Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 2
---—■—■—-—”——---- Stenmark í allt öðrum gœðaflokki Mánudagur 8. janúar 1979 VÍSIR VtSIR Mánudagur 8. janúar 1979 J9!enn einn nýr MAZDA, rúmgóður, sparneytínn og umfram allt-ódýr Fyrir þá sem þurfa station bíl þá höfum viö lausnina... MAZDA 323 5-dyra station. Þessi bíll leysir af hólmi 818 station bílinn, sem hefur notiö mikilla vinsælda. 323 station er aö öllu leyti rúmbetri bíll og aflmeiri. Plássiö er meira aö segja nóg til aö hægt er aö sofa í honum. Athugið aö MAZDA 323 eyddi aöeins 5.47 lítrum pr. 100 km. í sparaksturskeppni BÍKR 1977... BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar. 812 64 og 81299 ' ■ Umsjón: Gylfi Ifristjánsson — Kjartan L. Páisson Þeir vðldu Floso í úrvalsliðið! Ssland í 4. sœti á NM unglinga í körfuknattleik tslenska unglingalandsliöiö I körfuknattleik hafnaöi í 4. sæti á Noröurlandamóti unglinga sem lauk í Lathi I Finnlandi í gær. island sigraöi liö Noregs en tapaði öörum leikjum sinum. Finnar uröu Noröurlanda- meistarar, sigruöu Dani I úrslit- um 99:63. „Það var grátlegt fyrir okkur að tapa fyrir Svium, við vorum með unninn leik” sagði Jón Otti Ölafsson er við ræddum við hann i Köflóttur leikur hjá landsliðinu Hann var hálf-köflóttur fyrri leikur fslenska landsliösins i handknattleik gegn 'Pólverjum á laugardaginn. Lengst af gekk allt á afturfótunum hjá liöinu, en á milli sáust kaflar sem hvaöa landsliö sem er gat veriö stolt af. Einn af þessum góðu köflum kom fyrst i leiknum. Þá skoraöi islenska liöiö fyrstu 3 mörkin og fékk ekki á sig mark i liölega 11 minútur. Pólverjunum tókst ekki aö jafna fyrr en hálfleikurinn var rétt hálfnaður — og þá var staðan 5:5. Eftir það fór aö syrta I álinn hjá Islenska liðinu og einn af þessum lélegu köflum, sem jafnan fylgja þvi, kom I ljós. Pólverjarnir kom- ust I 8:5 og siðan i 13:8 en I hálf- leik voru þeir 7 mörkum yfir — 16:9. Þeir komust svo i 17:9, en þá kom aftur góöur kafli hjá landan- um og hann komst I 12:17. Hann minnkaði svo bilið i 3 mörk eða 16:19 en náði ekki aö brúa það betur og lokatölurnar uröu 20:25 Pólverjum I vil. Leikur islenska liðsins i siðari hálfleik var mun betri en i þeim fyrri, en áberandi var hvað mikið var um mistök — og það oft á tið- um hrein byrjendamistök. Menn voru að missa knöttinn úr hönd- um sér — stóðu með hann eins og glópar of lengi eða þá köstuöu honum útaf i stað þess að senda á næsta mann... Pólverjarnir kunnu sýnilega á leikaðferðir islenska liðsins, og stöðvuðu þær oftast I fæöingu, en afturá móti gekk okkar mönnum ekki eins vel að stöðva leikaðferð- ir Pólverjanna. Að visu tókst að halda stórskyttunni Klempel i skefjum, en hann skoraði ekki nema 4 mörk i leiknum — öll úr vitaköstum. Pólverjarnir höfðu þá afsökun á slælegri frammi- stöðu hans, að hann væri aö koma úr keppnisbanni, sem hann hefði fengiö fyrir að brjóta settar regl- ur. Hann væri þvi enn ekki kom- inn i almennilega æfingu. Þeir áttu samt nóg af öðrum mönnum til að skora mörkin, en I liði þeirra báru þeir af I þessum leik Garpiel, sem geröi 7 mörk, Katuzinski (nr. 13) sem gefur Klempel ekkert eftir hvað skot- hörku eða stökkkraft snertir og Kosma (nr. 11) sem var potturinn og pannan i öllu spili. 