Vísir - 02.10.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1978, Blaðsíða 2
1 vísm Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson Veðurtepptir í Fœreyjum: ,Mjðg ánœgður með sigrana' I — sagði landsliðsþjálfarinn i handknattiek, Jóhann I I Ingi Gunnarsson, eftir leikina við Fœreyinga | „Ég er auövitaA mjög ánægöur meö aö sigur vannst I tveimur fyrstu lands- leikjum okkar i handknattleik undir minni stjórn", sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, landsiiösþjálfari i handknattleik, er viö ræddum viö hann i gær. Jóhann Ingi var þá á hóteli sinu i Færeyj- um, veðurtepptur — og sagði hann að menn væru óhressir meö að komast ekki heim. Við lékum ágætan leik gegn Færeyingum á föstudagskvöldið og unnum þá 24:17, en i gær var mun meiri harka i leik liöanna og greinilegt að Færeyingarnir ætluðu aö selja sig dýrt. Við komust þó i 7:2 og höfðum yfir i hálf- ieik 10:8. 1 upphafi siöari hálfleiks náðum við 7 marka forskoti og sigruöum siöan með 20:16. Við hefðum átt að vinna stærri sigur, þvi að við klúöruðum tveimur vitaköstum undir lokin og áttum auk þess 4 skot i þver- slá. Viggó Sigurðsson var markhæstur i leiknum með 7 mörk, en hann skoraöi einn- ig mest i fyrri leiknum eða 8 mörk. Páll Björgvinsson skoraði 4 mörk i siðari leikn- um, Steindór Gunnarsson og Þorbjörn Jensen 2 hvor. „Þaö var mikilvægt að sigra i þessum leikjum”, sagði Jóhann Ingi þjálfari eftir siðari leikinn, „Ungu mennirnir fengu allir sin tækifæri i þessum leikjum og ég tel að þeir hafi staöist prófið, þótt þeir sýndu ekki neinn stjörnuleik. Ég er þvi bjarsýnn á framhaldið”, sagði Jóhann Ingi að lokum. Næstu landleikir Islands verða gegn Færeyingum hér heima. t fyrri leiknum verður feflt fram liöi 23 ára og yngri, en sið- ari leiknum veröur A— landsliöi okkar á feröinni að þvi undanskildu að þá verða Valsmenn ekki með vegna þátttöku sinnar i Evrópukeppni meistaraliöa. ,Búbbi" valinn í lið vikunnar — Celtic jók forskot sitt um 2 stig í úrvalsdeildinni Jóhannes Eðvaldsson átti stórleik með Celtic um heigina, er liöiö sigraði St. Mirr- en 2:1 á heimavelli sinum. Jóhannes var maður dagsins, og þaö ekki einungis hjá liöi smu. t blaðinu Sunday People var hann val- inn ilið vikunnar, ogeftir leikinn á laugar- daginn var iían valinn leikmaður dagsins I Skotlandi. Með þessum sigri jók Celtic forskot sitt i tlrvalsdeildinni í tvö stig, þvi aö Hibernian Reykjavíkurmótið i handknattleik: Góð byrjun hjá Fram- stúlkunum! Stúikurnar úr Fram losuöu sig viö tvo hættuiega andstæðinga i fyrstu ieikjum sinum I Reykjavikurmótinu i handknatt- leik kvenna nú um helgina. Er útiit fyrir að fátt geti stöðvaö þær I baráttunni um Reykjavíkurmeistaratitil- inn, þvl aö liöin sem þær lögöu af velli voru Valur og KR — en annað þeirra, Val- ur, var fyrirfram taliö liklegast til sigurs I mótinu, ásamt Fram. Framstúlkurnar sigruðu Val á laugar- daginn meö 11 mörkum gegn 6, og siöan KR i gær meö 7 mörkum gegn 3. Stúlkurnar úr KR töpuöu aftur á móti tveim ieikjum um helgina — fyrst fyrir Vikingi 6:4 og svo Fram i gær. Þaö sama uröu stúlkurnar úr Þrótti aö sætta