Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 23
visnt Laugardagur 15. april 1978 23 ,, Fjöldi k jósenda er hreinlega búinn að gefast upp á flokkunum", segir ágætur islenskur hugmynda- fræðingur, Jónas Kristjánsson, í leiðara í blaði sínu fyrir skömmu. Dagblaðsleiðarinn hófst svona: ,,Þetta er allt sama tóbakið" og er það-dæmigert fyrir svörin sem Dagblaðið fékk í skoðanakönnun- inni um stuðning fólks við stjórnmálaflokkana. Af öðrum svörum i svipuðum dúr má nefna: „Þessir menn eiga ekki lengur skilið að almenningur taki þátt i að kjósa þá" og „Ég er búinn að segja vinum minum, að ég ætli upp í Ljótapoll að veiða á kjör- dag". Enn segir í leiðara Jónasar: „Fyrir utan þau 15%, sem ekki vildu svara, voru 37% hinna spurðu annað hvort i vafa um afstöðu sina eða vildu engan flokk- inn styðja. Svona hrikalegar efasemdir i garð stjórnmálaflokkanna hafa ekki komið fram áður i skoðanakönnun af þessu tagi". En svipaðar efasemdir hafa komið fram áður með öðrum hætti. Og þá þurftu hinir óánægðu kjós- endur ekki að fara upp í Ljótapoll. Þeir höfðu flokk sem var sérsniðinn fyrir atkvæði þeirra. Það var i kosningunum 13. júní 1971. Þessi flokkur var Fram- boðsflokkurinn. Hann hlýtur að teljast einhver skemmtilegasta og forvitnilegasta kosningauppá- koma íslenskra stjórnmála i langan tíma. Hljóm- grunnur sá sem þessi f lokkur hlaut var með ólikind- um og kosningabragur allur f jörlegri en venjulega. Nú, sjö árum seinna, þegar óánægja kjósenda og vantraust á þeim stjórnmálafjokkum sem fyrir eru, virðist ekki minni en þá, váltnar sú spurning hvort skilyrði hafi skapast fyrir nýjan Framboðs- flokk, — flokk sem sameinar „sama tóbakið" i ein- um rúmgóðum og rausnarleguiýf tóbakspungi, en það var markmið hins gamlar góða Framboðs- flokks, eins og fram kemur í hlota af lögum hans hér til hliðar. i tilefni af stjórnmálaviðhðrfinu, starfandi stjórnmálaflokkum til hrellingar og gömlum og nýjum kjósendum til fróðleiks, fWjar Helgarblaðið upp gullöld Framboðsflokksins ög ræðir við Gunn- laug Astgeirsson, kennara,sem var „stýrimaður" f lokksins. Svo vel vill til að Gunnlaugur skrifaði rit- gerð til BA prófs í sögu við HáEkóla islands um kapítula Framboðsf lokksins i íslenskri stjórnmála- sögu og er drjúgt við hana stuðst. Gunnlaugur var fyrst spurður um aðdragandann að stofnun flokks- ins. 1.1. Flokkurinn ber nafnið „Framboðs- flokkur". 1.2. Heimili hans er á íslandi með varnarþingi i Reykjavik. 1.3. Markmið flokksins er að efla stjórnmála- lega einingu með þvi að hnoða saman öllum hug- sjónum og stjórnmála- stefnum landsmanna innan ramma eins flokks, Framboös- flokksins, og stuðla að fegurra mannlifi undir einkunnarorðunum: MANNHELGI, SKIN- HELGI, LANDHELGI. 1.4. Flokkurinn hyggst nálgast markmið sitt með stóraukinni notkun merkingarsnauðrar skruðmælgi og taka eftirleiðis þátt í öllum opinberum kosningum á islandi. Flokkurinn mun gefa öllum islendingum, sem þess æskja, tæki- færi að skipa sæti á framboðslista þvi að þannig er vöxtur og við- gangur lýðræðisins best tryggður". Sprell og prófsteinn á kerfið ,,Að langmestu leyti voru Framboðsmenn háskólanemar, og þá einkanlega úr þjóðfélags- fræðideild. Einnig tengdist inn i hópinn fólk úr öðrum áttum. Langsamlega stærstur hluti Framboðsmanna var róttækt fólk i stjórnmálaskoðunum, en alls