Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 38

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 38
Miðvikudagur 30. mai 1979 38 Danmðrk fyrst með lýðháskðla Fyrsti lýðháskóli i Danmörku — og jafnframt sá fyrsti i heimin- um — var stofnaBur áriö 1844. Margir þeirra eru vel kunnir hér á landi enda hefur fjöldi Is- lendinga stundaö nám I dönskum lý&háskólum. Nú eru 69 sllkir skólar i landinu og þar fyrir utan fjöldi kvöldskóla og námskeiB fyrir fulloröna. I flestum þessara kvöldskóla eru kenndar um 70 bóklegar og verklegar greinar. Einnig eru flutt I háskólunum alþýöleg erindi um hugvlsindi og raunvisindi. Útvarp og sjónvarp taka einnig þátt i þessari grósku- miklu fulloröinsfræöslu. Og myndsegulböndin eiga eftir aB skipa sér á bekk meB hefBbundn- um kennsluaðferBum. Um 15% fulloröinna • Dana sækja kvöldskóla. Flestir þeirra læra erlend tungumál aöallega ensku. Umræöur i dönskum lýöháskóla. EFÞU þarft að komast á sýningu í Danmörku eða annars staðar ÞÁ HÖF- UM VIÐ reynsluna og þekkinguna LEITID NÁNARI UPPL ÝSINGA Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 1-12-55 & 1-29-40 Þessar yngismeyjar hittu Visismenn I saiarkynnum Jónshúss. ^ JÚNSHÚS MIÐSTÖÐ MENNINGAR- 0G FÉLAGSLÍFS ÍSLEND- INGANNAí HÖFN Eitt hús i Kaupmannahöfn er öörum fremur hús íslendinga. Það er Jóns Sigurðssonar húsið við Austurvegg, eða öster Voldgade nr. 12 nánar tiltekið á horninu við Stokhusgade. Þarna er eins konar félagsheimili íslendinga, sem búsettir eru i Kaupmannahöfn og samkomu- staður og má með sanni segja að þarna sé rekin íslensk menningarmiðstöð á danskri grund. Þaö sem tengir hús þetta is- lenskri sögu er, aö Jón Sigurös- son, forseti og kona hans Ingi- björg Einarsdóttir bjuggu á þriBjuhæBhússinsá árunum frá 1825 til 1859. Áriö 1966 gaf þáverandi eig- andi, Carl Sæmundssen,Alþingi Islendinga húsiö. AkveöiB var aö innrétta húsiB i þágu Islend- inga i Kaupmannahöfn og var unniö aB þvi næstu árin. Fyrsta september 1970 var hús Jóns Sigurössonar formlega tekiö i notkun, sem félagsheimili Is- lendinga i Höfn. Á fjórum hæðum A tveimur neðstu hæöunum er hiö eiginlega félagsheimili, þ.e. i kjallara snyrtiaöstaða og íltiíí samkomusalur, — á næstu næo veitingasalur og setustofa, þar sem islensk blöö liggja írammi. A annarri hæö er fræöi- mannsibúðin. Þar fá islenskir fræöimenn aö búa endurgjaldslaust þrjá mán- uöi i senn. Ibúðinni er úthlutaö af stjórn hússins. A þriðju hæð, þar sem Jón og Ingibjörg bjuggu, er nú minningarsafn um Jón Sigurös- son — auk þess bókasafn Islend- inga i Kaupmannahöfn, þar sem eru islenskar bækur, ætlaöar til útlána. A fjóröu hæö er ibúö islenska sendiráösprestsins, sem jafn- framt er safnvöröur minningar- safnsins og umsjónarmaöur húss Jóns Sigurössonar. Safnið er opiö alla daga frá klukkan 13 til 16 en utan þess' tfma samkvæmt samkomulagi viö safnvörðinn. Opið sumar sem vetur Islenskir feröamenn I Kaup- mannahöfn leggja gjarnan leiö sina I Jónshús og þar er yfir sumarmánuöina reynt aö taka vel á móti gestum að heiman, en starfsemi I húsinu er meö ööru sniði en yfir vetrarmánuöina og færri fastir liðir I dagskránni. Islendingafélagiö og Félag is- lenskra námsmanna i Kaup- mannahöfn ' sjá um rekstur félagsheimilisins. Dagskrá hússins er fjölbreytt og venju- lega skipulögö mánuð fram i timann. Af föstum liöum yfir veturinn má nefna rússagildi, þorláksblót, jólatrésskemmtun, þorrablót, sviðaveislu, spila- kvöld og konukvöld. Sumri er fagnað meö- lummum eöa pönnukökum. Skoðið safnið! Islenskt myndlistarfólk hefur efnt til sýninga i veitingasaln- um, islenskir rithöfundar, og skáld hafa lesið þar úr verkum sinum, ýmist á samkomum eöa kynningakvöldum. En þungi hins daglega rekst- urs hvilir fyrst og fremt á veit- ingamanninum i félagsheimil- inu, svo og sendiráðsprestinum i sambandi við minningarsafniö. Við Jónshús er fastur hús- vörður, sem meðal annars að- stoðar sendiráðsprestinn viö umsjá minningarsafnsins og geta ferðamenn snúið sér til hans, sé presturinn ekki til taks, þegar þá ber að garði. Full ástæða er til aö hvetja þá tslendinga, sem leið eiga um Kaupmannahöfn og hafa ekki skoðað minningarsafn Jóns Sigurðssonar að láta verða af þvi við næsta tækifæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.