Vísir


Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 13

Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 13
VISIR t, Fimmtudagur 5. október 1978 13 LOKSINS KOM MARK HJA LANDSLIÐINU — En það dugði skammt og A-Þýskalond sigraði ísland 3:1 í Halle í gœrkvöldi islenska landsliöinu i knatt spyrnu tókst Ioks ab komast á blað i Evrópukeppni landsliða, er það skoraði mark i leiknum gegn Austur-Þýskalandi i Halle I gær kvöldi. önnur var nú ekki upp skeran sem vert er að tala um i þeim leik, þvi að liðið tapaði leiknum 3:1. Liðið hefur leikið fimm leiki á árinu — gert tvö jafntefli, 0:0 gegn Danmörku og Bandarikjun- um hér heima, tapaði 2:0 fyrir Póllandi hér heima og tapaöi 3:0 og 3:1 fyrir Hollandi og Austur- Þýskalandi ytra. Ekki er þetta neitt til að hrópa húrra fyrir, og örugglega verðum við ekki ofarlega á listanum yfir árangur landsliða Evrópu eftir áramótin. En fyrir leikinn i Austur-Þýskalandi I gærkvöldi þurftum við ekki að skammast okkar. Þessi leikur var einn besti leik- ur landsliösins á þessu sumri. Það lék á körflum ágætis knatt- spyrnu — átti skemmtileg upphlaup og nokkur góð tækifæri. Að sjálfsögðu voru Þjóðverj- arnir meira með boltann, en tókst samt ekki að skora nema þrjú mörk — þar af eitt herfilegt klaufamark. Islenska liðið var hálf-ráðvillt til aö byrja með — sérstaklega vörnin, en þar þekktust menn varla með nafni áður en leikurinn hófst og auk þess voru menn þar i nýjum stöðum. Stefán Sigurðsson, sem leikur með Holbæk I Danmörku, var i stööu hægri bakvaröar, en hann hefur aidrei komiö nálægt lands- liðshópnum áður. Jón Pétursson, Jönköping var i miöjunni, en Janus Guðlaugsson FH fyrir aft- an hann — eða i stöðu þeirri sem Jóhannes Eðvaldsson hefur leikiö með liðinu. Þá lék Sigurður Björgvinsson (B 1901 i Dan- mörku) þarna sinn fyrsta lands- leik. Það tók Þjóðverjana ekki nema fimm minútur að finna fyrsta gatið I vörninni. Með nokkrum bolvindum komst Peter Werner, sem þarna lék á heimavelli sinum — en hann leikur með Halle I 1. deildinni þýsku — I gegn og renndi fram hjá Þorsteini Bjarnasyni i markið. Rétt 10 minútum siðar jafnaði Island. Pétur Pétursson var þá felldur inni i vitateig og vita- spyrna dæmd samstundis — öfugt við það sem gerðist I Hollandi á dögunum. Pétur tók spyrnuna sjálfur og skoraði auðveldlega. Austur-Þjóöverjarnir misstu tökiná leiknum við þetta mark og allt fór i handaskol hjá þeim. Ekki bætti úr að völlurinn var eft- ir miklar rigningar að undan- förnu eins og skautasvell og kom það ekki siður niður á þeim en tslendingunum. Þeir þýsku náðu sér á strik aft- ur eftir mikið heppnismark, sem Hans Juergen Riediger fékk á sinn markareikning. Hann og félagi hans Martin Hoffmann runnu yfir marklinuna með Þor- stein markvörð og boltann I einni þvögu. En yfir linuna fór boltinn og staðan þar með 2:1 fyrir Þjóð- verja. I siöari hálfleik var mikil spenna I loftinu og kunnu hinir liö- lega 10 þúsund áhorfendur vel viö sig. Þeirra menn áttu meira I leiknum, en íslendingarnir gerðu mikinn usla I vörn þeirra hvað eftir annað. Arni Stefánsson kom þá I mark- ið i stað Þorsteins