Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 19G8.
Friðrik Stefnsson:
FULLV
Sögufrægasti fáni, sem dreginn hefur verið að húni á íslandi
1. desember 1951 flutti dr.
theol Magnús Jónsson prófessor
ræðu á samkomu. Heimdallar.
Ræðan birtist í Morgunblaðinu 4.
s.m. Um það þegar íslenzki fán
inn var dreginn á stöng á stjórn-
arráðshúsinu 1. des. 1918, kemst
hann svo að orði:
„Og þar birtist sú sjón, sem
aldrei gleymist, sjón, sem þó
varð varla. sjón, því að augun-
döggvuðust. Við tóna þjóösöngs-
ins og fallbyssuskot frá okkar
fyrri yfirdrottnurum seig íslenzki
fánirm í fynsta skipti einm og alls
ráðandi upp eftir fánastöng
stjórnarráðlsihússins og staðnæmd
ist við hún.
Vér sýndum vort einstaka rækt
arleysi, sem ég gat áður í því, að
þessi fáni .var ekki geymdur.
Ilaiiii hefði átt að geymast eins
og helgur dómur og notast að
eins við hátíðlegustu tækifæri.
Ég veit um þetta af því að 1930
spurðumst við í alþingishátíðar
nefndinni fyrir um fullveldisfán
ann frá 1. des. 1918 og ætluðum
að hafa hann í heiðurssæti á Lög
bergi. En hann hafði verið notað
ur, honum slitið út.
En dagur þessi má ekki fara
sömu leiðina, það væri glæpsam
legt. Hann er dýrmæt, ómetanleg
eign þjóðarinnar."
Þjóðminjasaini berast fánar.
Ummæli, er dr. Magnús við
hafði um fullveldisfánann. áttu
eftir að draga dilk á eftir sér.
14. des sama ár afhendir stjórn
arráðíð þjóðminjaverði til vörzlu
tyo fána, annan íslenzkan, óklof
inn, hinn danskan klofinn, ásamt
bréfi frá ráðunieytisstjóra forsæt-
isráðuneytisins. Því fylgir bréf til
sama ráðuneytis frá dr. jur. Birni
Þórðarsyni, dags. 7. des. 1951
(þjóðms. 15134). Bj. Þ. segir, að
það geti ekki komið til mála, að
orðin „en hann hafði verið notað
ur, honum slitið út" eigi við um
fullveldisfánann. Svo segir orð-
rétt: „Það vildi svo til, að ég var
settur og starfandi skrifstofustjóri
í dómsmáiaráðuneytinu frá því
vorið 1918 og fram á sumar 1919
í stað. Guðm. Sveinbjörnssonar,
sem þá var sjúkur Framkvæmdir
#tiórnarráðsins'í flaggmálinu voru
gví í mínum verkahring á þess
um tíma. Ef allt var með felldu,
átti fáninn frá 1. des 1918 að
vera geymdur heill og óslitinn í
Stjórnarráðinu, eins og skjal, sem
lagt er óskemmt „ad acta" eftir
notkun. Ég hringdi því \þegar í
stað til hr. Magnúsar Stefánsson
ar, dyravarðar Stjórnarráðsins, og
spurði hann, hvort ekki væru
geymdir gamlir fánar í Stjórnar
ráðshúsinu. Hann kvað svo vera,
og þar á meðal einn stór, óklof
inn fáni og væri hann s'á eini, er
þar væri af þeirri gerð Kom svo
tali okkar, að ég kæmi og skoð
aði/þennan fána, og af því varð
i dag. Mér blandaðist ekki hug
ur um, að þessi fáni er fullveldis
fáninn frá 1. des. 1918 og í sama
ástandi og ég taldi hann eiga að
vera.
Á sama stað er einnig geymd
ur klofinn Dannrbrogsfáni. Ekki
er ósennilegt, að það sé sami
danski fáninn og síðast var dreg
inn á stöng vfir Stjómarráðj ís
lands."
