Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MMÐJUDAGUR 24. desember 1968.
Samskipti, sem byggð eru á
jafnrétti og gagnkvæmum hags
munum, leiða til trausts og
skapa samvinnu, vináttu og ör-
uggan frið, Dyggðan á réttlæti.
' Annar aðalræðumaður í
þessu máli var eins og fyrr var
getið Lady Jackson. Sagol hún,
að erfiðleikinn í þessum efn-
wn væri einkum sá, að efna-
hagskerfin væru uppbyggð á
viðskipta- og efhaihagsgrunni
einum, en hfcin siðferðislega
þátt vantaði.
Hún rakti, að á árunum
1948—'64 hefðu runni'ð til þró
unarlandanna 15 billjónir doll
ara árlega sem efnahagshjálp.
Þó er þess að geta, að nokkur
hluti þess eru framkvæmdalán,
sem ekki koma að fullum not-
um fyrr en þau hafa verið
greidd. Nokkur hluti þess eru
hergögn, sem aldrei koma áð
notum, en verulegur hluti er
óafturkræft og kvaðalaust. Frá
1964 hefir þessi hjálp farið
stöðugt minnkandi og er nú
ekki nema 10 billjónir. Orsak-
? ir þess eru þær, að gefendum
hefur ekki þótt nógu vel fyrir
því séð, að fénu sé hagkvæm-
lega vari'ð. Frúin taldi, að þessi
tortryggni væri ekki með öllu
réttmæt. Dýrmæt reynsla hefði
fengizt^ við þessa hjálparstarf-
semi. í fyrsta lagi hefði þessi
hjálp stórbætt framleiðsluhætti
þessara, þjóða og að í öðru
lagi hefðu komið fram nýjar
ræktunaraðferðir, sem gæfu
allt að fimmfalda uppskeru.
Von væri um meira af því tagi
og gæti það farið svo, að mat-
vælaframleiðslan yrði á undan
í kapphlaupinu við fólksfjölg-
unina. Þrátt fyrir þetta taldi
hún, að með núverandi fyrir-
komulagi mundu þróunarlönd-
in aldrei ná hinum þróuðu, af
því að uppbygging þeirra með
þessu fyrirkomulagi mundi
auka svo mjög á auðsöfnun
þróuðu þjóðanna, að bilið hlyti
aíS fara síbreikkandi.
Samt áleit hún, að ekki væri
ástæða til að örvænta. f því
efni sagði hún, að læra mætti
af sögu þróuðu landanna. Sem
dæmi nefndi hún, að í byrjun
iðnvæðingarinnar hafi konur
og börn verið látin vinna sér
um megn fyrir sáralítið kaup.
Og fyrir hundra'ð árum hafði
hertoginn af Westminster fjór
TIMINN
9
ar milljónir punda í laun og
skattfrelsi að auki. Á sama
tíma hafði hafnarverkamaður
fimmtíu pund, ef hann var
heppinn. Þetta hvorutveggja
er vottur um ótrúlegt misræmi
í augum nútíma manna á Vest-
urlöndum. Misræmi þetta hef-
ur verið að verulegu leyti lækn
að. Nú trúir enginn því, að við-
skiptakerfi færi okkur nægtir
. og farsæld af sjálfum sér. Til
þess þarf ábyrgar og sameig
inlegar aðgerðir.
Lækningin er orðin vegna
þriggja mikilvægra breytinga í
efnahagsmálum.     Breytinga,
sem nálgast það að vera bylt-
ingar. Fyrsta breytingin er al-
þekkt og misjafnlega þokkuð,
það er skattlagning. Ein af á-
stæðunum fyrir því að Amer-
íka tók hinum öru framförum,
var sú, að hún var fyrsta land-
ið, sem í byrjun nítjándu ald-
ar varði almanna fé til skóla-
halds. Menntun er undirstaða
starfskunnáttu og starfskunn-
áttan skilyrði fyrir öllum fram
förum. Mál þetta var leyst með
skattlagningu og síðan hefur
sama ráð verið notað í ein-
hverju formi til allra fram-
fara. Annað írtriðið leiðir
beint af hinu fyrsta, að aukin
menntun skapar efnahagsþró-
un. Þriðja breytingin er enn
á byrjunarstigi. Hún er sú við-
leitni að tryggja atvinnu. Þessi
viðleitni er viðurkenning þess,
að stjórnarvöldunum sé skylt
áð sjá um, ao" auðlindir þjóð-
arinnar séu nýttar til hagsfoóta
fyrir borgarana.