og hafði I mörgu að snúast. Honum tókst þó ekki að bjarga, er Hoffmann fékk knöttinn á 72. min. leiksins og sendi hann viðstöðulaust i mark- hornið. Flestir leikmenn islenska liðs- ins stóðu sig vel. Þeir Jón Péturs- son og Janus Guðlaugsson voru þó bestu menn þess, en einnig áttu þeir góðan leik Guðmundur Þorbjörnsson, Teitur Þórðarson, Pétur Pétursson og Karl Þóröar- son. —klp— „ISLENSKA LIÐIÐ KOMMÉR Á ÓVART I — Sagði holienski þjólfarinn Ger Blerk eftir leikinn '## ,,Ég er mjög ánægður með sigurinn i þessum leik. Það er alltaf gott að sigra á útivelli og við stöndum vel að vigi með að komast áfram eftir þetta”, sagði Ger Blerk, þjálfari hollenska ungiingalandsliðsins, er við ræddum við hann eftir leikinn i gær. Hann er einn af frægum þjáif- urum Hollands — m.a. aðstoðar- þjálfari aðallandsliðsins og þjálfar bæöi unglingalandsliðiö og landsliðiö 21 árs og yngri. EIGUM ENNÞA I/ MÖGULEIKA II — segir Lárus Loftsson, þjálfari íslenska liðsins 4 Þetta er alls ekki búið, þótt svona hafi farið”, sagði Lárus Loftsson, þjálfari islenska unglingalandsliðsins eftir leikinn gegn Hollandi i gær. „Þetta var ekki okkar dagur, og við fórum illa með tækifæri okkar i leiknum, sem voru fleiri og betri en Hollendinganna. Strákarnir gerðu nákvæmlega það i þessum leik, sem ég lagði fyrir þá. Þeir héldu boltanum vel og voru þar af leiðandi meira inni i gangi leiksins en ella hefði orðið. Að visu voru hollensku piltarnir meira með boltann, en okkar tækifæri voru hættulegri. Við eigum enn okkar mögu- leika. Við höfum oft sýnt, að það er ekkert verra fyrir okkur að leika á útivelli, við unnum t.d. Wales á útivelli i fyrra 1:0 eftir 1:1 jafntefli hér heima. Við förum þvi I siðari leikinn gegn Hollend- ingunum staðráðnir i þvi að sigra”. gk-. Hann veit þvi hvað hann er að segja, þegar rætt er við hann um knattspyrnu. „tslenska liðið er gott og kom mér á óvart. tslendingar eru raunar alitaf að koma mér á óvart I knattspyrnunni. Þið eruð ekki fleiri ibúar en i meðalborg i Hollandi, en samt standið þið upp I hárinu á hverri stórþjóðinni á fætur annarri, þegar út á völlinn er komið. Það vantaði betra leikskipulag hjá isienska liðinu I þessum leik. Framlinumennirnir hlupu of mikiö út á kantana og lokuöu sig af — I stað þess aö skipta meir og gefa bakvörðunum og miðju- mönnunum möguleika á að komast upp kantana og gefa fyrir. Þetta mátti auöveldlega laga svo og ýmislegt annað smá- ræöi — en I heildina fannst mér liðið leika vel og átti skilið að skora i það minnsta eitt mark. Bestu menn liðsins fannst mér vera númer 10, Arnór Guðjohnsen og númer 3, Gunnar Gislason. Einnig voru þeir nokkuð góður og fóru vel með knöttinn þessi númer 8 — Bergur Heimir Bergs- spn og Sæbjörn Gunnarsson númer 11. Annars voru þarna margir fleiri athyglisverðir strákar, sem eiga eftir að ná langt með réttri þjálfun og ströngum aga”.... —klp— Þaö er hætt við þvi að poppsöngvar- inn frægi, Elton John, hafi tekiö lagið I búningsklefa leikmanna sinna á Old Trafford I gærkvöldi. Elton John er sem kunnugt er stjórnarformaöur og einn af eigendum 3. deildarliðs Wat- ford i