„Móöms. 15134.,
fsleiizkur fáui, sbr. hér á und
an. Óklofinii, lengd 4 m, 53 cm-
(Viðbót safnv. Smá rifur sjást
hér og hvar, en litirnir eru fersk-
ir og fáninn heill að öllu leyti.
Hefur venjulegan festingarútbún
að. Þetta er samkvæmt umsögn
dr. jur. Björns Þórðarsonar full-
veldisf. frá 1918).
Þjóðms. 15135 s.d.
Danskur fáni sbr. hér á undan,
klofinn, lengd 3 m 70 cm. (Við-
bót safnv. beill og litirnir fersk-
ir með venjulegan útbúnað,
mun hafa verið dreginn að húni
á Stjórnarráðinu í síðasta sinn
1. des. 1918).
Þáttur Birgis.
Það aiun hafa verið á fárra vit-
orði að í Þjóðminjasafninu væri
geymdur óklofinn íslenzkur fáni,
sem talinn væri fuliveldisfáninn
frá 1. des. 1918. Einum manni var
þó örugglega kunnugt um þetta,
Birgi Thorlaciusi ráðuneytisstjóra.
í Andvara 1964 birtist fróðleg rit-
gerð eftir hann, „Fáni fslands og
skjaldarmerki." Þessi ritgerð var
gefin út sérprentuð- Eftir að hafa
lýst fánahyllingunni 1. des. 1918
segir svo (bls. 48—49): „Fáni
þessi er nú geymdur í Þjóðminja-
safninu (Þjóðms. 15134) ásamt
dönskum fána er stjórnarráðið
notaði, (Þjóðms, . 15135,,,, Að. l|k-
indum þeim síðasta sem notaður'
var þar". Er hér sjáanlega átt við
fánana tvo sem áður voru nefnd-
ir. Síðar segir orðrétt^bls 49: „í
bók dr. Björns heitins Þórðarson-
notkun hans. svo og um fána hafn
sögumanna, var gefinn út 12. febr-
1919 (Stjtíð. 1919, A, bls. 1)."
Svo mörg eru þau orð og skal
þetta athugað nánar síðar.
Prófsveinar  Stýrimannaskólans,
1918.
Áður en lengra er haldið skal
frá því sagt, sem mátt hefði vera
upphaf þessarar greinar, hvers
vegna ég fór að kynna mér fána-
málið. Sérstaklega það sem gerð
ist í því máli á tímabilinu frá
1913 til 1918, og þar af leiðandi
að athuga sannleiksgildi framan-
greindra frásagna um að óklof-
inn fáni hafi verið dreginn á
stöng á stjórnarráðshúsinu 1. des.
1918 og hylltur sem fuilveldisfáni
fslands.
Nemendur Stýrimannaskólans
frá 1918 höfðu haft þann hátt á
að hittast á 5 ára fresti eftii því
sem við varð komið. Snæbjörn
Jónsson Breiðfirðingur, sem nú er
látinn fyrir nokkrum árum. hafði
aðal^ega forgöngu um þetta. Snæ-
björn hafði síðar gerzt húsgagna-
smiður, vann í landi og átti því
hægara um vik að beita sér fyrir
,¦¦;.';  ;¦;.;;,: ~,  ':
í Reykjavik og hættir sjóferðum.
Á síðastliðnu haust^ spjölluðum
við um það að skemmtilegt væri
að mæta við skólaslit Stýrimanna-
skólans í tilaíni af 50 ára próf-
4fmæli okkar. Þar sem það mun
vera talin góð kurteisi að færa
skólastofnun við slfk tækifæri eitt
hvað, sem verða má til gagns eða
gleði, — þá hófust um það vanga
veltur hvers konar gjöf við gæt-
um fært Stýrimannaskólanum í
þessu tilefni.
Hinn sögufrægi dagur 1- des.
