Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 59 SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Guðspeki- samtökin í Reykjavík Nýja Avalon miðstöðin Dagskrá á nýju ári hefst með þjónustu sunnud. 14. jan. kl. 10.15. Fjarheilun hefst fimmtud. 25. jan. kl. 20. Við minnum einnig á námskeiðið „Samhljómur, sveiflutíðni hljóðs og lita" með Troi Lenard helgina 2.—4. feb. Skrifstofa og verslun á Hverfis- götu 105, 2. hæð, er opin mánud. og fimmtud. kl. 14.30—17.30, sími 562 4464. Upplýsingar um dagskrá eru á símsvara. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1811118  Re. Landsst. 6001011119 VII I.O.O.F. 11  1811118½  Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðasamkoma í umsjón Katrínar Eyjólfsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Björg Lárusdóttir. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is Aðaldeild KFUM, Holtavegi. Fundur í kvöld kl. 20.00. KFUM - Framtíðarsýn. Efni: Kjartan Jónsson. Stjórnun: Páll Skaftason. Upphafsorð: Guðmundur Jóhannsson. Hugleiðing: Helgi Gíslason. Allir karlmenn velkomnir. www.kfum.is ● SIGURÐUR Páll Pálsson geð- læknir varði doktorsritgerð 1. nóv- ember 2000 við Háskólann í Gauta- borg. Ritgerðin fjallar um þung- lyndi hjá öldr- uðum. Ber hún heitið „Populat- ion studies on de- pression in the elderly preval- ence, incidence and relation to cognitive function and dementia“. Andmælandi var Lars von Knorring, prófessor við Uppsalaháskóla. Aðalleiðbeinandi var Ingmar Skoog, dósent við Gautaborgarháskóla, og aukahand- leiðandi var Tore Hällström, pró- fessor við Háskólann í Stokkhólmi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að lýsa algengi, nýgengi og lík- um til að fá einhvern tíma þunglyndi á ævinni. Rannsakað var einnig hver áhrif þunglyndis eru á dómgreind, athygli og minni aldraðra sem og tengsl þunglyndis við vefrænar breytingar í heila mælt með sneið- myndum af höfði. Reynt var einnig að varpa ljósi á áhættu þunglyndra að fá síðar elliglöp (dementia). Efniviður rannsóknarinnar voru tæplega 900 einstaklingar, sem tekið höfðu þátt í kvennarannsókninni í Gautaborg og öldrunarfræðirann- sókninni í Gautaborg. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þung- lyndi er algengt meðal aldraðra. Þunglyndi jókst með aldri, frá 5,6% við 70 ára aldur til 13,6% við 85 ára aldur. Eiginlegt þunglyndi (major depression) greindist hjá 8,6 %, kvenna, 70 og 74 ára. Nýgengi þung- lyndis jókst með aldri frá 70–85 ára aldurs. Algengi þunglyndis á lífsleið- inni var 45% hjá konum en 23% hjá körlum. Þunglyndi tengdist vitrænni hömlun (hugræn tregða). Í ljós kom að þau tengsl fundust fremur hjá þeim, sem höfðu minni skólagöngu að baki. Vitræn hömlun var einnig helst til staðar hjá þeim, sem höfðu eiginlegt þunglyndi (major depress- ion) en ekki þeim, sem höfðu vægari þunglyndisgreiningar (óyndi, dys- thymia) eða þeim sem áður höfðu sögu um þunglyndi en voru frískir við prófun. Vitræna hömlunin tengd- ist því þunglyndisástandinu fyrst og fremst. Einstaklingar með eiginlegt þunglyndi sýndu verri frammistöðu en heilbrigðir einstaklingar á próf- um sem mældu málfarshæfni, rök- hugsun, hraða og langtímaminni. At- hygli og áhugi skipti og máli en útskýrði ekki mismun hópanna. Meginályktanir rannsóknarinnar eru að þunglyndi er algengari sjúk- dómur hjá öldruðum en áður var tal- ið. Eiginlegt þunglyndi veldur vit- rænni hömlun, sem er aðallega bundin við þunglyndisástandið. Ekki eru tengsl milli þunglyndis og vef- rænna heilabreytinga mælt með sneiðmyndum. Þunglyndi virðist ekki auka líkur á elliglöpum síðar á ævinni. Þunglyndi getur greinst í fyrsta sinn á efri árum og er það mun algengara en áður var talið. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar aldraðir einstaklingar eru rannsakaðir því að meðferð þung- lyndis aldraðra skilar jafngóðum ár- angri og meðferð yngri einstaklinga. Sigurður Páll er fæddur 15. nóv- ember 1960, sonur Guðrúnar Jóns- dóttur geðlæknis og Páls Sigurðs- sonar, bæklunarlæknis og fyrrv. ráðuneytistjóra. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1979 og prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1985. Hann starfaði sem geðlæknir við Sahlgrenska-sjúkrahúsið frá 1989–1996 en hefur síðan verið geð- læknir við geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Eiginkona Sigurðar Páls er Ásthildur Sólborg Þor- steinsdóttir leikskólakennari. Þau eiga fjögur börn. FÓLK Varði doktorsrit- gerð í geð- lækningum ÞEGAR fréttaritari Morgunblaðs- ins var á ferðinni í blíðunni á dög- unum hitti hann þessa hressu krakka. Þau heita Natan, Salka og Arnfinnur Kolbeinsbörn. Þau létu líða úr sér í heita vatninu, í faðmi fjallanna, sem klæddust gullbrydd- ingum af bjarma hækkandi sólar. Morgunblaðið/Finnur Hvíld í vetrarblíðunni Tálknafirði. Morgunblaðið. SÍÐAN í haust hefur verið unnið að uppbyggingu vegar frá bænum Heiði að vegamótum Múla í Biskups- tungum. Hluti af vegarstæðinu er nýtt, til að stytta vegalengdina, en annars staðar er gamli vegurinn byggður upp. Hér er um að ræða 7,2 km vegarkafla. Vélgrafan hf. á Selfossi annast framkvæmdir, sem hafa gengið vel, ekki hvað síst fyrir hið hagstæða tíð- arfar sem verið hefur í vetur. Áætlað er að um 100 þús. rúmmetra af efni þurfi í uppbyggingu vegarins. Verk- lok eru 15. júlí og á þá að vera búið að leggja bundið slitlag á veginn. Borg- arverk hf. í Borgarnesi annast þá framkvæmd. Tilboð Vélgröfunar hf. í verkið var kr. 57 milljónir. Hér er um mikla samgöngubót að ræða. Um hina fögru sveit Biskups- tungur er meiri straumur ferða- manna en víðast annars staðar á landinu. Auk þess er vaxandi byggð á þessu svæði og meiri fólksfjölgun á síðasta ári en í nokkru öðru sveit- arfélagi á landinu. Á næsta ári og þarnæsta eru fyr- irhugaðar endurbætur á veginum á milli Gullfoss og Geysis en það er mjög brýn framkvæmd og hefur fengist fjárveiting til hennar. Vegaframkvæmdir í Biskupstungum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við uppbyggingu vegarins, Bjarnarfell í baksýn. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Faxeyri ehf. færði Félagi aldraðra á Hornafirði snókerborð að gjöf nú í upphafi nýrrar aldar. Félagsstarfsemi eldri borgara á Hornafirði er mjög öflug og fjöl- breytt. Síðastliðið haust var haldin tveggja daga íþráttahátíð á vegum Félags aldraðra, sem varð til þess að mikill áhugi kviknaði meðal félagsmanna á ýmsum greinum íþrótta. Í vetur hafa eldri borgarar verið með vikulegar íþróttaæfing- ar í íþróttahúsinu á Höfn og einnig hafa unglingar veitt þeim aðgang að félagsmiðstöð sinni í Sindrabæ, þar sem alls konar leiktæki eru. Í Sindrabæ hafa nokkrir heið- ursmenn í þessum hópi verið að leika sér í billjard, og hefur þá stundum borið á góma, að gaman væri að geta lært og spilað snóker. Þetta barst til eyrna forsvars- manna Faxeyrar ehf. Þeir brugð- ust skjótt við og færðu Félagi aldraðra þessa höfðinglegu gjöf, sem nú hefur verið komið fyrir í hálfkláruðum sal í Félagsmiðstöð aldraðra, Ekru. Þar var borðið vígt síðastliðinn föstudag við hátíð- lega athöfn. Formaður Félags aldraðra á Hornafirði er Sigurður Hjaltason, fyrrverandi sveitarstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson Sigurður Lárusson, fyrrverandi útgerðarmaður, vígir snókerborðið en hann er sagður snjallastur þeirra félaga í þessari íþrótt. Við hlið hans standa Sigurður Hjaltason, Hörður Júlíusson, Axel Jónsson, fulltrúi gef- enda, Árni Stefánsson, Haukur Runólfsson og Guðjón Þorbjörnsson, fulltrúi gefenda. Félag aldraðra á Höfn fær snókerborð að gjöf Höfn. Morgunblaðið. Í TILEFNI þess að Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 hefur Klúbbur matreiðslumanna í samvinnu við Reykjavík – menning- arborg Evrópu árið 2000 og Visa Ís- land staðið fyrir vali á veitingahúsi hvers mánaðar út árið 2000. Veit- ingahúsagestir um land allt hafa getað verið með og valið sitt veit- ingahús. Flest atkvæði í desember hlaut Sommelier og er því valið veit- ingahús desembermánaðar. Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem völdu veitingahús des- embermánaðar og hljóta eftirfar- andi þátttakendur málsverð fyrir tvo á Sommelier: Birna Jónsdóttir, Flúðaseli 91, Reykjavík, Friðrik Magnússon, London, og Kári Valur Sigurðsson, Sléttahrauni 25, Hafn- arfirði. Nú er árið 2000 liðið og aðeins eftir að velja veitingahús ársins, það veitingahús sem fengið hefur flest atkvæði alls yfir árið. Verður það kynnt síðar í mánuðinum. Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar Sommelier, Visa Íslands, Klúbbs matreiðslumanna og Reykja- víkur menningarborgar Evrópu 2000 við afhendingu viðurkenningar um veitingahús desembermánaðar. Sommelier veitingahús desembermánaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.