Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 12
c Tékkarnir steinlógu í Glasgow Skotar unnu mjög þýöingarmik- inn sigur i forkeppni heimsmeist- arakeppninnar i knattspyrnu i gærkvöldi þegar þeir ,,af- greiddu” Tékka á Hampden Park i Glasgow og unnu sannfærandi sigur 3:1. Skotar eiga nú eftir að leika gegn Wales sem er þriöja liðið i riðlinum, og með sigri i þeim leik hafa Skotar tryggt sér farseöilinn til Argentinu. Don Masson, Burce Rioch og Asa Hartford réðu gangi leiksins á miðjunni, og Willis Johnstone var mjög friskur á vinstri kant- inum, og í 60 minútur af 90 áttu Tékkamir ekkert svart. Fyrsta markið kom á 18. mln- útu. Willie Johnstone tók þá hom- spyrnu vel fyrir markiö, og þar var Joe Jordan, og stökk hærra en allir aðrir og skallaði boltann i markið, — tónninn var gefinn! Aður hafði tékkneski mark- vörðurinn Machalik varið mjög vel frá þeim Kenny Dalglish og Jordan, en á 35. minútu juku Skotar forskot sitt I 2:0. Aftur var Willie Johnstone með fyrirgjöf og boltinn barst til Asa Hartford sem skoraði örugglega. Og þannig var staðan i hálfleik. Þegar 9 minútur voru liðnar af siðari hálfleiknum kom svo þriðja mark Skotanna. Don Masson tók þá hornspyrnu og Machalik markvörðursló boltann frá. Hann barst til Sandy Jardine sem sendi hanninniteiginn aftur ogþarvar Kenny Dalglish fyrir og skallaði boltann i netið — 3:0. Eftir þetta slökuðu Skotar greinilega á, enda öruggur sigur i höfn. Tékkar réttu aðeins sinn hlut er Gajdusek skoraði gott mark af 35 metra færi. En staðan i riðlinum er nú þessi i Skotland 3 2 0 1 4:3 4 Wales 2 1 0 1 3:1 2 Tékkóslövakia 3 1 0 2 3:6 2 Leikirnir sem eftir eru: Wales- Skotland og Tékkóslóvakia- Wales. gk—. Pólverjar stefna á Argentínu Vonir Dana um að komast I úr- siitakeppni HM í knattspyrnu urðu endanlega að engu I gær- kvöldi þegar danska landsliðið tapaði 1:4 fyrir Póllandi i Chor- zow. Danska liðið sem lék án margra atvinnumanna sinna, meðal þeirra var Alan „litli” Simonsen, var yfirspilað oftast af sterku og sannfærandi pólsku liöi, og Argentfna er nú I sjónmáli pólsku leikmannanna sem hafa ekki tapað stigi i forkeppninni til þessa. Eina þjóðin I riðlinum sem getur náö þeim að stigum er Portúgal entil þess verða Portú- galarnir aö vinna Pólverja I Póll- landi og einnig Danmörku og Kýpur. Svo segja má að Pól- verjarnir séu á grænni grein. Danirnir „strögluðu” þó I 27 minútur, eða þar til Masztalerz skoraði fyrsta mark leiksins. Tíu minútum siðar missti Per Poulsen, markvörður Dananna, boltann frá sér, og Lato náöi hon- um og skoraöi annaö mark Pól- lands,og þannig var staöan i hálf- leik. Þegar 60 minútur voru af leikn- um skoraði snillingurinn Deyna sem lék sinn 90. landsleik fyrir Pólland þriðja mark Pólverj- anna,en Danimir komust loksins á blað þegar Kristian Nygaard skoraði úr vitaspyrnu eftir að Kasperczak hafði brugðið Jörgen Kristensen innan vitateigs. Siðasta crðið átti svo Szar- mach, sem skoraði 4. mark Pól- lands með góðu skoti af löngu færi. En staðan i riðlinum er nú þessi: Pölland 5 5 0 0 16:3 10 Danmörk 5 2 