Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 11
vism Þriðjudagur 26. september 1978 skerðum álagninguna, þá fengju menn fleiri krónur fyrir það að versla með vöruna eftir en áður. Sömu vöru. Við teljum ekkert réttlæti i þvi, að meðan allt þjóðarbúið liður með margvislegum hætti vegna gengisfellingarinnar, sé einn hóp- ur manna i þjóðfélaginu að hirða gengisfellingargróða. Það er ekki verslunarstéttin, heldur örfáir kaupmenn og heildsalar, og slikt tel ég algjörlega fráleitt. Ég held að verslunarmanna- stéttin, þ.e. fólkið sem vinnur i verslununum telji þessa ráðstöf- un eðlilega. En hins vegar eru til örfáir menn innan verslunarsam- takanna, sem auðvitað vilja beita samtökunum pólitiskt til þess aö reyna að koma höggi á þessa rikisstjórn. — Nú kemur það að visu frá fleiri mönnum en þeim, sem kallast andstæðingar rikis- stjórnarinnar, að hagur verslunarinnar er verulega skert- ur með þessum ráðstöfunum. Er þá ekki um leið verið að veikja grundvöllinn undir lifsafkomu þess fólks, sem vinnur að verslunarstörfum? Verslunarfólk skiptist í tvo hópa — Þeir, sem vinna við verslun skiptast i tvo hópa. Annars vegar þeir, sem eiga verslunina og hins vegar þeir sem starfa við versl- unina. Og það er ekki verið að skerða á neinn hátt hag þeirra sem vinna við verslunina með þessum aðgerðum, vegna þess, að á sama tima og þessi bráða- birgðalög taka gildi, gerum við ráðstafanir til að setja kjara- samningana i gildi gagnvart þessu fólki. — En er ekki verið að ógna grundvelli þeim, sem þetta fólk byggir lifsafkomu sina á? — Þjóðfélagið er auðvitað sett saman úr margvislegum þáttum, þannig að það getur vel verið að það sé hreinlega réttlætanlegt að einhver hluti af þvi fólki, sem nú vinnur að versluninni eða við milliliði og þjónustu, flytjist yfir i aðrar atvinnugreinar. Það er ekkert sem segir, að núverandi skipan verslunarinnar og núver- andi fjöldi fólks sem við hana starfar, sé einhver heilög tala. En við teljum ekki, að við séum með þessum aðgerðum að setja verslunina i sjálfu sér á hausinn. Hins vegar er mér ljóst, að það eru ekki allir i verslun, sem græða, t.d. geri ég ekki ráð fyrir að smærri hverfaverslanir safni neinum umtalsverðum gróða. — Þú hefur sagt, að álagningar- mál verslunarinnar verði tekin til skoðunar. Hefði ekki verið eðli- legra að skoða þessi mál áður en ákvörðun um lækkun alagningar var tekin? — Nei, það var útilokað að hleypa versluninni i gegn með óbreytta álagningu eftir gengis- fellingu. Það hefur aldrei verið gert hér á landi, og mér dettur ekki i hug að verða fyrsti við- skiptaráðherrann sem leyfir versluninni rýmri álagningar- kosti eftir gengislækkun. — Að hverju á þessi skoðun að beinast, og hvað á að fá fram með henni? — Það er ljóst, að við munum ekki skoða verslunarálagninguna eina, heldur munum við reyna að skoða verslunarmálin i sam- hengi. Sums staðar getur þetta orðið til þess að álagning á vörur lækkar. Sums staðar getur þetta orðið til þess að álagningin hækkar. Alagningarprósenturnar hafa ekki verið teknar til skoðunar hver fyrir sig afar lengi, og eru fáir sem vita lengur af hverju þessi álagning er á einni vöru en önnur á næstu. Ég vil að það verði tryggt, að efnisleg rök séu bak við álagningarákvæðið. — Getur ekki hugsast að verslunárálagningin sé álmennt of lág og hækkun vöruverðs G ER EKKI AÐ LÝSA STRÍÐI segir Svavar Gestsson, viðsl (ipta ráðherra í viðtali við Vís • i Verslunarmálin skoðuö í samhengi erlendis eigi rætur sinar að rekja til þess að verslunarmenn fái ein- faldlega ekki nógan hagnað af álagningunni til þess að geta haldið rekstrinum gangandi? — Ef það kæmi út úr athugun- inni, að