Þessar þrjár róttæku breyt-
ingar hafa ekki skaðað markað-
inn. Þvert á móti dreifing fjár
magnsins kallar á meiri fram-
leiðslu. Þegar menn tala um
tækni- og iðnaðarframfarir
vestrænna þjóða, ættu þeir
ekki að gleyma því, ao" þess-
ar framfarir hefðu aldrei orð-
i'ð án þeirra siðferðilegu og fé-
lagslegu afla, sem knúðu þess-
ar breytingar fram. Þessar
breytingar gerast ekki af sjálfu
sér eins og þegar regn fellur
til jarðar. Þær gerðust aðeins
fyrir siðferðilega ábyrga hugs^
Un, sem vildi ekki láta það við-
gangast, að börn væru látin
deyja af þrældómi £ verksmiðj-
um,  af  því  að  eigendurnir
töldu sig ekki geta selt vör-
una ef þeir ættu að grei'ða full
vinnulaun. Hví skyldum við,
sem ráðum yfir 80% af fjár-
magni heimsins, ekki nota þá
sömu aðferð til að bæta úr
nauðsyn þróunarlandanna?
Skattlagning hefur alltaf
mætt mótspyrnu, en samt orð-
ið til góðs þegar siðferðileg
markmi'ð hafa legið til grund-
vallar. Nú segja menn, að þró-
uðu löndin hafi ekki efni á að
skattleggja sig vegna þróunar-
landanna. Eignaaukning þró-
uðu landanna nemur 13% á
ári. Ef þessi lönd legðu á sig
eitt prósent tekjuskatt, sam-
svaraði það því, að þær gaefu
gróða sinn milli jóla og páska,
en það mundi samtímis stór-
auka sölumöguleika þeirra til
þi'óunarlandanna. Eða, mundi
það gera út af við okkur, að
borga 88 aurum (ísl.) meira
fyrir hvera bolla af kaffibaun-
um? Það mundi nægja til að
bjarga fjárhag Afríku og Suð-
ur-Ameríku. Minna má á það,
að þróunarlöndin verja 150
billjónum dollara í herkostn-
að á ári og ensku- og frönsku-
mælandi þjóðir eyða 50 þús-
und milljónum í tóbak og vín
árlega. Ég er ekki að fást um
það, en þetta sýnir ótvírætt,
að þróu'ðu löndin hafa efna-
hagslegt svigrúm til a'ð leggja
fram verulegar upphæðir til
viðreisnar hinna fátæku þjóða.
Hér er ekki spurningin um
getu eða getuleysi. Spurning-
in er um það, hve laugt nær
siðferðisleg ábyrgð hinna þró-
uðu landa. Áður fyrr náði sið-
ferðileg ábyrgð ekki út fyrir
eigið fyrirtæki. í skjóli þess
gátu þeir misþyrmt starfsfólki
sínu. Nú nær hún að landa-
mærurn ríkisins og er það skatt
lagningúnni að þakka og þeim
sjónarmiðum, sem hún hefur
skapað. En það er ekki minni
fjarstæða nú a'ð láta siðferði'-
lega ábyrgð takmarkast af
landamærum ríkisins, en það
var áður að láta hana takmark
ast við hagsmuni eigin fyrir-
tækis. Hvort tveggja er mis-
skilningur. Þessi hugsun geng-
ur ekki lengur af því að heim-
urinn er ekki orðinn stærri en
svo, að íbúar hans verða að
vera samábyrgir um velferð
mannkyasins.
Siðan síðasta kirkjuþing var
háð, hefur þatJ gerzt, að menn
hafa komizt út í geiminn.
JÖrðin hefur verið Ijósmynduð
úr fjögur þúsund mílna fjar-
lægð og við getum séð hana
eins og Mtinn bolta, svipaðan
veðrum gufuhvolfsins eins og
þunnum hjúp. Þessi hjúpur er
öUum mönnum lífsnauðsyn og
honum hefur ekki veriS mis-
skipt. Við ættum alltaf atS hafa
þessa mynd fyrir augum.
