Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorlákur Gísla-son fæddist í Vík í Grindavík 11. maí 1913. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Kefla- vík 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson, f. 30. október 1875 í Rafnshúsum, Grindavík, d. 1. des- ember 1924, og Kristólína Jónsdótt- ir, f. 16. júní 1880 á Hópi í Grindavík, d. 29. desember 1952. Systkini Þor- láks eru: Guðjón, f. 12. apríl 1906; Jón Marínó, f. 12. apríl 1906; Er- lendur, f. 26. ágúst 1907; Vilborg, f. 26. september 1908; Gunnar, f. 7. 20. desember 1940, d. 18. janúar 1990, maki Jóhannes Jónsson. 2) Sæþór, f. 10. september 1942, maki Fjóla Día Einarsdóttir. 3) Magnús, f. 11. maí 1944, d. 26. desember 1999, maki 1 Ester Gísladóttir (skildu), maki 2 Ragna Fossádal. 4) Guðjón, f. 12. júlí 1945, maki Vikt- oría Ketilsdóttir. 5) Halldór, f. 14. maí 1947, maki Hildur Ketilsdótt- ir. 6) Kristólína, f. 8. apríl 1948, maki Guðmundur Sigurðsson. 7) Sigurður, f. 26. maí 1949. 8) Gísli, f. 16. nóvember 1951, maki Kristín Þ. Eyþórsdóttir. 9) Gunnar, f. 4. janúar 1958, maki Soffía Árnadótt- ir. Barnabörnin eru 19 og barna- barnabörnin 22. Þorlákur bjó alla sína ævi í Vík í Grindavík nema síðustu sex árin í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra. Hann stundaði sjó framan af, síðan vörubifreiðaakstur, en alla tíð var hann bóndi og átti kindur meðan heilsan leyfði. Þorlákur verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. desember 1909; Þor- gerður Sigríður, f. 27. febrúar 1911; Óskar, f. 26. september 1914; og Hulda Dagmar, f. 22. júní 1918. Á lífi eru Þorgerður, Óskar og Hulda. Þorlákur kvæntist Valgerði Jónsdóttur, f. 12. júní 1917, frá Broddadalsá í Strandasýslu, d. 7. september 1981. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Brynjólfs- son, bóndi á Brodda- dalsá, f. 25. júní 1875, d. 11. júlí 1940, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 13. júlí 1873, d. 10. desember 1952. Þorlákur og Valgerður eignuðust níu börn, sem eru: 1) Margrét, f. Okkur systurnar langar að minn- ast tengdaföður okkar, Þorláks Gíslasonar „Láka í Vík“ eins og hann var alltaf kallaður, með fáeinum orð- um. Láki var fæddur 1913 og mundi því tímana tvenna. Hann ólst upp í stórum systkinahópi, þau voru níu sem á legg komust. Faðir hans, Gísli í Vík var þekktur dugnaðarmaður, útvegsbóndi og annálaður formaður á sinni tíð. Hann deyr snögglega þegar Láki er 11 ára. Það hlýtur að hafa verið þungt áfall fyrir fjölskyld- una, elstu börnin 18 ára, það yngsta sex ára. En það var mikill dugnaður og seigla í fólki á þessum tíma, við nútímafólkið skiljum það tæpast. Alla tíð var og hefur verið búskap- ur í Vík og því enginn þurft að svelta. Í þá tíð þegar Láki var að alast upp var alltaf kýr í fjósi, hænur í kofa, kindur í fjárhúsi og hestar til þess að smala á, ferðast á og draga vagna. Láki í Vík var megnið af sinni starfsævi vörubifreiðarstjóri á eigin bíl. Það hefur þurft að vinna mikið til þess að koma níu börnum upp. Ekki viljum við gleyma henni Valgerði tengdamóður okkar, Völlu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún var alveg einstök manneskja, alltaf hress og kát. Það var Láka þungt áfall þegar hún dó 1981. Þau voru mjög samhent í búskapnum, og því að koma öllum börnunum vel áfram. Um hávetur, í febrúar 1966 varð fjölskyldan fyrir miklu áfalli, íbúðar- húsið í Vík brann til kaldra kola. Allt fólkið bjargaðist á náttfötunum, en Láki brenndist illa og var vart hugað líf. Hann var lengi á sjukrahúsi, gekkst undir margar húðflutninga- aðgerðir og bjó að þessu alla tíð. Þó Láki væri alla sína tíð bóndi var hugur hans alltaf bundinn sjón- um. Hann fór ungur til sjós, allir syn- ir hans og báðir tengdasynir hafa að meira eða minna leyti tengst sjónum. Láki var