sig viö, en þær töpuðu i fyrsta leiknum fyrir Fylki 5:4 ogsiöan fyrir 1R i' gær mcö 4ra marka mun 12:8. Sjötti ieikurinn um helgina var svo viðureign Vals og Víkings I gær, en henni lauk meö þvi aö Valsstúikurnar kræktu sér i tvö stig meö 13:9 sigri. — KLP - sem er i 2. sæti náöi aðeins jafntefli gegn Morton á heimavelli og skoraði Ally MacLeod jöfnunarmarkið rétt fyrir leiks lok. Rangers sigraöi loksins, og kom 4:1 sigur liösins gegn Motherwell i kjölfar sigurs liðsins gegn i'talska liðinu Juventus i Evrópukeppni meistaraliða á dögunum. Af Ally Mac Leod, fyrrum framkvæmda- stjóra skoska landsliösins, er það að frétta, að hann stjórnaöi 1. deildarliði Ayr urh helgina i fyrsta sinn, og liöið vann sinn 2. sigur 1-0 gegn St. Johnstone. Staðan eftir 7 umferöir Celtic Hibernian Aberdeen Dundee Utd. Partick Rangers St. Mirren Morton Hearts Motherwell 7601 18:7 12 73406: 10 7 3-3 1 15:7 9 7331 10:6 9 7 2 3 2 8:8 7 7142 11:8 6 7 3 0 4 7:8 6 7133 9:15 5 7124 7:16 4 7106 3:16 2 gk- HM keppnin i blaki: Sovétmenn höfðu þoð Sovétmenn uröu heimsmeistarar I blaki er þeir sigruöu ttali 3:0... 15:10-15-13 og 15:1 I úrslitaleik HM-keppninnar I Róm I gærkvöldi. ttalarnir voru yfir I annarri hrinu 11:5, en þá tóku Sovétmenn 6 stig I röö og geröu þar með endanlega út um leikinn. Kúba varö I þriöja sæti eftir sigur yfir Suður-Kóreu I gærkvöldi 17:15, 15:9, 13:15 og 15:5. Tékkar uröu i 5. sæti, Brasiliumenn i 6., en fyrrverandi heimsmeistarar Póllands urðu aö gera sér að góöu 8. sætiö, eftir aö hafa tapað fyrir Kina I gærkvöldi i keppn- inni um 7. sætið meö 2 hrinum gegn 3... — klp — Bandarikjamaðurinn John Hudson kom mikiö viö sögu I körfuboltanum um helgina. t leiknum sem KR tapaöi gegn tS skoraöi hann 51 stig, og i gær er KR lék gegn Fram var hann rekinn I baö 1 fyrri hálfleik. Vlsismynd Einar. Þróinn með sitt besta í tugþraut Fór vel yfir 7200 stig á síðasta frjálsiþróttamóti ársins — Akureyrarstúlkurnar í fyrstu sœtunum i fimmtarþraut Þau Þráinn Haf steinsson, Armanni, og Sigriöur Kjartans- dóttir frá KA á Akureyri, kvöddu keppnistimabilið i frjálsum iþróttum i ár meö sigri i Bikar- keppni FRt i fjölþrautum sem lauk á Fögruvöllum I Laugardal I gær, en þaö kallar frjáisíþrótta- fólk hinn nýja völi i Laugardain- um. Þrátt fyrir óhagstætt veður hlaut Þráinn 7236 stig i tugþraut og bætti sinn eigin árangur um 200 stig. Þó var hann nokkuð frá sinu besta i spjótkasti og 1500 metra hlaupi.en á tugþrautamót- inui Frakklandiá dögunum hljóp hann 1500 metrana á 4:11,0 min, sem er einn besti timi, sem tug- þrautarmaður hefur náð i grein- inni i heiminum i ár, að sögn fróðra manna. NU hljóp hann á 4:23,7. Hafsteinn náöi aftur á móti sinu besta i 100 metra hlaupi, kúluvarpi og 110 metra grinaa- hlaupi um helgina. Er þaö spá okkar, að hann ekki aðeins bæti sig i tugþraut á næsta ári heldur taki hann þá einnig islandsmet Stefáns Hallgrimssonar, sem er 7581 stig Til þess verður hann aö leggja hart að sér i vetur, og verður þá gaman aö fylgjast meö honum næsta sumar. Annari tugþrautinnii gærvarð Pétur Pétursson UÍA, sem hlaut 6799 stig og þriðji Þorsteinn Þórs- son UMSS, sem bætti hiö 10 ára gamla drengjámet ólafs Guðmundssonar i tugþraut um rúm 300stig.HlautÞorsteinn 6571 stig. 1 fimmtarþraut kvenna mættu fimm stUlkurtilleiks.