Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						14
m
Sunnudagur 13. mars 1977  VISIRi
Sumir állta skrif og hug-
myndir dr. Helga Pjeturss vera
sérvitringslegt rugl vel gefins
manns án nokkurs skyldleika
við vlsindalegar athuganir.
Aðrir telja hugmyndir hans
vera merkt framlag til náttúru-
vlsinda og grundvöll ao nýrri
heimsmynd.
' Þeir sioarnefndu eru nýals-
sinnar, menn sem ekki ber
mikið á sem tieild I hinu daglega
lifi, en eiga þó meö sér félags-
skap, Félag Nýalssinna. t þetta
félag geta allir gengiö sem
vinna vilja aö markmioum þess.
Félagiö er landsfélag þannig ao
allir geta verið I þvl án tillits til
búsetu.
í lögum félagsins segir:
„Tilgangur félagsins er að afla
kenningum dr. Helga Péturss
fylgis meðal Islendinga og
annarra þjóða og leitast við
samkvæmt þeim að ná auknu og
sem bestu lifi og vitsambandi
við lengra komna Ibúa annarra
hnatta".
I þessum oröum er margt sem
vekur spurningar. Hvað er til
dæmis átt við með að ná auknu
og sem bestu llfi og vitsambandi
við lengra komna íbúa annarra
hnatta?
1 þessari grein verður leitast
við að útskýra hvað viö er átt,
en áður en það hefst er rétt að
vfkja að frumkvöðlinum, dr.
Helga Pjeturss ævi hans og til-
drögum þess að hann setur á
blað hugmyndir sinar.
Náttúrvísinda-
maður
Helgi Pjeturss var fæddur i
Reykjavik 31. mars 1872. Hann
var raunar Pjetursson en frá
árinu 1908 kallaði hann sig alltaf
Helga Pjeturss.
Helgi var bókhneigður frá
barnsaldri ag hneigðist einkum
aö lestri rita um jarðvisindi og
náttúrufræði.
Hann fór i Lærða skólann og
siðar til háskólanáms I Kaup-
mannahöfn, þar sem hann nam
jarðfræði.
Hann naut mikils álits fyrir
fræðikenningar sinar um jarð:
fræöi og náttúruvisindi. Einnig
var Helgi þekktur sem afbragðs
islenskumaður og hlaut opin-
berlega lof fyrir kunnáttu sina i
meðferð Islenskrar tungu hjá
þekktum stilsnillingum á borð
við dr. Sigurð Nordal.
Samband við
aörar stjörnur
Elsa G. Vilmundardóttir jarð-
fræðingur og Þorsteinn
Þorsteinsson Hfefnafræöingur
hafa skrifað bók er þau nefna
„Þættir um heimsfræði Helga
Pjeturss". I formálanum segja
þau:
„Helgi telur að sambandið
miíli lifvera sé svo víðtækt að
það nái milli fjarlægra reikis-
stjarna. Ðraumar manna séu
þannig til komnir aö þeir sjái
A þessum myndum sést frægasti llkamningurinn Katie King. Nýalssinnar og aðrir þeir sem trúa á tilvist llkamninga telja þessar myndlr
vera bestu sönnunina fyrir þeim. A miðilsfundum fyrr á öldinni bar það við að dfullgerður lfkamningur fór að birtast I nálægð konu nokkurrar.
William Crookes, sem á þessum tlma var heimsfrægur visindamðaur og áreiðanlega var fenginn til að athuga þetta og fylgdist hann með
miðilsfundunum heilan vetur. A þessum vetri varð llkamningurinn æ greinilegri uns hann varðeinsogvenjulegkonasem gekkum á meöal
fólks.Þaðereinmitt hinn þekkti vlsindamaður William Crookessem séstá myndinnimeð  llkamningnum Katie King.
það sem fyrir aðra ber á sömu
stundu, sá sem dreymir sjái
atburði meö augum þieirra sem
vaka og oftast séu það menn á
öðrum reikisstjörnum, sem gefi
mönnum drauma bó að ótal
ljósár séu á milli. Menn og
aðrar lífverur lifi svo eftir
dauðann á öðrum reikis-
stjórnum."
Ennfremur segja þau Elsa og
Þorsteinn:
„Ekki þarf nema meðalmann
til að sjá að kenningar Helga
Pjeturss eru ágæt heimsspeki
og þar er-margt fyrir utan hug-
myndirnar um sambandið við
aðrar stjörnur. Hinn ótrúlegi
þáttur þeirra er fyrst og fremst
þessi órafjarski sem er á milli
stjarnanna. En margt er
ótrúlegt i heiminum og aldrei
hefur það komið að haldi við
mat á þvi hvaö sé rangt og hvað
sé rétt, hvort það sé ótrúlegt eða
ekki. Oft vitnaði Helgi til
Galileios og Brúnós sem fáir
trúðu á sinni tið, þvi að kenn-
ingar þeirra voru svo ótrúlcgar,
en þó urðu þær til að endur-
skap?, heimsmynd mann-
kvnsins."
