Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. april 1976 78. tbl. 66. árg. Manndrápið er uppiýst Fiskur frá frystihúsum SH og frá Færeyjum var seldur fyrir 18 milljarða á vegumColdwater i Bandaríkjunum á siðasta ári. íslendingar auka umsvif vestanhafs • Coldwater reisir nýja verksmiðju • Lokið við 5000 tonna frystigeymslu Akvcðið hefur verið að Cold- water, dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna i Bandarikjunum. hefji á þessu ári byggingu á nýrri fisk- vinnsluverksmiðju i Boston. Jafnl'ramt mun nú um mánaða- mótin verða lokið við nýja l'rystigeymslu sem verður áföst fiskvinnsluverksmiðjunni. Byggingin veröur alls 12.500 l'erm. að stærð. Fiskvinnsluverksmiðjan verður nýbygging 7500 ferm. og er áætlað að hún geti tekið til starfa á næsta ári. Ráðist var i nýbyggingu þessa vegna auk- inna umsvifa Coldwater og mun fyrirtækið eiga tvær verksmiðj- ur eftir að byggingu þeirrar nýju lýkur. Eins og fyrr sagði er verið að ljúka við að reisa nýja frysti- geymslu fyrir Coldwater i Bos- ton. Sú frystigeymsla verður 5000 ferm. og rúmar alls 5000 tonn af frystum fiski. Það var á siðastliðnu ári sem Coldwater hófst handa um að reisa frystigeymsluna, sem stendur á hafnarbakka i Boston. Sá ávinningur verður' af henni fyrir Coldwater að nú geta is- lensk flutningaskip landað beint i frystigeymsluna. Cold'water rekur nú fisk- vinnsluverksmiðju i Cambridge i Bandarikjunum sem kunnugt er. Fyrirtækið er hið stærsta i eigu islendinga. Sala þess á frystum fiski nam á siðastliðnu ári rúmlega lOOmilljónum doll- ara eða um 18 milljörðum is- lenskra króna. Forstjóri Coldwater er Þor- steinn Gislason. —EKG 18 ára piltur hefur játað að hafa skotið Guðbjörn Tryggvason á Akureyri til bana. Rannsókn þessa máls lauk i nótt þegar klukkan var að ganga þrjú. Hafði pilturinn þá verið i gæslu hjá lög- reglunni á Akureyri frá þvi i íyrrakvöld. Pilturinn braust inn i sport- vöruverslun Brynjólfs Sveinsson- ar við Skipagötu þessa sömu nótr. Þaðan stal hann morðvopninu, 22 ca. riffli og skotum. í versluninni olli hann talsverðum skemmd- um, þar sem hann skaut úr byss- um þar inni. Nemendur úr Menntaskólanum á Laugarvatni voru staddir á Akureyri um þessa helgi. Tveir piltar úr skólanum voru á gangi rétt um klukkan fjögur um nótt- ina við kirkjuna. Mættu þeir þá pilti sem vár með riffil. Miðaði rifflinum á þá Pilturinn miðaði á þá rifflinum og gaf i skyn að hann ætlaði að skjóta þ^. En siðan kvað hann riffilinn óhlaðinn og sló öllu upp i gri'n. Þessir tveir piltar voru sið- an kallaðir til lögreglunnar á Akureyri i gærdag, þar sem kanna átti hvort þeir bæru kennsl á piltinn. Þeir þorðu þá ekkert að fullyrða, en töldu likur á þvi að þetta væri sami pilturinn. Stuttu eftir það mun pilturinn með riffilinn hafa mætt Guðbirni. Að sögn Gisla Ólafssonar yfirlög- regluþjóns á Akureyri er ekki vit- að til þess að þeir hafi nokkuð þekkst eða að nokkur tengsl hefðu verið á milli þeirra. Orðaskipti fóru á milli þeirra Einhver orðaskipti munu hafa farið á milli þeirra þegar þeir mættust, en örstutt,-og ekki er vit- að að um orðasennu eða neitt sér- stakt hafi verið að ræða. Strax á eftir mun pilturinn hafa skotið Guðbjörn. Fóru fjögur skot i hnakka hans en eitt i öxl. Ástæðan fyrir þessum verknaöi virðist engin sérstök, og ekkert æðiskast var á piltinum. Hann hefur komið við sögu lögreglunn- ar áður, en aldrei i sambandi við ofbeldi. Riffillinn og skot fundust um 160metra frá þeim stað sem likið fannst á. Ætlaði pilturinn að grafa vopnið og skotin i snjóskafli, en gerði það þó ekki betur en svo að það fannst strax. Pilturinn verður sendur i geð- rannsókn. Guðbjörn Tryggvason var 28 ára gamall og lætur eftir sig konu og tvöbörn. Hann bjó að Hrauni i Glerárhverfi. Þegar at- vikið skeði var hann á leið til fundar við kunningja sinn. Gisli Ólafsson yfirlögreglu- þjónn vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu lögregluna við lausn þessa máls. —EA LANDHELGIS- SKATTUR Þingmenn héraða, stétta og starfs- hópa — en ekki ollrar þjóðarinnar Sjó grein Baldurs Guðlaugssonar um Alþingi ó síðum 8 og 9 í dag Tekur því t varla að frímerkin SVARTHÖFDI SKRIFAR BLS. 2 Hann hefur selt pylsur í 33 ár — sjá bls. 3 Auðkýfingurinn Howard Huges lést í gœrdag — sjá erlendar fréttir bls. 6-7 Vantar þig sauma- vél eða flugvél, hraðbát, bíl eða húsdýraáburð? Þetta og miklu fleira er boðið í smáauglýsingum Vísis á bls. 15, 16, 17, 18 og 19 KVIKMYNDAGAGNRYNI OG BÍÓAUGLÝSINGAR — sjá bls. 4-5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.