Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 43 voru nóg. Við vorum ótrúlega líkir, ekki nóg með að við vorum jafnháir (eða lágir) með eins vaxtarlag heldur vorum við mjög líkir í hugsun veit ég. Ég man þegar þú og Biggi voruð hjá mér í marga daga að setja saman raf- magnsbíl sem ég hafði keypt í Tóm- stundahúsinu fyrir öll sumarlaunin og þegar þú hjálpaðir mér að velja réttu skellinöðruna og síðan að laga hana, og þegar þú komst með mér til Frissa vinar þíns að skoða krossar- ann sem ég keypti síðan, svona hugs- anir þjóta í gegnum hugann á mér núna, það væri allt of löng saga að segja frá öllu því yndislega sem þú stóðst fyrir. Þú varst alltaf til staðar, alltaf tilbúinn að hjálpa enda áttir þú marga góða vini sem ég veit að eiga eftir að sakna þín ólýsanlega mikið. Þú varst einn af þeim sem hugs- aðir mikið, þú hugsaðir ekki bara um það sem við sjáum eða finnum eða það sem lífið virðist snúast um á þess- um tímum, heldur hugsaðir þú um það sem við fáum aldrei svör við, það sem þú hugsar, það sem þú finnur, en þú getur ekki tjáð þig um þetta við aðra og róað hugann því það eru ekki til svör á mæltu eða skrifuðu máli. Ég veit ekki hvað hægt er að segja, tilhugsunin um að ég fái ekki að sjá þig aftur, tala við þig aftur í þessu lífi er óbærileg en ég veit í hjarta mínu að þér líður betur þar sem þú ert núna og ég veit að þú ert hjá okkur þar til við sjáumst aftur þar sem við getum hlegið og notið þess að vera saman. Í mínum huga vorum við bræður og ég vona að ég geti verið stoð fyrir dóttur þína, bróður þinn, systur þína, mömmu þína og Ása. Dauðinn sækir okkur öll, en að þú skyldir fara svona fljótt frá okkur datt mér aldrei í hug, ég hélt að við myndum eldast saman, ala upp dæt- ur okkar saman og njóta þess að vera til en örlögin höfðu annað í huga fyrir þig, Guð hefur greinilega ætlað þér mikilvægara hlutverk annars staðar og þú átt eflaust eftir að segja mér frá því þegar við hittumst aftur. Innilegar samúðarkveðjur til Heiðu, Ása, Fannars, Ásdísar, Hrafnhildar og Berglindar og allra þeirra sem eiga um sárt að binda. Þinn frændi Ágúst Freyr. Elsku Einar Már. Þegar mamma þín gekk með þig var ég sjálf pínulítil. Þegar var farið að styttast í þig sat ég ofan á maganum á mömmu þinni að bíða eftir besta vini mínum. Þegar við loksins hittumst urðu tengsl okkar svo sterk að það var eins og við vær- um tvíburar úr tveimur mömmum. Flestallar mínar bernskuminning- ar tengjast þér, elsku frændi minn, og flestallir sem þekkja okkur í dag kunna einhverjar sögur af okkur brjálæðingunum, eins og þegar við vorum að veiða á gatabryggjunni í Neskaupstað, þá var ég sjö ára og þú árinu yngri. Pabbi og mamma höfðu svo miklar áhyggjur af okkur, sem okkur þótti auðvitað ástæðulaut, en þau fóru og keyptu björgunarvesti handa litlu greyjunum. Okkur fannst þau rosaflott svona til að byrja með og við urðum auðvitað að prufa vestin og hentum okkur því í sjóinn til að sjá hvort þau virkuðu. Við eigum afar margar minningar úr Æsufellinu hjá afa og ömmu. Manstu þegar við vorum að henda öllu lego- og playmo-dótinu út um gluggann? Helst þurftum við að vera búin að byggja eitthvað úr legóinu svo það væri flottara að lenda og þeg- ar við vorum aðeins eldri hentum við plastpokum með vatni niður af svöl- unum og reyndum helst að hitta