1918 var ofarlega í huga okkar í
þessu dambandi. 'Mig minnti að
e'nhvers staðar hefði ég séð ljós-
mynd frá athöfninni við stjórnar-
ráðshúsið dag þann er íslenzki
ríkisfáninn var dreginn á stöng
í fyrsta sinn. Þótti okkur nú við
eiga í framhaldi af því. sem við
höfðum áður gert að færa skól-
anum stækkaða ljósmynd frá þess
um atburði ef myndin væri til.
Eftir skamma leit kom í ljós að
til var í minjasafni Reykjavíkur
ljósmynd frá athöfninni við
stjornarráðshúsið. Á myndinni var
merki ljósmyndarans M.Ó. saman-
dregið og mun það vera Magriús
Ólafsson ljósmyndari. Málað hafði
verið ofan í ljósmyndina, sem
sýndi klofinn íslenzkan fána við
hún 4-vf.lsSgstöng stjórnarráðshúss
ins- Neðan við myndina stendur:
Rfkisfáni íslands hylltur í Reykja-
vík 1. desember 1918.
Reynt var að hafa upp á sjálfri
filmunni til að láta gera stækk-
ar, forsætisráðherra, „Alþingi og
frelsisbaráttan 1874—1944," segir
á bls. 376. að það hafi verið klofni
fáninn, sera dreginn var í fyrsta
sinn á stöng yfir dyrum stjórn-
arráðshússins 1. des. 1918. Þetta
er ekki rétt. Gerð tjúgufánans,
klofna fánans, var ekki ákveðin
fyrr en í febrúar árið eftir. Hafði
dr. Björn sjálfur le!ðrétt þetta í
bréfi til forsætisráðuneytisins 7.
des. 1951 og áréttað í símtali við
undirritaðan 14. febrúar 1952.
Sjálfsagt hefur þessa misskiln-
ings gætt víðar. því að í íslands-
sögu, sem Ríkisútgáfa námsbóka
hefur gefið út eftir Þorstein M.
Jónsson ,2. útg., 1963, er á bls.
49 teikning af stjórnarráðshús-
inu 1. des. 1918 með klofinn fána
við hún.
, Konusgsúrskurður  um   lögun
hins klofna fána (tjúgufánans) og
þessu en flestir aðrir. Hann var
félagsmaður góður og áhugamað-
ur um ýmislegt, sem efcki kom
við hinu venjulega brauðstriti og
verður ekki í krónum metið.
Vegna þessa sambands, sem þess-
ir menn leituðust við að hafa sín
á nulli, bar eðlilega margt á
góma frá fyrri tíð. Allir vorum
við á einu máli um það að 1. des.
1918 væri mesti merkisdagur þessa
árs. Þann dag eignuðust íslend-
ingar sinn eigin farfána er ís-
lenzk skip máttu nota utan land-
helgi og í erlendum höfnum. í
tilefni af þessu færðum við Stýri
mannaskólanum árið 1958 silki-
fána ,en þá' voru 30 ár liðin frá
þessum merkisatburði í sögu ís-
lenzkra siglinga.
Þeir, sem ennþá eru á l£fi wf
prófsveinum Stýrimannaskólans
frá 1918 eru nú flestir búsettir
aða ljósmynd, en »það tókst ekki.
Filman mun þó vera tfl. Niður-
staðan í málinu varð því sú, að
við fengum Halldór Pétursson
listmálara til að gera málverk
með hliðsjón af myndinni, sem
er í minjasafni Reykjavtkur.
Vegna þessarar ákvörðunar okkar
og einnig vegna þess að ég vissi
að mér vrði falið að hafa orð
fyrir hópnum við afhendingu
myndarinnar -þá tók ég að kynna
mér sögu íslenzka fánans eftir
föngum. Er það merkileg saga og
skemmtileg og þess virði að hún
væri skráð. Eins og þeir vita, sem
kynnt sér hafa þessi mál voru öll
fyrirmæli um fánann gerð hans
og uotkun sett með kbnungsúr-
skurðum:
1. Konungsúrskurður er settur
22. nóy. 1913 um sérstakan fána
fyrir ísland —  gerðin  skyldi  á-
kveðin síðar.  (Stjtíð. A. nr. 68).
