Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 12
MAGNUS Andersson, leik- stjórnandi sænska lands- liðsins í handknattleik, til- kynnti eftir tapleikinn gegn Frökkum í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar að hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta að leika með landsliðinu. Andersson hefur leikið með sænska landsliðinu samfleytt í 13 ár og eru leikirnir orðnir 277 talsins hjá þessum snjalla leikmanni sem lék mjög vel á HM í Frakklandi. Þar með er ljóst að Svíar verða að finna nýjan leik- stjórnanda fyrir Evrópu- mótið sem fram fer í Sví- þjóð á næsta ári en þar eiga Svíar Evrópumeistaratitil að verja. Á sama tíma og Anders- son tilkynnti um þessa ákvörðun sína fengu Svíar góðar fréttir því hinn gamli jaxl, Staffan „Faxi“ Olsson, ætlar að snúa til baka í landsliðið að nýju og leika með því á Evrópumótinu á næsta ári. Olsson, sem er orðinn 37 ára gamall, gaf ekki kost á sér í heims- meistarakeppnina en hann vill kveðja landsliðið á heimavelli. Andersson hættur en „Faxi“ snýr til baka  RAGNHEIÐUR Stephensen skor- aði tvö mörk fyrir Bryne sem burst- aði Gjerpen, 30:16, í norsku úrvals- deildinni í handknattleik um helgina. Bryne er með átta stig í deildinni og er í þriðja neðsta sætinu.  HULDA Bjarnadóttir skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Skjern er það tap- aði 24:19 fyrir Brabrand í dönsku 2. deildinni í handknattleik á sunnu- daginn.  NENAND Perunicic, júgóslav- neski risinn sem leikur með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik, hefur ákveðið að ganga til liðs við Magdeburg á næstu leiktíð.  PERUNICIC, sem er 29 ára gam- all, gerði þriggja ára samning við Magdeburg en sem kunnugt er þjálfar Alfreð Gíslason liðið og Ólaf- ur Stefánsson leikur með því. Per- unicic er ætlað að fylla skarð Rúss- ans Vassili Kudinov en hann gengur til liðs við félag í Japan á næstu leik- tíð.  SIGURBJÖRG Ólafsdóttir og Maríanna Hansen hafa gengið til liðs við frjálsíþróttalið Breiðabliks í Kópavogi. Sigurbjörg kemur frá USAH og Maríanna úr ÍR.  ÁRNI Gautur Arason lék í mark- inu hjá Rosenborg, er norska liðið lagði sænska liðið AIK frá Stokk- hólmi að velli á móti á La Manga á Spáni, 3:2.  GUÐMUNDUR Stephensen borð- tennismaður lék tvo leiki með félagi sínu, Thyland, í dönsku úrvalsdeild- inni um helgina. Liðið vann Esbjerg 6:4 en tapaði fyrir Hörning, 6:4. Gegn Esbjerg tapaði Guðmundur einni viðureign en vann aðra í ein- liðaleik og þá vann hann í tvíliðaleik. Í leiknum gegn Hörning tapaði Guð- mundur einnig einum leik í einliða- leik, vann annan og hafði sigur í tví- liðaleik ásamt samherja sínum. FÓLK ÞAU fjögur lið sem léku í undanúr- slitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í Frakklandi komu úr tveimur riðlum, A-riðli, riðli okkar Íslendinga, og B-riðli. Frakkar, sem léku í B-riðli, sigruðu Svía, sem léku í A-riðli, í úrslitum og í leiknum um bronsið fór eins, Júgóslavar, sem léku í B-riðli, unnu Egypta, sem léku í A-riðli. Það má því segja að B-riðill- inn hafi haft betur. B-riðill hafði betur Hvorki gekk né rak hjá gestunumúr ÍS til að byrja með en á sama tíma lék allt í höndunum á KR- ingum svo að eftir rúmar átta mínútur í stöðunni 22:6 skipti þjálfari KR öllu byrjunarliði sínu út- af. Það reyndist ekki heillaráð því ÍS-stúlkur gengu strax á lagið og minnkuðu muninn niður í 6 stig. Því kom mest af byrjunarliði KR aftur inná og eftir að tvö skot úr afar erf- iðri aðstöðu rötuðu beint ofan í körfu ÍS, hrukku KR-ingar í gang á ný. Eins og í þeim fyrri hóf KR þann síðari af krafti og náði 18 stiga for- ystu en það gerði útslagið þegar rúmar sex mínútur liðu án þess að ÍS tækist að skora stig á meðan KR jók forskotið í 27 stig, 63:36. „Við komum