eitt- hvað. Þá var sko gaman. Alveg er ég viss um að húsvörðurinn vildi helst skjóta okkur en við vorum alltaf svo saklaus og þóttumst ekkert vita ef hann kom upp að kvarta. Svo þegar ég fékk bílpróf varst þú 16 ára mót- orhjólatöffari. Ég brunaði beint upp í Ásgarð að sækja þig og sýna þér bíl- inn og hvað ég væri klár að keyra. Svo keyrðum við á Þingvelli og þú töffarinn manaðir mig að keyra hratt en það þurfti svo sem ekkert að mana mig en alla vega þegar ég skilaði þér var ég örugglega með púlsinn í 250. Það var alltaf svo gaman og spenn- andi þegar við hittumst þar sem við vorum ávallt að gera eitthvað sem mátti ekki. Svona gæti ég rifjað upp í heila bók sem gæti heitið 1001 ráð til að vera óþægt barn, en elsku kallinn minn, við rifjum þetta bara upp þeg- ar við hittumst. Ég vona að þér líði vel á nýja staðnum, ég bið líka að heilsa Bigga vini þínum því ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér, elsku vinur. Ég bið guð að passa mömmu þína, Ása, Fannar, Ásdísi og Berglind, og svo pössum við öll upp á elskulegu dóttur þína, hana Hrafnhildi Evu. Þín frænka Helga Björk. Oft hef ég undrast skýrleika drauma. Ekki síst núna þegar ég kveð Einar Má hinstu kveðju. Tveim- ur dögum eftir að hann lést dreymdi mig Heiðu mömmu hans og lítinn bjarthærðan dreng sem lék sér í fangi hennar. Ég fékk líka að halda á honum og við töluðum um hvað hann væri fallegur og góður. Mér fannst við vera stödd úti á landi og fleiri tákn voru í draumnum. Daginn eftir frétti ég lát Einars Más, draumurinn ekki orðinn að veruleika heldur var á vissan hátt veruleiki áður en hann birtist mér. Við Heiða áttum heima vestur á Snæfellsnesi, á Lýsuhóli, einn vetur og deildum húsi, þegar Einar Már var á fyrsta ári, og bjuggum við þar með drengina okkar þrjá, syni mína Ásbjörn og Starkað og Einar Má, ásamt kettinum Snjólfi. Heiða gætti drengjanna og sá um húshaldið og ég kenndi í skólanum. Tvo daga í viku komu svo bóndadæturnar af Furu- brekku og Álftavatni og pössuðu strákana, því þá kenndi Heiða litlu krökkunum í skólanum. Eitt sinn man ég eftir því að mikið óveður stóð yfir og vorum við orðnar heldur matarlitlar, búnar að panta í kaupfélaginu vörur sem komust ekki til okkar. Var þá bankað á dyrnar hjá okkur og úti fyrir stóð Þráinn oddviti, kominn á traktornum með stóran kassa, fullan af mat, frá Kristjönu konu hans, sem vildi ekki að dreng- irnir væru matarlausir meðan á óveðrinu stæði. Þetta var góður vetur fyrir litlu fjölskyldurnar og man ég hvað Heiða hugsaði vel um son sinn og þá alla þennan tíma og oft var glatt á hjalla í litlu húsi undir jökli. En börnin okkar vaxa úr grasi og ganga lífsins veg og enginn veit hve löng sú ganga verður. Einar Már naut mikillar ástar í lífi sínu. Megi sú ást fylgja honum um ókomna tíð og gefa honum það veganesti sem hann þarfnast, á nýjum slóðum. Ég kveð ljúfan dreng og votta allri fjölskyldu Einars Más dýpstu samúð vegna fráfalls hans. Anna S. Björnsdóttir. Elsku Einsi minn, það tekur mig sárt að segja bless á þennan hátt. Aldrei hefði mig órað fyrir að það yrði í síðasta skipti sem ég talaði við þig og heyrði röddina þína, hérna fyr- ir um það bil tveimur mánuðum, þeg- ar þú hringdir í mig glaður í bragði til að heyra hvernig ég hefði það og bara til að tala um daginn og veginn al- mennt, en svona var það