Vísir - 15.01.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1979, Blaðsíða 2
VÍSIR Mánudagur 15. janúar 1979. iamt.li. 1979 VÍSIR Jakar JFR fóru með skjöldinn ,,Ég reikna nú ekki meö aö við tökum þátt í Evrópubikarkeppni meLstarssveita í júdó, þótt við höfum rétt til þess eftir þennan sigur” sagði Haildór Guðbjörns- son. fyrirliði sveitar Júdófélags Reykjavikur eftir sigurinn f sveitakeppni islands i gær. „Við höfum einfaldlega ekki efni á að senda sveit utan, en það myndi kosta nálægt hálfri milljón á mann að fara i hálfs mánaðaræfingabilöir og svo Hún hafði alveg nóg að gera! Breska sundkonan Sharron Uavies hafði nóg að gera á sund- móti sem fram fór i London um helgina. Hún keppti i 6 greinum og afraksturinn varð sá að hún hélt heimleiðis að mótinu loknu meö 6 gullpeninga. Sharron sigraði I 110 yarda skriösundi á 57,9 sek. I 55 yarda skriösundi á 27,6 sek. i 220 yarda skriðsundi á 2.06,3 min. i 880 yarda skriðsundiá 8.57.8 min. og i 440 yarda skriösundiá 4.59.6 min. t>á var hún i boðsundssveitinni sem sigraði i 4x55 yarda skriðsundi á 1.53.7 mi'n. gk-. keppni I Frakklandi- og svoleiðis upphæðir eigum við ekki til i okkar fórum” bætti Halldór við. Það var léttur dagur hjá honum og hans mönnum i sveit JFR i sveitakeppninni i gær. 1 hverri sveit voru 7 menn, en alls tóku þátt I mótinu 3 sveitir- A- og B-sveit Armanns og sveit JFR. Þeir h já JFR töpuöu aöeins tveim glimum i öllu mótinu- Steinþór Skúlason fyrir Gisla Wium I B-sveit Armanns ogSiguröur Kr. Jóhannsson fyrir Bjarna Friörikssyni i A-sveit Armanns. Armann gat ekki tefltfram sinu sterkasta liöi i gær Viöar Guð- johnsen tognaði á öxl fyrir mótiö og Gisli Þorsteinsson er nú lögregluþjónn hjá SÞ i New York. Munar um minna en sllka kappa I eina sveit. Þetta var i 6. sinn I röð sem JFR sigrar I sveitakeppninni og vann félagið þar með skjöldinn sem keppt er um til eignar, en i sigursveitinni voru: Rúnar Guö- jónsson, Siguröur Pálsson, Stein- þórSkúlason, Halldór Guðbjörns- son, Benedikt Pálsson, Siguröur Kr. Jóhannsson og Svavar Carl- sen. Ýmsar góðar glimur sáust i mótinu i gær, en i heildina var það heldur bragödauft og þar fátt tíl að hrópa húrra yfir. En sjálf- sagt fer að færast meira fjör i júdómenn okkar hvað af hverju. Verður t.d. mikið mót nú I lok þessa mánaðar og úr þvi rekur hvert mótið annað... —klp—■ • • ■ Viö vitum nú ekki aimennilega hvað þetta bragð er kallað á júdómáli, en við myndum kalla það „flugferð” ef viö mættum ráöa. Þaö er Halldór Guðbjörnsson, JFR, sem þarna sveiflar gjaldkera Júdósambands tslands , Friörik Kristjánssyni, l kringum sig sig. Hann kom að sjálfsögðu heldur óþyrmilega niður eftir „ferðalagið” og vann Halldór þar með auöveldan sigur á honum I sveitakeppni JSt I gær. Visismynd Friðþjófur. Húsbyggjendur - Tœknimenn Nú hefur Iðnþróunarstofnun íslands gefið út islenskan staðal um afköst og efnisgœði stólofna IST 69. 1/ISO ”r%. v '*V;V tto. m J /0 6 'i-f' S7 Hf. Ofnasmiðjunni er það sönn ónœgja að tilkynna viðskiptavinum sínum að ALLIR ofnar sem framleiddir eru hjú verksmiðjunni uppfylla ströngustu kröfur um gceði og VARMAAFKÖST Húsbyggjandi gður en þú kaupir ofna í húsið kannaðu hvort ofnarnir uppfylla kröfur IST 69 1/ISO það skilar sér síðar í lœgri hitakostnaði. Leitaðu tilboða hjú okkur og lúttu verðið koma þér þœgilega á óvart. HPi OFPIASMl léteigsveg 7 - Reykjavík - Sími /fmerkið sem tryggir gæðin" Valsmenn komnir upp að hlið meistqrq KR — Eftir sigur gegn afspyrnuslökum ÍR-ingum sem eru nú úr leik í barúttunni um íslandsmeistaratitilinn Fullvistmá nútelja aðtR-ingar séu