Við nóum sambandi
við fólk á     i
öðrum stjörnum J
Gluggað í kenningar dr. Helga Pjefurss
Vísindalegar
kenningar
Til þess að fræðast um þessi
mál sneri blaðamaður VIsis sér
til nokkurra nýalssinna. Þeir
sem hann ræddi við voru
Gunnar Grimsson, Ingvar
Agnarsson, Pétur Hermannsson
og Þorsteinn Guðjónsson. Sú
frásögn sem á eftir fer er byggð
á þeim fróðleik sem þeir
miðluðu.
. Um aldamótin 1900 hóf dr.
Helgi Pjeturss sér að rannsaka
drauma, en á árunum 1912 og
1913 sneri hann sér aðallega að
þeim efnum, eftir að hafa þá
þegar rannsakað þessi fyrir-
bæri um þó nokkurt skeið.
Nýalssinar byggja hugmyndir
sinar á skrifum hans, á
skilningnum á svefni og
draumum sem taka að birtast
eftir árið 1914.
Það er nokkuð útbreiddur
misskilningur að nýalssinni sé
meðlimur trúflokks.
Staöreyndin er önnur. Nýals-
sinnar segjast vera að fást við
raunveruleikan og hugmyndir
þeirra séu ékki trúarbrögð
heldur vissa um nýtt náttúru-
lögmál og að kennisetningarnar
standist vísindalegar athuganir.
Dr. Helgi Péturss var
náttúrufræöingur, eins og fyrr
segir, og hann setur niðurstöður
sinar fram sem slfkar. En hann
var einnig mikið lesinn I heim-
speki svo að hún hefur haft
mikil áhrif á kenningar hans.
Orkuflutningur
milli mannslíkama
Undirstaða alls I fræðum
nýalssinna er að það fari fram
orkuflutningur á milli manns-
likama. Þessi orkuflutningur
geti farið fram á milli manna á
hnöttum og einnig manna sem
búa á sömu hnöttum.
Hvað er draumur? Ef við
svörum þeirri spurningu út frá
hugmyndum nýalssinnans er
það ekkert annaö en orku-
flutningur og vitssamband milli
manna I ákveðnu ástandi.
Þeir taka dæmi af manni sem
dreymir alveg skýran draum.
Þegar hann vaknar man hann
drauminn greinilega. 1
framhaldi af þessu spyrja
nýalssinnar:       Var      þetta
Helgi Pjeturss: „Með upp-
götvan á eðli draumllfsins er llf-
geislan milli stjarnanna I
himingeimnum orðin vlsindaleg
staðreynd."
draumur eða eitthvað meira?
Nýalssinnar segja að ástæðan
fyrir þessum skýrleika
draumsins sé sá að draumurinn
hafi verið raunveruleg sýn, að
atburðir hafi flust á milli
manna og birst hinum sofandi
manni eins og i sjónvarpi.
Hvaö eru draumar?
En hvað þá ef draumarnir eru
óskýrir og ruglingslegir eins og
tiðum hendir? — Það er þá um
að ræða að samband milli
draumgjafans og dreymandans
sé ófullkomið og óskýrt og hinn
siðarnefndi nái ekki að skynja á
rökréttan hátt það sem draum-
gjafinn er að miðla honum.
Það er aðalatriði I þessum
kenningum nýalssinna að
hugsanaflutningurinn sé óháður
tima og rúmi. Það er að ekki
skipti máli hvenær hann fari
fram ellegar hvort menn búi á
reikistjórnum sem séu I fjar-
lægum sólkerfum eða vetrar-
brautum.
Eins og lesendum er orðið
ljóst er það veigamikiö grund-
vallaratriði i kenningum dr.
Helga að Hf sé á öðrum
stjörnum. Þetta atriði kemur
raunar inn á hugmyndirnar um
llf eftir dauðann sem einkum
hafa veriö settar I samband viö
splritista. Nýalssinnar benda á
að framllf hafi menn hugsað sér
i óskilgreindum geimi. Þeir
telja hins vegar aö það sé á ótal
reikistjörnum, sem snúast I
kringum milljónir fastastjarna
sem við sjáum.
o
i/J
C/J
KO
3
o
k.
o
B
• ¦¦
LU
?-
<u
E'
o
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16