nú bara Einsi minn. Þú talaðir líka um að þú hefðir aldrei heimsótt mig hingað til Dana- veldis, en þú varst staðráðinn í að láta úr því verða með vorinu. Þú sagðist vera farinn að hlakka til, tilhlökkunin var ekki síðri af minni hálfu. Því er ekki hægt að lýsa með orðum þeim söknuði sem í brjósti mér býr. Allar góðu stundirnar í vinnunni jafnt sem í frítíma, sveitaböllin og Rauða ljónið, svo ekki sé minnst á „landistúrana“ til Magga Nilla upp í Mosó og svona mætti lengi telja. Þó að við hefðum ekki hist í langan tíma var nóg að heyra röddina þína öðru hvoru Einsi minn, það var eins og að hitta þig. Við gátum talað sam- an bæði í gleði og sorg, og ég gleymi seint þeim degi í nóvember ’99 er þú hringdir til mín til að tilkynna mér að vinur okkar og æskuvinur þinn, hann Biggi, hefði misst lífið á hræðilegan hátt. Það voru erfiðir tímar fyrir ykk- ur vinina og ekki síst Höddu, Högna og fjölskyldu. Einsi minn! Ég er Guði ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir þann tíma sem við fengum saman hér á þessari jörðu. Mikið er það nú skrítið þetta líf, maður lifir bara einn dag í einu og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þess vegna vona ég að þú hafir það gott Einsi minn þar sem þú ert núna. Við hittumst aftur síðar þegar minn tími kemur, það er ég viss um. Ási, Heiða, Ásdís, Fannar, Berglind og Hrafnhildur. Guð blessi ykkur öll í ykkar mikla missi og sorg og gefi ykkur styrk til að halda áfram. Einsi minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þinn vinur, Hermann Ármannsson. ✝ Þorbjörn Krist-insson var fædd- ur á Miðsitju, Blönduhlíð, Akra- hreppi í Skagafirði 17. desember 1921. Hann lést 7. janúar síðastliðnn. Foreldr- ar hans voru hjónin Aldís Sveinsdóttir frá Skatastöðum, Skagafirði, f. 13. október 1890, d. 1. nóvember 1977, og Kristinn Jóhannsson frá Miðsitju, f. 2. des- ember 1886, d. 4. febrúar 1941. Þorbjörn var sá þriðji elsti af sjö systkinunum en þau voru: 1) Eiríkur, f. 24. maí 1916, d. 4. október 1994. 2) Hjör- leifur, f. 12. nóvember 1918, d. 1. október 1992. 4) Sveinn, f. 2. mars 1925. 5) Margrét Jóhanna, f. 24. mars 1928, d. 26. mars 1929. 6) Marteinn Jóhann, f. 30. janúar 1930, d. 22. febrúar 1930. 7) Jökull, f. 28. ágúst 1935. 1923 fluttist fjöl- skyldan að Hjaltastöðum og bjó þar til 1930 en flutti þá á Sauð- Jónasar Sveinssonar, f. 4. desember 1873, d. 29. mars 1954, frá Litla-Dal í Svínadal í Húnavatnssýslu en hann kenndi sig við bæinn Bandagerði í útjaðri Akureyrar, og konu hans Ingibjargar Hallgrímsdóttur, f. 9. maí 1888, d. 27. apríl 1984, frá Úlfs- staðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Þorbjörn og Áslaug skildu 1977. Börn þeirra eru: 1) Aldís Skagfjörð, sérkennari, f. 18. janúar 1956. Dæt- ur hennar eru: Ylva Dís, f. 16. sept- ember 1992, og Alexandra Rós, f. 8. apríl 1999. 2) Þorbjörg Skagfjörð, f. 25. janúar 1957, starfsstúlka á dval- arheimili. Hennar börn eru: Arnar Þór, f. 30. október 1976, og Tinna, f. 21. apríl 1992. 