ekki allir. Enda skipti slikt engu máli þar eð allir höfðu áhuga á stjórnmálum og sam- einuðust þá Framboðshug- sjón að gera flokkakerfinu rúm- rusk. Og þótt Framboðsmenr, hefðu af eðlilegum ástæðum einkum beint ádrepu sinni gegn þeim tveimur flokkum sem ár- um saman höfðu stjórnað land- inu, Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki, þá var hinum flokk- unum i engu hlift. Fyrir utan það markmið að gera ærlegt kosningasprell lék Framboðs- mönnum lika forvitni á að sjá hvernig ..kerfið” brygðist við sliku grinframboði. 1 þvi sam- bandi var lögð mikil áhersla á að framboðið fullnægði öllum formkröfum svo ekki yrði unnt að kæfa málið i fæðingu. Sem betur fer réðu Framboðsmenn yfir nægilega mikilli þekkingu á kosningalöggjöfinni til að forða við slikum formgöllum”. Forsendurnar Upphafið „Þetta vor, ’71, kom reglulega saman til kaffidrykkju og sam- ræðna i Norræna húsinu hópur stúdenta við Háskóla Islands”, sagði Gunnlaugur. „betta var fólk sem yfirhöfuð hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. í ein- hvers konar gálgahúmor yfir kaffibollunum fæddist siðan sú hugmynd, sem á endanum var hrint i framkvæmd, þ.e. að stofna flokk til framboðs i al- þingiskosningunum, grinflokk sem léki sér að hefðbundnum málflutningi þeirra stjórnmála- flokka sem fyrir voru og tefldi fram stefnu sem væri i senn eins konar samsuða og skopfærsla á stefnum allra hinna flokkanna. Hugmyndir af svipuðum toga höfðu verið uppi áður, t.d. hafði hópur nemenda við Menntaskól- ann á Laugarvatni verið að ráð- gera framboð við bæjar- stjórnarkosningarnar 1970, en ekkert haföi orðiö úr fram- kvæmdum. Framboðsflokks- hugmyndin fæddist hins vegar i april þetta vor og undir mánaðamótin var búið að taka ákvörðun um að gera alvöru úr málinu. Fyrsti fundur, — bjóð- fundur Framboðsflokksins —-, var haldinn 1. mai, þar sem ákveöið var að bjóða fram i þremur kjördæmum, Reykja- vik, Reykjanesi og Suöurlandi og tilteknum mönnum falið að undirbúa lista. bjóðfundurinn var nú ekki sérlega fjölmenn samkoma, en 10. mai var hald- inn annar fundur. Sá var fjörug- ur, 50-60 manns mættir og geng- ið frá listum. A þessum fundi myndaðist sá endanlegi hópur sem stóö aö Framboðsflokkn- um. bá var tekiö til óspilltra málanna að safna meömælend- um þvi aðeins tveir dagar voru til stefnu. bað gekk tiltölulega vel, nema helst i Suðurlands- kjördæmi, þar sem menn voru eitthvað hikandi”. „Framboðsflokkurinn sprett- ur upp úr tilteknu ástandi eða andrúmslofti, bæði innanlands og utan. Á árunum á undan hafði verið verulegt rót á ungu fólki i Evrópu, samanber stúdentauppreisnirnar '68. Framboðsmenn voru þá flestir i menntaskóla og voru virkir i félagsstarfi þar. barna kemur upp andóf gegn ..kerfinu”. vald- höfunum og þjóðfélagsskipulag- inu. þ.á m. skólakerfinu. fyrir utan viðtæk mótmæli gegn Viet- namstriðinu. Hér á Islandi kom þessi mótmælavakning m.a. fram með töku sendiráðsins i Stokkhólmi vorið 1970 og töku menntamálaráðuneytisins i Reykjavik haustið sama ár. Stjórnmálaástand hér innan- lands hafði verið nánast óbrevtt i ellefu ár. Við Framboðsmenn og fólk á okkar aldri höföum þannig búið við sömu stjórnina. — Viðreisnarstjórnina —, hálfa ævina. Stjórnmálaumræða öll var i mjög föstum. þröngum Samantekt: Árni Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.