ákveðnar til leik og ætluðum að kýla á þetta því ákvörð- un okkar um að fá okkur ekki út- lending hleypti meira lífi í liðið og við urðum enn ákveðnari fyrir vik- ið,“ sagði Hildur Sigurðardóttir í KR eftir leikinn en hún átti prýð- isleik. Það skiptir miklu máli að ná forystu strax í byrjun og við náðum að halda henni mest allan leikinn þó að við hefðum misst aðeins dampinn um tíma en við náðum okkur fljót- lega aftur á strik. Þessi leikur vannst því á góðri liðsvinnu og bar- áttu,“ bætti Hildur við og spáir hörkuúrslitaleik. „Það verður hörkuleikur því þær eru komnar með liðsstyrk frá Bandaríkjunum. Það herðir okkur enn meira upp því við vildum sjálfar bæta okkur frekar en að fá erlendan leikmann.“ Gréta M. Grétarsdóttir og Hanna B. Kjartansdóttir voru einnig mjög góðar. „Ég get lítið um þessi úrslit sagt nema að ég held að við séum ekki nógu góðar,“ sagði Hafdís Helga- dóttir fyrirliði ÍS, sem jafnframt var stigahæst í sínu liði en sagði tapið einnig liggja í því að félögum hennar gekk ekki sem best að hitta í körf- una. „Fyrst og fremst þá hittum við ekki neitt. Í byrjun gekk allt upp hjá KR-stelpum og þær hittu vel en við ekki neitt en samt var munurinn ekki svo mikill.“ Hafdís, Lovísa A. Guðmundsdóttir, Þórunn Bjarna- dóttir og María B. Leifsdóttir voru bestar hjá ÍS. Meistararnir höfðu betur gegn KFÍ í spennandi leik Í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur betur gegn KFÍ á heima- velli, 66:56. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhlutanum sem Keflavík- urkonur gátu andað léttar. KFÍ hafði haft undirtökin í leiknum en þegar sex mínútur lifðu eftir af leiknum fékk besti leikmaður liðs- ins, Jessica Gaspar, sínu fjórðu villu og í framhaldinu tæknivillu og þar með var þátttöku hennar í leiknum lokið. Við þessa miklu blóðtöku misstu Ísfirðingar leikinn úr hönd- um sér og meistararnir gengu á lag- ið og innsigluðu öruggan sigur en Keflavík skoraði 11 stig á móti að- eins einu á lokakafla leiksins. Í liði Keflavíkur lék bandaríska stúlkan Brooke Schwartz mjög vel en hún skoraði 28 stig og tók 10 frá- köst. Erla Þorsteinsdóttir lék einnig vel en hún setti niður 15 stig og hirti 7 fráköst. Hjá KFÍ lék Gaspar vel meðan hennar naut við. Hún skoraði 17 stig og tók sjö fráköst. Þá átti Sólveig Gunnlaugsdóttir góðan leik og skor- aði 14 stig. Morgunblaðið/Ásdís Guðbjörg Norðfjörð og Símon Jónsson með Gyðu Maríu. GUÐBJÖRG Norðfjörð hafði í nógu að snúast á laugardaginn þegar hún lék með KR gegn ÍS í und- anúrslitum í bikarkeppni kvenna. Þegar kom að leik- hléi og félagar hennar hvíldu sig, stökk Guðbjörg upp í stúku til manns síns, Símonar Jónssonar, og náði í tæplega tveggja mánaða dóttur sína, Gyðu Maríu, til að gefa henni brjóst. Guðbjörg var fyrirliði KR þar til hún tók sér hvíld fyr- ir 7 mánuðum en er mætt í slaginn á ný. „Það var ann- aðhvort að byrja strax eða sleppa því en ég vildi vera með,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. „Ég var svolítið spennt fyrir leikinn og það er langt síðan ég hef verið svona stressuð en var fljót að hrista það af mér – mað- ur er með þetta í sér en það var samt ekki laust við að það vantaði aðeins uppá getuna hjá mér.“ Brjósta- gjöf í hálfleik Engin grið gefin í Vesturbænum ENGIN grið voru gefin í Vesturbænum á laugardaginn þegar KR- stúlkur tóku á móti stöllum sínum úr ÍS í undanúrslitum Körfuknatt- leikssambandsins. Með grimmri vörn og mikilli baráttu ásamt því að flestöll skot þeirra fóru ofan í körfuna náðu KR-stúlkur góðri for- ystu, sem þær létu aldrei af hendi og uppskáru fyrir vikið 72:47 sig- ur. Þar með tryggðu þær úrslitaleik við Keflavík í Laugardalshöllinni 24. febrúar næstkomandi. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.