þar af voru fjórar Ur KA frá Akureyri. Þrjár stúlkur luku keppni — allt Akureyringar —ogvarð Sigriður Kjartansdóttir fyrst þeirra með 3032 stig. önnur varð Valdis Hall- grimsdóttir með 2597 stig og þriöja Asta Ásmundsdóttir með 2156 stig. Sveit KA'sigraði þvi örugglega i liðakeppninni i fimmtarþraut, en Armann i liðakeppninni i tug- þraut. Þar voru þeir Þráinn og Stefán Jóhannsson, þjálfari hans, með samtals 10.916 stig, en sveit ÍR var með 10.530 stig.... —klp— Loftinu hleypt úr dekkjunum Þegar Siguröur Valur Haildórsson rak bandariska blökkumanninn John Hudson — KR — útaf I leiknum gegn Fram i gær fyrir aö kasta boltanum i sig, iá viö aö leikurinn lcystist upp. Sjálfur var Hudson ekkert á þvi aö láta reka sig i baö, helduræddiá eftir SigurÖi fram og aftur uin völlinn og maldaöi i möinn. En það þýöir ekki að deila viö dómarann. En mönnum fannst það koma talsvert á óvart aö Siguröur skyldi ekki sýna Hud- son gult eða rautt spjald. Voru þau e.t.v. ekki til staðar? Það var ljót aökoma, þegar Sigurður dómari kom aö bil sin- urn eftir leikinn. Búið var aö hleypa loftinu úr hjólbörðunum á bil hans. Þaö er vissulega ámælisvert að svona lagað skuli eiga sér staö. Mcnn eiga aö reyna aö hafa hemíl á skapi sinu, jafnvel þótt þeim blöskri starf dómara. gk-. 15 VISIH Mánudagur 2. október 1978 Tvœr framlengingar, er KR og Ármann Þaö er óhætt aö segja aö allt hafi veriö á öörum endanum i iþróttahúsi Hagaskóla i gær er KR og Fram léku þar i Reykja- víkurmótinu i körfuknattieik. Þaö þurfti reyndar aö framlengja leikinn til aö úrslit fengjust, og jafnvel eftir framlenginguna lá ekki ljóst fyrir strax, hvort liöiö haföi sigraö. Ritari leiksins haföi nefnilega gert mistök viö útfærslu á leikskýrslu, og samkvæmt henni voru liðin aftur jöfn. En þaö lá ljóst fyrir aö KR haföi unniö, og eftir aö dómarar leiksins höföu yfirfarið leikskýrsluna staöfestu þeir KR-sigur, 89:88, eftir einn af þessum miklu „spennuleikjum”, sem svo mikið er af i körfuboltan- um hér. En ýmislegt haföi gengið á áöur. Framarar höföu forustuna i fyrri hálfleik og rétt áöur en hon- um lauk var Bandarikjamaður- inn John Hudson hjá KR rekinn i bað fyrir að kasta boltanum til dómarans, — og Siguröur Valur Halldórsson dómari rak Hudson útaf. Furöulegur dómur svo að ekki sé meira sagt. Og við lá að KR-liðiö gengi allt af velli. En svo fór þó ekki, og KR-ingar hófu leikinn 12 stig undir 35:47. En öll reiöi KR-inga fékk Utrás i baráttu gegn Frömurum, og inn- an langs tima haföi KR minnkað muninn i 2 stig. Framarar voru þó ekki af baki dottnir og juku muninn aftur i 11 stig, en aftur söxuðu KR-ingar á og komust yf- ir, er 2 minútur voru til leiksloka. Siðan var allt á suðupunkti, og er yfir lauk voru liðin jöfn 79:79. i framlengingunni voru liðin yfir til skiptis, en KR hafði sigur- inn aö lokum og fagnaðarlæti unnu þeirra voru ólýsanleg. En ekki var allt búið enn. Einn af liösstjórum Fram steig skyndi- lega