (þ.e.a.s. Einar, Jónas og Jörgen Ingi „personal manager”) fengum heldur ekki vegabréf i Kaup- mannahöfn. Enginn trúði þvi að við, islenskir hippar, værum á leið til Japans i popptónlistar- keppni, boðið i þokkabót, það trúði þvi enginn. Svo við fórum bara til Japans og vorum i sótt- kvi á einhverju hóteli úti á flug- vellinum i heilan sólarhring, en þá fékk ég æðislega tannpinu með hita og hvaðeina. Út frá þvi fengum við undanþágu i eina viku, til þess að fara til tannlæknis og svo framvegis, þannig að við gátum tekið þátt i keppninni. Tannpinan barjaði sem sagt ferðinni! HA: Hvernig var svo ferðin: EV: Japanir eru svona fimm árum á eftir timanum. Keppendur mættu allir, utan við, i nokkurs konar „smoking” o.s.frv. og með „sjónvarps- farða” til að vera fallegir! Og svo voru flest lögin i þessum Eurovisonstil. Nú, salurinn rúmaði 10.000 manns og sviðið var svona þrisvar sinnum stærra en Háskólabiósviðið, þannig að það var eins og maður hyrfi. Svo var lika dálitil tauga- spenna i þvi að horfa framan i 10 þúsund skáeyga Japana! Við lékum með stórri hljómsveit þarna þó við hefðum ekki æft nema tvisvar með hljómsveit- inni, en Sigður Rúnar Jónsson hafði skrifað nótur fyrir hljóm- sveitina, sem voru sendar með umsókninni eins og reglur skip- uðu, þannig að þetta gekk ágæt- lega. HA: Svo var gefin út tveggja laga plata.. EV: Já, með laginu sem við fluttum i keppninni „When I Look At All Those Things” ró- legt „týpiskt” strengjalag, og á bakhliðinni var svo japanskt lag sem Jónas söng á japönsku við mikla kátinu eyjaskeggja. Japanir höfðu rétt til þess að gefa plötu þessa út i 60 þúsund eintökum og hefur iiklega verið gert þvi við fáum enn send höfundarlaun. Hér heima var svo ferðin þöguð i hel, þvi sumir hljóta náð i augum blaðamanna en aðrir ekki, það byggist upp á þvi! 1 mörgum tilfellum i þá ' daga voru viðtölin hreinlega búin til. Siðan þá hefur mér —.... siðan hefur mér verið I nöp við blaðamenn. verið i nöp við blaðamenn, en þetta er kannski að lagast. Ég held að blaðamenn ráði allt of miklu. Td. þá gátu þeir tekið einn fyrir, eins og Björgvin Halldórs og gert hann forheimskan og fóru i alla staði reglulega illa með hann. Svo voru sumir blásnir upp sem ekkert gátu og mörgum af þeim gengur vel i dag. Nei, ég nefni engin nöfn! Svo ef einhver nær toppnum hérna þá hangir hann þar. Til dæmis Hljómarnir sem voru hörðustu hugsjónarmenn- irnir i þá daga eru löngu búnir að kasta hugsjóninni og komnir inn á sömu linu og Svavar Gests. HA: Hvernig gekk „Jónas og Einar” platan.hún hefur verið á útsölu i Fálkanum undanfarin ár I stórum upplögum (ásamt einni bestu Trúbrotsplötunni: Undir áhrifum)? EV: Hún seldist ágætlega miðað við timann. Tæplega 2 þúsund eintök seldust fljótlega (talið með kassettum), en Ólaf- ur Haralds hjá Fálkanum hefur bara verið svona bjartsýnn og pantað meira, enda salan mjög góð miðað við þá auglýsingu sem hún fékk. Aðeins ein heilsiðuauglýsing i Mogganum og búið spil. Svo kom bara ein jákvæð kritik á plötuna en það var frá ómari Valdimars, en hann var þá hjá Timanum. HA: Út af hverju leystist samstarf ykkar Jónasar upp? EV: Er við komum heim frá Japan tókum við upp tvö lög i barnatima sjónvarpsins. Jónas var reyndar að byrja að vinna i sjónvarpinu, og það var gifur lega mikið að gera hjá honum Auk þess var hann fjölskyldu- maður og fjölskyldumenn eru eitur i músikbransanum, þeir hafa aldrei neinn tima aflögu. Ef þú ætlar að gera eitthvað i þessum bransa þá verðurðu að eiga þig sjálfur. HA: Svo heyrðist ekki neitt frá þér fyrr en nú? ekki satt? EV: Ég fékk arf á þessum tima, tæpa milljón. og koxaði áhyggjulaust i tæp tvö ár og var svona að pæla i eigin tónsmiðum og sjálfum mér. HA: Hvenær byrjuðu svo upp- tökur á „Starlight”? EV: Upptökurnar byrjuðu i nóvember siðastliðnum og lauk i janúar. A plötunni koma fram: Þórður Arnason, sem fær nú i fyrsta sinn að sýna hvað i hon- um býr (svo sannarlega!), Þórður leikur á gitar, Asgeir Óskarsson leikur á trommur, Pálmi Gunnarsson leikur á bassagitar, Lárus Grimsson leikur á hljómborð, Jakob Magnússon lika og Magnús Kjartansson Gunnar Þórðarson leikur á gitar og Helgi Guð- mundsson á munnhörpu og Spil- verk þióðanna, Hannes Jón Hannesson og Pálmi Gunnars radda. Stjórnandi upptöku var Baldur Már Arngrimsson. Nú og lögin heita svo: Starcollector, I Love You For A Reason, Take Me Home, Nowhere, Facing The World, I Wanna Know, Maybe It’s Ýour Fate, No Blues Just Fighting, og titillagið Star- light. HA: En ætlarðu ekki að láta sjá þig á sviði líka? EV: Það er allt i deiglunni ennþá. Ef svo verður, verður það heil hljómsveit ekki úthald- ir, þvi það er tæplega hægt að koma þvi við. — „Starlight” og vonarglæt- an....(á gulu ljósi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.