Vísir - 01.06.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 01.06.1976, Blaðsíða 13
13 visii og Valgarður Sigurðsson ) Brasilía sigraöi i afmælismótinu i knattspyrnu sem staðiö hefur yfir i Bandarikjunum að undanförnu. Þeir sigruðu itali 4:1 í siðasta leik sinum i keppninni, og fóru þvi taplausir út úr mótinu. En það gekk ekki átakalaust að •eggja italina, ttalia náði nefni- lega forustunni i leiknum strax á 5. min. þegar Sabio Capello skor- aði gott mark. Og italirnir áttu meira i leiknum lengi framan af fyrri hálfleiknum, en þó jöfn- uðu „brassarnir á 28. minútu. Rivelinoátti glæsilega sendingu á Lula sem skoraði örugglega. En fleiri hluti tókst Lula ekki að sýna i þessum leik, hann var rekinn af velli stuttu siðar eftir fremur meinleysislegt brot. Þessu undu leikmenn og forráðamenn Brasiliu illa, og tók það dómar- ann sem var frá Argentinu 15 min. að koma leiknum af stað á ný vegna mótmæla þeirra inni á vellinum!! Og ekki var allt búið enn. Stuttu siðar varð dómarinn að visa italanum Roberto Bettega af velli fyrirsamskonarbrot ogLula fékk reisupassann fyrir, og sá þriðji sem var visað af velli Causio — fyrir brot gegn Rivelino I siðari hálfleiknum tóku „brassarnir” öll völd i sinar hendur og skoruðu þrjú mörk, eitt frá hinum marksækna Gil, og einnig skoruðu þeir Zico og Roberto. mörk Teits sigurinn ! Fram 2:1 í skemmtilegum leik stöðu til að sjá það. Síöari hálfleikurinn hófst með mikilli sókn Fram, og þá átti Rúnar Gislason strax gott skot á markið sem fór rétt yfir. Rúnar fékk siðan góða sendingu inn i vitateig skagamanna, en var of seinn að skjóta og hreinsað var frá. Rétt á eftir komst Matthias Hallgrimsson i gott skotfæri við vitateigslinu Fram, en þrumu- skothans fór i þverslá og þaðan niður á marklfnuna. Nú fóru skagamenn að ná betri tökum á leiknum og á 20. minútu hálfleiks- ins mátti Ami Stefánsson taka á honum stóra sinum þegar hann varði i horn gott skot Árna Sveinssonar af stuttu færi. En á 35. minútu gat Arni ekki, þrátt fyrir mjög góö tilþrif, komið i veg fyrir mark. Teitur braust inn i vítateiginn hægra megin og skaut þaðan „bombuskoti”. Arni kom vel út á móti og varöi skotið, en hélt ekki boltanum sem eðli- legt var og hann hrökk aftur út til Teits. Og nú varð mark ekki um- flúið, annað „bombuskot” og boltinn þrýstist á netaköskvana — enda lá Arni óvigur á vellinum eftir fyrra skotið. Skagamenn drógu nú lið sitt i vörn og Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna, en þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri, enda vörn skagamanna föst fyrir. Eftir atvikum verða þetta aö teljast sanngjörn úrslit, og það sem reiö baggamuninn fyrir skagamenn var að sóknarmenn þeirra voru mun ákveðnari og miðjumennirnir dreifðu spilinu betur en framarar. Teitur verður að teljast maður leiksins fy.rir mörkin sin tvö, en auk hans áttu Arni Sveinsson og Jón Gunn- laugsson báðir góðan leik. Hjá Fram var Agúst Guðmundsson mjög sterkur á miðjunni. Asgeir Eliasson og Jón Pétursson áttu báðir góða kafla, en sá sem vakti mesta athygli i liðinu var Trausti Haraldsson sem átti mjög góðan leik sem bakvörður. gk— Kraftakarlarnir settu engin met Ekkert íslandsmet var sett á islandsmótinu i kraftlyftingum sem fram fór um helgina, og hlýtur slikt að vekja athygli þvi lyftingamenn okkar setja yfirleitt mörg met á hverju móti. En þess má geta að marga af bestu kraft- lyftingamönnum okkar vantaði i þetta mót, og árangur þeirra sem mættu var ekkert sérstakur. „Þetta er allt of seint að halda tslandsmótið á þessum árstima”, sagði Brynjar Sigurðs- son i viðtali við Visi i gær. „Margir eru hættir að æfa af fullum krafti, það er komið sumar og menn eru ekki upp- lagðir til þess að verá að standa i þessu nú”. tslandsmeistarar i kraft- lyftingum 1976 urðu: Fluguvigt: Árni Pétursson UMFS og árangur hans var 75 kiló i hnébeygju, 55 kiló i bekk- pressu sem er tslandsmetsjöfnun og 100 kg i réttstöðulyftu = 230 kg. Léttvigt: Grétar Franklinsson, Ármanni. Hann lyfti 140 kg i hné- beygju, 95 i bekkpressu og fór upp með 205 kg i réttstöðulyftu = 440 kg alls. Millivigt: Þorvaldur Stefánsson USVS sem lyfti 170 kg i hnébeygju, 90 kg i bekkpressu og 200 kg i réttstöðulyftu eða samtals 460 kg. Léttþungavigt: Óm a r Franklinsson sem lyfti 175 kg i hnébeygju, 120 kg i bekkpressu og 240 kg i réttstöðulyftu eða samtals 535 kg. Milliþungavigt: Helgi Jónsson KR sem lyfti 200 kg i hnébeygju, 125 kg i bekkpressu og 230 kg i réttstöðulyftu eða samtals 555 kg. Þungavigt:Gústaf Agnarsson KR sem lyfti 250 kg i hnebeygju, 140 kg i bekkpressu og 270 kg i rétt- stöðulyftu eða samtals 660 kg gk— Karl Þórðarson átti ekki mjög góðan leik i gær, en þó vekur hann ávallt mikla hrifningu fyrir boltameðferð sina. Hér sækir Kristinn Jörundsson mið- herji Fram að honum. Ljósmynd Einar. Bandarikjamaöurinn Earl Bell að setja heimsmet sitt I stangarstökki. Hann stökk 5.67 metra og bætti fyrra metiðuni tvo cm. Tveir ítalir reknir af leikvelli þegar Brasilía sigraði ítaliu 4:1 — áhorfendur mótmœltu með „appelsínukasti" ÞRIR LEIKMENN SENDIR í BAÐI Italirnir komu engum vörnum við, þeir voru aðeins 9 á vellinum og áhorfendur sem margir voru italskir-bandariskir mótmæltu með þvi að kasta ávöxtum inn á völlinn að dómaranum!! England byrjaði ekki mjög vel gegn „bandariska” liðinu sem sótti meira strax i upphafi, en þegar Keegan skoraði á 23. minútu fór leikurinn að snúast þeim i hag. Keegan var siðan aftur á ferðinni 6 minútum siðar og skoraði þá mjög fallegt mark. Eftir þetta átti enska liðið — skipað aðeins þremur leik- mönnum sem voru i byrjunarlið- inu gegn Italiu — mun meira i leiknum og Gerry Francis bætti þriðja markinu við á 54. minútu. Stewart Scullion (áður Watford) skoraði eina mark „bandariska” liðsins stuttu fyrir leikslok. Brasilia bar þvi sigur úr býtum i keppninni með 6 stig, England tók annao sætiö með 4 stig og hag- stæðara markahlutfall en ítalia, en „heimamenn” ráku lestina og hlutu ekki stig. gk-- Dómarar heiðraðir Þeir Magnús Pétursson og Jón Friðsteinsson handknattleiks- dómarar voru heiðraðir fyrir störf sin á aðalfundi llandknatt- íeiksdómarafélags Revkjavikur. Magnús fékk þarna viðurkenn- ingu fyrir 25 ára starf sem dómari — Jón fyrir 20 ára starf. gk— EÓP-mótið ó fimmtu Hið árlega minningarmót i frjálsum iþróttum um Erlend Ó. Pétursson, fyrrverandi formann KR — EÓP-mótið — verður haldið á Melavellinum á fimmtudaginn og verður keppt i 17 greinum karla og kvenna. i karlagreinum verður keppt i 100 m, 200 m, 800 m og 3000 m hlaup- um, 110 m grindahlaupi og 4x100 m boöhlaupi, stangarstökki, þri- stökki, kúluvarpi og kringlukasti. i kvennagreinum verður keppt i 200 m og 800 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og 4 x 100 m boð- hlaupi, langstökki, hástökki og kringiukasti. Mótið hefst kl. 19.30 og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist fyrir annað kvöld. Einar þjólfar KR í körfunni Einar Bollason hefur verið ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs KR i körfuknattleik næsta keppnistima- bil. Einar sem lék áður fyrr meö KR hefur áður verið þjálfari liðsins með góðum árangri, og einnig var hann þjálfari landsliðsins sem vann sina stærstu sigra undir hans stjórn. Þess má geta, að KR-ingar ætla ekki að fá „Trukk” Carter hingað til lands næsta vetur, þótt hann mætti ganga hér beint inn i landið til keppni. Að sögn Kolbeins Páls- sonar form. Körfuknattleiksdeildar KR, er það ekki vegna óánægju með hann, „þvert á móti, við ætlum bara að gera aðra hluti næsta keppnistimabil, fara með liðið í utanlandsferðir og fleira”, sagði Kolbeinn i viðtali við Visi. Þá mun það ákveðið að Þorsteinn Hallgrimsson þjálfi ÍR-liðið næsta keppnistimabil, og leysir hann þá af hóimi Einar Ólafsson sem hefur þjálfað IR-liðið i rúmlega 17 ár samfleytt!! gk—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.