Tíminn - 11.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1968, Blaðsíða 6
TIMINN FIMMTUDAGUR EL JflO 1968 PLA TA M£9 FYRSTU STEREO-UPPTÖKU HÉR GÞE-Reykjavík, föstudag. Fálkinn Ii.f. hefur gefi3 út plötu með fyrstu stereo-upp- töku, er gerð hefur verið á fs- landi. Flytur hún leik Lúðra- sveitarinnar Svans, undir stjórn Jóns Sigurðssonar trompetleik- ara. 5 lög eru á plötunni. Þar sem skilyrði hér á landi til stereo-upptöku eru svo til engin, var upptakan gerð við næsta frumstæðar aðstæður. Æfingasal Lúðrasveitarinnar var breytt í upptökusal, og upp tökutækin eru að mestu heima- tilbúin af Pétri Steingrímssyni, liljóðupptökumanni hjá Ríkisút- varpinu. Þrátt fyrir þetta hefur upptakan tekizt stórum betur en björtustu vonir stóðu til. Lúðrasveitin Svanur kallaði fréttamenn á sinn fund í dag, og skýrðu frá plötuútgáfunni, en jafnframt 38 ára starfi sveit arinnar. Hún er skipuð 28 hljóð færaleikurum. sem allir eru áhugamenn. Þeir eru á aldrin- um 14—55 ára, og yngsti hljóð færaleikarinn er 15 ára gömul stúlka, Valva Gísladóttir, en hún er eini fulltrúi kvenþjóð- arinnar í þessum myndarlega hóp. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveit- arinnar Svans var Hallgrímur Þorsteinsson, söngkennari. Karl 0. Runólfsson tónskáld stjórn- aði henni í 20 ár og mótaði starf hennar að mestu, en und- anfarin 4 ár hefur Jón Sigurðs- son, trompetleikari, verið stjórn andi. Lúðrasveitin fær styrk frá ríki og borg, en á móti þeim leggur hún leik sinn við hátíðleg tækifæri, svo sem á 17. júní, sumardaginn fyrsta og á afmæli Reykjavíkurborgar. Undanfarin ár hefur hún haldið reglulega tónleika og gerðar hafa verið með henni upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Eins leikur hún gegn greiðslu fyrir félög, samtök o. þ. h., og þegar vel viðrar og vel stendur á, tek ur hún sig til og leikur undir berum himni fyrir borgarbúa. Haraldur Ólafsson forstjóri Fálkans tjáði blaðamönnum í dag, að þessi plata Svansins væri fyrsta hljómplata með ís- lenzkri lúðrasveit síðan 1930, er Lúðrasveit Reykjavíkur lék inn á plötu undir stjórn Franz Mixa. Haraldur Ólafsson hefur verið lúðrasveitinni mjög innan handar með undirbúning hljóm plötunnar og launaði Svanurinn honum þann stuðning með því að veita honum heiðursmerki lúðrasveitarinnar, sem er úr gulli. Á hljómplötunni eru sem fyrr. segir 5 lög, 2 íslenzk eftir Karl O. Runólfsson, Skarphéðinsmarz og Fanfaremarz, og ennfremur þrjú erlend lög, Puppet on a String, Music for a Ceremiony og Flirtations. . ....... ., , -........... Sæbjörn Jónsson, formaSur ursmerki lúSrasveitarinnar. Með Steingrímsson upptökumaður, og Lúðrasveitarinnar Svans sæmir þeim á myndinni eru Pétur Jón Sigurðsson stjórnandi. Harald Ólafsson forstjóra heið- SMYRILL, Ármúla 7. Sími 12260. Nú er réttl tíminn til að athuga rafgeyminn fyrir sumarferSalögin SÖNNAK RAFGEYMAR — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — ViSurkenndir af Volkswagenverk A.G. í nýja VW bíla, sem fluttir eru ti| Islands. Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v. jafnan fyrirliggjandi — 12 mán. ábyrgð. Viðgerða- og ábyrgðarþjónusta SÖNNAK-raf- geyma er í Dugguvogi 21. Sími 33155. W /l/^-^NxrrNX li T SKARTGRIRIR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR & PÁLMI - Qverfisgötu 16 a. Simi 21355 og Laugav. 70. Súni 24910 N otað-nýlegt - nýtt Daglega koma barnavagn- ar, kerrur. burðarrúm, — leikgrindur, barnastólar ról ur. reiðhiól. þríhjól, vögg- ur og fleira fyrir börnin Opið frá kl. 9—18,30. — Markaður notaðra barna- ökutækja. Óðinsgötu 4. sími 17178. (Gengið gegnum undir- ganginn). Við bundum söðulinn og Fremstu byggðir bæir í Eyjafjarðardal eru Tjarnir að austan og Hólsgerði að vest- an. Eyjafjarðará rennur á milli bæjanna og skiptir löndum. Framar var áður bærinn Úlfá, en fór í eyði eft ir snjóflóð 1925. Á þessum fremstu bæjum er sumarfag- urt, fjallasýn mikilúðleg, miklar skriður og illgeng klettabelti í hlíðum, en hið neðra er grasvöxtur mikill á bökkum árinnar, sem alllang- an veg framan byggðu bæj- anna liðast um frjósama bakka. En upp úr Eyjafjarð ardal liggur Vatnahjallaveg- ur, inn á gróðurlítil og víð- áttumikil öræfin, sem flestir kannast við. Hvassir vindar og hretviðri lemja gníipur og fjallaskörð svo að gróður festir þar eigi rætur, ut- an grænn mosi við upipsprettu- lindir. Hann er.líka veðraður og dálítið hrukkóttur bóndinn á Tjiörnum, Gjinnar Jjópsson, enda hefur hann