Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ R ITGERÐASAFN Suz- anne Brøgger sem lagt er fram til bókmennta- verðlauna Norðulanda- ráðs heitir Seiður (Seid). Einn dönsku gagnrýnand- anna lét bókartitilinn fara í taugarn- ar á sér af því að Suzanne væri þar með að setja sig á háan hest, skipa sjálfa sig „norn“ og gefa í skyn að bókin væri seiðandi. „Norn“ er hins vegar ekki rétta orðið – Suzanne er sjálfskipuð „völva“. Og hún ekki af verra taginu. „Seið hún hvar er hún kunni ...“ Í Seiði eru fimmtíu kaflar; grein- ar, örstuttar hugleiðingar, langar ritgerðir og nokkur viðtöl – allt frá síðasta áratug síðasta árþúsunds. Eins og völvu sæmir sér Suzanne „vítt og um vítt um veröld hverja“. Hún segir full fyrirlitningar að krafa rauðsokkanna á áttunda ára- tugnum um að hið persónulega ætti að verða pólitískt hafi náð fram að ganga á óvæntan hátt þegar öll heimsbyggðin hafi verið neydd til að glápa á buxnaklauf valdamesta manns heimsins vikum saman og gaumgæfa hans sæðisbletti á lær- lingskjól. Suzanne Brøgger (f. 1944) fædd- ist í því landi sem áður hét Ceylon, nú Sri Lanka. Hún ólst upp í Aust- urlöndum og var orðin táningur þegar hún flutti til Danmerkur. Hún er bæði heimsborgari og Erki-Dani samtímis. Hún hefur ferðast mikið og stöðugt áratugum saman. Rit- gerðir hennar um lönd og þjóðir eru ekki bara slagferðugar og ögrandi heldur ákaflega upplýsandi eins og ritgerðin um Sviss í Seiði. Góð er líka grein hennar um Japan en hún segir Japanir séu svo greindir að þeir hafi skilið hvernig á að lifa með mörgum hliðskipuðum heimum án þess að blanda þeim saman. Þannig getur japanskur skrifstofumaður drukkið sig á skallann, faðmað for- stjórann og öskrað af hjartans lyst í karaoke kvöldsins en daginn eftir hafi ekkert af þessu „gerst“. Þetta sé hagkvæm leið til að eiga við flók- inn og samsettan veruleika. Til að halda öllu aðgreindu þarf fyrst að flokka veruleikann og aðgreining sviðanna krefst aga og nákvæmni sem á djúpar rætur í japanskri menningu. Spurningin er hvort hægt er að flytja aðferðina út og hvernig við hin eigum að fást við samsettan veruleika okkar? Eins og alvöru völva lætur Suz- anne ekki glepjast af léttúðugri tækni- og framfaratrú heldur er hún svartsýn á framtíðina. Hún segist sjá æ fleiri dæmi um mannskilning sem sér finnist grófur og ljótur og felist í því að telja að enginn sé neins virði nema hann sé frægur og ríkur. Seiður er yfir fjögur hundruð síð- ur, greinarnar eru misjafnar að gæðum og Suzanne, sem þýddi Völuspá á dönsku hér um árið, hefði vel mátt minnast þess að það má ná miklum áhrifum með fáum orðum – að minnsta kosti ef maður er völva. Meira um það persónulega og pólitíska Kirsten Thorup (f. 1942) skrifar hjartaskerandi skáldsögu um ást- ina, dauðann og valdið. Bókin heitir Bonsai en það er nafnið á japönsku dvergtré sem þarf að rækta og móta eftir kúnstarinnar reglum svo að það verði fagurt. Bókin er byggð upp eins og kín- versk askja, fyrst er frásögn manns sem er í sálgreiningu og talar í fyrstu persónu um sjálfsmorð konu sinnar og sálarkröm sína. Í næsta kafla fylgjumst við í hefðbundinni þriðju persónu frásögn með upp- vexti Nínu nokkurrar á landsbyggð- inni þar sem hún er lögð miskunn- arlaust í einelti. Þegar hún fer að heiman, sautján ára, ákveður hún að þurrka út fortíðina, verða ný, verða sitt eigið