Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 11
VISIB Föstudagur 11. júní 1976. 11 Grafík ekki ný listgrein ó íslandi „Þetta er yfirlitssýning á islenskri grafik frá upphafi og sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis” sagði Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, sem Visir hitti i stuttri heimsókn á grafiksýninguna að Kjarvals- stöðum fyrir skömmu. „Hún sýnir svart á hvitu, að grafik- hefð er til á islandi” hélt Aðal- inni mikið fótakefli, að alla aðstöðu og tækjakost skorti og gerir jafnvel enn. Næsta skref verður að bæta starfsskilyrðin og setja á stofn grafikverk- stæði”. Félagið Islensk grafik stendur fyrir þessari sýningu. Islensk grafik varstofnað árið 1954. Það Grafíkmyndir eftir Braga Asgeirsson, listmálara. Bragi er einn þeirra sem mest hefur unnið i grafik og auk þess hefur hann kennt mörgum hinna yngri grafiklistamanna. fylltir með lit, sem siðan er þrykkt á pappir i þrykkrpessu Algengustu djúpþrykksaðferð- irnar eru koparstunga, þurrnál, messotinta og akvatintuæting. Sú siðastnefnda byggist á þvi, að annaðhvorteru linur eða flet- ir ristir beint i málminn eða sýra er látin vinna á honum Flatþrykk skilur sig frá fyrr- nefndum aðferðum á þann hátt, að ekki er um neinn hæðarmun að ræða á þrykkplötunni. Þeir fletir og linur, sem taka við svertunni, liggja á sama grunni og þeir sem ekki taka við lit. Skapalónsþrykk byggistá þvi, að lit er þrýst i gegnum opna fleti á svonefndu skapalóni, sem hefur verið fest á fótógrafiskan hátt á þéttofinn vef úr silki, monyl eða nyloni. A sýningunni gefst tækifæri til að kynna sér örlitið vinnubrögð við gerð grafikmynda. Grafiksýningin stendur til 20. júni og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. -AHO Þessar myndir eru eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Ferhyrndu formin I myndunum eru einskonar skopeftir- likingar af lofti sýningarsalarins að Kjarvalsstöðum. Ljósm. Jens steinn áfram. „Það kemur i ljós aö margir listamenn fengust við grafik fyrr á árum þótt fáir vissu um, til dæmis Jóhannes Kjarval og Gunnlaugur Scheving. Þó var það grafiklist- starfaöi litið i fyrstu, en keypti þó litógrafiupressu og marga litógrafiusteina sem fluttir voru inn sem legsteinar. Árið 1969 N setti Einar Hákonarson upp koparætingarverkstæði I Mynd- lista- og handiðaskólanum og endurreisti grafikfélagið, sem þá hafði legið dautt um árabil. Siðan hefur það haldið og haft forgöngu um margar grafik- sýningar. A sýningunni að Kjarvals- stöðum eru verk eftir 40 lista- menn en af þeim hafa Jón Engilberts, Barbara.Arnason og Bragi Asgeirsson unnið mest i grafik. Bragi hefur auk þess kennt mörgum hinna yngri grafiklistamanna. Grafiskum aðferðum er skipt i fjóra flokka, háþrykk, djúp- þrykk, flatþrykk og skapalóns- þrykk. Háþrykk byggist á þvi að þeir fletir, sem svertan eða liturinn er borin á, eru upp- hækkaðir fyrir ofan niðurskor- inn botn. Þeir hlutar myndar- innar, sem eru hvitir, samsvara niðurskornum flötum i þrykk- plötunni. Algengustu háþrykks- aðferöir eru trérista, dúkrista og tréstunga. I djúpþrykki . eru linur eða fletir, sem hafa verið ristir eða ættir með sýru i málmplötu Tækifæri til að kynnast vinnubrögðum grafik- listamanna SKÝJABORGIR OG LOFT- KASTALAR Á KJARVALSSTÖÐUM Valdis Bjarnadóttir gerði þetta likan af hóteli meðan hún var viö nám. t þvi eru margir ranghalar sem tengjast landslaginu mjög. Ljósm. Jens „Tilgangurinn með þessari sýningu Arkitektafélagsins er að kynna almenningi hug- myndir, sem aldrei hafa veriö framkvæmdar”, sagði Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur, er Visir fékk hann til að segja örlitið frá sýningu Arkitekta- félags tslands — Skýjaborgir og loftkastalar. „Hér má sjá likön og teikningar af mannvirkjum, sem aldrei hafa verið reist, sum þvi miður, önnur sem betur fer” hélt Aðalsteinn áfram. „Mikið af þessu eru skólaverkefni arkitektanna, sem ekki eru öll miðuð við islenskar aðstæður. Það á til dæmis liklega við um þetta hótel” sagði hann og benti á likan af hóteli eftir Valdisi Bjarnadóttur. „1 þvi eru margir rangalar sem eins og vefja sig inn og út úr landslaginu”. Frumhugmynd að kirkju á Skólavörðuholti Aðalsteinn sýndi okkur einnig teikningu Guðjóns Samúels- sonar af byggingum á Skóla- vörðuholtinu. „Þarna kemur fyrst fram hugmynd Guðjóns að kirkju á holtinu, en hún er þó talsvert ólik þeirri sem nú er risin. Guðjón hefur upphaflega viljað láta byggja kirkju i háklassiskum stil en siðar fallið frá þeirri hugmynd og teiknað aðra i gotneskum stil”. Einn þátttakenda i sýningunni hefur talið ástæðu til að endur- bæta útlit Hallgrimskirkju og hengt utan á likan af henni litla marghliðunga. „Þetta eru ibúðir” útskýrði Aðal- steinn. „Einar Þorsteinn As- geirsson gerði þetta likan og Likan af veitingastaö og vatnsgeymum á öskjuhlið. Ætlunin var að hyggja veitingastaðinn en ekkert varð úr framkvæmdum sökum fjárskorts. byggði það á hugmyndum Buckminster Fuller. Ibúðirnar eru samsettar úr þrihyrn- ingslaga einingum. Bygging þeirra, sem likja má við bygg- ingu mólikúla, er mjög sterk og þolir öll veður”. Veitingastaður á öskjuhlið A sýningunni er einnig að finna likan af veitingastaö og vatnsgeymum á öskjuhlið, eftir þá Sigurð Guðmundsson og Sigurð Thoroddsen. Ætlunin var að byggja þennan veitingastað á sinum tima, en framkvæmdir runnu út i sandinn vegna fjár- skorts. Þá eru sýndar nokkrar hugmyndir arkitekta að skipu- lagi ýmissa borgarhluta, svo sem miöbæjarms, grjótaþorps- ins o.fl. Utan á Ifkan af Hallgrimskirkju hefur Einar Þorsteinn Ásgeirs- son hengt nokkrar ibúöir. Þær eru samsettar úr þrihyrnings- laga einingum og bygging þeirra er mjög sterk. „Ef til vill gæti þessi sýning orðiö til þess að forða góöum hugmyndum frá gleymsku og reka á eftir þvi, að þær verði gerðar að veruleika” sagði Aðalsteinn Ingólfsson að lokum. —AHO.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.