0 3 12:8 4 Portúgal 3 2 0 1 3:3 4 Kýpur 5 0 0 5 3:20 0 Leikir sem eftir eru: Pólland- Portúgal, Danmörk-Portúgal, Portúgal-Kýpur. gk—. Breska stiórnin við UEFA Breski iþróttamálaráðherrann, Denis Howell, hefur nú skrifaö Knattspyrnusambandi Evrópu — UEFA — mótmælabréf vegna brottrekstrar Manchester United úr Evrópukeppni bikarhafa vegna framkomu áhangenda liðsins i St. Etienne i Frakklandi. Iiowell sem er fyrrverandi dómari i ensku deildarkeppninni I knattspyrnu ver Manchester Un- ited i bréfi sinu og segir að á leiknum I St. Etienne hafi verið 41 þúsund áhorfendur og sé það 3000 þúsund áhorfendur fleira en leyfi- legt sé i reglum UEFA, en franska liöið heldur þvi hinsvegar fram að áhorfendur hafi verið 33.678. En hvort þetta atriöi veröur nóg til að Manchester United fái að halda áfram I keppninni, kemur I ljós eftir helgi, þegar málið verö- ur tekið fyrir hjá UEFA. y Fimmtudagur 22. september 1977 VISIR vísm Fimmtudagur 22. september 1977 ísland lék með 10 menn í vörn! — segir í skeyti Reuters um leik w w Norður-lrlands og Islands Jóhannes Eövaldsson var heldur betur I ham I Belfast i gærkvöldi, og ef hans hefði ekki notiö við hefði tsland örugglega tapað meö stærri mun. Jóhannes er f góðu formi þessa dagana.og hefur að sögn þeirra sem hafa séðhann aldrei verið betri. Tíu í vörn - en írar unnu samt! „Eftir atvikum er ég ánægður með þessi úrslit”, sagöi Ellert Schram formaður Knattspyrnu- sambands tslands eftir að is- lenska landsliðið i knattspyrnu hafði tapað fyrir þvi n-Irska I Bel- fast f gærkvöldi meö engu marki gegn tveimur mörkum iranna. ,,Að visu hefur islenska liöið oft leikið betri knattspyrnu, en þess ber að geta að I liðiö vantaði marga fastamenn og það veikti að sjálfsögðu liöið mikið. Það var þvi stillt upp á varnar- leik að þessu sinni og ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn á að við myndum halda hreinu. En við fengum tvö mörk á okkur I siðari hálfleiknum, og við þvi er hreint ekkert að segja. Það kom vel i ljós i þessum leik hversu sterkur og mikilvægur Jó- hannes Eðvaldsson er fyrir okk- ur. Hann var geysisterkur i vörn- inni og það sást vel hversu mikils við fórum á mis að hafa hann ekki i leikjunum i Hollandi og Belgiu. En það er engin skömm að tapa á útivelli fyrir N-lrlandi 2:0”. Já, fslenska liðiö stillti inn á það að spila upp á jafntefli með þvi að leika þéttan varnarleik og i 62 minútur tókst að halda markinu hreinu. Irarnir voru miklu meira með boltann, en komust litið á- leiðis gegn afar sterkri vörn ís- lands sem Jóhannes Eðvaldsson stjórnaði eins og herforingi. Og ef eitthvað komst i gegn greip Sig- urður Dagsson vel inn i. En á 62. mlnútu var marki ekki forðað. George Best tók þá horn- spyrnu og McGrath fékk boltann inn I vitateig og skoraði með föstuiskoti. Vörnin gleymdi aðeins árvekni sinni, og Irarnir voru fljótir að ganga á lagið. Einni minútu siðar varði Sig- urður Dagsson snilldarlega skot frá McGrath, og stuttu siöar ann- að þrumuskot frá Best eftir aö hann hafði splundrað islensku vörninni á þann hátt sem honum