sköpunarverk. Hún þegir að mestu, neitar enn að koma út úr sínum heimi en þegar hún er ein æf- ir hún sig á að tala án mállýskunnar sem hún er alin upp í. Tungumál hennar verður hljómlaust, eigin- leikalaust, sjálf er hún ómótaður leir. Það er engin tilviljun að hún kynnist manni sínum, Stefan, strax eftir að hún kemur til borgarinnar. Hann hefur beðið eftir svona konu. Þriðji hluti bókarinnar eru bréf Nínu til foreldranna um það hvernig Stefan mótar hana, kennir henni, tuktar hana til og býr loks til úr henni rithöfund. Þau eru mjög fá- tæk. Hún vinnur tvö launuð störf en hann er í myndlistarnámi. Hún af- sakar og réttlætir og gerir sig til fyrir foreldrunum. Fjórði hlutinn segir sögu Stefans af sambandinu. Þau Nína hafa þá verið skilin í fimmtán ár. Hann hefur slegið í gegn sem leikstjóri og sviðsmynda- hönnuður en er að deyja úr alnæmi. Hann hefur valið að deyja fyrir eigin hendi fremur en að veslast upp. Hann segir leikhúsheiminum að hann sé að deyja úr hvítblæði af því að hann heldur að enginn viti að hann sé hommi. Hann hefur valið Nínu og Elínu, dóttur þeirra, til að hjálpa sér við þessa síðustu sýningu sem breytist úr harmleik í hroll- vekju. Fimmti hlutinn segir frá tím- anum fyrir dauða Stefans í þriðju persónu en í þeim sjötta tekur Nína orðið aftur og lýsir bakslaginu eftir dauða mannsins síns fyrrverandi og loks lokast skáldsagan með ramma- sögunni aftur. Í Bonsai er sem sagt sjö sinnum skipt um sjónarhorn og sagan er ansi flókin og stundum langdregin. Hún er samt geysilega sterk. Sam- búð Stefans og Nínu er beint fram- hald af einelti bernskuáranna. Stef- an er eins og Henry Higgens í My Fair Lady, hann formar Nínu og býr til konu sem hentar honum og segir loks: „I think she’s got it ...“ en þá er þetta líka búið. Samband þeirra tveggja lýsir valdatafli sem rúmar flestar af þeim sorglegu og hlægi- legu blekkingum og valdbeitingu sem tvær manneskjur geta notað til að pína hvor aðra og þau verða svo háð hvort öðru – vegna ástar eða gagnkvæms haturs – að dauðinn getur ekki aðskilið þau. Þvert á móti hann sameinar þau endanlega. Um þessa bók, Bonsai, skrifaði Erik Skyum Nielsen hvassan rit- dóm og sagði að hér hefði Kirsten Thorup gengið of langt. Bókin sé hefndar- og árásarskjal stefnt gegn manninum sem smitaði Ib Thorup, leihúsmann og fyrrverandi eigin- mann hennar, af alnæmi. Auk þess takist henni að koma höggi líka á læknana sem hundsuðu rétt fjöl- skyldunnar til að vera hjá honum í dauðanum o.s.frv. Aðeins örsjaldan nái Kirstin að hefja sig upp yfir þessa sorgarsögu til að búa til list úr henni. Sá tvö þúsund manna hópur í mið- borg Kaupmannahafnar og ná- grenni sem hefur þessar upplýsing- ar er sannlega ekki stór hluti af þeim tugum þúsunda sem geta lesið bók Thorups á frummálinu og hundruðum þúsunda sem munu lesa hana í þýðingum. Það fylgdi í kjölfar þessa ritdóms áhugaverð deila um það hvað sjálfs-skáldsögur væru. Louise Svanholm segir í greininni „Hin grófgerða nálægð“ að sú hráa nánd sem fylgi bókmenntagreina- blöndun skáldævisögunnar hafi mögulega orðið of mikið fyrir Erik Skyum Nielsen. Þetta er áhugaverð umræða sem sýnir vel að við erum að fá fram nýjar bókmenntagreinar þar sem fyrirframskilgreining manna á því hvernig bók þeir eru að tala um ræður mati þeirra og við- tökum á bókinni. Þá gildir nú að geta talað saman – eða hvað? Að hugsa hátt Jónas Wergeland fær köllun fimm ára gamall. Hann ætlar að verða frægur. Hann vonast til að eitthvert ljúfmeti verði nefnt eftir honum eins og Freisting Jansons og Fagra Hel- ena og því þá ekki Jónasarkakan en það er súkkulaðikaka með lakkrís- bitum og ýmsu öðru sem aðeins smástrákar láta sér detta í hug að setja í kökudeig. Eftir tilraunir miklar gefur Jónas þennan draum upp á bátinn. Næst langar hann til að bjarga mannslífum og verða strandvörður – löngu fyrir daga sjónvarpsseríunnar – og loks verður hann raunverulega frægur. Hann skapar sér frægðarferil í hinu unga ríkissjónvarpi Noregs. Jónas giftist æskuástinni sinni sem er læknir og allt gengur honum í haginn. Þetta er á sjötta og sjöunda áratugnum. Há- punkturinn á ferli Jónasar er afar frumleg og óvenjuleg þáttaröð undir yfirskriftinni: Að hugsa hátt (Å tenke stort). Með henni slær hann í gegn. Skömmu síðar er Jonas Wergeland tekinn fastur og dæmd- ur fyrir morð á konunni sinni. Hátt að rísa, lágt að falla, segir máltækið. Í þremur bókum og næstum fimmtán hundruð síðum segir norski rithöfundurinn Jan Kjærstad (f. 1953) söguna af Jónas Werge- land. Fyrsta bókin hét Flagarinn (Forføreren, 1993), önnur Sigurveg- arinn (Erobreren, 1996) og sú þriðja, sú sem lögð er fram til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár heitir Landkönnuðurinn (Op- dageren, 1999). Sagan er sögð frá mörgum sjónarhornum, af systur Jónasar og bernskuvinum, vinkonu hans, dóttur og loks Jónasi sjálfum. Smám saman teiknast upp breið og gagnrýnin, stundum háðsk en oft ástúðleg lýsing á norskri menningu og þróun hennar frá seinni heims- styrjöld. Greining Kjærstad á sálar- lífi hins tilfinningakalda Jonas Wergelands er sterk og sannfær- andi, honum er fyrirmunað að setja sig í spor annarra til frambúðar, hann heyrir ekki það sem er sagt við hann og les ekki skilaboðin sem hon- um eru send. Hann dreymir um að bjarga mannslífum þegar hann er ungur og rómantískur en sem mið- aldra og hylltur fjölmiðlamaður nennir hann ekki að standa í því slít- andi amstri sem það getur útheimt að bjarga lífi konunnar sinnar. En þó að hin sálfræðilega mynd sem dregin er upp af Jónasi sé sterk og grípandi er hún ekki miðlæg í þessu mikla verki og það er ekki gamal- dags þroskasaga. Það er frásagnar- aðferðin sem ræður mestu þar um. Hvað eftir annað byrjar frásögn í persónulegri minningu og síðan vík- ur sögunni skyndilega „vestur til Breiðafjarðardala“ án þess að biðja nokkurn mann afsökunar á því og fer þar fram einni til tveimur sögum nokkra hríð uns tekinn er aftur upp þráðurinn hjá Jónasi. Nákvæmlega eins og í Íslendingasögunum getur lesandi sjálfum sér sagt að það er ekki verið að teygja lopann að nauð- synjalausu, hliðarsögurnar spegla, útskýra meginsöguna með því að vera hliðstæða eða andstæða hennar og allt kemur þetta saman að lokum. Engin hætta á öðru. Það sem fyrir Kjærstad vakir eins og gömlu sögu- mönnunum er að sýna að engin saga fer ein saman heldur er samsett úr öllum þeim sögum sem grípa inn í hana eða spinnast út frá henni eins og í tyrknesku teppamynstri. Framan á Landkönnuðinum er mynd af persnesku teppi og kápu- myndin segir okkur að textar og frá- sagnarhefðir sem byggjast á nýjum og gömlum goðsögum séu sannar- lega alþjóðlegt góss, persneskt jafnt sem norskt eða íslenskt ef