Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ Ví S IS BagpodalarL Bagodalaii er lítil og þröng gata, sem liggur frá Ayaz Pasha niður bratta brekku að Bosphorus. Hún er er svo brött að neðst i götunni hefur þurft að byggja iarigan tröppugang. Á veturna, þegar snjór er og hálka, vrrður að gæta fyllstu varúðar til þess aö komast leið- ar sinnar tveimur fótum. Bagodalari er skritin og skemmtileg gata í mínum aug- um, hún er me'ra að segja mjög séi’kennileg. Húsin standa mis- lángt fram i götuna, á nokkrum' þe'.rra slúta svalirnar út yf:r miðja götu, og þau snúa sitt á hvað, á stöku stað snýr portið út að götunni. Sum húsin eru göm- ul og hálfhrunin, önnur alveg ný af nálinni. I augum Tyrkja er Bagodal- ari aðeins ein af þessum venju- iegu hliðargötum á Ayaz Pasha, þar sem ríkir útlendingar og fá- tækir Tyrkir búa lilið við hlið. Tyrkirnir búa í gömlu, skrítnu, svörtu timburhúsunum með út- skorna þakskegginu, útskornum svölum og kopar- eða járnslegn- um útidyrahurðum. Það er eng- inn skorsteinn á þessum húsum heldur mjótt reykrör alveg utan á sumum, en á Öðrum liggja rör- in út um gluggana. Sumar kvennanna koma út úr húsunum á daginn og setjast á dyraþrepin með krakkana, kettina og hundana. Þær eru kátar, ræðast við, hossa krökk- unum og hlæja mikið og hátt. Oft eru þær reykjandi. Þær breiða víðu, svörtu fellingapils- in út yfir tröppurnar og losa bjæjuraar frá andlitinu, þegar heitt er í veðri. Ef útlendingur gengur um götuna kippa þær að sér pilsunum og bregða blæjun- um fyrir andlitið, einkum ef það er karlmaður. Aðrar voga sér aldrei lengra en bak við for- hengið að glugganum, þar sitja þær heilu dagana, halda í hom- ið á forhenginu og horfa út um litla rifu. Ef þær verða þess var- ar að einhver tekur eftir þeim draga þær alveg fyrir gluggann og hverfa inn fyrir hengið. Útlendingarnir búa i stóru, nýju steinhúsunum, sem byrgja fyrir útsýnið til Bosphorus hjá Tyrkjunum í timburhúsunum. Eg bý í einu slíku húsi við Bagodalari númer 8. Hinu meg- in við götuna, beint á móti, er litið tyrkneskt bænahús, eða moska, með einum turni. Þar býr Hodja með fjölskyldu sinni, konu og fimm börnum. Þau hafa eitt herbergi og eldhús. Niðri er bænahúsið, fyrir ofan er turn- inn. Hodja er nokkurs konar húsvörður i moskunni, en scr einnig um að kalla menn til bænagerðar fimm sinnum á sól- arhring, eins og kóraninn kenn- ir. . Á hverjum föstudegi er ætlazt £ Ri Æ H © S. fá'i: • * ðii til að Hodja flytji stutta ræðu í moskunni. Konan hans heitir Fatima, hún er sanntrúuð og fer aldrei út úr húsi. Elzta dóttirin heitir Nebia, næsta Gúsin, þriðja Ulker. Syn- irnir heita Selim og Abdullah. Hodja er samnefni fyrir þá sem gegna sliku embætti en þó .er Hodja ekki kennimaður. Hodja nokkur er lifði fyrir mörgum öldum liét Nasreddin, 1 en var almennt kallaður Nas- reddin-Hodja. Hann er nokkurs konar þjóðarsál Tyrkja og eru um hann margar skemmtilegar sögur. Tyrkir segja að sé ein saga sögð af Nasreddin-Hodja dugi ekki að hætta fyrr en 'komnar eru að minnsta kosti sjö sögur. Oít tekur þá einn við af öðrum, i samkvæmum, og segir sögur af Naisreddin-Hodja, en það vekur æíinlega hina mestu kátinu. 1 i Vinir mínir á, Bagodalari. Það var næstum albjart þeg- ar eg vaknaði og rödd Hodja Til hægri sést Bcsphorus-sund og mynni Gullna hornsins, en á hinrii myndinni er Lcander- turninn, sem gamlar sagnir eru til um. P 0 R D Hodja kallar rétttrúaða til bænagerðar í moskunni við Bagodal- ari. Hann gerir það fimm sinnum á hverjum dcgi. hljómaði kunnuglega í eyrum. Hann var að kalla til fyrstu bænagerðar og mér heyrðist á sönglinu að hann mundi vera búinn að snúa sér til Mekka, hinnar heilögu borgar í austr- inu. Eg teygði mig í rúminu, en Hodja kallaði aftur: ,„Allah, Akbar! Allah Akbar!