Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FÖSTOTfcAGUR $0. ágúst 1968.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
HVER ÞJÁLFAR HVERN
Á KOMANDI VETRI
ÞJÁLFARASKIPTI HJÁ FÉLÖGUNUM
Klp-Reykjavík.
Xins og fram kom í viðtalinu
við Pfeiffer þjálfara KR, hér í
blaðinu í gær, reiknar hann með
að hverfa til síns heima eftir að
samningum við KR lýkur nú í
október.
Heyrzt hefur að Valur
hafi mikiun hug á að fá hanm
til sín, en ekki hefur sú fregn
fengizt staðfest.
Óli B. Jónsson, þjálfari Vals,
mun  ekki  endurnýja   samming
sinn við Val nú í haust en það
er vitað. að hann mun taka við
KR liðinu nú í haust.
Með því að taka( við KR, brýt-
ur Óli sér setta reglu um að
taka ekki við toppliði, heldur við
nýju liði og vinna það upp. Það
befur hann gert bæð með KR,
Val og ÍBK, en lið sem hann hef-
ur þjálfað, hafa 12 sinnum orðið
íslandsmeistarar.
Valsmenn hafa enn ekki fengið
þjálfara, þó svo að þeir hafi rætt
við Pfeififer, en innlendur þjálf-
aramarkaður er ekki fjölbreyttur
og'kemur nú enn betur í ljós, hvað
þiálfaramál okkar eru í miklum
ólestri. Þeim fáu þjálfurum, sem
nú eru starfandi hér h'já 1. deild-
arliðunum, fækkar um einu nú í
haust.  .
Karl Guðmundssqii þjálfari
Fram, ætlar að taka sér frí frá
störfum í eitt ár að minmstá kosti,
og eru Framarar því á sama báti
og Valur hvað þetta mikla vanda
mái snertir.
Handknattleiksdeildir félaganna
eru sízt'* betur komnar en knatt-
spyrnudeildirnar. 1. deildar liðin
hafa þó öil náð sér í þjálfara,
fyrir veturdnn, og má segja að þar
hafi orðið breyti'ngar á frá síðasta
vetri. Heyrzt hefur að Reynir
Ólafsson, himn gamalkunni leik-
maður KR, verði ráðinn þjáilfarl
Vals á komandi vetri, en ánnar
KR-ingur, Hilmar Björnsson, hef-
ur þegar tekið við þiálfun 2.
deildadiði Vikings.
Pétur Bjarnason, maðurinn bak
við sigurgöngu Víkimgs undanfar-
in ár, hefur tekið að sér þjálfun
„sputnikliðs" Hauka í Hafnar-
firði. Bróðir hans, Sigurður
Bjarnason verður með nýliðana
í 1. deild, ÍR.Og Þeir Karl Bene
diktsson og Hilmar Óiafsson verða
í sameiningu með fslandsmeistara
Fram.
Jóhannes Sæmumdsson verður
afram með FH, og Heins Stein-
mann með KR. G-ísli Blöndal, hinn
skotharði KR-ingur, hefur flutzt
búferlum til Akureyrar,_ og mun
þj'álfa og leika með ÍBA í 2.
deild í vetur.
Ármenningar standa í samning-
um við Ingólf 6skarsson, en
Þróttarar og Keflvíkingar eru
enn  þjólfaralausir.
Reynir Ólafsson. —
Fer hann til Vals?
Óli B. Jónsson —
Fer hami ta KJR.?
Walter Pfeiffer. —
Fer hann til Vals?
"*"¦ "
Karl Guðmundsson. —
Hættir þjálfun í haust.
Hilmar Björnsson. —
Þjálfar Víking í vetur.
Pétur Bjarnason. —
Þjálfar Hauka í vetur
Lesandi velur knattspyrnumann ársins 1968
HLp — Rcy&javík
Margir uimendur knattspymu-
iþróttarinnar hafa komið að máli
við íþróttasíðu blaðsins, eftir
uppástungu ]>á, sem hér fyrir
nokkra kom, um að velja knatt-
spyi'numann ársins hér á landi,
eins og gert er hjá nær öllum
knattspyrnuþjóðum heims.
Töluðu þeir um að framkvæma
bæri þessa skemmtilégu nýbreytni
sem allra fyrst þar sem sýnt væri
að ahugi KSÍ á þessu máli væri
„takmarkaður", eins og reyndar á
öllum málum,  er nýnæmi mega
teljast hér í okkar knattspyrnu-
niálum.
fþróttasíða Tímans hefur því á-
kveðið að fraimkvæma þessa hug-
mynd sjálf, eins og mörg íþrótta-
blöð gera víða um heim.
Fyrirkomulagið verður með
þeim hætti, a'ð hér á síðunni er
atkvæðaseðill, sem Iesandinn sjálf
ur fyllir út> eftir beztu samvizku,
og ritar þar nafn þess leikmanns,
sem honum finnst eiga skilið að
hljóta sæmdarheitið „Knattspyrnu
maður ársins 1968". Einnig riti
sendandi eigið nafn, ásamt heim-
f
Akranes aftur í 1. deild
klp • Reykjavík
Það voru kátir karlar af
Skaganum, sem yfirgáfu Laug-
ardalsvöllinn í roki og rigningu
i gærkvöldL eftir að þeir með
sigri yfir Keflavík endurheimtu
sæti sitt í 1. deild.
