Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 16
SVEITIN Sumarhátíðin í Húsafellsskógi Mikll undirbúningsvinna hefur verlS aS sumarhátíSinni í Húsafellsskógi og hafa margir lagt þar hönd aS verki. Myndin er tekin um síðustu helgi og er veriS að ganga frá hliSi að danspalli. Tímamynd: KJ. 68 VALIN EKH—KJ-Reykj.avík, þriðjudag. Húsafellsskógur er tilvalinn staður til útiskemmtanahalds og útilífs. Þar er skógarkjarr í dal- verpi, harðir vellir, hentugir fyrir tjaldstæði eða íþróttavelli og nægt rennandi vatn. Nú hefur mannshöndin endurbætt náttúru- gæðin að Ilúsafelli og með mark vissu starfi ungmennasamtakanna í Borgarfirði er að myndast í Ilúsafcllsskógi bezta aðstaðan til útiskemmtanahalds á landinu. Sumaúhátíðin í Húsafellsskógi, sem •haildin er á vegum Ung- mermasam-takanna í Borgarfirði, er skemmtun fyrir alla fjölskyld- una, því þar er skemmtiefni mið- að við að allir geti fundið eitt hvað við sitt hæfi. Unglingarnir eru þó ekki afskiptir á hátíðinni því að vel er séð fyrir skemmtana þörf þeirra. Hæist ber hljómsveita&amkeppn ina um titilinn „Táningahljóm- sveitin 19G8“. Hvorki meira nó minna en tíu hljómsveitir taka þátt í þessari keppni. Þær eru: Falcon úr Kópavogi, Falkon frá Ólafsvík, Hippies úr Garðabreppi, Instrument frá Reykjavik, Kims úr Garðahrcppi, Smiile frá Reykja Álafoss byrjar útflutning á hespulopa til Ameríku vík, Stjörnur úr Mosfellssveit, Trix, Reykjavík, Tatarar, Reykja víik og Kjiarnar frá Akranesi. Kepipnin fer fram í Hátíðar- lundi og hefst kl. 19,00 á laugar- dag. Stjórnandi keppninnar er hfnn vinsæli skemmtikraftur Alli Rúts. Keppniin fer þannig fram, að hver hljómsveit leikur þrjú lög að eiigin vaíi, en dómnefnd útnefnir beztu hljómsveitina. Dóm nefndina skipa eftirtaldir: Andrés Indriðason, Bessi Bjarnason, Gunn ar Þórðarson, Ómar Raginarsson, Siigrún Harðardóttir og Skafti Ólafsson. Segja má, 'að sjaldan bafi glæsilegri hiljómsveitar- keppni farið fram á landdnu, sér- Framhald á bls. 14. Jón Leifs 158. tbl. — Miðvikudagur 31. júlí 1968. —32. árg. TÁNINGAHJOM anlagðan áður en hægt var að prjóna úr honum og þvo síðan flíkina á eftir. Lopi þessi var ekki samkeppnishæfur á erlendum mörkuðum, enda var hann ein- göngu flúttur út til teppavefnað- ar. Þegar eftir að hin merka nýj- ung Alafoss var kynnt í fyrra hófst töluverður áróður fyrir henni erlendis á vegum Icecraft í London. Auglýsingastarfsemi þessi bar þann árangur, að Álafoss verk smiðjunni hafa borizt beiðnir um sýnishorn og fengið smápantanir frá mörgum löndum allt frá Kan- ada til Suður-Ameríku. Pantanir hafa einnig borizt frá Japan, Rúm- eníu og öllum Norðurlöndunum en aðeins í smáum stíl. Mest er þó um vert, að bandarískt fyrir- tæki, sem verzlar með ýmsar garn- vörur og er þekkt og viðurkennt innan Bandaríkjanna, hefur keypt um 3% tonn af hespulopa frá Ála- fossi og eru allar líkur til þess, að áframhald verði á þessum viðskipt um. Reynolds Yarn Company reynir jafnan að vera með sem flestar nýjungar á sínum snærum og er sífellt á höttunum eftir þeim. Fyrirtækið leggur jafnan í mikinn auglýsingakostnað til þess að kynna þessar nýjungar, en það Framhald á bls. 14. er látinn OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Jón Leifs, tónskáld, lézt í Land- spítalanum í dag, 69 ára að aldri. Hefur hann átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Auk þess að vera mikilvirkt tónskáld, barðist hann mjög fyrir réttindum