einum er lagið. En á 78. minútu skoruðu Irar aftur. George Best byggði þá upp sókn og gaf boltann laglega út á kantinn á McGrath sem gaf sam- stundis fyrir markið. Þar var fé- lagi hans hjá Manchester United, Mclllroy fyrir og skallaði i mark- ið, 2:0 og vörnin illa á verði. Þetta urðu úrslit leiksins og Is- lenska liðið mátti vel viö una. lr- arnir hefðu með smáheppni getað skorað fleiri mörk, en þeir voru ekki á skotskónum frekar en fyrri daginn, höfðu aðeins skorað 5 mörk f siöustu 12 leikjum sinum fyrir þennan leik. Jóhannes Eðvaldsson var lang- besti maöur vallarins i þessum leik, sannkallaður klettur f vörn- inni og hvatti menn sina áfram. Þá var Sigurður Dagsson mjög tslenska liðið lék með tfu menn i vörn en það tók n-Irska liðið klukkustund að finna leiðina i markið — og þá höfðu allir leik- mennþess,að markveröinum Pat Jennings undanskildum átt tæki- færi til að skora, segir i frétta- skeyti Reuters um leik tslands gegn N-lrum f undankeppni heimsm eistarakeppninnar i knattspyrnu sem franr fór á Windsor Park I Belfast I gær. Reuter segir að George Best sem hafileikið sinn fyrsta lands- leik i sjö ár hafi átt mestan heið- urinn af sigri Norður-lra og hann hafi nokkrum sinnum i leiknum sýnt snilldartakta sem hefðu fepgið áhorfendur til að risa á fætur af hrifningu, en auk þess hafi þeir Martin O’Neill, Notting- ham Forest og Trevor Anderson, Swindon átt mjög góðan leik. Um mörkin segir Reuter, að fyrra markið hafi komið á 62. minútu eftir hornspyrnu frá Sammy Mclllroy, Best hafi skall- að boltann áfram til Chris McGrath og hann nýtt sér mistök Islenska markvarðarins og skor- góður i markinu er á hann reyndi, og af öðrum leikmönnum má nefna þá Marteinn Geirsson og Janus Guðlaugsson. Leikur George Best með n-irska landsliðinu á ný vakti mikla athygli og hann sýndi oft smilldartakta f leiknum þótt snerpan sé ekki sú sama og var hér áður fyrr. Dómarinn var frá Danmörku og var ekki óhliöhollur okkar mönnum, svo mikiö er vist. — gk að af stuttu færi. Seinna markið hafi svo komið 17minútum siðarog hefði vel ver- iðaðþviunnið,0,|Neil hafileikið upp hægri kantinn og gefið siðan fyrir markið þar sem Mcllroy hafi skallað inn af stuttu færi. I fslenska liðið hafi vantað átta af fastamönnum liðsins og liðið hafinær eingöngu verið skipað á- hugamönnum — og hefði liöið að- eins átt nokkrar sóknarlotur i leiknum. — BB tsland hefur nú lokið öllum leikjum sinum i forkeppni heims- meistarakeppninnar f knatt- spyrnu og er staðan I riðlinum þessi: Holland 4 3 1 0 9:3 7 Belgia 4 3 0 1 7:2 6 N-trland 4 1 1 2 4:5 3 tsland 6 1 0 5 2:12 2 Vilja mœta Liverpool! Boca Juniors, argentinska knatt- spyrnuliðið sem sigraði i keppni meistaraliða S-Ameriku á siðasta keppnistimabili hefur boðið enska Evrópumeisturunum frá Liver- pool hundrað þúsund dollara, auk þess aö borga allan kostnað, ef Liverpool vill mæta liðinu I heimsmeistarakeppni félagsliða. Forseti Boca Juniors hefur þeg- ar flogið til Evrópu til að ræða viö forráðamenn Liverpool, en i Liv- erpool hafa menn lftinn áhuga á þessari keppni, vegna