Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 26
Laugardagur 11. febrdar 1978 VISIR xc&' „ aO 'L,ta e Jón Kaldal á vinnustofu sinni í kringum 1960. Þetta var einn af þessum stöðum þar sem ekkert fannst, þegar tekið var til eða reynt að koma á reglu. fe -■ ■r-J fei ^ Jl j ?f f p' K? i" i I í - *V^jf|| ilicLlr- f *&£?**■ ! I Ég hef aðeins litillega kynnst Jóni Kaldal, en við kynni min af myndum hans er ég þess full- viss, að hann er mannþekkjari af bestu gerð. Hann virðist ekki hafa þurft nema stuttan tima atvinnuljósmyndarans i erli starfans til að komast inn að persónunni, litast um og skrifa kynni sin með hjálp Ijóssins i silfur ljósnæmu þynnunnai; okk- ur hinum til skoðunar. Eftir stendur myndin, persónan ljós- lifandi og sönn, persónuleikinn alfsnakinn. Jón fæddist norður i Húnaþingi fjórum árum fyrir aldarsnúninginn. Hann nam Ijósmyndun fyrst i Reykjavik en svo i heimsborg íslendings þess tima, kóngsins Kaupinhafn. Hann opnaði stofu hér heima 1925 með nýja myndavél, stærri en hann sjálfur. Hann notaði aldrei aðra. Ljósnæma þynnan hans var á glerplötu og hann tók sjaldnast nema eina mynd af hverjum. Fyrir mér er þetta sem strang- asta ögun. ögun eða beizli,sem enginn nema mikill listamaður getur lagt á sjálfan sig. Hann dettur ekki i gryfjuna til okkar hinna, sem eigum kraft okkar að miklu leyti falinn i tækjunum og dáumst jafnvel að þeim sem eiga mest og flest tækin. Við að blaða i ágætu safni hans verður maður þess enn betur áskynja hversu næmur hann hefur verið á myndefnið. Frægur ljósmyndari sagði ljós- myndatæknina með öllu, sem henni fylgir vera aðeins fram- lenging eða útvikkun á skynfær- um mannsins, sem kann með hana að fara. Þetta undirstrikar aðeins hæfileika Jóns Kaldal, mannbekkiarans. F-Vi'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.