listamanna og lét félagsmál þeirra mjög til sín taka. Jón Leifs var fæddur 1. maí 1899 í Sólheimum, Svínavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Þorleifur Framhaid á bls 15 JARÐSKJÁLFTI FYRIR EKH-Reykjavík, þriðjudag. Hér á landi eru nú stödd í boði Loftleiða og Ullarverksmiðjunnar Álafoss hf. Tom Reynolds, for- stjóri Reynolds Yarn Co. í Banda- ríkjunum og einn af ritstjórum This Weeks Magazine, ásamt Maríu Guðmundsdóttur, fyrirsætu. Reynolds Yarn Co. er viðamikið Nýr forstjóri hjá Álafossi EKH-Reykjavík, þriðjudag. Eins og kunnugt er hefur Ullarverksmiðjan Álafoss h.f. átt við nokkra rekstrarörðug- leika að stríða að undanförnu. Nú hefur verið ráðinn nýr for- stjóri að Álafossverksmiðjunní um stundarsakir að tilhlutan Framkvæmdasjóðs íslands. Er. það Pétur Pétursson, sem ný- látið hefur af framkvæmda- stjórastarfi við Kísilverksmiðj- una í Mývatnssveit, en Pétur sá um uppbyggingu hennar. Verk- efni hins nýja forstjóra cr að endurskipuleggja fyrirtækið fjármálalega og rekstrarlega. Fyrir tveim árum lagði Ála- Framhald a bls 15 fyrirtæki í Baudaríkjunum, sem verzlar með alls konar garn. Fyrir nokkru keypti fyrirtækið þrjú og hálft tonn af hespulopa frá Ála- fossi h.f. og eru bundnar miklar vonir við áframhaldandi sölu þess- arar nýjungar verksmiðjunnar til Bandaríkjanna og víðar um heim. í samráði við Reynolds fyrirtækið mun eitt septemberhefti This Weeks Magazine verða lielgað Loftleiðum og liespulopafram- leiðslu Álafoss, en blaðið kemur út í 12 til 15 millj. eintökum viku- lega. María Guðmundsdóttir er löngu orðin þekkt í Bandaríkjun- um sem fyrirsæta, og munu birt- ast myndir af henni í sauðalitri peysu úr Álafosslopa í This Weeks Magazine. Er þetta í fyrsta skipti, sem María kynnir íslenzka iðnað- arvöru erlendis. í ágúst í fyrra kynntu forráða- menn Ullarverksmiðjunnar Ála- foss h.f. nýjung í framleiðslu sinni. Var það hespulopi, sem þann ig er úr garði gerður að hann er tilbúinn til bess að handprjón- að sé úr honum. Auk þcss er þessi framleiðsla lyktarlaus og hrein. Áður framleiddi verksmiðjan svo kallaðan plötulopa með ullarolí- unni í, en það olli óþægilegri lykt og smitaði út frá lopanum við snertingu. Þar að auki þurfti að vinda plötulopaun margsinnis sam OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Tveir snarpir jarðskjálfta- kippir mældust í Reykjavík i nótt og var annar niiklu harðari Varð fyrri kippurinn klukkan 2,26 »g hinn klukkan 2,30 Upp- tök iarðskjálftans er í hafinu 50 til 60 kílómetra norður af Ilúsavik Fólk í Kauptúninu og nágrenni vaknaði við titringinn og ljósakrónur dingluðu í loft um. Einnig varð fólk á Akur- eyri vart við jarðhræringarnar Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, upplýsti Tím ann í dag um. að hræringarnar ættu upptök sín 350 kílómetra frá Reykjavík Mældist hinn snarpari þeirra 4,8 á Richter- mælikvarða. Að jatnaði verða tveir svo sterkir eða sterkari jarðskiálftar á íslandi á ári. Þetta svæði. sem upptökin voru, er gamalkunnugt jarð- skjálftasvæði. í landi urðu það NORÐAN helzt Húsvíkingar, sem urðu varir við hræringarnar, enda næstir þeim. Varð þeirra víðar vart á Norðurlandi en eðlilega voru kippirnir vægari eftir því sem fjær dró upptökunum Ekki er kunnugt um að fólk á Suðuriandi hafi orðið jarðhrær inganna vart. í dag hefur lítil sem engin hreyfing mælzt á jarðskiálftamælum Veðurstof- unnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.