þess að argentinskir knattspyrnumenn þykja ruddar á knattspyrnuvelli og þegar þessi keppni var haldin hér áður fyrr endaði venjulega allt f blóöugum slagsmálum. Sigurður Dagsson, sú „aldna kempa” hafði ekki mikið að gera I markinu I gærkvöldi f Belfast, en þegar á reyndistóð hann vel fyrir sfnu og verður ekki sakaður um mörkin tvö. „BEST GETUR EKKERT" segir Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins Jens Sumarliðason „Ég er eftir atvikum sáttur við þessi úrslit, þvi að vissulega heföu irarnir getað unnið stærri sigur. Við erum með þannig lið hérna að við vissum ekki hvað við gátum leyft okkur, og þvi var ákveðið fyrir leikinn að spila upp á jafnteftiö. Það tókst þokkalega lengi vel, en svo fengum við á okkur tvö mörk. En þetta voru ekki svo slæm úrslit, við vorum jú á útivelli og: þeir með allt sitt sterkasta lið. Jóhannes var alveg stórkost- legur i þessum leik, og ég sakna þess enn meir nú aö hann gat ekki verið með i HoIIandi og Belgiu á dögunum. Þá var Sigurður Dags- son góður er á hann reyndi, en þótt lrarnir væru meira með bolt- ann áttu þeir ekki afar mörg af- gerandi tækifæri. Við reyndum að sækja öðru hverju og áttum okkar tækifæri, en strákarnir voru of bráðir og þeir náðu ekki að skora. Jú, ég get sagt það núna að þetta var siöasti ieikurinn sem ég er með íslenska landsliðinu sem formaður landsliðsnefndar, en ég hef nú veriö i þessu i fjögur ár samfleytt. Ég verð erlendis fram á næsta sumar, og það kemur af sjálfu sér að ég verð að draga mig i hlé." Eftirminnilegasti leikurinn á þessum tima? „Þeir hafa veriö skemmtilegir margir, en ætli jafnteflisleikurinn gegn A-Þjóðverjum i Magdeburg 1975, i Evrópukeppni landsliða, verði ekki minnisstæðastur. Þá náðum við jafntefli 1:1, og það vakti athygli um alla Evrópu. Og siðari leikurinn gegn þeim heima á Laugardalsvelli sem við unnum 2:1 er minnisstæður og einnig leikurinn Við Noreg á útivelli i fyrra sem við unnum 1:0 Tony Knapp „Viö gerðum vel I þessum leik með það lið sem við höfðum, og trarnir fengu aö finna fyrir þvi að við erum ekki auðsigraðir þótt við getum ekki teflt fram okkar sterkasta liði. Þótt þeir væru meira með bolt- ann, áttu þeir ekki svo mörg hættuleg tækifæri. Viö áttum nokkur færi í ieiknum sem voru jafnvel hættulegri en þeirra. Ég hefði verið mun ánægðari með 1:0 úr þessum leik. Vörnin var góð með Jóhannes sem langbesta mann, en Sigurður Dagsson var einnig góður, og I heild er ég ekki óánægöur með liðið þótt ég sé aldrei ánægöur með að tapa. Jóhannes Eðvaidsson „Þetta var erfitt i byrjuninni, strákarnir báru allt of mikla virð- ingu fyrir trunum og þegar svo •er, getur farið illa. Við áttum við 11 atvinnumenn að etja og það þýðir ekkert annað en að taka á móti af fullum krafti og gefa ekk- ert eftir. Við fengum svo þessi mörk á okkur, og það siðara var algjört klaufamark sem kom vegna þess hversu illa var dekkað upp. Við áttum okkar færi, Guð- geir t.d. strax á 1. minútunni, en var of seinn að skjóta, og yfirleitt voru sóknarmenn okkar ragir, gáfu boltann alltaf þegar þeir áttu