Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 8
Föstudagur 23. júll 1976. VISIR
Heiður Oddsdóttir
Þó spókaði fólk
sig ó miðjum
Skólavörðustíg
,,Þetta eru aðallega gamlar
ljósmyndir af Reykjavík, tcknar
vitt og breitt um bæinn og við
ýmis tækifæri”, sagði Óskar
Gislason, ljósmyndari og kvik-
myndatökumaður, þegar Vísis-
menn litu inn á Kjarvalsstaði
fyrirskömmu til að hitta hann að
máli.
Þar var Óskar önnum kafinn
við að setja upp sýningu á ljós-
myndum sinum, en hún opnar á
morgun. „Myndirnar eru ekki
allar minar” sagði Óskar. „Ég
fékk lánaðar nokkrar gamlar
fiimur af Þjóðminjasafninu eftir
þá Sigfús Eymundsson, Pétur
Brynjólfsson, Ólaf Magnússon og
Magnús Ólafsson til þess að
sýningin yrði sem heilsteyptust.”
Elstu ljósmyndirnar á sýning-
unni eru frá þvi um aldamótin, en
þær yngstu teknar 1973, og gefur
hún því góða hugmynd um hversu
mjög bragur borgarinnar hefur
breyst. Þarna getur að lita mynd-
ir frá striðsárunum, heimsókn
Churchill til Islands og afhjúpun
styttunnar af Ingólfi Arnarsyni á
Arnarhóli. Einnig eru myndir frá
frostavetrinum mikla 1918, þegar
höfnina i Rvik. lágði og aðrár,
sem teknar voru við kvikmynd-
un á „Sögu Borgarættarinnar”
árið 1919. Fyrir um það bil sextiu
árum tók Óskar mynd úr Skóla-
vörðunni, sem sýnir Skólavörðu-
stiginn eins og hann var þá! Arið
1973 tók hann aðra mynd til
samanburðar, þá úr Hallgrims-
kirkju, og er geysilega skemmti-
legt að sjá hve breyting hefur
orðið á þessu timabili. Hús hafa
sprottið upp hér og þar eins og
Óskar Gislason virðir fyrir sér salinn á Kjarvalsstöðum og veltir vöngum yfir þvi hvar best væri að
koma ljósmyndunum fyrir. — Ljósm.Jens
gorkúlur, bilar þjóta um götuna
og enginn lætur sér detta i hug
lengur að spóka sig á miðjum
„stignum” eins og áður. Auk alls
þessa eru nokkrar myndir af leik-
urum, bæði hópmyndirúr revium
og öðru þess háttar og einstakl-
ingsmyndir.
Var nemandi frægasta
Ijósmyndara dana
Óskar lærði fyrst ljósmyndun
hjá Ólafi Magnússyni ljósmynd-
ara. Siðan hélt hann til Kaup-
mannahafnar til frekara náms og
naut þar handleiðslu Effelt, fræg-
asta ljósmyndara dana og braut-
ryðjanda i kvikmyndun i Dan-
mörku. Óskar hefur sjálfur gert
margar kvikmyndir eins og flest-
um er kunnugt. Viðamestar
þeirra eru „siðasti bærinn i daln-
um”, „Reykjavikurævintýri
Bakkabræðra”, „Nýtt hlutverk”
og „Björgunarafrekið við Látra-
bjarg”. Hann hefur einnig tekið
þátt i mörgum samsýningum með
Ljósmyndarafélagi Islands. Ósk-
ar sá um ljósmyndastofu sjón-
varpsins um árabil.
Ljósmyndasýningin verður op-
in daglega frá kl. 14.00-22.00 oe
stendur til 3. ágúst. — AHO
Að glíma við sólina
„Það kveður að nokkru leyti
við nýstárlegan tón I myndun-
um minum hérna, því að ég hef
ekki málað kyrralifsmyndir
siðan á skólaárunum” sagði
Ragnheiður Jónsdóttir Ream,
listakona, er Visir ræddi við
hana i Norræna húsinu fyrir
skömmu.