ékki alltaf setið í skjóli eða snúið sér undan sval- viðrum. Stórskorinn er hann, hýr legur, þreklegur og æðrulaus. Gamansöm rósemi færist ytfir hann þegar hann segir frá löngu liðnum atvikum úr f erðalögum um fjöll og fyrnindi, Hann var stadd ur á Akureyri dag nokkurn nú í sumar, að eltast við bankastjóra og byggingafulltrúa, en til þeirra þarf bæði að sækja fé og ráð ef byggja á fjós í sveit. En það ætl- ar Gunnar að gera á þessu sumri og er það honum líkt áð sýna nofckra bjartsýni á meðan flestir stéttarbræðiir hans kvarta. Ég bað hann um viðtal og var það auðsótt. Snjór var í miðjum hlíð um þennan dag, bafís við land á ýmsum stöðum og vettlingaveður um miðjan dag á þeim tíma árs þegar lengstur er dagur og sólin tengir nótt við dag hér á norður- slóðum. Kona Gunnars er Rósa Hall- dórsdóttir, skagfirzk kona að ætt og eru níu börn þeirra hjóna á lífi, þar af fjórir synir enn í foreldrahúsum. En hefjum nú sam talið við' Gúnnar bónda á Tjörn- um. — Er það rétt Gunnar, að á ! Tjörnum standi fjós eitt meira en ■ hundrað ára?- ! '— Já, rétt er það og þykir mörgum undarlegt. En veggir i þess voru snilldarlega hlaðnir, svo sem þeir bera enn með sér og fyrir þeim grafið eins og fyrir steinsteyptum veggjum nú. Það er meiri vandi að hlaða slíka veggi en steypa veggi að nýjum sið, og ekki á hvers manns íæri. Dverghagar hendur hafa hláðið veggi þessa fjóss, en þá var sá bóndi á Tjörnum, sem listasmiður var talinn, Páli Steinsson og lét hann byggja þetta gamla hús. En ekki þykir það lengur svara kalli hins nýja tíma svo við erum að hugsa um að reisa annað. Páll Steinsson lét lika í sinni búskap- artíð hlaða vallargarð úr grjóti. Sá garður var með sama handbragð- inu og stóð fyrstu tugi þessarar jaldar og gerði fullkomið gagn sem vörzlugarður, var gripheldur 1910 og var- lengi síðan haldið við að nokkru. En gamla fljósið mun hafa verið byggt fyrir 1850. Ætli þeir verði ekki farnir að gefa sig eitthvað steypuveggirnir eftir 110—120 ár? — Er það rétt, að fyrsta sáð- sléttan á íslandi hafi verið gerð á Tjörnum? — Það mun hafa verið um 1850, sem Þorsteinn á Skipalóni fékk danskan mann til að plægja hjá sér og búa til sáðsléttu, þá fyrstu hér á landi, eftir því sem ég bezt veit. En þetta sumar fór Páll Steinsson þangað og falaði mann- inn til að vinna sams konar veik á Tjörnum. Kom hann svo sumarið eftir og tók að plægja landið með útlendum plógi, margskera, sem risti mjög grunnt og var allt of þungur fyrir íslenzka hesta. Notáð ir voru þrír hestar til að draga þetta verkíæri, og voru þeir orð in illa útldtandi eftir hálfan mán- uð. En sá danski og Páll bóndi urðu ásáttir um það, að gera til- raun með sex eða sjö vetra gam- allt naut á Tjörnum, til dróttar. Voru útbúin aktygi á bola og hann síðan settur einn fyrir plóginn. Þetta naut var vant drætti, því áð áður hafði það verið notað við að draga heim stórgrýti á sleða og var grjótið notað til bygging anna á bænum. Þeir erfiðleikar voru á, að sleðinn vildi bila og var þó járnrekinn eins og mest mátti verða. Boli var hæggengur, en aldrei þraut þol hans eða kraftur. — Hvernig varð svo heyið af þessari nýju sléttu? — Gamall maður, Helgi Jóns- son síðar á Öngulsstöðum, sagði mér frá því, að er hann var vinnumaður á Tjörnum á þessum árum, hafi grasið á nýju slétt- unoi náð manni i öxl og engri skepnu bjóðandi, að því er mönn um sýndist. Var því hrúgað sam- an í dyngju norðan við sauðhús- hlöðuna og lítið þakið. Leið svo fram á vetur. Um veturinn skip- aði Páll bóndi svo fyrir, að gefa skyldi heyið sauðum í harðinda- kafla svo miklum, að sauðir stóðu inni. Þetta var gert og átu sauð- irnir heyið með góðri lyst. Eftir stuttan tíma skoðar Páll sauðina og sér hann þá, að byrjuð eru á þeim hornahlaup. Varð hann undr andi og sagði, að nú skildi reyna að láta kýrnar éta þetta. Svo var gert og kýrnar græddu sig svo að ekki var heyið kraftlaust. Ekki veit ég hvaða sáðgresi hér var um að ræða. En víst er, að 'öngu er það útdautt í túninu á Tjörnum, og hefur e. t- v. ekki verið marg- ært að eðlinu til. Slétta sú, sem þetta sumar var gerð, var 9 dag sláttur að stærð. í hana var haug að áburði og tóku allir, sem vettlingi gátu valdið, þátt í áburð arflutningum. En tækin, sem menn höfðu, voru kláfar og hjól- börur. — Þú manst vel eftir þessum Helga Jónssyni, vinnumanni? —Hvort ég man. Þetta var bráð greindur karl og skemmtilegur og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.