að brjótast i gegn sjálfir. Hvernig var að spila á móti Ge- orge Best? „Gott þakka þér fyrir. Hann var lélegasti maður vallarins, og lifir bara á fornri frægð. Og menn bera virðingu fyrir honum ein- göngu vegna þess hvað hann heit- ir. Hann var einu sinni tekinn og hreinlega „afgreiddur” á snyrti- legan hátt, og hann lét ekki sjá sig mcira á þeim stað á vellinum. Hann getur ekkert! __ gg. 13 J aaBaBttaMBBI Félagaskipti í körfunni Nú liður óðum aö þvi að keppnistimabil körluknattlciksmanna hefjist, og hafa átt sér nokkur félagaskipti lcikmanna frá síðasta keppnistiinabili. Viö höfum nú fengið i hend- ur lista yfir öll félagaskipti tcikmanna f meistaraflokki, en þau eru þessi: Gunnar Gunnarsson—úr Haukum i KR olafur Finnsson—lir Iiaukum I KR Simon ólafsson—úr Armanni I Fram Erlendur Markússon—úr UBK i ? Kolbeinn Kristinsson—úr ÍR I 18 Jón Jörundsson-úr ÍR i USC' (V-Þýskal). Agúst Liudal— úr UBK I KR David Janis—úr Fram i KR Björn Magmisson-úr Armanni I Fram Brynjólfur Markússon— úr Þór i KR Stefán lialldórsson-úr Þór i KR KR-ingar hafa eins og sjá má fengiö til baka marga „gamla” leikmenn, en þau félög sem greinilega fara verst út úr þessum fé- lagsskíptum cru tR og Armann, þau lið scni hafa unniö islandsmótið tvö siðustu árin. ¥ ¥ ¥ ¥ Standard tap- aði í Belgíu A sama tíina og islcnska landsliðið i knatt- spyrnu var að leika i Belfast, var mesti sniil- ingur istcnskrar knattspyrnu í dag að leika á öðrum vfgstöðvuni. Þetta erað sjálfsögðu Asgeir Sigurvinsson, en hann var að leika ineð Standard Liege i 1. deildinni i Belgiu i gærkviildi, og fékk því ekki leyfi til að fara til trlands. Standard gekk illa I gærkvöldi, og liðið tap- aði á útivelli fyrir Waregem 0:3. Efsta liðiö, FC Brugge, heldur sinu striki og sigraði gamla félagiö hans Guðgeirs Leifssonar, Charleroi á útivelli 3:2. En öiinur úrslit urðu þessi: Bcvcren-Molenbeck Beerschot-Lierse Boom-Courtrai Liegeois-Lokeren Anderlecht-Louviere CS Bruggc-Beringen Winterslag-Antwerpen 2:0 1:1 2:1 2:1 0:1 2:0 1:1 ¥ ¥ ¥ ¥ Réðst inn á heimili Cruyff með byssu! Ilollenski knattspyrnusnillingurinn Johann Cruyff sem leikur meö spænska liöinu Barce- lona, varð fyrir heldur óskemmtilegri rcynslu á mánudagskvöldiö. Þá ruddist vopnaður maður inn á heimili hans i Barce- lona, og skipaði Cruyff og konu hans Danny aö leggjast á gólfið. Siðan tók maöurinn, sem komst inn undir þvi yfirskini aö hann væri aö koma með pakka. að binda Cruyff, en á með- an tókst konu hans aö hlaupa út og kalla á hjálp. Nágrannar þeirra lijóna brugöust skjótt við og tókst að afvopna manninn. Cruyff skýrði frá þvi á blaöamannafundi aö hann væri vanur að fá allskonar hótanir, bæði I póstinum og cins I gegnum sima, en aldrei fyrr orðiö fyrir óskemmtilegri reynslu en þessari. Cryuff skýrði ennfremur frá þvi að hann hefði ekki óskuö eftir lögregluvernd, en eitt af dagblöðuuum i Barcelona sagöi aö sex lífveröir gættu nú stjörnunnar. ' Maðtirinn sem réöst inn á Cruyff er Spán- verji, búsettur i Hollandi. i&xmnfflm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.