3) Jónas Skagfjörð, skáld og sjúkraþjálfari, f. 18. apríl 1960. Hann er giftur Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur, tónlistarmanni, f. 16. apríl 1970. Stjúpdóttir Þorbjarn- ar og dóttir Áslaugar fyrir hjóna- band er Auður Jóhannesdóttir, f. 10. júlí 1948, starfsstúlka á dvalarheim- ili. Hennar maki er Ólafur Karlsson, f. 15. maí 1946. Börn þeirra eru: Ei- ríkur Karl, f. 9. júní 1975, Óli Björn, f. 17. júní 1976 og Ingibjörg Harpa, f. 3. maí 1978. Börn Auðar og Trausta Bergland eru: Áslaug Helga, f. 30. mars 1965, Trausti, f. 16. maí 1967 og Fjóla, f. 3. maí 1968. Útför Þorbjarnar fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. árkrók. Einn sonanna Hjörleifur var tekinn í fóstur að Gilsbakka í Austurdal og bjó þar æ síðan. Þorbjörn stundaði barnaskóla- nám sitt á Sauðár- króki en byrjaði nám við Laugaskóla í Þing- eyjarsýslu haustið 1942. Var hann viðloð- andi staðinn fyrst sem nemandi og síðan kennari næstu árin og tók miklu ástfóstri við hann. Þorbjörn lauk kennaranámi úr kenn- araskólanum 1948 og starfaði sem barnaskólakennari í nær 30 ár, eða þar til hann þurfti frá að hverfa vegna sjúkdóms þess sem nú varð honum að aldurtila. Aðalstarfsvettvangur hans var Glerárskóli á Akureyri og eru þeir margir árgangarnir af nemendum sem hann hefur útskrifað þaðan í gegnum árin. Árið 1956 kvæntist Þorbjörn heitkonu sinni Áslaugu Jónasdótt- ur, f. 14. apríl 1929. Hún er dóttir Elsku afi okkar. Nú ertu farinn frá okkur í bili en minningin um þig mun ávallt lifa. Þegar við fæddumst varst þú orðinn svo veikur að við vitum aldrei hvort þú vissir af okkur í raun og veru. Þú spurðir alla vega alltaf hvað við hétum þegar við hittumst og gast ekki munað nöfnin okkar sem þér fundust svolítið undarleg. Þú vast farinn inn í þinn eigin heim og varst stundum í skólanum þínum eða að sinna kindunum þínum þeg- ar við komum í heimsókn og okkur fannst það skrítið því þá sast þú bara á rúminu þínu í Hlíð, en þar áttir þú heima síðustu árin þín, og var vel hugsað um þig þar. Þökk- um við af alhug öllu starfsfólkinu á Hlíð sem var þér svo gott og nær- gætið. Stundum leið þér svo illa og þá var nú gott að vita af þér í góð- um höndum. Alltaf þegar við kom- um sungum við fyrir þig og oftar en ekki tókst þú undir söngvana okkar, því þá mundir þú þrátt fyr- ir allt. Færðist þá gjarnan bros yf- ir þreytta andlitið þitt og það ljómaði upp. Þá vissum við að þú hafðir ekki alltaf verið svona veik- ur og svona innilokaður í heim- inum þínum sem enginn annar sá. Við þökkum þér þessar stundir þótt þær hafi verið allt of fáar og við hefðum víst þurft að fæðast miklu fyrr til að kynnast þér virki- lega eins og þú varst. Mömmur okkar sögðu að einu sinni hefðir þú verið stór og stæltur, hrókur alls fagnaðar á mannamótum og kveðið betur en nokkur annar. Þessa hlið sáum við glimta í á „söngstundunum“ okkar í herberg- inu þínu í Hlíð. Það er sorglegt að þú sért dáinn en nú ert þú laus við þjáningar þær sem parkinson-sjúkdómurinn lagði á þig og hugur þinn og líkami frjáls. „Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blæn- um og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran, Spámaður- inn.) Við vitum að á leið þinni upp til langömmu og langafa, systkina þinna og ástvina sem horfin eru sjónum, hefur þú örugglega staldr- að við á Laugum í Þingeyjarsýslu en sá staður var þér ávallt of- arlega í hjarta, þar sem þú dvaldir ungur. Einnig er öruggt að þú hef- ur komið við í firðinum sem var þér kærastur allra, svo kær að þú skírðir börnin þín í höfuðið á hon- um. Skagafjörðurinn þinn og þú voruð eitt, þó svo að þið væruð fjarri hvor öðrum stærstan