álagningarprósentan væri of lág og hún hefði stuðlað að þvi að menn hefðu tekið upp óheilbrigða verslunarhætti, þá segir það sig sjálft, að þá á að taka þessa verslunarhætti til skoðunar i heild og ekki að taka álagningarprósentuna eina út úr. Það myndi auðvitað einnig segja' okkur sögu um þá menn sem þetta hafa gert, aflað sér gróða með þvi að skjótast út um bakdyrnar. Hugmyndir um verðmynd- unarkerfið — Hverjar eru þinar hug- myndir um verðmyndunar- kerfið? Trúir þú þvi, að núgild- andi kerfi tryggi lægsta verð? — Nei, það held ég að það geri ekki. Ég geri ráð fyrir að taka þetta mál þeim tökum, að ég muni fela nókkrum mönnum að gera tillögur um úrbætur i sam- bandi við innflutningsverslunina. Svo mun ég reyna að stilla saman alla þá þætti stjórnkerfisins, sem þarna er um að ræða. Min hugmynd er sú að láta kanna, hvort ekki er hægt að miða við það verð, sem tiðkast á sam- bærilegum vörum erlendis, þegar verðlagningin er ákveðin hér heima. M.ö.o. að verðlagsskrif- stofunni verði gert kleift að fylgjast með verði erlendis og taka mið af þvi þegar verölagning hér heima er ákveðin. Það sem ég er hér að fiska eftir er að koma hér á fót verðlags- kerfi, sem tryggir að hingað berist vörur með sem hag- kvæmustum hætti. Þetta verður ekki gert með þvi að gefa alla hluti frjálsa. Það sýnir reynslan að dugir ekki til. Rikið flytji inn samráðherra þinn, Steingrimur Hermannsson, hefur lýst sig þvi andvigan. Verður nokkuð gert i þessu máli? — Hann hefur held ég ekki lýst þvi yfir að hann sé þvi mótfallinn. Hins vegar eru um það skiptar skoðanir hvernig ætti að þessari sameiningu að standa, þ.e. hvaða banka ætti að sameina og hvernig ætti að skipta viðskiptunum, eða öllu heldur skuldaklafanum milli bankanna sem störfuðu áfram. Bankaleynd — skálkaskjól — En það sem ég er með i huga i þessu máli er i raun og veru ekki bara sameining einhverra tveggja banka. Það sem þarf að gera er að tryggja innra öryggis- kerfi bankanna, þannig að það verði virkara en hingað til og óhöpp af þvi tagi, sem henti i Landsbankanum geti siður komið fyrir. Eins tel ég að þurfi að vega að þvi sem kallað er bankaleynd, og hefur oft verið skálkaskjól fyrir ýmsa óprúttna aðila. — Ég veit hins vegar ekki hvernig gengur að koma þessum hugmyndum minum um bankana ' Já, það getur þýtt það, að rikið verði með einhverjum hætti virkur aöili i sambandi við verð- myndunarferli i þjóöfélaginu. — En ekki að rikið komi til með að annast beinan innflutning? — Það kemur auðvitað sterk- lega til greina að rikið flytji sjálft inn þær vörur sem það þarf að nota, ef ekki bjóðast hagkvæm kjör frá þeim mönnum, sem hér eiga að flytja inn vöruna. Það hefur verið bent á þann mögu- leika, að rikið bjóði út ákveðna vöruflokka, og gefi mönnum kost á þvi að flytja þær inn á ákveðnu viðmiðunarverði. Ef að slik boð ekki berist, þá flytji rikið sjálft vöruna inn. — t stjórnarsáttmálanum er ákvæði um að taka eigi banka- kerfið til endurskoðunar og fækka rikisbönkunum i vor. A.m.k. einn i framkvæmd. Þar þarf margt að skoða, m.a. gjaldeyrismálin. Um framkvæmd þessa ákvæðis i stjórnarsáttmaálanum get ég að sjálfsögðu ekki svarað nema fyrir mig. Ég mun halda fast við þetta ákvæði, en ég get ekki svarað fyrir stjórnarflokkana i heild. — Hvað með endurskoðun oliu- sölumálanna? — Fyrri vinstristjórn, þ.e. sú sem sat að völdum 1971 til 1974, lét gera úttekt á oliufélögunum og oliuverslun allri hér á landi. Ég er nú rétt að byrja að fara ofan i þá skýrslu og veit ekki hvernig á þvi máli verður tekið. Þ jóðnýting — Er um aðra kosti að ræða að þinu mati en að sameina félög eða leggja félög niður? — Nei, það eru auðvitað ekki margir kostir. Það mætti hugsa sér að þjóðnýta þetta að hluta, mismunandi stórum hluta eða að öllu leyti. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að það eigi að þjóðnýta þessi félög. — Þessi rikisstjórn tók upp á þvi er hún settist að völdum að llijji liá ■ m. Hw lækka verð á vörum, sem eru visitölunni með niðurgreiðslum, en hækka aftur á móti vörur, sem ekki eru i visitölunni. Er þetta ekki bara blekking? Verður kostnaðurinn ekki hinn sami eftir sem áður fyrir neytandann? — Að sjálfsögðu ekki. Þú þarft að fara út i búð á hverjum degi til að kaupa þér mjólk og mjólkur- afurðir, en þú kaupir þér ekki grammófónplötur á hverjum degi, þannig að kostnaður er eng- an veginn sá sami. Ef við litum aftur á móti á það sem snýr að rikissjóði i þessum efnum, þá kosta niðurfærlsuaðgerðirnar um 4 milljarða meðan tekjurnar af þessu vörugjaldi eru kannski um 300-400 milljónir. En auðvitað erum við að færa til peninga i þjóðfélaginu, mér dettur ekki i hug að neita þvi. En það er lika hlutverk stjórnvalda að móta efnahagsmálastefnu. Spurningin er svo þegar allt kemur til alls, hver er það sem borgar brúsann? Það sem þessi stjórn gerir er að hún reynir að færa fé frá forstjórum og fyrir- tækjum yfir til fólksins. Það er hlutverk og skylda þessarar rikisstjórnar. Lúxusvörur — Nú eru vörur i þeim flokki sem kallaður er lúxusvörur, sem eru daglegar nauðsynjavörur, ég nefni þar sem dæmi hárþvotta- efni og rakvélablöð. — Viðköllum þetta náttúrulega alls ekki lúxusvörur. Það eru bara Visir og Morgunblaðið, stjórnarandstöðublöðin tvö, sem það gera. Þótt ég standi heilshugar að baki stefnu rikisstjórnarinnar i þessum málum öllum, tel ég persónulega að vörugjaldið sé ál- mennt séð vandræðaskattur, og ég vildi helst losna við það. Ég er almennt þeirrar skoð- unar, að það eigi að draga úr óbeinum sköttum og fara meira út i beina skatta. Ég tel að þessi niðurfelling á söluskatti á mat- væli sé mikilvægt spor i rétta átt. Næsta spor gæti t.d. orðið að fella niður söluskatt á t.d. hreinlætis- vörum, þannig að þessar litlu verslanir i hverfunum verði i raun söluskattslausar Niöurgreiöslur 20 milljarð- ar \ rFjöldi verslunarfólks er engin heilög tala' — Er það rétt, aö niðurgreiðslur á næsta ári geti kostað um 40 milljarða? — Ég hef nú ekki við höndina endanlegar tölur um það, en að þær kosti 40 milljarða, það er með öllu fráleitt. Liklega kosta þær 18- 20 milljarða. Á þessu ári, þ.e. miðað við það niðurgreiðslustig sem var fyrir 1. september, þá var gert ráð fyrir um 9 milljörðum i niðurgreiðslur. Ætii þessar niðurgreiðslur hjá okkur þýði ekki um tvöföldun á þeim niðurgreiðslum sem voru. Ég geri mér alveg grein fyrir þvi að þetta er mikið vandamál, hins vegar erum við að reyna að halda verðbólgutaktinum niðri, og viö gerum það með þessum aö- gerðum. — Nú stendur væntanlega fyrir dyrum endurskoðun á visitölu- kerfinu. Hvaða markmiðum á að ná fram með þessari endir- skoðun? — Markmiðið með endurskoðun visitölunnar á að minu mati að vera það að tryggja betur en gert hefur verið kjör launafólks i landinu. Það að visitalan t.d. mæli oftar en hún gerir núna, þannig að oftar komi kauphækk- anir, getur tæpast átt sér stað. Þetta er núna gert á þriggja mánaða fresti og auk þess er tekið tillit til hækkana sem eiga sér stað i millitiðinni. Það er ekki bara um að ræða hækkun fram- færsluvisitölu, heldur er um að ræða svokallaöa verðbótaauka sem kemur þar til viðbótar og er eins konar trygging fyrir launa- fólk vegna þeirra hækkana, sem hafa átt sér stað á næstliðnu timabili. Visitölukerfiö hefur þvi Framhald á bls. 22

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.