frá borði ritarans og hrópaöi, að ritarinn hefði skrifað vitlaust og úrslitin væru 88:88. Var nú mikið fundað og þrasað fram og aftur um húsið, en aö lokum kom Urskurður dómarans: KR-sigr- aði. Jón Sigurðsson, sem lék nU með KR að nýju eftir meiösli, átti stjörnuleik, þótt hann væri ekki alveg bUinn aö ná sér af meiðsl- unum. Hann stjórnaði öllu spili liösinsog var auk þesystighæstur með 26 stig. Hjá Fram var John Johnson stighæstur með 32 stig, en Björn Jónsson vakti mikla athygli i liði Fram. Þá var ómar Þráinsson sterkur i fráköstunum, og raunar er þaö einkennandi fyrir hið ört Fram vaxandi lið Fram hversu haröir þeir eru undir körfunum. Ármann-IS 115:111 öllum á óvart náði Armann sér i tvö stig gegn 1S sem hafði dag- inn áður sigrað KR. Þaö var þó ekki átakalaus sigur, þvi að Dirk Dunbar var i miklum ham og setti nýtt islenskt stigamet i leiknum, skoraði 61 stig! — En þaö sem geröi Utslagið var að Armann haföi meiri breidd og Stewart Johnson, sem þjálfar þá og leikur meö þeim, hefur breytt liðinu mikið á stuttum tima. Leikurinn var allan timann mjög jafn, og að loknum venjulegum leiktima var staðan 92:92. Þurfti þvi að framlengja, og þá reyndust Armenningar sterkari og þeir sigruðu 115:111. Þau Urslit gera það aö verkum að 1S er Ur og ÍS leik i baráttunni um Reykja- vikurmeistaratitilinn, en um hann berjast nU Fram, Valur og KR. Sem fyrr sagði skoraði Dunbar 61 stig fyrir 1S, en hjá Armanni var hinn 2.07 m hái Stewart John- son stigahæstur með 51 stig Crslit annarra leikja um helg- ina urðu þau aö IS sigraði KR 91:88, Fram vann 1R 98:81, Valur vann Armann 102:91 og Valur vann einnig IR 100:84. Þess má geta að Valsmenn hafa fengiö til liðs viö sig Bandarikja- mann, Tim Dwyer aö nafni, og kom hann til leiksins gegn IR nær þvi beint af flugvellinum. Var þvi litið að marka frammistööu hans, en greinilegt er að þar fer snjall leikmaður. gk-. þig inn í dæinió Sparilán Landsbankans eru í reynd einfalt dæmi. Þú safnar sparifé með mánaðarlegum greiðslum í ákveðinn tíma, t.d. 24 mánuði og færð síðan sparilán til viðbótar við sparnaðinn. Lánið verður 100% hærra en sparnaðar- upphæðin, — og þú endurgreiðir lánið á alit aö 4 árum. Engin fasteignatrygging, aðeins undirskrift þín, og maka þíns. Landsbankinn greiðir þér al- menna sparisjóðsvexti af sparn- aðinum og reiknarsér hóflega vexti af láninu . Sparilánið er helmingi hærra en sparnaðar- upphæðin, en þú greiðir lánið til baka á helmingi lengri tíma en það tók þig aö spara tilskylda upphæð. Biðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparifjársöíiiun tengd réttitillár iriiH Sparnaður Mánaðarleg þinn eftir innborgun Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn Ráðstöfunarfé lánar þér þitH) Mánaðarleg endurgreiðsla Þú endur- greiðir Lands- hámarksupphæö bankanum 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600.000 300.000 675.000 1.200.000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á 12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma. LANDSBANK3NN Sparilán-ttygging íframtíð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.