Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 13
FÖSTt»AGTJR 30. ágúst 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 HVER ÞJÁLFAR HVERN Á KOMANDI VETRI ÞJÁLFARASKIPTI HJÁ FÉLÖGUNUM Klp-Reykjavík. -Sins og fram kom í viðtalinu við Pfeiffer þjálfara KR, hér í blaðinu í gær, reiknar hann með að hverfa til síns heima eftir að samningum við KR lýkur nú í október. Heyrzt hefur að Valur hafi mikinn hug á að fá hanm til sín, en ekki hefur sú fregn fengizt staðfest. Óll B. Jónsson, þjálfari Vals, mun ekki endurnýja samming Óli B. Jónsson — Fer hann til K.R.? sinn við Val nú í haust en það er vitað að hann mun taka við KR liðinu nú í haust. Með þvi að taka við KR, brýt- ur Óli sér setta reglu um að taka ekki við toppliði, heldur við nýju liði og vinna það upp. Það hefur hann gert bæð með KR, Val og ÍBK, en lið sem hann hef- ur þjálfað, hafa 12 sinnum orðið íslandsmeistarar. Valsmenn hafa enn ekki fengið þjálfara, þó svo að þeir hafi rætt Walter Pfeiffer. — Fer hann til Vals? við Pfeiffer, en innlendur þjálf- aramarkaður er ekki fjölbreyttur og kemur nú enn betur í ljós, hvað þjálfaramál okkar eru í miklum ólestri. Þeim fáu þjálfurum, sem nú eru starfandi hér hjá 1. deild- arliðunum, fækkar um einn nú í haust. Karl Guðmundssqn þjálfari Fram, ætlar að taka sér frí frá störfum í eitt ár að minnstá kosti, og eru Framarar því á sama báti og Valur hvað þetta mikla vanda mái snertir. Karl Guðmundsson. — Hættir þjálfun í haust. Handknattleiksdeildir félaganna eru sízt'" betur komnar en knatt- spyrnudeildirnar. 1. deildar liðin hafa þó öll náð sér í þjálfara, fyrir veturinn, og má segja að þar hafi orðið breyti'ngar á frá síðasta vetri. Heyrzt hefur að Reynir Ólafsson, hinm gamalkunni leik- maður KR, verði ráðinn þjálfari Vals á komandi vetri, en ánnar KR-ingur, Hilmar Björnsson, hef- ur þegar tekið við þjálfun 2. deildarliði Vikings. Pétur Bjarnason, maðurinn bak við sigurgöngu Víkings undanfar- in ár, hefur tekið að sér þjálfun „sputnikliðs" Hauka í Hafnar- firði. Bróðir hans, Sigurður Bjarnason verður með nýliðana í 1. deild, ÍR. Og Þeir Karl Bene diktsson og Hilmar Ólafsson verða í sameiningu með fslandsmeistara Fram. Jóhannes Sæmundsson verður áfram með FH, og Heins Stein- Hilmar Björnsson. — Þjálfar Víking í vetur. mann með KR. Gísli Blöndal, hinn skotharði KR-ingur, he-fur flutzt búferlum til Akureyrai\ og mun þjálfa og leika með ÍBA í 2. deild í vetur. Arm-enningar standa í samning- um við Ingólf Óskarsson, en Þróttarar og Keflvíkingar eru en-n þjálfaralausir. Reynir Ólafsson. — Fer hann til Vals? Pétur Bjarnason. — Þjálfar Hauka I vetur Lesandi velur knattspyrnumann ársins 1968 "o iSul o ijUOV klp — Reykjavík Margir unnendur knattspyrnu- fþróttarmnar hafa komið að máli við íþróttasfðu blaðsins< eftir uppástungu þá, sem hér fyrir nokkru kom, um að velja knatt- spyrnumann ársins hér á landi, eins og gert er hjá nær öllum knattspyrnuþjóðum heims. Töluðu þeir um að framkvæma bæri þessa skemmtilégu nýbreytni sem allra fyrst þar sem sýnt væri að áhugi KSf á þessu máli væri „takmarkaður“, eins og reyndar á öllum máium, er nýnæmi mega teljast hér í okkar knattspymu- málum. Íþróttasíða Tímans hefur því á- kveðið að framkvæma þessa hug- mynd sjálf, eins og mörg íþrótta- blöð gera víða um heim. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti, að hér á síðunni er atkvæðaseðill, sem lesandinn sj-álf ur fyllir út, efti-r beztu samvizku, og ritar þar nafn þess leikmanns, sem honum finnst eiga skilið að hljóta s^emdarheitið „Knattspyrnu maður ársins 1968“. Einnig riti sendandi eigið nafn, ásamt heim- .. - —■■■■— ■■ Akranes aftur í 1. deild klp - Reykjavík Það voru kátir karlar af Skaganum, sem yfirgáfu Laug- ardalsvöllinn í roki og rigningn í gærkvöldi, eftir að þeir með sigri yfir Keflavík endurheimtu sæti sitt í 1. deild. Leikurinn í gœr var hraður og fjörugur, en ekki að sama skapi vel 1-eikinn, enda aðstæð- ur tíl keppni með versta móti. ÍA sótti þegar í byrjun leiks, og voru nú mun ákveðnari en á móti Haukum á dögunum, og tækifærin létu heldur ekki á sér standa á sér, þótt þau nýtt- ust ekki. Á fyrstu 10 mínútunum áttu Skagamenn 2 stangarskot, og oft skall hurð nærri hælum við mark ÍBK. Á 3. mín. síðari hálfleiks kom svo þetta eina mark leiks- ins. Guðjón Guðmundsson tók aukaspyrnu fyrir utan vítateig á ská við markið og skaut upp í vindinn, sem bar boltann með sér í mark ÍBK. Eftir markið drógu Akurnes ingar lið sitt aftur í vörn, og við það átti ÍBK meira í 1-eikn um og sótti stift, en komst ekki í nein telj-andi tækifæri, utan einu sinni að Helgi Hannesson bjargaði á línu föstu skoti frá g Jóni Ólafi. ÍA skoraði eitt mark í viðbót í einu af sínum snöggu upp- hlaupum en það mark var dæmt af vegna ra-ngstöðu, sem varla var rétt, þar sem boltinn kom frá Keflvíkingi. Þá áttu þeir og enn eitt stangarskot. Með þessum sigri hefur ÍA tryggt sér annað lausu sætanna í 1. deild og er það vel að fá þetta fijöruga og sk-em-mtilega lið aftur þangað. Á mánudaginn leika Keflvík- ingar aftur í þessari keppni og mæta þá Haukum úr Hafnar- firði. Sigri Keflavík ekki þann leik, eru þeir dæmdir til veru í 2. deild á næsta ári, en Hauk ar koma upp í staðinn. Nægir Haukunum jafntefli í þeim leik til að hljóta sætið. B-eztu menn ÍA í leiknum í gærkvöldi voru Hreinn og Guð- jón, en í vörninni, sem nú var með bezta móti, voru Helgi og S’ramnai' Nis lo ilisfangi og sím-anúmer, og er það gert til þess að reyna að fy-rir- byggja að sami maður geti sent marga seðla, og jafnvel með til- búnum nöfnum, til þess éins að koma sínu átrúnaðargoði í efsta sæti. — Blaðið mun bera nöfnin saman við þjóðskrána, og jafnvel hringja í sum númeranna og fá st-aðfestingu á að rétt sé með far- ið. Ekki er að efa, að margir koma til með að senda inn atkvæða- seðil, og því fyrr því betra. „Reglurnar eru auðveldar“. Að- eins er valið um einn mann, og sá sem flest atkvæði hlýtur við taln- ingu, sem fer fram í votta viður- vist, hlýtu-r sæmdarheitið „Knatt- spyrnumaður ársins 1968“. Aðeins skal valið um þá leikmenn, sem leika í 1., 2. eða 3. deild hér á landi. Þó að l.-deildar maður hafi óneitanlega meiri möguleika til sigurs en t. d. leikm-aður í 2. eða 3. deild, er ekki gott að segja til um, hver þessi leikmáður verður, en ef allir velja eftir beztu sam- vizírii, og láta e'kki -félágsihygg'ju sitja í fyrirrúmi, fæst áreiðanlega úr því skorið, Hvern fslendingar telja sinn bázta knattspyrnumann En skoðanir rnanna eru misjafnar eins og þær eru margar, og má búast við spennandi keppni í þess ari atkvœðagreiðslu. Íþróttasíða Timans vonar, að þeir sem senda atkvæðaseðl-ana, geri það sem fyrst, en frestur til að skila, er til 20. nóv. n. k. Atkvæðas-eðilinn skal setja í um sla-g og s-enda til Dagblaðsins Tím- inn, pósthólf 370, Reykjavík, í skrifstofuna, Bankastræti 7, eða Ritstjórnarskrifstofurnar í Eddu- húsin-u, Lindargötu 9A. Bezti knattspyrnumaðurinn 1968 Ég vel hr. Nafn félags SEM BEZTA KNATTSPYRNUMANN Á ÍSLANDI 1968. Nafn sendanda Heimilisfang Sími Þetta eru landsliðsmenn okkar í knattspyrnu, og úr þessum hópi kemur líklegast sigurvegarinn í at- kvæðagreiðslunni, sem blaðið efnir til í dag, um það, hver skuli hljóta sæmdarheitið KNATTSPYRNU- MAÐUR ÁRSINS 1968. En það eru lesendurnir sjálfir, sem ákveða hver verður valinn, og er ekki þar með sagt að hann sé úr þessum fríða flokki. (Tímamynd, Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.