Einnig hefur það skeð, að vís-
indin hafa sannað, að hægt er
að láta fimm öx vaxa þar sem
áður óx eitt. Séu þessir nýju
möguleikar nýttir, gefa þeir
nýja möguleika fyrir friði. —
Við erum ekki að gera nýja
hluti. Það" sem Guð krefst af
okkur að við fylgjumst af sið-
ferðislegri ábyrgðartilfinningu
með því nýja, sem er að ger-
ast kringum okkur í sköpun
hans.
Ræður og röksemdir þessara
ræðumanna áttu óskiptan hug
þingsins. Það skorar því á alla
kristna menn, að vinna gegn
allri útkjálkahyggju og einangr
unarviðhorfum og að rekja
menn til vitundar um sameig-
inlega ábyrgð allra á velferð
mannkynsins Ætlazt er til að
kirkjan beiti áhrifum sínum til
þessa á öllum sviðum þjóðlífs-
inS.
f
IRKJU
Hoftelgur.
Dómkirkjan í Uppsölvm
Sigurður Pálsson.
Attatíu og fimm ára afmælis-
Hofteigskirkju á Jökuldal var
minnzt með hátíðarguðsþjónustu
hinn 3. nóv. s. 1. Allt um vont færi
og mikið hríðarveður á Dal var
messan vel sótt, einkum létu hús
freyjur ekki sinn hlut eftir liggja.
Séra Einar Þorsteinsson á Eið-
um flutti predikun vetrarkomunn
ar á Dalnum, en sóknarpresturinn
rakti sögu Hofteigskirkju. Séra
Stefán Halldórsson frá Hallfreðar
stöðum fékk Hofteig 1880. Hann
var maður vaskur og framkvæmda
samur og hófst brátt handa um
endurreisn staðarkirkjunnar. Hin
nýja kirkja var síðan fullbúin og
tekin til allrar helgrar notkunar
1883. Prófastur séra Jón Jónsson
á Hofi kom á næsta sumri og tók
kirkjuna út. Taldi hana söfnuði
og presti til sóma, enda sannmæli,
því að Hofteigskirkja er hið prýði
legasta hús að fyrstu gerð, smekk
lega þiljuð með litlum palli yfir
framkirkju, en rúmgóðum kór án
skilrúms. Tveir 6 rúðu gluggar eru
á hvorri hlið. 1931 var reistur við
hana turn á stöpli. Kirkjusmiður
inn var Jón Magnússon, frá Eydöl
um, d. 1886.
f gripum á kirkjan hina mestu
gersemi þar sem er Guðbrandar
biblían forna, pápiska altaristöflu
auk nýrri (Effata, opnist þú eftir
Lund), kaleik og stjaka gamla, 3
hökla og eru 2 þeirra mjög ó-
venjulegir, gamlir gripir. Stórt
og vandað orgel var keypt til
kirkjunnar s. 1. vor,. en fyrir 2
árum gaf Lilja Magnúsdóttir á
Hvanná kirkjunni vönduð hitunar
tæki. Sóknarnefndin hefur ákv. að
láta fara fram viðgerð á kirkjuhús
inu hið fyrsta en í Hofteigi er
lénskirkja. f sóknarnefnd eru
Karl Gunnarsson bóndi í Hofteigi,
sem jafnframt er meðhjálpari,
Kristjana Guðmundsdóttir, Hvanná
og Lilja Magnúsdóttir, en Jón
Þórarinsson, Smáragrund, er safn
aðarfuiltrúi. Organisti kirkjunnar
hefur verið um fjölda ára Þórður
Sigvaldasoc á Hákonarstöðum —
og er óhætt að fullyrða að fáar
kn'kjui í landinu eigi svo brað
færan hljómlistarmann og for-
söngvara.
