Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 5
VISIR Þriöjudagur 3. april 1979. 5 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson Bjargar ÍR sér í kvðld? Einn leikur fer fram i 1. deild Islandsmótsins i hand- knattleik karla i kvöld, Haukar og IR mætast I iþróttahúsi Hafnarfjarðar, og hefst leikurinn kl. 21. Sigri Haukarnir i kvöld, þá þurfa IR-ingar og HK að leika aukaleik um það hvort liðið heldur sæti sinu i deild- inni og hvort þeirra þarf að leika við Þór úr Vestmanna- eyjum um sæti i 1. deild að ári, en Þór varð i 2. sæti i 2. deildinni á eftir KR-ingum. Staðan i 1. deild Islands- mótsins i handknattleik karla eftir leikina um helg- ina: Fylkir-HK 16:16 Vikingur-FH 20:14 Víkingur 13 11 1 1 317:251 23 Valur 12 10 1 1 224:188 21 FH 14 6.7 287:288 13 Haukar 13 5 2 6 273:282 12 Fram 13 5 1 7 258:290 11 1R 13 4 1 8 238:255 9 HK 14 3 3 8 250:269 9 Fylkir 14 2 4 8 247:271 8 Leikirnir sem eftir eru: Haukar-IR i kvöld, fimmtu- dagskvöldið Valur-Fram og miðvikudagskvöldið i næstu viku Valur-Vikingur. tslandsmeistarar KR í körfuknattleik kvenna: Aftari röð frá vinstri: John Hudson þjálfari, Sólveig Þórhallsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Arndis Sigurgeirsdóttir, Salina Helgadottir og Kristbjörg Hrafnkelsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Erla Pétursdóttir Emilia Sigurðardótt- ir, Margrét Halldórsdóttir, Maria Guðnadóttir og Linda Jónsdottir. Vlsismynd Einar Kl .æWt Ám V W h.v i ■ Wk g l&UnXi 1 Wwm Mtf tÉ w M « mÆm B im fi@r ■ m m j ; % '• | HT i/fjm jHp; 1 llVk ■ West Ham stelnlá Tve:ir leikir fóru fram i 2. deild ensku knattspyrnunnar i gærkvöldi. Wrexham og Charlton gerðu jafntefli 1:1, og Sheffield United kom verulega á óvart með þvi að sigra WestHam á heimavelli sinum 3:0. Þar náöi Sheffield United i afar dýrmætt stig i botnbar- áttunni, en West Ham sem er I hópi efstu liða deildarinnar og berst við það komast i 1. deild að ári, tapaði að sama skapi dýrmætu stigi. gk—. Sovétmenn tóru létt með Svta Sovétmenn léku Svia iila i landsleik i ishokki sem háður var i Stokkhólmi i gærkvöldi. Sovétmennirnir sigruðu 8:0 og höfðu algjöra yfirburði yfir Sviana. Þjóðirnar léku einnig um helgina, og þá gekk betur hjá þeim sænsku, þótt þeir töpuðu 7:5. ENH EINN TITILL I HENDUR KR-INGA - Nú voru pað körfuknattlelKsstúikur félaaslns sem lærðu KR ísiandsmelstaratltlllnn Það er ekkert lát á sigurgöngu KR-inga þessa dagana, og bikar- ar og titlar streyma til félagsins. I gær voru það körfuknattleiks- stúlkur félagsins sem hifðu Is- landsmeistaratitilinn i land, en þá sigruðu þær Iþróttafélag stúdenta með 55 stigum gegn 48 i úrslita- leik mótsins. KR-stúlkurnar fengu samt engan bikar eða verð- launapeninga i leikslok, og er það ekki til fyrirmyndar hjá Körfu- knattleikssambandinu. Sú staða var i mótinu fyrir þennan leik að ef 1S hefði sigrað i gær hefðu KR, IS og 1R, öll liðin sem tóku þátt i mótinu og léku tvöfalda umferð, verið jöfn að stigum, ogsýnir það að hart hefur verið barist i mótinu i vetur. KR-stúlkurnar voru hinsvegar ákveðnar i leiknum i gærkvöldi og strax frá fyrstu minútu höfðu þær forustuna. Það tók 1S liðiö heilar 5 minútur að komast á blað, en þegar það tókst jafnaðist leikur- inn nokkuð. Um miðjan fyrri hálfleik mun- aði einu stigi, staðan var 11:10 fyrir KR en siðan breikkaði bilið og i leikhléi leiddi KR með 25:18. 