Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 7. nóvember 1976 Ingólfur: Æ, hvað þessi blaöaviötöl eru lýjandi. Söngsveitin Þokkabót hefur nú starfaö I rúm fjögur ár. Þokkabót var stofnuö áriö 1972af fjórum ungum austfiröingum, þeim Halldóri Gunnarssyni, Ingólfi Steinssyni, Gylfa Gunnarssyni og Magnúsi Einarssyni. Þokkabótkom reyndar litiö fram undir nafni Þokkabót- ar fyrstu árin, en þeir léku allir I öörum austfirskum hljómsveitum á sumrin og þá fyrir dansi. Meöal hljómsveita þar sem þokkabót- armeölimir hafa komiö viö sögu má nefna Einsdæmi, hljómsveit sem átti álika vinsældum aö fagiia eystra og Völundur gerir nú, Nasasjón, Bangsimon og Forhúö, sem varö fræg fyrir þaö aö rifist var út af nafninu I Póstinum f Vikunni. Þeir fjórmenningar Halldór, Gylfi, Ingólfur og Magnús komu svo fram á plötu sem var gefin út 1974 „Þokkabót”, en á þeirri plötu var lagiö „Litlir kassar” sem vinsælt varö. Ariö 1975 tóku þeir upp aöra plötu sina sem hlaut nafniö „Bæti- flákar” en á þeirri plötu hófst stefnumörkun Þokkabótar. Þá haföi hljómsveitinni bæst liösauki I Eggert Þorleifssyni, fimmta aust- firöingnum. Eftir þá plötu hætti Gylfi Gunnarsson og Leifur Hauksson, sjötti austfiröingurinn gekk til liös. Um áramótin 1975-76 hætti svo Magnús Einarsson og I febrúar 1976 gengur Sigurjón Sighvatsson, sem þá haföi áöur leikiö meö Brimkió, Ævintýri^og Flowers og Mods ailavega. Þessi fimm: Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson, Leifur Iiauksson, Eggert Þorsteinsson og Sigurjón Sighvatsson hafa siöan tekiö upp tvö lög fyrir plötuna „t kreppu” sem út kom I sumar og plötu sem er nýútkomin „Fráfærur” sem veröur aö teljast hápunkt- ur þeirra. A þeirri plötu gekk Karl Sighvatsson orgelleikari meö meiru lika inn f Þokkabótarheildina, en hann hefur nú enn á ný haldiö til náms slns I Austurrfki. Annars er hann væntanlegur hing- aö f jólafri og aldrei aö vita nema viö fáum aö sjá Þokkabót á sviöi um jólin. 1 tilefni útkomu „Fráfæra” brá ritari Tónhornsins sér í viötal viö þá félaga Halldór, Ingólf, Eggert, Leif og Sigurjón f kjallarafbúö I Vesturbænum. — Hvernig byrjaöi þetta allt saman? — Viöbyrjuöum aö leika saman veturinn áöur en viö geröum fyrstu plötuna. Olafur Þóröarson er góöu vinur okkar og hann var um þessar mundir aö stofna plötuútgáfuna Org, ásamt Rúnari Júliussyni og Gunnari Þóröar- syni. Hann kom eitt sinn aö hlusta á okkur á æfingu og þótti prógrammiö og flutningurinn góöur. Hann spuröi svo hvort viö værum ekki til i aö gera plötu. Viö sögöum auövitaö já og æföum prógrammiö eilítiö betui:. „.Þokkabót”, fyrsta breiöskif- an okkar var svo tekin upp i HB stúdiói Hjartar Blöndal i kjallaranum fyrir neöan Þórscafé á tveggja rása upptökutæki og þetta var mikil og lærdómsrik reynsla fyrir okkur, sem aldrei höföum 1 stúdió komiö. Þaö er lika ágætt aö byrja smátt. Gunni og Óli stjórnuöu upp- tökunum og fengu alveg furöu- lega mikiö út úr þessum frum- stæöu tækjum. Hjörtur Blöndal blandaöi plötuna svo sjálfur og tókst bara ágætlega. Sjónvarpsþættir og ruggustólar. 1 kjölfar plötunnar geröuö þiö sjónvarpsþátt. Af hverju gera hljómsveitir og listamenn þaö ekki aö reglu aö kynna sig á þann hátt lengur. — Já, viö geröum ruggustóla- þáttinn. 