úr ieik i baráttunni um tslandsmeistara- titilinn i körfuknattleik eftir ósigur iiðs- ins gegn Val um helgina. Valur sigraði 89:81 og við sigurinn skaust Valur upp að hliö KR ogeru þessi lið nú tvö efst og jöfn i Úrvalsdeildinni. IR-ingar geta engu um kennt nema sjálfum sér að þeir skyldu ekki vinna sigur i þessum leik. Valsmenn misstu nefnilega þá Tim Dwyer og Þóri Magnússon báða útaf með 5 villur 1 upp- hafi siöari hálflelks og það náðu slakir ÍR-ingar ekki að nýta sér. Eitthvað meira en litið virðist nú vera aö i her- búðum þeirra IR-inga og virðist sem margir leikmanna liðsins séu algjörlega búnir að missa áhugann og eru orönir kærulausir. Þá var það ekki til að bæta ástandið aö lykilmenn 1 leik liösins eins og Paul Stewart, Kolbeinn Kristinsson, Jón Jörundsson og Stefán Kristjánsson voru allir mjög slakir það var einungis Kristinn Jörundsson sem sýndi eitthvað af viti i þessum leik. Tim Dwyer hélt Valsliöinu hinsvegar gangandi með stórleik I fyrri hálfleik. Hann hitti mjög vel og þegar hann varð aö yfirgefa völlinn með 5 villur á 6. minútu i siöari hálfleik og siðan Þórir Magnússon stuttu siðar, héldu menn að IR-ingar myndu sigla framúr. En þaö geröu þeir ekki. Þeir minnk- uðu muninn að visu úr 47:55 og jöfnuðu 57:57en þákom Hafsteinn Hafsteinsson inná og hann skoraði næstu 10 stig fyrir Val. Þar með var tónninn gefinn og þeir Hafsteinn, Torfi Magnússon, Siguröur Hjörleifeson, Rikharður Hrafnkelsson og Iíristján Agústsson sáu um að hala sigurinn inn. Valsliðið sýndi i þessum Íeik að það er til alls liklegt ogfyrsti tslandsmeistara- títiilinn er nú kominn vel i sjónmál hjá félaginu. En það er hörð barátta fram- undan og mótið er aðeins rúmlega hálfnað svo að enn er of snemmt aö spá nokkru. ÍR-ingar verða hinsvegar aðsætta sig við það úr þessu að sigla um I miöri deildinni geta hvorki sigraö og falla nær KR-ingarhöfnuðu i 3. sæti I alþjóölegu körfuknattleiksmótisem fram fór I Don- caster i Englandi um helgina. Þar kepptu fjögur liö, bandariska liðið CincinnattiOaks.enskaliðið Team Zie- bart sem er efst I ensku deildar- keppninni núna ogskosku meistararnir Boroughmuir. t fýrsta leik sinum léku KR-ingar gegn bandariska liðinu sem vann auð- veldan sigur 112:89. KR liðiö lék afar slakan leik, og heföi meðeðlilegum leik átt að geta unnið bandarisku leikmenn- ina. Stíghæstir KR-inga voru Mark Christensen með 24, John Hudson með 22 og Birgir Guðbjörnsson 18. Þá lék KRgegn Team Ziebart og aftur tapaði KR nú 109:86. Liðið lékhinsvegar mjög vel, en andstæðingarnir voru ein- faldlega of góðir. Stighæstir KR-inga voru John Hudson með 38 stig og var hann valinn besti maður leiksins, Mark Christensen 23 og Einar Bollason 10. 1 gær ték KR síðan gegn Boroughmuir og sigraði með 96 st>gum gegn 83 i þokkalega leiknum leik. Stighæstir- KR-inga voru Mark Christensen með 29 | örugglega ekki. Stighæstu leikmenn Vals voru Dwyer 26, Torfi Magnússon 19 og Kristján Ágústsson 14. Hjá IR var Kristinn Jör- undssonmeð 29stig, Paul Stewart 22 og Kolbeinn Kristinsson 14. gk-. stig ogvar valinn besti maður leiksins, Hudson var með 24 stig og Einar með 12. Team Ziebart sigraði i mótínu, vann bandaríska liðið örugglega i úrslitum með 96:81. gk— í STAPAM ) Staðan I Úrvaisdeildinni i körfuknatt- ieik er nú þessi: Vaiur-IR 89:81 KR 11 8 3 1009:869 16 Valur 11 8 3 961:951 16 UMFN 11 7 4 1089:1021 14 ÍR 11 56 952:943 10 ÍS 10 2 8 840:920 4 Þór 10 2 8 786:931 4 Næstu Ieikir eru á laugardag en þá leika UMFN og Valur I Njarðvík og Þór og KR á Akureyri. Á sunnudag leika siöan tK og IS i Hagaskóiahúsinu. KR-INGARNIR