Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 7
VISXR
.. — ■ ■
Fimmtudagur 13. október 1977. 7
„Langar að i tera með
annan fótinn heima"
— segir Þorsteinn Viggósson, sem nú hefur opnað tískuverslun hér
Fatnaöurinn á meöfylgjandi
myndum er meöai þess sem
boöiö veröur upp á i Moons.
,,Nei, viö höfum ekki
meira en 24 tíma í sólar-
hringnum", sagði Þor-
steinn Viggóson og hló við,
þegar við spurðum hann
hvorteitthvað væri f leira á
döfinni hjá honum. Sá
kunni maður hefur nú opn-
að tískuverslunina Moons í
Þingholtsstræti 1, en það
þarf vart að taka það
fram að Þorsteinn á og
rekur diskótekin Pussycat
og Bonaparte í Kaup-
mannahöf n.
Þorsteinn býr i Kaupmannahöfn og rekur þar tvö
diskótek. JEG tók myndina i nýju versluninni
Moons.
DUSCHOLUX rennihurðir í sturtur
og baðherbergi
Auöhreinsaö matt eða reyklit-
aö óbrothætt efni sem þolir
hita. Rammar fást gull- eöa
silfurlitaðir úr áli sem ryðgar
ekki.
Þetta er lausnin þar sem rými
er takmarkað.
Auðvelterað fella þilin saman
að baði loknu. Hægt er að fá
þil, sem henta hverju baðher-
bergi og sem auðvelt og fljót-
legt er að koma fyrir.
Um fjórar gerðir cr að velja.
Til afgreiðslu strax:
t M
Söluumboð:
Heildverslun Kr. Þorvaldsson og Co
Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730
Moons er fyrsta verslunin hér
sem selur fatnað og vörur frá
samnefndu merki, og verslunin
hér er önnur sinnar tegundar á
Norðurlöndum. Ein er nú þegar i
Kaupmannahöfn og Þorsteinn
ætlar ásamt tveimur öðrum að
opna á næstunni eina slika versl-
un i Noregi og svo aðra i Sviþjóð.
Á yngri konur og þrosk-
aðar konur
Verslunin hefur á boöstólum
fatnað á „yngri konur og þrosk-
aðar konur” eins og Þorsteinn
orðaði það. Þá verða einnig til
sölu skór og töskur og veröur lögð
áhersla á að hafa skóna i sömu
litum og fatnaðurinn. „60% af
fatnaöinum verður frá Moons”,
sagði Þorsteinn, „og 40% frá
öðrum fyrirtækjum, itölskum”.
— Hvernig ég fékk hugmynd-
ina?
„Jú kunningi minn rekur
Moons-verslun i Kaupmannahöfn
og þar hefur t.d. konan min versl-
að mikið. En mig l»ágar aö vera
með annan fótinn hérna heima,
og það er þvi stór ástæða fyrir þvi
að ég opna verslun hér”.
Hér áður var Þorsteinn meö
veitingarekstur hér heima. 1
fyrra seldi hann veitingastað sem
hann átti i Kaupmannahöfn en
hann kveðst vilja minnka þá
vinnu svolitið, og tók fram aö i
sambandi við slikt þyrfti að vinna
nætur og daga.
— Og hvernig list honum svo á
að reka verslun hér?
„Um það get eg ekkert sagt
ennþá, en ég held að það mætti
auðvelda mönnum það mikiö aö
vinna að þessu hér”.
Þess má geta aö bróðir Þor-
steins, Marteinn Viggóson, mun
sjá um rekstur verslunarinnar
hérna, en sjálfur býr Þorsteinn i
Kaupmannahöfn. —EA
(1
Andrésdóttir
Lögð veröur áhersla á aö hafa skó
i sömu litum og fatnaöurinn.
Mikið úrval notaðra
Grundig og Saba svart hvítra sjónvarps-
tækja fyrirliggjandi. Öll eru tækin ræki-
lega yfirfarin og fylgir þeim eins árs
ábyrgð. Hagstætt verð og mjög sveigjan-
legir greiðsluskilmálar. N
U
o
n
r
Laugavegi 10.
Sími 19150
PASSAMYNDIR
feknar i lifum
ftilbútiar strax I
barna & flölskyldu
LIOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Framleiðendur sjávarafurða
og útgerðarmenn
Við erum tilbúnir að taka til sölumeðferðar á erlendum mörkuðum hvers konar framleiöslu-
vörur yðar og útvega kauptilboð án nokkurra fyrirfram skuldbindinga af yðar hálfu og án þess
að þér verðið að gangast undir skuldbindandi „einokunarákvæði”.
Engar „uppbœtur"
Ollu söluandviröi útfluttra vara er skilaðstrax til framleiðenda. Engar „uppbætur” eftir hálft
eða heilt ár. Framleiðendur fá strax allt söluandvirðið i hendur i rekstur sinn og ekkert vaxta-
tap er vegna ógreiddra „uppbóta” eftir marga mánuöi.
Frjáls viðskipti til aðhalds fyrir hina „stóru"
Útflutningsstarfsemi okkar byggist á reynslu undanfarinna 7 ára i frjálsum erlendum við-
skiptum og án þess að geta eftir á látiðeinhverja „sjóði” eöa eina framleiðslutegund bæta upp
aðra vegna lélegra sölusamninga. Getum við fullyrt að starfsemi okkar hefur verið verulegt
aöhald fyrir þá „stóru” og að það sé þjóðarheildinni hagkvæmt, að reynt sé að koma i veg
fyrirað hinir „stóru” geti beitt einokunarákvæðum samþykkta sinna. Flestir framleiðendur
og seljendur sjávarafurða i heiminum standa utan éinokunarsamtaka.
Rœkja, hörpudiskur o. fl.
Fyrirtæki okkar er um þessar mundir stærsti útflytjandi landsins á rækju og hörpudiski, en
aðrar útflutningsvörur okkar eru t.d. grásleppuhrogn, þorskhrogn, niðurlagður kaviar,
þurrkaður fiskur, skreið heilfrystur þorskur og kolmunni.
Hafið samband við okkur, áður en þér festiðfyrirtæki yðar annars staðar.
íslenska útflutningsmiðstöðin h.f.,
Eiríksgötu 19, Reykjavík,
Telex 2214.
Símar: 21296 og 16260.