Vísir - 23.03.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 23.03.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 23. mars 1979. 4 Skíðahornlð !■■■■■■■■■■■■■■■! Þ:iö heHir verif) gifurlegur Ijoldi hja okkur að undanförnu. bæöi um helgar og eins á virk- um dógum." sagði Guöjón Olafsson. hjá Skiðaskála KR i Skalafelli. er Visir ræddi við hann i gær. Guðjón sagðist ekki vita hvað hefði valdiö þeirri aukningu, sem heföi verið á skiðafólki hjá þeim, en senni- lega hefur hagstætt veður og gott skiðafæri átt stærstan þátt þar i. Að sögn Guðjóns er nú nægur snjór i Skálafelli og reyndar á öllum skiðasvæðum i nágrenni höfuðborgarinnar, og ef veður helst gott er búist við miklum fjölda i skiðabrekkurnar um helgina. A skiðastöðunum i Skálafelli, Bláfjöllum, i Hveradölum og á svæðunum þar i kring verða allar lvftur i gangi um helgina, en fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á Skálafellinu um helgina skal bent á sérstakar sætaferðir sem eru sem hér segir. Leiö 1. l.agt er upp frá Myrarhúsa- skola iaugardaga og sunnudaga kl 9,20. Stoppað er við eftirtald- arstöðvar: KR-heimilið. Hring- braut/'Hofsvallagötu. Kennara- skólann gamla), Miklu- braut/Reykjahlið, Shell viö Miklubraut, Austurver, Grims- bæ, Garðaapótek, Vogaver, Alf- heimabúðirnar, Pósthúsið viö Holtaveg. Leið 2. Lagt af stað frá bensinstöð- inni við Reykjavikurveg I Hafnarfirði kl. 9,20, og stoppað viðeftirtalda staði: Kaupfélagið Garðabæ, Vifilstaðaveg/Karla- braut, Biðskýlið við Silfurtún, við Arnarnes, Pósthúsið Kópa- vogi, Vighólaskóla Vörðufell, Esso við Smiðjuveg, Selja- skóga/Seljabraut, Kjöt og fisk- ur, Fellaskóla Straumnes Ara- hóla/Vesturberg, Breiðholts- kjör. Á báöum þessum leiðum verður komið við i Nesti á Ar- túnshöfða og versluninni Skalla, Rofabæ, einnig i BP stöð i Mos- fellssveit. Allar nánari upplysingar eru i simum 22195 og einnig hjá Hóp- ferðamiðstöðinni i sima 82625 og 81345. Lóðaúthlutun ,, Reykjavíkurborg mun á næstunni úthluta lóðum i Syðri-Mjóumýri. 75-90 íbúðir. Skipulagsskilmálar eru rúmir, enda reiknað með þvi að úthlutunaraðilar taki þátt í mótun skipulagsins. Þóer gert ráð fyrir að um ,,þétt- lága" byggð verði að ræða með tiltölulega háu hlutfalli sérbýlisíbúða (lítil einbýlishús, rað- hús, gerðishús). Reiknað er með úthlutun til fárra aðila sem stofna verða framkvæmdafélag er annast á eigin kostnað gerð gatna holræsa og vatns- lagna inni á svæðinu, skv. nánari skilmálum er settir verða. Gatnagerðargjald miðast við raðhúsataxta 1850 kr/rúmm. og verður notað sem meðal- gjald fyrir allt svæðið Borgarstjórinn í Reykjavík Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar i tjónsóstandi: Volvo 144 árg. '70 Opel Manta árg. '72 Toyota Crown árg. '72 Fiat 125 P árg. '78 Hilman Sunbeam árg. '70 Hilman Sunbeam árg. '71 Hilman Sunbeam árg. '72 Opel Commodore árg. '69 Vega árg. '74 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 24. mars kl. 13-17. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu Lauga- vegi 103 fyrir kl. 17, mánudaginn 26. mars. Brunabótafélag íslands i A Smurbrauðstofan BJORIMINIM Njólsgötu 49 — Simi 15105 IR-ingurinn Paul Stewart og KR-ingurinn John Hudson I baráttu um boltann. Þeir ætla sér báðir að sigra i bikarúrslitaleiknum á sunnu- daginn. Vlsisnivnd Þórir BlKarúrslllln I kðrluknallielknum: LWIN LEIKA UNDIR LÖG- REGLUVERND Úrslitaleikurinn i Bikarkeppni Körfuknattleikssambands Is- isiands- mðtið í sundl um helglna Meistaramót islands i sundi innanhúss hefst i Sundhöll Reykjavikur i kvöld, og verður siðan framhaldið á morgun og sunnudag. Reiknað er með þátttöku alls besta sundfólks landsins, en keppt verður i 22 greinum ein- staklinga og i fjórum boðsunds- greinum. Sem fyrr sagöi hefst mótiö i kvöld i Sundhöll Reykjavikur, og hefst keppnin kl. 20. A morgun og sunnudag veröur keppt kl. 10 fyrir hádegi og siðan aftur kl. 18 siö- degis. lands milli 1R og KR sem fram fer i Laugardalshöll kl. 15 á sunnudag, verður leikinn viö dá- litið sérstök skilyrði. Lögreglu- vernd verður höfð á leiknum, að sögn Stefáns Ingólfssonar, for- manns KKttil að koma i veg fyrir að áhorfendur blandi sér i leikinn eins og komið hefur fyrir að undanförnu. Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra, verður væntanlega gestur körfuknattleikssambands- ins á leiknum, og mun hann af- henda sigurvegurunum verðlaun i leikslok. Þá mun leiknum veröa lýst jafnóöum fyrir áhorfendum, og ætti það að koma sér vel fyrir þá, sem eru ekki vel inni i reglun- um. Bæði liöin ætla sér sigur I þess- um leik, og hafa Bandarikja- mennirnir i liðunum lýst þvi yfir aö annað en sigur sinna liða komi ekki til greina. Paul Stewart, leikmaður IR, segist vera ánægö- ur meö að fá KR i úrslitaleikinn, en John Hudson leikmaður KR segir að það skipti ekki máli hverjir verði andstæðingar KR- inga.þeir KR-ingar ætli sér sigur- inn iþessum leik og ekkert annað. Fýkur metið enn? Enn ein atlaga verður gerö að Islandsmetinu I maraþonknattspyrnu um helgina, en þá eru það pilt- ar ðr 3. flokki KFK (Knatt- spyrnufélagi Keflavikur) sem ætla sér að slá Islands- metið. Metið var tvfbætt um siðustuhelgi.Fyrst var það bætt af piltum i Borgar- nesi, en þeirra met stóð þó ekki lengi. Piltar úr IK , Iþróttafélagi Kópavogs) gerðu enn betur, þeir lékú samtals i 34,15 klukku- stundir og það er núgild- andi met. Piltarnir úr KFK hafa látið hafa eftir sér að þeir ætli að leika I 40 tima, en þeir hefja keppnina i i- þróttahúsi Barnaskóla Keflavikur kl. 12 á hádegi á morgun. Tekst HK aö sigra FH-lnga? Tveir leikir verða á dag- skrá I 1. deild Islandsmóts karla i handknattleik um helgina, HK leikur við FH að Varmá kl. 14 á morgun, og Vikingar fá Hauka i heimsókn i Laugardals- höllina kl. 19 á sunnudag- inn. Athyglin mun einkum beinast að þvi hvort HK tekst aö ná stigi eða stigum af FH i baráttu sinni á botni deildarinnar, og leiki FH- ingar ekki betur en þeir hafa gert að undanförnu, ættu möguleikar HK á þvi að vera nokkuö góöir. Um leik Vikings og Hauka er það aö segja að VIkingarnir ættu aö sigra i þeim leik, ef allt fer eins og reiknaö er með. • Lelkurinn æsist nú niakinu Spennan i 1. deild Is- landsmótsins i blaki er nú aönálgasthámarkið, og um helgina verður einn af úr- slitaleikjum mótsins háður i Iþróttahúsi Hagaskólans. Þar mætast tvö af þeim þremur liöum sem berjast um Islandsmeistaratitil- inn, IS og Þróttur, og má fullvlst telja aö þaö lið sem tapar i þeirri viöureign, sé úr leik i baráttunni um titil- inn. Leikur liöanna hefst i Hagaskólanum kl. 14 á morgun Tveir aðrir leikir eru á dagskrá 1. deildar- innar um helgina, UMFL leikur við UMSE á Laugar- vatni kl. 15 á morgun, og IS mætir UMSE i Haaskólan- um kl. 14. á sunnudag. Og eftir þessa leiki ættu linurnar i 1. deildinni aö hafa skýrst allverulega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.