2.  19 júní 1915 um gerð fán-
ans (Stjtíð. A. nr 14)
3.  30. nóv. Í918 um gerð fána
íslands (Stjtíð. A. nr- 41) Gerð-
in er nákvæmlega sú sama og á-
kveðið var í konungsúrskurði frá
1915, en viðbót: „Stjórnin og op-
inberar stofnanir skulu nota fán-
aon klofinn að framan Nánari
ákvæði um notkun klofna fánans
verða sett með sérstökum ko-
ungsúrskurði."
4.  Þessi boðaði konungsúrskurð
ur kerauur svo 12. feb. 1919 og
heitir: „Konungsúrskurður um .
lögun hins klofna fána og notk-
un hans, svo og um fána hafn-
sögumanna."  (Stjtíð.  A.  nr.  1).
Það er eftirtektarvert, að í nið
urlagi konungsúrskurðarins 30.
nóv. 1918 þar sem boðaður er sér-
stakur konungsúrskurður, þá er
aðeins talað um nánari ákvæði
um notkun klofna fánans, ekki
minnzt frekar á gerð hans. Eðli-
legt hefði því verið að álykta að
gerð klofna fánans hefði þá þegar
verið ráðin, en svo er reyndin
ekki, eins og síðar kom 'í ljós.
Almennt var talið að það hefði
verið klofinn fáni, sem dreginn
var á stöng 1. des. 1918, og svo
er einnig kennt í skólum saman-
ber íslandssögu Þ-M. Enda fæ ég
ekki betur séð samkvæmt niður-
lagi konungsúrskurðar 30. nóv.
1918, að það sé ekki aðeins heim-
ilt heldur skylt að draga klofinn
fána á flaggstöng stjórnarráðshúss
ins 1. des. 1918 enda þótt nán-
ari fyririnæli um gerð Mofna fán-
ans væru.ekki fyrb hendi.
Frásögn Birgis, sem áður get-
ur um að það hafi verið óklofinn
fáni, kom eins og skrattinn úr
saiuðarleggnum. Vegna þess, er að
framan segir um málverkið sem'
við færðum Stýrimannaskólanum,
tdk ég mér fyrir hendur að rann-
saka samtfma frásagnir um at-
burð þennan. Var það tiltölulega
auðvelt með aðstoð góðra manna.
Niðurstaðan _ varð sú að bókstaf-
lega hver einasta frásögn frá þess
um tíma sem ég hef komizt í
kynni við og getur um gerð fán-
anfc, sem dreginn var á stöng á
stjórnarráðshúsinu þennan dag,
getur um klofinn fána, tjúgufána,
og ríkisfána fslands.
Þegar rætt var um óklofna fán-
ann voru fánaheitin nokkuð á
reiki, en þau er ég áður taldi
voru aðeins höfð um klofna —
tjúgufánann — að því er ég bezt
veit. Ríkisfáni íslands er fyrst
notað um klofna fullveldisfánann
1. des. 1918.
Þessu til sönnunar skulu nefnd
nokkur dæmi:
f ræðu forseta sameinaðs þings
sem haldin var við stjómarráðs-
húsið fáum mínútum eftir að fán-
inn var dreginn að hún: „Oss er
bæði ljúft og S'kylt að minnast
sambandsríki vors Danmerkur við
þetta mjög svo hátíðlega tækifæri
þegar íslenzkur ríkisfáni er .
fyrsta sinn, dreginn að hún á
þessu landi og tullveldi íslands
viðurkennt í öllum þess mál-
um," sbr. Ægi desember 1918 og
víðar.
Þá skal bent á nokkur blaða-
unjmæli frá desember 1918-
1. MorgunblaðiP 2. des Þar er
allítarleg. frásögn af atburði bess-
um. Tvíve?is i beiTi sjrein er pess
getið að klofinn íslenzkur fáni
hafj verið dreginn á stöng.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16