Leikurinn i gær var hraður
og fjörugur, en eíkki að sama
skapi vel leikinn, enda aðstæð-
ur til keppni með versta móti.
ÍA sótti þegar í byrjun leiks,
og voru nú mun ákveðnari en
á móti Haukum á dögunum, og
tækifærin létu heldur ekki á
sér standa á sér, þótt þau nýtt-
ust ekki.
Á fyrstu 10 mínútunum áttu
Skagamenn 2 stangarskot, qg
oft skall hurð nærri hælum víð
mark ÍBK.
Á 3. mín. síðari hálfleiks
kom svo þetta eina mark leiks-
ins. Guðjón Guðmundsson tók
aukaspyrnu fyrir utan vítateig
á ská við markið og skaut upp
í vindinn, sem bar boltann með
sér í marfc ÍBK.
Eftir markið drógu Akurnes
ingar lið sitt aftur í Vörn, og
við það átti ÍBK meira í leikn
um og sótti stíft, en komst ekki
í nein teljandi tækifæri, utan
einu sinni að Helgi Hannesson
bjargaði á línu föstu skoti frá
Jóni Ólafi.
ÍA skoraði eitt mark í viðbót
í einu af sínum snöggu upp-
hlaupum en það mark var
dæmt af vegna rangstöðu, sem
varla var rétt, þar sem boltinn
kom frá Keflvíkingi. Þá áttu
þeir og enn eitt stangarskot.
Með þessum sigri hefur ÍA
tryggt sér annað lausu sætanna
í 1. deild og er það vel að fá
þetta fjöruga og skemmtilega
lið aftur þangað.
Á mánudaginn leika Keflvík-
ingar aftur í þessari keppni og
mæta þá Haukum úr Hafnar-
firðí. Sigri Keflavík ekki þann
leik, eru þeir dæmdir til veru
í 2. deild á næsta ári, en Hauk
ar koma upp í staðinn. Nægir
Haukunum jafntefli í þeim leik
til að hljóta sætið.
Beztu menn ÍA í leiknum í
gærkvöldi voru Hreinij og Guð-
jón, en í vörninni, sem nú var
með bezta móti, voru Helgi og
^ramnai'  (  mí-  ln
ilisfangi og símanúmer, og er það
gert til þess að reyna að fyrir-
byggja að sami maður geti sent
marga seðla, og jafnvel með til-
búnum nöfnum, til þess éins að
koma sínu átrúnaðargoði í efsta
sæti. — Blaðið mun bera nöfnin
saman við þjóðskrána, og jafnvel
hringja í sum númeranna og fá
staðfestingu á að rétt sé með far-
ið. Ekki er að efa, að margir koma
til með að senda inn atkvæða-
seðil, og því fyrr því betra.
„Reglurnar eru auðveldar". Að-
eins er valið um einn mann, og sá
sem flest atkvæ'ði hlýtur við taln-
ingu, sem fer fram í votta viður-
vist, hlýtur sæmdarheitið „Knatt-
spyraiumaður ársins 1968". Aðeins
skal valið um þá leikmenn, sem
leika í 1., 2. eða 3. deild hér á
landi. Þó að l.-deildar maður hafi
óneitanlega meiri möguleika til
sigurs en t. d. leikmaður í 2. eða
3. deild, er ekki gott að segja til
um, hver þessi leikmaður verður,
en ef allir velja eftir beztu sam-
¦, :aiR    D    J-ÍÚ\      ... ¦. ;   ......
vizku^'wg^-lata ekkí-félagshyggju
sitja í fyrirrúmi, fæst áreiðanlega
úr því skorið, Hvern fslendingar
telja sinn bézta knattspyrnumann
En skoðanir manna eru misjafnar
eins og þæreru margar, og má
búast við spennandi keppni í þess
ari atkvæðagreiðslu.
í|>róttasíða  Tímans  vonar,  að
þeir sem senda atkvæðaseðlana,
geri þáð sem fyrst, en frestur til
a'ð skila, er til 20. nóv. n. k.
Atkvæðaseðilinn skal setja í um
slag og senda til Dagblaðsins Tím-
inn, pósthólf 370, Reykjavík, í
skrifstofuna, Bankastræti 7, eða
Ritstjórnarskrifstofurnar í Eddu-
húsinu, Lindargötu 9A.
Bezti knattspyrnumaðurinn 1968
Ég vel hr.                            Nafn félags
SEM BEZTA KNATTSPVRNUMANN Á ÍSLANDI 1968.
Nafn sendanda
Heimilisfang
Sími
Þetta eru landsliðsmenn okkar í knattspyrnu, og úr þessum hópi kemur líklegast sigurvegarinn í at-
kvæðagreiðslunni, sem blaðið efnir til í dag, um það, hver skuli hljóta sæmdarheitið KNATTSPYRNU-
MAÐUR ÁRSINS 1968. En það-eru lesendumir sjálfir, sem ákveða hver verður valinn, og er ekki þar
með sagt að hann sé úr þessum fríða flokki.                               (Túnamynd, Gunnar).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16