Á morgun klukkan þrjú verð-
ur opnuð þar sýning á verkum
Ragnheiðar og tveggja annarra
listamanna, Snorra Sveins
Friðrikssonar og Hjörleifs
Sigurðssonar. Þau sýna i boði
Norræna hússins og verður
þetta svokölluð „Sumarsýning”
hússins.
„Kyrralifsmyndirnar minar
eru allar af ávöxtum eða kaffi-
bollum eins og þú hefur kannski
tekið eftir” hélt Ragnheiður
áfram. „Mér finnst mjög lær-
dómsrikt að mála sama hlutinn
oft. Þannig sé ég hvað hægt er
að fá mörg tilbrigði af sama
stefi, til dæmis hvað unnt er að
mála eitt litið epli á marga mis-
munandi vegu.”
Auk kyrralifsmyndanna eru
nokkur stór landslagsmálverk
eftir Ragnheiði á sýningunni.
Ragnheiður stundaði listnám i
fjögur ár við háskóla i Washing-
ton. Hún bjó i Bandarikjunum i
25 ár en kom heim til tslands
ekki alls fyrir löngu til þess að
setjast um kyrrt. Hún hefur
haldið margar einkasýningar,
bæði hér heima og erlendis og
tekið þátt i samsýningum.
Siðast hélt Ragnheiður sýningu
fyrir tveimur árum, og þá
einnig i Norræna húsinu.
„Þegar sól vermir jörð” nefn-
ist flokkur oliumálverka eftir
Snorra Svein Friðriksson.
„Þegar ég mála vel ég mér oft-
ast eitt ákveðið viðfangsefni”
sagði Snærri. „1 þetta sinn varð
sólin fyrir valinu, sólarform,
haf, sandur og ýmis litbrigði út
frá þvi. Slikt verður ekki af-
greitt með einni mynd, og ég
býst jafnvel við að ég haldi
áfram að glima við sólina.”
Snorri hefur haldið þrjár
einkasýningar og auk þess verið
á samsýningum, bæði heima og
erlendis. Einnig hefur hann
fengist við að gera veggskreyt-
ingar, og hefur m.a. skreytt
Oskjuhliðarskóla og Lands-
bankahúsið á Akranesi. Hann
starfar nú að gerð leikmynda
fyrir sjónvarpið.
„Ég býst við að náttúran sé
einhvers staðar á bak við allar
minar myndir” sagði Hjörleifur
Sigurðsson, þar sem hann kúrði
i stiga uppundir lofti og baukaði
við að festa upp eina af
mörgum vatnslitamyndum sin-
um. „Ég hef málað mikið á
japanskan pappir undanfarið og
Sýning á verkum þriggja listamanna verður opnuð á morgun I
Norræna húsinu. Það eru þau Ragnheiður Jónsdóttir Ream,
Hjörleifur Sigurðsson og Snorri Sveinn Friðriksson.
Ljósm: Jens
list að mörgu leyti vel á útkom-
una. Ég keypti einhverntima
nokkrar arkir af honum og
fannst alltaf meira og meira
gaman að nota hann.”
Hjörleifur stundaði listnám i
Sviþjóð, Noregi og Frakklandi.
Sfna fyrstu sýningu hélt hann i
Reykjavik árið 1952 og hefur
sýnt oft siðan.
Þegar við kvöddum þessa lif-
legu þremenninga sögðust þau
gjarnan vilja þakka forstöðu-
fólki Norræna hússins fyrir að
bjóða þeim að halda þessa sýn-
ingu. „Það var mjög elskulegt”
sögðu þau. — AHO
„Lisl 1 ©
er. O o
fioc V
urra
5IU orð IU If
Kees Visser, hollenskur
listamaður frá Amster-
dam, heldur um þessar
mundir sýningu á verkum
sínum i Gallerí SÚM.