I ÞRIÐJA SÆTINU MEISTARAR ÍS LÁGU AFTUR FYRIR UMFL og Þróttur slapp með skrekkinn ú Akureyri ,,Ég er mjög ánægður með þennan sigur enda alltaf gaman aö sigra og maður talar nú ekki um ef það eru sjálfir lsiands- meistararnir, sem lagðir eru að velli”, sagði Leifur Harðarson þjálfari og aðalleikmaöur i liði UMFL eftir sigur hans manna gegn IS I 1. deildinni I blaki I gær. „Þetta er annað skiptið I röö sem við sigrum 1S, og getum þvi úrþessufarið að hafa augastað á tslandsbikarnum ” bætti hann við. „Annars verður það erfitt þvi Þróttararnir standa þar vel að vfgi, en viö stefnum þá I staöinn að sigri f bikarkeppninni.” Það var mikið fjör I leik 1S og UMFL en þar sigraði UMFL I þrem hrinum en tS i tveim. 1 þeirri fyrstu sigruðu Laugdælir 15:9, en stúdentar jöfnuðu með 15:13 sigri í þeirri næstu. UMFL komst yfir með 15:5 sigri I þriðju hrinu en aftur jafnaði tS meö 15:8 sigri. 1 lokahrinunni sigraöi svo UMFL 15:9 eftir aö tS hafði komist I 8:5. Litlu munaði að Þróttur fengi stóran skell um helgina er liðið lék við UMSE fyrir norðan. Sluppu Þróttararnir þar rétt fyrir horn — sigruðu 3:2 — og áttu allan timann i hinum mestu erfiöleik- um með Eyfirðingana. Fyrstu hrinuna tóku Þróttarar 15:7 en UMFE jafnaöi og komst yfir með 15:9 og 15:6 sigri í næstu tveim. Þeir áttu svo möguleika á sigri I þeirri þriöju og þar með I eiknum — er þeir komust i' 9:2 en ílopruðu þá leiknum niður og töp- .iðu 13:15. I úrslitahrinunni sigr- aði svo Þróttur 15:8. Um helgina voru tveir leikir i 2. ieildinni en þá kom KA frá Akur- eyri suður. A laugardaginn sigr- aði KA Breiðablik 3:2 en tapaöi svo i gær fyrir Fram, sem nú er nær öruggtmeö sæti i 1. deildinni næsta ár, meö þvi aö sigra þá að- eins í einni hrinu.en Fram sigraði aftur á móti þá i þrem... -klp- yfir keppinauta sina. Dr. Thomas Wessinghage frd V-Þýskalandi og eiginkona hans komu nokkuð viö sögu I þessu móti. Thomas sigraði I miiu- hlaupi á 3.57.2 mín. og Ellen kona hans varð fjóröa I 880 yarda hiaupi. gij Stúdentinn setti met Bandariski stúdentinn Kcnaido Nehemiah bætti um helgina heimsmet sitt I 60 metra grinda- hlaupi innanhúss, á móti sem fram fór í Maryland i Bandarikj- unum. Nehemiah hljóp vegalengdina á 7.02 sek. og hafði mikla yfirburöi Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSw HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/min. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Fullkomin iðnaðarborvél með tveimur föstum hraöastillingum, stiglausum hraðabreyti í rofa, og afturábak’ og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/m(n. Mótor: 420 wött hjólsög sem viöbrugðið hefur verið fyrir gæði, um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7V4". Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45° 48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. On. Létt og lipur stingsög með stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/mín. Mótnr: 350 wött. Stórviðarsögin með bensínmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju- smurning. Vinkilslípivél til iðnaðarnota. Þvermál skífu 7". Hraði: 8000 sn/mín. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. SUÐURLANDS3RAUT S, 84670 öflug beltaslípivél meö 4" beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari. Hraði: 23000 sn/m(n. Mótor: 750 wött. Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu, Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/min. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðið, hringið éða skrifið eftir nánari upplýsingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.