1 islenska liðinu báru þeir af Þorbjörn Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Ólafur Jónsson, en aftur á móti var Ólafur H. Jónsson ekki svipur hjá sjón, enda með flensu rétt fyrir leikinn. Axel Axelsson var ekki með vegna meiðsla í baki og vantaði liðiö þvi tilfinnanlega stórskyttu i hans stað. Alls var 11 mönnum visað útaf I leiknum — 6 Pólverjum og 5 Islendingum — af hinum dönsku dómurum leiksins, sem ekki voru samkvæmir sjálfum sér, hvorki 1 brottvisunum né mörgum öðrum dómum. —klp— gær, en Jón Otti dæmdi á motinu, m.a. úrslitaleikinn. „Við vorum með unninn leik i höndunum, vorum yfir 11 stig þegar 5 minútur voru til leiks- loka.A siðustu sekúndum leiksins þegar við vorum eittstig yfir mis- tókst stórgott tækifæri að innsigla sigurinn. Þá brást körfuskot undir körfunni aðeins 5 sekúndur voru til leiksloka. Sviarnir náðu boltanum og fengu vitaskot sem þeir jöfnuðu úr, 66:66. Sviar sigruðu siðan i fram- lengingu 11:6, en það var grátlegt að horfa á þetta” sagði Jón Otti. Island lék mjög góðan leik i gær igegn Noregi og vann öruggan sigur 85:76. Hinsvegar átti liðið enga möguleika gegn Dönum og Finnum, en Danirnir komu mjög á óvart með þvi að taka 2. sætið i mótinu. Þéir unnu Island 86:58 og Finnar sigruöu okkur 99:57. Flosi Sigurðsson, hinn hávaxni miðherji liðsins — sonur Sigurðar Helgasonar fyrrum leikmanns Vals, var kjörinn i úrvalsliö eftir keppnina, en það skipuðu auk hans þrir Finnar og einn danskur leikmaður. Flosistóðsig mjög vel á mótinu og skoraði alls 85 stig I leikjunum fjórum. gk —. „Lélegir leikir" Þótt þjálfari islenska landsliðs- ins, Jóhann Ingi Gunnarsson, hefði ekki haft tima aflögu — aldrei þessu vant — fyrir fslensku blaðamennina eftir landsleikinn I gærkvöldi, hafði hinn pólski kollegi hans það. Alit hans á landsleikjunum tveim var þaö, að sá slöari hafi verið mun betri — en annars hafi báðir leikirnir verið handknatt- leikslega séð mjög lélegir. Það hafi verið allt of mikiö um slæm mistök bæði i vörn og sókn á báða bóga. ,,En þessir leikir voru góð æfing fyrir Baltic Cup. Leikmenn beggja liöa og þjálfarar þeirra geta ýmislegt af þeim lært fyrir þá keppni”, sagði hann. Um einstaka leikmenn i is- lenska liöinu vildi hann litið segja, en hældi þó Jóni P. Jóns- syni fyrir framlag sitt I siöari leiknum og gat einnig Bjarna Guðmundssonar, sem honum fannst vera fljótur og skemmti- legur leikmaður. —klp— 2. deildin i handknattleik: TVEIR ÓSIGRAR HJÁ ÞÓRSURUM Sigmar Þröstur, markvörður Þórs úr Eyjum, hefur staðið sig frábærlega vel I markinu I vetur, en um helgina mátti hann þó rölta 56 sinnum eftir boltanum I mark- iö. Vfsismynd Einar. Þórsarar úr Vestmannaeyjum sem hafa vakið mikla athygli I leikjum sfnum i 2. deild tslands- mótsins I handknattleik f vetur, töpuðu loksins um helgina er þeir léku tvo leiki i