dugnaðarbóndi og fram- sýnn. Hann keypti t.d. fyrstu sláttu- þyrluna sem notuð var hér um slóðir. Okkur eru minnisstæðir margir bjartir vormorgnar í sauðburðinum hér áður fyrr. Önnur var að snúast á nóttunni, hin kom eldsnemma á morgnana. Láki var svona frekar harðgerður maður tilsýndar, hann var stór vexti og stæðilegur og virkaði stundum svolítið hrjúfur. Okkur er í fersku minni hve hann lét sér annt um kind- urnar, sérstaklega þegar þær voru nýbornar og litlu lömbin voru að komast á legg. Við systurnar orðuðum það stund- um við Láka, þá var hann um átt- rætt, hvort hann vildi nú ekki fara í föndrið í Víðihlíð með gamla fólkinu. Þá svaraði Láki „ætli það væri nú ekki nær hjá mér að fara niður í fjár- hús og laga jötur“. Hann var orðinn mjög lélegur til heilsunnar 87 ára, fæturnir fúnir og ýmislegt sem angr- aði hann. Það er okkar vissa að Láki var tilbúinn að kveðja þetta jarðlíf og hitta hana Völlu sína hinum megin, svo og Margréti og Magnús. Einnig er alveg öruggt að hann var búinn að skila sínu dagsverki. Hvíl þú í friði. Hildur og Viktoría. Okkur langar til að minnast afa í Vík, eins og hann var kallaður af barnabörnunum, í fáeinum orðum. Frá því við munum eftir okkur vor- um við tíðir gestir í Víkinni, hjá ömmu og afa. Alltaf var von á heitum kleinum eða öðru góðgæti frá ömmu heitinni og svo lá leiðin oftast niður í fjárhús eða út í netaskúr til afa. Þó að hann hafi verið spar á blíð orð og þess háttar fannst okkur alltaf gam- an að vera í kringum hann og að- stoða eins og við gátum. Sérstaklega var spennandi í sauðburðinum. Oft kom það fyrir að hjúkra þurfti ný- bornum lömbum sem urðu móður- laus. Þá fórum við með þau heim til ömmu, fengum handklæði og kassa til þess að hlýja þeim og gáfum þeim mjólk í pela. Þessi lömb urðu síðan heimalningar og eltu okkur um öll tún eins og hundar. Það kom líka oft fyrir að einstaka kind kom upp tröppurnar í Vík til þess að þiggja brauð. Afi hafði gott lag á kindunum sín- um og hugsaði alltaf vel um þær enda þurfti afi ekki nema að kalla, þá komu þær hlaupandi til hans. Það kom ósjaldan fyrir að við barnabörnin gistum hjá afa og ömmu, og oft aðrir krakkar líka. All- ir voru velkomnir, jafnvel þó gaura- gangurinn yrði oft mikill, en þau voru svo sem vön því eftir að hafa al- ið upp níu börn. Oft þurfti mamma að ná í okkur ÞORLÁKUR GÍSLASON Síðustu vikur hafa okkur borist allt of margar slæmar fréttir úr umferðinni, einkum af slysum á Reykjanes- braut. Enn ein fréttin barst hinn 2. janúar sl. um að góður vinur, Logi Runólfsson, hefði farist í bílslysi þá fyrr um dag- inn. Slysatilkynningar koma alltaf á óvart, en að Logi skyldi fara í bílslysi var síst það sem okkur sem þekktum hann hefði dottið í hug. Logi var mjög öruggur bílstjóri. Við höfum ferðast mikið saman í bíl allt frá því við vorum ungir menn, bæði á þjóð- vegum og utan þeirra. Hann var „Weapon“-maður á yngri árum og ferðaðist mikið um óbyggðirnar. Logi var alla tíð bakhjarl minn í bíla- kaupum og ráðgjafi varðandi viðhald bíla. Ég minnist þess er ég átti eitt sinni erindi við Loga á verkstæði þar sem hann vann ásamt Daða bróður sínum við viðgerð á „Weaponinum.“ Mér varð það á að sparka í pakkn- ingu sem lá á gólfinu og spurði þá LOGI RUNÓLFSSON ✝ Logi Runólfssonfæddist í Reykja- vík 31. janúar 1941. Hann lést af slysför- um 2. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 12. janú- ar. bræður um leið hvort þetta væri „head“- pakkningin. Þeir urðu orðlausir en fengu þarna staðfestingu á að ég vissi ekkert um bíla annað en kunnaað aka þeim. Oft var hent gaman að þessum at- burði í gegnum tíðina. Logi fæddist 31. janúar 1941 og hefði því orðið sextugur í lok þessa mánaðar. Logi kvæntist 1. október 1966 Önnu Kristjáns- dóttur og eiga þau tvö elskuleg og mannvænleg börn, Nönnu og Kristján Frosta, og einn dótturson, Jón Loga. Á unglingsárum fluttist Logi með foreldrum sínum og bræðrum til Argentínu, þar sem faðir hans starf- aði um tíma. Það var þeim mikil lífs- reynsla og fróðlegt að hlusta á frá- sagnir þeirra af þeirri dvöl. Eftir útskrift úr Samvinnuskólan- um árið 1960 starfaði Logi m.a. hjá Sambandinu, Matkaupum og Lands- miðjunni. Frá árinu 1964 starfaði hann með föður sínum við fyrirtæki hans, R. Sæmundsson hf. og Blossa hf., við að flytja inn og selja varahluti og rafkerfi í bíla. Við Logi útskrifuðumst úr Sam- vinnuskólanum á Bifröst með 2ja ára millibili og kynntumst um það leyti. Eiginkonur okkar störfuðu sem flug- freyjur hjá Loftleiðum 1964 og ’65 og hafa verið vinkonur frá þeim tíma. Við höfum haldið góðu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda mín flyttist búferlum frá Reykjavík, fyrst til Ísa- fjarðar og síðan til Keflavíkur. Fjöl- skyldur okkar hafa átt margar ógleymanlegar stundir saman á þessum 36 árum, þar sem Logi var oftast hrókur alls fagnaðar. Logi var skarpgreindur og fróðleiksfús og því var gaman að ræða við hann. Sama hvar gripið var niður, maður kom aldrei að tómum kofunum. Skoðanir hans voru ákveðnar og skýrar. Logi tók mikinn þátt í félagsstarfi á yngri árum, m.a. í Nemendasam- bandi Samvinnuskólans, J.C. hreyf- ingunni, slysavarnadeildinni Ingólfi og um tíma sat hann í stjórn Slysa- varnafélags Íslands. Í félagsmálum sem og öðru sem hann tók sér fyrir hendur, þá vann hann heilshugar. Hann var einstaklega hjálpsamur og gat stundum verið tafsamt að ferðast með honum, því ef komið var að bíl á vegarkanti, þá stoppaði hann og spurði hvort eitthvað væri að og hvort hann gæti aðstoðað. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég Önnu, Nönnu, Kristjáni Frosta og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur með von um að minningin um góðan eiginmann og föður gefi þeim styrk á sorgarstund. Með þér leið mín lá um liljum skrýdda grund. Já, þér muna má ég marga glaða stund; þú ert horfinn heim, ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. (K.N.) Guð blessi minningu Loga Run- ólfssonar. Jóhann Einvarðsson. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra, en eiga vini, sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson.) Hvernig svörum við ættingjum okkar og vinum á nýbyrjuðu ári, það vitum við öll, en skyndilega við eitt símtal frá okkar góðu vinkonu, Önnu, kemur í ljós, að það er ekki hægt að segja þessa setningu á ný- byrjuðu ári. Sorgarfréttin barst okk- ur sama dag og vinur okkar Logi Runólfsson hafði látist í hörmulegu bílslysi 2. janúar á Reykjanesbraut. Við sitjum saman hnípin og með tár í augum og getum ekki sætt okkur við þennan viðskilnað „þar til við hitt- umst næst“. Þegar við stöndum skyndilega frammi fyrir því að einn af okkar bestu vinum er hrifinn af okkar braut á svo sorglegan hátt hvarflar hugurinn til baka. Ungt fólk að byrja búskap, byggja sínar fyrstu íbúðir, 1967, allir ungir og áhugafull- ir einstaklingar og keppast um að vera samhentir í að koma öllu í sem best form. Þar vorum við heppin að hafa fengið þessi yndislegu hjón með okkur, Loga og Önnu, en þau urðu og hafa verið ein af okkar bestu vin- um allt frá þeim tíma. Í þessari „öldrunar-skátablokk“ áttum við margar góðar stundir og höfum átt síðan, ýmist á þeirra heimili eða okk- ar og ekki má gleyma sumarbústaða- ferðum hérlendis og erlendis og tjaldvagna- og tjaldferðum. Elsku Logi og Anna, þær stundir sem við höfum fengið að vera með ykkur og börnum ykkar eru okkur ógleyman- legar. Nú verður okkur efst í huga að sá sem sólina skóp veiti fjölskyldu hans Loga vinar okkar þann styrk og huggun sem hún þarf á að halda. Innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna, Örlygur og fjölskylda. Snemma