ensku knattspyrnunni, og lið hans lék gegn Manehester United i Manchester I gærkvöidi. Leikurinn var i 3. umferö ensku deildarkeppninnar og öilura á óvart sló Watford hið fræga lið United jút meö þvi aö sigra 2:1. Joc Jordan kom United yfir I fyrri hálfleik, en i sfðari háifleik þaggaði miðherji Watford, Luther Blissett, niður i hinum 40 þúsund áhorfendum með þvf að skora tvö mörk. Enn ein úrslitin I ensku deiidarbikarkeppninni sem koma á óvart. Annars urðu úrslit þessi i gærkvöldi: AstonViIIa—C.Palace 1:1 Blackpooi—Man.City 1:1 Chester — Norwich 0:2 Chesterfield — Charlton 4:5 Exeter — Boilon 2:1 Man.Utd. — Watford 1:2 Oxford—Nott.Forest 0:5 Þá var leikiö í skosku deildarbikar- keppninni, en þar er leikið heima og heiman i hverri umferð. Meðal úrslita þar má nefna ósigur Celtic gegn Motherweil á heimavelli 0:1, og 3:2 sigur Rangers heima gegn St. Mirren —«k AÐALFUNDUR verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu i kvðld kl. 20.00 Dagskrá samkvœmt félagslögum Allir félagar SÁÁ eru hvattir til að mœta vel og stundvíslega. Kaffiveitingar. # I Evrópumeístarar Tékka I knatt spyrnu unnu góöan sigur gegn Sviuin i Evrópukeppni landsliða. þegar þjóö- imar mættust I Stokkhólmi I gær- kvöldi. Tékkarnir unnu upp forskot Svla, sem komust yfir fljótlega i leiknum, og er yfir lauk var staðan 3:1 fyrir Tékkana. Sviarnir komust yfir meö marki Hasse Borg á 16. mínútu, er hann skoraði úr vftaspyrnu eftir að Mats Nordgren hafði veriö felldur gróflega innan vltateigs. En Evrópumeistararnir gáfust ekki upp og á 30. minútu jafnaöí Masny fyrir þá. Sviarnir voru nærri þvi búnir að taka forustuna i sfnar hendur aftur, er Beuny Wendt átti þrumuskot úr aukaspyrnu rétt fyrir leikhlé, en markvörður Tékkanna varði meistaralega. Tékkarnir komust siðan yflr á 3. minútu í siðari hálfleik, Nehoda rak svo endahnútinn á sigur Tékkanna á 85. minútu. og Tékkar hafa tekið örugga forystu i riöli 5, þótt enn sé mikið eftir af ieikjum. En staðan í riölinum er nú þessi: Tékkóslóvakfa 1 1 0 0 3:1 2 Frakkland 1 o 1 0 2:2 1 Sviþjóð 2 011 3:5 1. Æk gk-. Spánverjar gerðu góða ferö til Júgósiaviu I gærkvöidi, er þeir léku þar gegn Júgóslövum i Evrópukeppni iandsliða i knattspyrnu. Þeir héldu hcim á leið meö tvö inikilvæg stig eftir 2:1 sigur, sigur sem var ósanngjarn miðað viö gang leiksins. „Taktik” Spánverjanna var sú að raöa liöi sinu upp til varnarieiks og freista þess siðan aö sækja með hraða- upphlaupum. Þessi leikaöferð þeirra tókst mjög vel og eftir 32 minútur var staöa orðin 2:0 þeim i vil. Þessi forusta Spánar var i miklu ósamræmi við allan gang lelksins, sem fór að mestu fram á valiarhelmingi Spánverjanna. Júgóslavarnir áttu hinsvegar i vandræöum ineð aö finna göt i fjölmennum varnarvegg Spán- verja, en á 43. minútu skoruðu þeir þó mark. Þaö var Ilalilhodzig, sem skor- aði, eftir sendingu Susic. Rétt áður haföi Juanito komist einn upp að marki Júgóslava, en markvöröurinn varði þá glæsilega. Spánverjar sigruðu þvl, en ósanngjarn var sá sigur. Þetta var fyrsti leikurinn I riölinum. gk—.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.