Síra  Stefán  Halldórsson naut
eigi ÍPngi hinnar nýju kirkju, en
honum  var rutt ur  embætti   í
Hofteigi .1890.  Krafa  sóknarbarn
anna um að fá að hafa hann áfram
kom  til  einskis.  Ari  síðar  var
sonarsyni séra Einars Hjörleifsson
ar í yallanesi, séra Einari Þórðar
syni, veittur Hofteigur. Sat hann
staðinn í 13 ár, fór þá að Mýrar
stað, en dó úr berkum 1909, aö-
eins 42 ára. Varð þá prestslaust  í i
Hofteigi um 4 ár, séra Einar Jóns I
son í Kirkjubœ þjonaði staðnum |
meðan  svo  var statt.  1908  kom
séra Haraldur Þórarinsson að Hof l
teigi og hélt 16 ár, síðan síra Þor i
varður G Þormar, 4 ár Fór hann \
að Laufási  vorið  1928 og hefur I
ekki setið prestur í Hofteigi síð-
an. Undanfarin 12 ár hafa 4 prest
ar, allir austur á Héraði  þjónað
Mrkjunni,  en  1928—1956   hafði j
séra  Sigurjón  Jónsson  í  Kirkju ¦
bæ allan Jökuldal í aukaþjónustu-'
Munu ástsældir hans seint fyrnast
á Dal.
'L
Eiríkssta'ðiv.
Kirkja á Eiríksstöðum er 55
ára, vígð 1913. Þar var að fornu
bænhús, þjónað frá MðSrudal.
Eiríksstaðakirkja er lítið steinhús
ekki einangraðir veggir né gólf og
því nokkuð erfitt að halda í góðu
horfi. Var kirkjan máluð innan á
s. 1. ári, en utan nú í sumar og
unnu það verk 4 ungir sjálfboða
liðar frá Vaðbrekku, Klausturseli '
og Aðalbóli. Hitunartæki hafa
aldrei verið í kirkjunni fyrr en
nú, er hjónin á Brú, Eiríksstöðum
fram og Grund hafa gefið til henn
ar vönduð ''kosangas-tæki. Ingi-
björg Jóhsdóttir húsfreyja á Vað
þj-ekku hefur saumað altarisdúk
og gefið til minningar um móður
sína, Jóhönnu, Stefánsdóttur á
Strönd. Altarisklæði gáfu hjónin
á Vaðbrekku II., en Snorri Gunn
arsson saumaði. Og vandaðan
hökul gáfu hjónin á Eiríksstöðum
út, Hákónarstöðum báðum og
Klausturseli.
L
Vallanes.
Kirkjunni í Vallanesi hafa bor
izt góðar gjafir á þessu ári. Frú
Björg Jónsdóttir gaf nýja biblíu
í vönduðu bandi með silfurkrossi
og plötu, þar sem letrað er:
Helgað minningu séra Sigurðar
Þórðarsonar prests í Vallanéin
1925-35. Var hans minnzt við há-*
tíðamessu á páskum, er þessi
fagra gjöf ekkju hans var þökku'ð
Séra Sigurður var f í Selárdal
1899. Hann vígðist aðst.prestur
séra Magnúsar Blöndals í Valla-
nesi 1924, fékk kalli'ð ári síðar og
þjónaði til æfiloka vorið 1935. Frú
Björg var forsöngvari í Vallanesi
og Þingmúla um 40 ára skeið. Hún
býr enn í Vallanesi (Jaðri). Seinni
maður hennar er Magnús Jónsson
meðhjálpari Vallaneskirkju.
Séra Pétur Magnússon frá Valla
nesi hefur gefið kirkjunni góða
gjöf, þar sem er steint gler í kór
glugga í minningu móður sinn
ar frú Ingibjargar Pétursdóttur
Eggerz. Frú Ingibjörg var mild
kona og vildi úr öllu bæta. Hún
dó í Vallanesi aðeins 31 árs frá
mörgum börnum.
Kvenfélag Vallahrepps, undir
forustu Arnþrúðar Gunnlaugsdótt
ur stöðvarstjóra á Hallormsstað,
hefur gefið kirkjunni hökul, sem
Þórunn Þórhallsdóttir frá Ljósa-
vatni saumaði. Er það hinn bezti
gripur og bætir úr brýnni þörf,
enda gamli hökullinn orðinn ófær
vegna elli.
Þá hefur kirkjunni enn gefizt
altarisklæði, sem prestskonan
saumaði.
Er það í sama lit og hökullin,
og til hranár mestu prýði.
Préstur og sóknárnefndir þakka
allar framanskráðar gjafir.
A.J.
/.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16