út í það er farið. Aðdáendur Kjærstad í Noregi urðu ævareiðir yfir því að hann var ekki tilnefndur til bókmenntaverð- launanna í fyrra og hart var deilt á norsku dómnefndina. Nýja dóm- nefndin bætir hér með fyrir brot þeirrar fyrri og danskir gagnrýn- endur sem tekið hafa miklu ástfóstri við Kjærstad veðja á að hann fái verðlaunin í ár. Gamli maðurinn og hafið Í afskekktu sjávarþorpi fæðist drengur sem fær nafnið Jóhannes eftir afa sínum Á sama tíma deyr Jó- hannes gamli, afinn. Frá þessu segir í bók Jon Fosse (f. 1959) Morgunn og kvöld (Morgon og kveld). Jon Fosse hefur getið sér orðstír á und- anförnum árum sem framúrskar- andi leikskáld og eru leikrit hans leikin í leikhúsum víða um Evrópu. Hann hlaut í fyrra Leikskáldaverð- laun Norðurlanda fyrir leikrit sitt En Sommars Dag. Skemmst er frá því að segja að þessi litla bók er und- urfalleg. Hún er skrifuð undir for- merkjum naumhyggjunnar og minnir svolítið á sögur Gyrðis Elías- sonar, einkum Bréfbátarigninguna. Það gerist nánast ekki neitt í sög- unni annað en stærstu viðburðir sem henda einstaklinginn, nefnilega fæðingin og dauðinn. Í örfáum orð- um eins og þegar lýst er hvernig Jó- hannes hittir konuna sína tilvonandi er sögð saga sem duga myndi öðrum höfundum í væna hundrað blaðsíðna umræðu. Það er merkilegt að sjá hvernig Jon Fosse, sem er rétt rúmlega fer- tugur, tekst að gefa gamla Jóhann- esi ekki aðeins sál heldur líka líkama gamals manns. Tungumál hans er fáort, hversdagslegt en þó stílfært á ótrúlega fínlegan og fallegan hátt. Ljóðrænan og tónlistin sem getur falist í endurtekningum og stuðlun- um hins einfalda, daglega máls verð- ur afskaplega hrífandi og sefjandi eins og þula eða ríma eða eitthvað svoleiðis – gamalt og gott. Sjálfstæðisbaráttan gegn Dönum Oddvör Johansen (f. 1941) er til- nefnd frá Færeyjum fyrir sögulegu skáldsöguna Á morgun verður aftur nýr dagur (Í morgin er aftur ein dagur) en þar er sögð færeysk ætt- arsaga sem hefst um miðja öldina nítjándu og endar á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Þetta er saga af ómanneskjulegum þrældómi þurra- búðarfólks í Þórshöfn í samfélagi sem einkennist af mikilli stétta- skiptingu og spennu á milli hinnar útlendu yfirstéttar og nýlendubú- anna. Seiðandi sögur af næstu bæjum Tilkynnt verður hver hlýtur bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs á föstudag. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur kynnir hér í fyrri grein sinni sex af þeim höfundum sem tilnefndir eru. Kirsten Thorup frá Danmörku: Bókin er byggð upp eins og kín- versk askja, fyrst er frásögn manns sem er í sálgrein- ingu. Jan Kjærstad frá Noregi: Danskir gagnrýn- endur hafa tekið miklu ástfóstri við hann og veðja á að hann fái verðlaun- in í ár. Þórunn Valdimarsdóttir: Stíll bókarinnar er magnaður, mun- úðarfullur og end- urskapar orðfæri aldamótakynslóð- arinnar. Jon Fosse frá Noregi: Það er merkilegt að sjá hvernig Jon Fosse tekst að gefa gamla Jó- hannesi ekki að- eins sál heldur líka líkama gam- als manns. Oddvör Johansen frá Færeyjum: Hér er kominn beiskari og her- skárri tónn í garð Dana en verið hef- ur áður í fær- eyskum bók- menntum. Suzanne Brögger frá Danmörku: Hún er bæði heimsborgari og Erki-Dani sam- tímis. Hún hefur ferðast mikið og stöðugt áratugum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.