“ Eg var glaðvöknuð og það var tilgangs- laust að sofna aftur, því að nú myndi gatan lika vakna og öll hin undarlegu austrænu hljóð smátt og smátt berast til eyrna. Þau hækkuðu og þeim fjölgaði jafnt og þétt fram undir hádegi, en þá var sólin orðin svo heit að enginn nennti lengur að vera á ferli, ef hann var ekki beinlínis neyddur til þess. Labba mjálmar eins og óð væri á svölunum. Hún er orðin svöng, litla kisan, og svo vill hún líka láta klappa sér. Það er bera verst að eg þori svo litið að vera góð við hana, þvi að húner oft úti á grasflötinni hjá villiköttunum og þar kennir nú margra grasa. Marika segir mér að þeir séu all- | ir með flær og hver veit hvað, en það eru nú íleiri með ílær en hundar og kettir i þessari borg. Labba er sjálf villiköttur, en eg fór að gefa henni að éta, því að mér fannst hún hafa svo fallegt skott. Það er stórt og loð- ið, næstum eins og á ikorna. Hún er svo létt á sér og fljót að hlaupa að hinir kettirnir hafa ekki roð við henni. Hún stekkur upp á gluggakarminn og situr þar tímunum saman. Stundum situr hún á handriðinu eins og fugl. Hún rekur alla ketti burt af svölunum. Það rísa á henni hár- in, skottið stækkar um allan helming, hún hvæsir og ef þeir. ekki fara strax þá stekkur hún | á þá og klórar beint framan í þá. Hún urrar alltaf meðan hún er að éta, því að kettirnir reyna sífellt að stela frá henni. Eg gef | henni úti á svölunum, til þess að venja hana ekki á að vera inni, en eg get ekki gefið öllum kött- unum, þótt þeir séu svangir grey in. þeir eru svo margir. Sumir þeirra eru lika svo hræðile"ra liótir, eg get varla horft á þá. Til dæmis bessi svarti, freki kött ur, sem alltaf er að elta hana Löbbu. Evrun á honum eru lítil og böggluð. en hann er stór og grimmdarlegur. Svo er annar stór köttur, hvítur og svartur. Hann reynir stundum a.ð komast upn á svalirnar, en Labba vill ekki sjá þá. Þeir eru óhreinir og oft bitnir og blóðrisa eftir bar- daga næturinnar. Labba er grá með hvita bringu, i 'hvitum há- leistum. Hún er svo þrifin og snyrtileg, hún þvær sér allan dag inn. Svo sefur hún líka uppi á gluggakarminum, en ekki niðri á rykugu grasinu, eða bak við öskutunnur eins og flestir hinna kattanna. Dúfurnar sem sitja á þakinu á bænahúsinu hinu megin við götuna koma allar fljúgandi, þegar eg opna út á svalirnar. Þær eru að gá að hrísgrjónun- um sínum. Eg gef þeim bara einu sinni á dag, því mér finnst dúfur hálf leiðinlegar. Hris- grjón eru lika ótrúlega dýr hér miðað við ýmislegt ar.nað, en þau eru alveg fyrsta flokks. Þau kosta nærri fjórar lírur kilóið. Sigarettur kosta til dæmis hálfa líru, tuttugu stykkja pakki, og pottflaska af rauðvíni kostar eina líru, það er ódýrasta tegund. Bezta rauðvínið kostar þrjár og hálfa líru, þriggja pela flaska. Það heitir Kuvaklidere. Marika segir, að ég megi ekki géfa dúfunum, þær verði svo frekar, þær driti á svalirnar og óhreinki þvottinn. Þar að auki geti Hodja gefið þeim, hann hafi vanið þær inn í götuna — ann- ars séu þær ekki í neinum vandræðum með að fá sér að éta. „Eins og á þeim má sjá,“ segir hún, „þær eru allar feitar og íöngulegar. Madame er alltof gcð við dýrin," segir hún oft, „þau era full af óþrifum og pest og sísníkjandi." Eg vil ekki láta Maríku halda að eg taki ekkert mark á henni, það sem hún segir er í rauninni mjög skynsamlegt. Þess vegna fer eg á fætur með fuglunum og, gef dýrunum mínum snemma. Eg vakna hvort eð er á hverjum morgni við bænakall- ið i Hodja, en Maríka kemur ekki fyrr en klukkan að verða níu. Eg gef ‘kisunni hans Hodja stundum að borða, hún á tvo litla kettlinga, sem ennþá eru á spena. Þau liggja á tröppunum fyrir utan bænahúsið á daginn, en inni hjá Abdullab, yngsta syni Hodja, á nóttunni. Þessi kisa er ákaflega góð móðir. Hún snertir aldrei matinn sjálf fyrr en kettlingarnir eru hættir að éta. Þá er hún viss um að þeir hafi fengið nægju sína. Hún gætir þess lika vandlega að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.