Sýning þessi er óneitanlega
nokkuð sérkennileg og liklega
hefðu ýmsir gaman af þvi að
kikja inn og kynna sér han'a bet-
ur. Þarna er m.a. verk sem lista-
maðurinn nefnir „The Meta-
physics of art with the feet on the
ground”, og er það samsett úr
þremur myndum og þremur
speglum. Speglunum hefur verið
komið fyrir undir myndunum rétt
við gólf, og blasa þvi fætur sýn-
ingargesta við er þeir ganga i sal-
inn. Einnig eru ljósmyndir sem
Kees hefur tekið af umhverfinu i
vinnustofu sinni. Þá hefur hann
látið taka mynd af sjálfum sér
með einhvers konar grind á höfð-
inu, sem komið er fyrir með mis-
munandi hætti. Allt hefur þetta
sinn tilgang, en honum er ekki
auðvelt að lýsa, enda er sjón sögu
rikari. A sýningunni getur enn-
fremur að lita skilgreiningar
nokkurra manna á list, m.a. Kees
sjálfs: List er fjögurra stafa orð.
„Þetta er þó að minnsta kosti
satt” sagði hann þegar við rákum
upp stór augu.
Að sögn Kees hefur hann kynnst
mörgum islendingum i Hollandi.
Nokkrir þeirra buðu honum að
koma til tslands og hann ákvað að
slá tvær flugur i einu höggi og
sýna hér verk sin i leiðinni.
Sýningin stendur til 31. júli og
er opin frá kl. 16.00-22.00 — AHO
BÖLLIN
Hótel Saga: Hljómsveit Arna
Isleifs skemmtir i Súlnasal
föstudag og laugardag. Lokað
sunnudag.
Glæsibær: Asar leika um helg-
ina.
Leikhúskjallarinn: Kjarnar
skemmta föstudag og laugar-
dag.
Skiphóli: Hljómsveit Gunnlaugs
Pálssonar leikur á föstudag og
laugardag.
Hótel Borg: Haukur Mortens
skemmtir á föstudag, laugar-
SÝNINGAR
Listasafn: Sýning á verkum i
eigu Listasafnsins eftir marga
islenska listamenn. Hún er opin
frá kl. 13.30-16.00.
Þrastarlundur: Valtýr Péturs-
son listmálari heldur sýningu á
50 oliumyndum. Opin næstu
tvær til þrjár vikur.
Vestmannaeyjar: Sýning i fé-
lagsheimilinu á verkum
Jóhönnu Bogadóttur. Opnar kl.
15.00 laugardag og stendur i
fjóra daga.
Norræna húsið: Þrir listamenn
sýna verk sin i boði Norræna
hússins. Það eru þau
Ragnheiður Jónsdóttir Ream,
Hjörleifur Sigurðsson og Snorri
Sveinn Friðriksson. Sýning á
myndum og teikningum af
dag og sunnudag.
Sigtún: Pónik og Einar
skemmta föstudags- og laugar-
dágskvöld. Drekar leika fyrir
gömlu dönsunum á sunnudags-
kvöld.
Óðal: Diskótek.
Sesar: Diskótek.
Röðuli: Stuðlatrió skemmtir á
föstudags- og laugardagskvöd.
Lokað sunnudagskvöld.
Klúbburinn:
Kjarnar og Lena skemmta
föstudag og laugardag. Paradis
og diskótek sunnudag.
Tjarnarbúð: Kabarett á föstu-
dag, Eik laugardag.
gömlum islenskum torfbæjum.
Kjarvalsstaðir: Jóhannes S.
Kjarval, sumarsýning. Opið
virka daga frá kl. 16.00-22.00 en
helgidaga kl. 14.00-22.00. Lokað
á mánudögum. Sýning á ljós-
myndum Óskars Gislasonar.
Hallveigarstaðir: Gisli Friðrik
Jónsson frá Vestmannaeyjum
heldur sýningu á verkum sin-
um. Opnar á laugardaginn og
stendur til 1. ágúst. Opið frá kl.
15.00-22.00.
Forsalur Þjóðminjasafnsins:
Sýningin „Islenskar útsaums-
gerðir” er opin frá kl. 1.30-16.00.
Menningarstofnun Bandarikj-
anna: Sýning i tilefni 200 ára
afmælisins.
Galleri S(JM: Kees Visser,
hollenskur listamaður frá
Amsterdam heldur sýningu.
Opin frá kl. 16.00-22.00.