á sjöunda áratugnum hitti ég Loga fyrst, þegar hann og Anna, æskuvinkona eiginkonu minn- ar, fóru að draga sig saman. Hann var stórmyndarlegur ungur maður, hafði yfir sér framandlegan erlendan blæ, nýkominn með foreldrum sínum og bræðrum úr búsetu í Argentínu og var vissulega vonarfengur margra ungra kvenna í Reykjavík þess tíma. Samdráttur þeirra Önnu leiddi til hjónabands, barna og húsbygginga, sem er gangurinn þegar allt gengur eftir. Hjónavígsluna framkvæmdi séra Sveinn Víkingur fyrrverandi skóla- stjóri Samvinnuskólans, en brúð- kaupsveislan var haldin að Hrísa- teigi 8, þar sem móðurbróðir brúðgumans, Sigfús Halldórsson, og faðir brúðarinnar, Kristján Krist- jánsson, fóru á kostum í tónum, söng og tali. Heimilislíf þeirra varð með tíman- um blandað þeirri dulúð sem fylgir tíðum ferðalögum til annarra landa, í þá daga sem slíkt var ekki daglegt brauð landsmanna. Þau voru verald- arvön og báru með sér angan og siði frá fjarlægum stöðum. Það var alltaf skemmtilegt og athyglisvert að sitja veislur hjá Önnu og Loga. En þau ferðuðust líka innanlands. Og einmitt eitt slíkt ferðalag með nokkrum fleiri vinum, stendur flest- um sem þar voru í fersku minni. Þetta var árið 1966 og var ferðinni heitið austur með suðurströndinni, eins langt og komast mætti á viku- tíma á gömlum Vípon eftir þeim veg- um sem prýddu landið þá. Logi átti hlut í bílnum og ók. Fyrst var farið í Þórsmörk, en það tók heilan dag og langt fram á kvöld. Þar var dvalið tvö dægur og þá enn ekið í austur og næst tekið hús á afa mínum, prestinum í Holti undir Eyjafjöllum og þar etin dýrðleg kjöt- súpa og skeggrætt um heimsins gagn og glaum. Næst var komist til Víkur og tjaldað rétt norðan við þorpið í fögru gili. Þá var kominn tími til að gera við bílinn góða og stóð sú törn langa lengi og bílinn að lok- um útskrifaður við svona sæmilega heilsu. Okkur tókst að aka uppá Reynisfjall og virða fyrir okkur stórundur íslenskrar náttúru og seinna að aka út í Hjörleifshöfða og ganga þar um grónar rústir og tún horfinna kynslóða. Þegar öllu þessu var lokið var vikan nær uppurin og tími til kominn að snúa í vestur til Reykjavíkurbæjar, eins og hann hét þá. Það er ótrúlegt í dag að þessi til- tölulega stutta ferð skyldi taka svona óralangan tíma. En einmitt þess vegna leið tíminn öðruvísi. Allt gerð- ist mun hægar og fólk kynntist betur og gerr. Þá tók ég eftir ýmsu í fari Loga sem einkenndi hann alltaf. Geðgóður, greindur, kátur, seinlát- ur, margmáll og oft þver. Hann var vinum sínum og ættingj- um áberandi góður og nærgætinn, en síður sjálfum sér. Við hjónin þökkum af alhug við- kynninguna við góðan dreng, og biðjum blessunar eftirlifandi ætt- ingjum hans öllum. Sigurður Einarsson. Deyr fé, Deyja frændur, Deyr sjálfur ið sama. En orðstír Deyr aldregi Hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Við skyndilegt fráfall Loga hellast yfir mig minningarnar frá unglings- árunum þar sem ég dvaldi löngum stundum með Nönnu vinkonu minni á heimili þeirra Önnu og Loga. Ég þakka góða viðkynningu og ég og fjölskylda mín sendum Önnu, Nönnu, Bjarka, Kristjáni og Jóni Loga samúðarkveðjur. Kristín. Mig langar að kveðja vin minn til fjölda ára með minningum um liðna tíð. Við Logi Runólfsson vorum einkavinir frá því við kynntumst í gagnfræðaskóla. Við lásum saman undir vorprófin, oftast heima hjá honum, og þar kynntist ég foreldrum hans og bræðrum. Þetta var fyrir- myndarheimili. Nanna var heima- vinnandi, þannig að bræðurnir og vinir þeirra, gátu gengið að því vísu, að fá mjólk og kökur, auk þess sem móðir þeirra var ung og hafði áhuga á því sem var að brjótast í ungling- unum hennar. Við Logi vorum svo heppnir að komast í sumarvinnu hjá Landssímanum, við unnum í loftlínu- EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.