hluta lífs þíns. Elsku besti afi, við biðjum að heilsa öllum ástvinum okkar og við reynum að vera ánægðar með brottför þína af því við vitum að nú ert þú ánægður. Amma okkar reyndist þér hin besta stoð og stytta öll erfiðu árin þín, þrátt fyr- ir að þið væruð löngu skilin og var hún hjá þér og hugsaði um þig þegar þú kvaddir. Færum við henni okkar kærustu þakkir fyrir hvernig hún reyndist þér í öllum þínum langvarandi veikindum. Við endum þetta litla kveðjubréf til þín á ljóði sem er úr ljóðabókinni þinni, „Á valdi minninganna“, sem þú gafst út ásamt tveimur öðrum bókum þegar þú varst farinn að reskjast. Að hafa þessar bækur eru okkur dýrmæt gjöf frá þér og gefa okkur færi á að kynnast þér betur. Ég lagði upp með léttan mal og lítinn óskastein. Ferðaðist um fjöll og dal sem fugl í leit að grein. Og aldrei gat ég byggt mér bæ, sú byrði varð að kvöl. Hafnaði við svalan sæ og settist að á möl. Lengi fyrst ég var í vörn, en varnir fáar kann. Að lokum reyndust blíðlynd börn það besta, sem ég fann. Bráðum héðan burt ég fer, því bátur minn er klár. Bið svo guð að bjarga mér og brosi gegnum tár. (Þorbjörn Kristinsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt og friður sé með þér elsku afi. Góða ferð! Þínar afastelpur, Ylva Dís, Alexandra Rós og Tinna. Vinirnir koma, kynnast og fara, kvaðning til brottfarar lífið er allt. (Fr. G.) Það er skammt stórra högga í milli hjá þeim hópi sem lauk námi í Kennaraskólanum vorið 1948. Þor- björn Kristinsson, Bjössi Skag., er genginn. Eftir margra ára heilsu- leysi og vaxandi hrörnun hefur hvíldin sjálfsagt verið kærkomin, en eftir stendur opið og ófyllt skarð í þennan samhenta og nána vinahóp. Þorbjörn setti svip á bekkinn, laglegur maður, dökkur á brún og brá, glettinn, skemmtilega sér- lundaður en féll þó fullkomlega í hópinn, bráðvel hagmæltur, batt ekki alltaf bagga sína sömu hnút- um og samtíðarmenn, skar sig úr á skemmtilegan hátt og hafði lúmskt gaman af. Glettni sinni og hót- fyndni beitti hann mest á sjálfan sig. Það voru margir í bekknum sem settu saman vísur, með misjöfnum árangri, en hraðkvæðastur var Þorbjörn. Fyrir jólin á síðasta námsárinu var þessi vísa skrifuð á töfluna, ort af honum sem kveðja frá bekknum: Besta skjólið bresta fer brátt þótt sólin nái að skína. Gamli skólinn hlýtur hér hinstu jólakveðju mína. Skagfirðingurinn Þorbjörn ílent- ist ekki hér syðra. Hann kenndi einn vetur við héraðsskólann á Reykjanesi við Djúp, síðan tvo vet- ur við héraðsskólann á Laugum í S-Þingeyjarsýslu, en frá 1951 til starfsloka við Glerárskóla, og átti heima á Akureyri upp frá því. Samfundir hans og bekkjarfélag- anna voru því strjálir en hann var tryggðatröll og samband hans og hópsins alltaf sterkt. Síðasta ferð hans til Reykjavíkur var til að koma í bekkjarhóf. Hann var þá sjúkur maður en ferðin veitti hon- um mikla gleði. Hann gat enn einu sinni sungið með félögunum en söngur, og ekki síður rím og stemmur, var yndi hans. Þorbjörn var viðkvæmur maður og lífið honum stundum erfitt, en einlægari og betri félagi er vand- fundinn. Við þökkum honum sam- fylgdina og sendum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorbjarnar Kristinssonar. Bekkjarfélagarnir. ÞORBJÖRN KRISTINSSON  Fleiri minningargreinar um Ein- ar Má Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.