1 siðari hálfleiknum var munurinn þetta 9-12 stig og sigur KR aldrei i verulegri hættu. KR liðið lék vel i gærkvöldi, varnarleikurinn var sterkur og ekkert gefið þar eftir, og i sókn- inni fóru þær á kostum Maria Guðnadóttir, Sólveig Þórhalls- dóttir og Kristjana Hrafnkels- dóttir. Þá má ekki gleyma LinduJónsdóttur, en hún var sterk i vörninni i gær og iðin við að fiska boltann og skora úr hraðaupphlaupum. IS, sem i gær gerði heiðarlega tilraun til að verja Islands- meistaratitil sinn, átti ekki sinn „Það var troðfullt hús hér á Laugarvatni og mikil stemning,” sagði Samúel Erlingsson, einn af nýbökuðum Islandsmeisturum UMFL i blakinu, er við ræddum við hann um leik UMFL og IS, sem fram fór austur á Laugar- vatni um helgina. Þar sigraði UMFL 3:0, og Islandsmeistara- titillinn fór þvi i fyrsta skipti i hendur þeirra. UMFL lék þennan leik mjög vel, og sérstaklega var hávörnin sterk hjá liðinu að þessu sinni. Hún var sem veggur timunum saman, og Islandsmeisturum IS gekk afar erfiðlega að koma boltanum yfir hana. 1 fyrstu hrinu leiksins komst UMFL yfir i byrjun, og sigraði siðan 15:13. önnur hrinan var jöfn til að byrja með en UMFL seig siðan framúr og sigraði 15:8. I þriðju hrinunni voru leikmenn UMFL þvi komnir vel af stað, og besta dag, enda er breiddin i lið- inu ekki sú sama og hjá KR. Best i gær var Guðný Eiriksdóttir, sem var i nokkrum sérflokki. Stighæstar hjá KR voru Linda Jónsdóttir með 16 stig og þær dyggilega studdir af áhorfendum sem héngu i rimlunum um allt hús, tryggðu þeir sér Islands- meistaratitilinn með 15:8 sigri. Allt lið UMFL átti stórleik að þessu sinni, en enginn lék þó bet- ur en Leifur Harðarson, sem var hreinlega óstöðvandi. Lið UMFL er sem kunnugt er skipað nær ein- göngu nemendum Iþrótta- kennaraskólans og tveir leik- menn liðsins, sem varð meistari Bikarkeppni Blaksambands Is- lands er nú að nálgast lokin, og I kvöld fara þrír leikir fram. Þá munu augu manna aðallega beinast að leik Þróttar og IS i Hagaskóla, en hann hefet kl. 19.30 eða þar um bil,á eftir leik Vikings Maria Guðnadóttir og Sólveig Þórhallsdóttir með 12 stig hvor. Hjá 1S var Guðný Eiriksdóttir stighæst með 12 stig, Anna Björg Aradóttir með 10. gk —■ nú, eru betur kunnir sem lands- liðsmenn i öðrum iþróttagrein- um. Það eru þeir Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður úr Val, sem átti mjög góðan leik gegn 1S og körfuknattleiksmaðurinn Torfi Magnússon, einnig úr Val. Einum leik er nú ólokiö i 1. deildinni, leik UMSE og Þróttar sem var frestað um helgina vegna flugverkfalls. gk —. og Breiðabliks. Islandsmeistarar UMFL og Mimir leika á Laugarvatni og ættu meistararnir ekki að verða i vandræðum með að tryggja sér sigur þar. STÚRLEIKUR UMFL OG TITILLINN ER ÞEIRRfl Bikarlnn I kvðid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.