Reykjavik. Þetta voru fyrstu ósigrar liðsins, sem var eitt ósigraö I 2. deild, og setur þetta mikla spennu I keppnina. Á laugardag töpuðu Þórsararn- ir fyrir Þrótti 29:19, og I gær fyrir Armanni 27:17. Komu þessir ósigrar aðaliega til vegna þess að : Hannes Leifsson var tekinn úr umferð og það braut niður sóknarleik liðsins. Þá var varnar- leikurinn ekki upp á það allra besta, enda fær liöiö á sig 56 mörk I tveimur leikjum. Þá fór fram einn leikur i 1. deild kvenna, og urðu þau óvæntu úrslit að Breiöablik sigraði KR 12:10 eftir að hafa haft yfir I hálfleik 6:2. Valur sigraði 1R I bikarkeppni kvenna 24:10. Þetta heitir aðskora körfu meö miklum tilþrifum. Njarðvíkingurinn Ted Bee sýnir á myndunum hér aðofan hvernig troöaá boltanum f körfu andstæöingsins. Myndin þarfnast varla skýringa, en litlu bakverðir ÍR, þeir Kristinn Jörundsson og Kolbeinn Kristinsson eru f hlutverkum áhorfenda, og standa enn og stara er Ted Bee hefur lokið sýningunni. Vfsismynd Friðþjófur UMFN „gekk hreinlega frá" þreyttum ÍR-ingum Islandsmeistarar KR þurftu ekki neinn stórleik til að vinna sigur gegn , 1S f Úrvalsdeildinni I körfuknattleik I gær. KR-ingar léku miðlungsleik, en þeir unnu samt 22 stiga sigur, 88:66. | Stúdentarnir eiga greinilega erfitt um þessar mundir. Dirk Dunbar meiddur og á förum frá liðinu og óvist hvort þeir fá annan bandariskan leik- mann til að taka stöðu hans. Það er mikiðmálfyrirliðið, þvi fallbarátta er framundan fari sem horfir. Þá eru sumir eldri manna liðsins greinilega búnir með sitt fegursta sem körfu- knattleiksmenn og ekki að sjá að þeir Lónlausir stúdentar í mikilli fallhœttu í „Ég get ómögulega tekið undir þaö að viö verðum ekki með I baráttunni um íslandsmeistaratitilinn”, sagöi bandarfski leikmaðurinn Ted Bee sem leikur méð UMFN i Úrvalsdeildinni I körfuknattleik. Við ræddum viö Bee eftir að lið hans hafði unnið 104:77 sig- ur gegn 1R f „Ljónagryfjunni” I Njarð- vikum um helgina. „Þetta var góður leikur hjá okkur”, bætti Bee viö: „Við lékum nú sem ein sterk liðsheild og liðið hefur ekki leikið jafnvel saman sem slik heild fyrr i vet- ur. Þá hjálpaöi það til að IR-ingarnir voru greinilega þreyttir eftir leikinn við KR,” bætti Ted Bee viö. ÍR-ingar sein unnu sigur gegn KR i fyrriviku vorualgjörlega yfirspilaðir i Njarðvik, er iiða tók á leikinn. Fram að þvf haföi hann verið i járnum og um miðjan fyrri hálfleik var IR t.d. yfir nokkrum sinnum. En undir bk hálf- leiksins kom góöur kafli h já UMFN og staðan breyttist úr 40:38 i 56:40 og þannig var staðan i hálfleik. Þessi munur hélst nær óbreyttur fram eftir siðari hálfleiknum, enundir lokin breikkaði bilið enn og á lokakafl- C STAÐAW ) Staöan I Úrvalsdeildinni i körfu- knattleik er nú þessi: UMFN-IR KR-ÍS KR UMFN Valur 1R ts Þór 11 8 11 7 9 6 3 10 5 5 9 2 7 10 2 8 Næsti leikur er á fimmtudag en þá leika IS og Valur. 