1 sambandi viö spurning- una þá biöum viö bara eftir aö þeir hafi samband viö okkur! Annars er þetta oröiö svo mikiö flóö af plötum á markaðnum hérna aö ef kynna ætti plötur og popptónlist I sjónvarpinu þá kæmist McCloud, Colombo og Iþróttirnar varla fyrir lengur! En gera hljómsveitir nokkuö i þvi sjálfar aö komast I sjónvarp- iö? — Já, I þau tvö skipti sem viö komum fram sóttum viö um þaö sjálfir, og það gekk bara vel, en þaö var nú lika á þeim tima sem sjónvarpiö, var á höttunum eftir sliku efni. Sjónvarpiö hefur sem sagt ekki leitaö eftir tónlistarefni? — Nei, og gerir þaö liklega aldrei. — Annars er lika mikil vinna á bak við einn svona þátt. Viðyröum aö æfa efniö allt á ný, þvi viö myndum aldrei renna plötunni I gegn og hreyfa munn- og hálsvööva eftir þvi sem viö heyröum! Annars væri aö visu hægt aö gera annaö. Þaö væri hægt aö vinna kvikmyndir viö lögin og gera um helminginn þannig likt og viö geröum I ruggu- stólaþættinum. Litlir kassar og þýska Hoilywoodlinan. Nú hefur fremur litiö heyrst I ykkur I útvarpinu, hvaö skyldi valda því? — Þaö sem gerir þaö aö verk- um aö Þokkabót er ekki frægari en raun ber vitni um, eru „Litlir kassar”! Þokkabót hefur ekki borið barr sitt i Islensku þjóölifi siöan Litlir kassar lokuöust (þögnuöu). Þaö hefur æ siðan veriö viökvæöi fólks: „Þaö vant- ar alveg „litla kassa”!” Eigið þiö viö aö „Litlir kassar” hafi ef til vill bara skemmt fyrir ykkur? — Nei — Það er voöa gaman þegar þessu er tekiö svona vel, en viðbrögö fólks viö breyttum stefnum eru afar neikvæð hér á landi. Þegar „Litlir kassar” komu út þá fyllti platan bara visst skarö sem haföi opnast vegna þess aö Rió var ekki virkt þaö áriö. En ef viö svo ætlum aö breyta aö feng- inni reynslu eölilega andlegum þroska, þá hristir fólkið bara hausinn. En hvaö var svo aðhafst á milli „Litlu kassanna” og „Bætiflák- anna”? — Nú, um veturinn eftir fyrstu plötuna gerðum viö næsta lltiö. Viö fórum reyndar til Sviþjóöar á „festival” ásamt Jasshljóm- sveit Gunnars Þóröarsonar, Þriggja á palli og Megasi. Þetta „festival” hét Alternativ festi- valen og var haldiö til þess aö benda á aö þaö væru til þjóölegar heföir Ihverjulandifyrir sig, sem virtust liggja I dvala. Þá var, og er enn, I allri Evrópu, þessi þýzka Eurovision-stefna, nokkurs konar Holly woodskrum! „Bætiflákar” Þiö skiptuö svo um meira en stil meö „Bætiflákum”... — Já, við fylgdum vini okkar ólafi Þóröarsyni yfir til sam- vinnu viö Steinar Berg. Viö vorum þá búnir aö öölast sjálfstraust og þoröum aö koma meö okkar eigin tónlist, en reyndar flutu meö afgangar sem við áttum á lager og „dufl og dans” sem var ætlaö i óskalaga- þættina! Og i tilefni kvennaársins sung- um viö um „Eldrautt gimald Geimhildar” en blönduöum söng- inn þó svo aftarlega að fólk verö- ur aö rýna átextablaöiö til þess aö fá út allan textann! Mannaskipti og hljómleikar Þiö komuö fram i Háskólabiói þarna rétt fyrir jólin I fyrra... — Já, I sambandi viö mistökin i Háskólabiói þá kom þar margt til. Til dæmis er nóttin ekki heppileg fyrir jafn-rólega tónlist og okkar, salurinn og sviöiö i Háskólabiói var allt of stórt fyrir okkur. Viö vorum lika illa æföir og svo hvorkiheyröum viö né sáum hver annan.Viö vorum Vanir aö æfa i litlum herbergjum meö pianó, kontrabassa og kassagitara. Það höföu Iíka veriö geröar liösbreytingar þá.... — Eggert kom inn I myndina á „Bætiflákum” og Leifur kom svo fyrir konsertinn I Háskólabiói. Magnús hætti eftir konsertinn og fór I rokkið, fyrst meö Dögg- inni og svo með Óla Gauk. Annars er Maggi núna kennari I Tón- listarskóla Seyðfiröinga, en Gylfi Gunnarsson er þar skólastjóri. Jonni kom svo inn I Þokkabót á Ingólfur: Eina mynd fyrir konurnar i Vesturbænum. Leifur: Þetta var góöur stafur. Sigurjón: Já, ég er einmitt laus á miövikudaginn. Halldór, Leifur og Ingólfur: Nú til dags á maður bara að borga sig fjárhagslega, þá er allt afsakanlegt. Kreppuplötunni. Þá sögöum viö svona viö Jonna: „Jonni minn, viltu ekki kitla bassa svona i tveim lögum” — og þá sagöi Jonni: „Jú, ég er einmitt laus á miövikudaginn”. Viö tokum Kreppulögin okkar tvö svo upp á 70 timum! Vinnslan var samt alls ekki nógu góö! Viö kynntum svo kreppulögin I einum af Kjallaraþáttum sjón- varpsins, en þar fluttum viö lika lagiö „Utan hringsins” sem er á „Fráfærum”. A þessum tima

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.