104:77 88:66 3 1008:868 16 4 1083:1015 14 946:780 12 865:848 10 748:826 4 789:932 4 anum skoraði UMFN 25 stig gegn 7 og vann þvi stórsigur 104:77. Njarðvikurliðið var sterkt i þessum leik og fylgi fleiri slikir i kjölfariö, verður liðið ibaráttunni um Islands- meistaratitilinn. Þeirra besti maður var Ted Bee, sem lék aldrei betur en þegar UMFN var aðná tökum á leikn- um, og dreif þá aðra meö sér. Geir Þorsteinsson átti einn besta sóknar- leik.sem maðurhefúr séð til hans. Þá áttu þeir góða kafla Stefán Bjarkason og Július Valgeirsson, sem lék sinn besta leik með liðinu. Annað var upp á teningnum hjá þreyttuliði IR-ingasem var yfirspilaö, er leið á leikinn. Það var helst að þeir Kristinn Jörundsson og Stefán Krist- jánsson risu þar upp Ur. En Paul Stew- art var óvenjuslakur. Hann lék lika undir mikillipressu.þvi' að áhorfendur púuðu og æptu á hann næstum i hvert skipti sem hann kom við boltann. Stighæstir voru Ted Bee með 29, Geir Þorsteinsson með 23 og Stefán Bjarkason meö 14, en hjá IR Paul Stewart 27, Kristinn Jörundsson 17 og Stefán Kristjánsson 15. gk-. eigi eftir að ná sér á strik aftur. 1S hefur aftur á móti fengið i sinar raðir KR-inginn Glsla Gislason og var hann besti maður liðsins að þessu sinni þótt ekki léki hann neinn stórleik. Annar KR-ingur, Carsten Kristinsson, er og genginn yfir i lið 1S og kemur sjálfsagt með að styrkja það. Það var Jón Sigurðsson öðrum fremur sem dreif KR-liðið áfram til sigurs i þessum leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik, sem KR sigraöi með 42:36, kom góður kafli hjá Jóni I upphafi sið- ari hálfleiksins og hann var þá oft mjög góður. KR sigldi lika framúr hægtog bitandi og 22 skildu,er upp var staðið. En betur má ef duga skal KR-ingum til að verja íslandsmeistaratitil sinn, og sannast sagna hefur liðið dalað mjög yfir hátiðirnar. Jón Sigurðsson var besti maður liðsins, en þeir John Hudson og Einar Bollason áttu sæmi- lega kafla. Stighæstir KR-inga voru Jón Sigurðsson með 30 stig, Hudson meö 19 og Einar Bollason með 12. Hjá IS var Gisli Gislason með 14 stig, Ingi Stefánsson með 13 og þeir Bjarni Gunnar og Jón Héðinsson með 11 stig hvor. gk- Dunbar hefur þurft heilmikinn útbún- að á fótinn til að geta leikiö körfu- knattleik. Nú dugir það ekki lengur og ferill hans I körfuknattleiknum er á enda. Vísismynd Einar Dunbar er gð hœtta hjá ÍS „Jú þaðer rétt, ég er á f örum héðan, á sennilega ekki eftir að leika nema einn leik með IS”, sagöi bandaríski leikmaðurinn Dirk Dunbar, sem hefur leikið með 1S f Úrvalsdeiidinni i körfu- knattleik, er við ræddum viö hann I gær. Meiðsli Dunbars á hné tóku sig upp, er hann var i jólafrii I Bandarikjunum og læknar hans hafa sagt honum að láta kifrfuknattleik eiga sig héðan I frá. Bendir því allt til þess að ferill Dunbars sé á enda runninn, þótt hann sé ekki nema 24 ára að aldri. Dunbar hefur vakið mikla athygli fvrir knatttækni sina og hittnisem er einstök, cn mciðsli hafa sífellt hrjáð hann ogekki sjaldnar en fjórum sinn- um hefur hann verið skorinn upp vegna meiösla á fótum. Dunbar tjáði okkur I gær að hann yrði að sætta sig við þetta, en nú myndi hann halda heim á leiö og fara að vinna við eitt- hvað annað en körfuknattleik. Ekki liggur ljóst fyrir hvort ÍS má fá annan erlendan leikmann I stað Dun- bars, reglur um það eru heldur óijós- ar. En fari svo að þeir megi það ekki, biður liðsins erfitt hlutverk að halda sæti sinu I Úrvalsdeildinni, þar sem liöið er i mikilli fallbaráttu við Þór frá Akureyri. — gk — Marie-Therese Nadig frá Sviss og Annemari Moser þriöja meö með 90 stig, Hanni Wenzel með 80 75 stig. gk —. Einvaldurinn fflott á því — Vildi ekkert við blaðamenn rœða Sænski skiðagarpurinn I.ngemar' Stenmark vann mikið a frek I gær er hann sigraði I stórsvigskeppni heimsbikarmótsins sem fram fór IFrakkiandi. Stenmarkvann sig- ur, og sá sigur var stærri en nokk- - urn tima áður i þessari keppni. Þegar upp var staðið var Sten- mark með saman lagðan Jima ( 2.54.33 min. en næsti maður sem var Peter Lusvher frá Sviss var með 2.58.06 min. Þarna munaði þvi 3.73 min. sem er geysilega mikið. Mesti sigur áður var 3.21 min. en hann vann Edi Brugg- mann frá Sviss árið 1972. Hin kornunga skiðadrottning, Christa Kinshoffer frá V-Þýska- landi sigraði örugglega i keppni kvenna sem fram fór i Frakk- landieinnig. Hún fékk ekki mikla keppni, en i öðru sæti varð Hanni Wenzel frá Liechtenstein. Þá var einnig keppt i bruni karla, og þar urðu Kanadamenn sigursælir. Ken Read sigraði, en landi hans, Steve Podborski varð annar. Read fékk timann 1.43.52 min, enPodborski 1.43.97 . Miklar deilur uröu eftir keppnina út af búningi Read, þeir itölsku kærðu og sögðu búninginn ólöglegan, en það var ekki tekið til greina. Staðan i karlakeppninni er nú þannig aðPeterLuscher frá Sviss er efetur með 105 stig, Stenmark er annar með lOOogKen Read i 3. sæti með 65 stig. 1 kvennakeppninni er LandsUðseinvaldurinn I hand- knattleik. Jóhann Ingi Gunnars- son, var ekki til viðtals við blaða- menn eftir jafnteflisleik tslands og Póllands I gærkvöldi — og er hann þó skráður blaðafulltrúi HSl með meiru! Hurð var skellt á blaðamann Morgunblaðsins, Þórarin Kagnarsson fyrrverandi lands- liðsmann úr FH I handknattleik, og aðrir blaðamenn hættu sér ekki nálægt dyrunum eftir það fyrr en seint og síðar meir. Það er ef til vill skiljanlegt að „einvaldurinn” vildi ekki tala við blaðamenn þessa dagana. Hann lýsti því nefnilega yfir I sjón- varpsviðtali á laugardaginn, að blaðamenn hefðu ekkert vit á iþróttum og skrifuöu um þær ,af vankunnáttu — sérstaklega þó um handknattleik. Maður með hans menntun og getu i hand- knattleik, talar aö sjálfsögðu ekki við slikt fólk__ Þessi sárindi Jóhanns Inga i garð blaöamanna eru skiljanleg á vissan hátt. Hann hefúr verið gagnrýndur af þeim — svo og ýmsum öðrum — að undanförnu, og það þolir hann sýnilega mjög itla. Kemur það ýmsum spánskt fyrir sjónir, þvl að enginn gagn- rýndi eins hátt og mikið undir- búning ogvallandsiiðsins fyrir og eftir siðustu heim smeistara- keppni og einmitt Jóhann Ingi Gunnarsson, núverandi landsliðs- einvaldur.... — Vann stœrsta sigur sem unnist hefur í stórsvigskeppni í heimsbikarmóti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.