Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 47 Hetjulegri baráttu er nú lokið, hún Guja móðursystir mín er látin 77 ára að aldri eftir langt og erfitt veikinda- stríð, en ég hugga mig við að hún er búin að fá langþráða hvíld, fjötrarnir eru brostnir og ekkert sem hindrar. Minningar streyma fram í hugann, allar góðar sem ég á um frænku mína. Alltaf var gaman þegar þið mæðg- ur voruð að koma í heimsókn til okkar að Skriðu og alltaf var gaman að heimsækja ykkur að Eyri, voru það mikil ferðalög fyrir okkur systkinin í þá daga. Þakka ég þér sérstaklega fyrir samfylgdina á vertíð í Vest- mannaeyjum veturinn 1969. Var mik- ið öryggi fyrir mig 16 ára unglinginn að hafa þig í nánd, geta leitað til þín, alltaf varst þú til staðar, fórst með okkur stelpunum á böllin, labbaðir með okkur rúntinn. Minnist ég þess með ánægju þegar þið komuð norður að heimsækja okk- ur, þú, Eva og Eiki, og við spiluðum á kvöldin og gerðum margt skemmti- legt og þegar sprakk undir bílnum hjá mér og Eiki hjálpaði mér að skipta um dekk í ausandi rigningu uppi á Öxnadalsheiði. Öll urðum við renn- andi blaut en þú varst svo létt að þú fékkst að sitja í bílnum. Þú komst tvisvar eftir það til okkar, varst stödd hjá okkur þegar við vorum að byggja húsið okkar. Var ég með menn í fæði á meðan og munaði mikið um þig þá, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Ein-arsdóttir fæddist á Kleifarstekk í Breiðdal 13. septem- ber 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 19. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pálína Indriðadóttir frá Eyri í Fáskrúðs- firði og Einar Árni Jónsson frá Ytri- Kleif í Breiðdal. Systkini Guðbjargar voru Indriði, f. 24. 8. 1919, d. 3. 8. 1994, og Svava, f. 13. 8. 1922, d. 1. 2. 2000. Dóttir Guð- bjargar er Kolbrún Rögnvalds- dóttir, f. 30. 12. 1952, maður henn- ar er Már Magnason, eru þau búsett á Fáskrúðsfirði. Útför Guðbjargar fór fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju hinn 27. janúar. því ekki sparaðir þú að rétta hjálparhönd. Oft varst þú búin að koma á æskuheimilið mitt og hjálpa foreldr- um mínum. Heimilið var stórt og því nóg að gera. Þakka ég þér og öll fjölskyldan mín þér sérstaklega fyrir það. Ekki var langt á milli ykkar systkinanna. Indriði lést snögglega 1994, þá staddur hér hjá mér, móðir mín varð bráðkvödd fyrir ári og var það mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni þar sem hún var hress og kát og var í sínu daglega amstri, en við vitum aldrei hver verð- ur næstur. Ættum við að huga meira að því í öllum hraðanum, vera nánari þeim nánustu og rækta vinina. Það getur verið orðið of seint á morgun. Ég leit alltaf til þín, þegar ég átti leið austur. Fannst mér erfitt að ná til þín seinustu árin, þú sast bara þarna svo hljóð og falleg, en gast ekki tjáð þig. Svo illa hafði Alzheimer-sjúk- dómurinn leikið þig, en nú er ekkert sem bindur þig, þú ert komin á fulla ferð, vel hefur verið tekið á móti þér, bæði systkini þín og foreldrar, fagn- aðarfundir hafa verið hjá ykkur móð- ur þinni þar sem þú misstir hana eins árs að aldri. Elsku frænka mín, ég þakka þér allar góðu samverustundirnar í gegn- um árin. Guð geymi þig. Ég sendi Kollu og Má mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Stefanía Ósk. ✝ Guðný HalldóraHalldórsdóttir fæddist á Akranesi 27. september 1934. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Bjarni Ben- ónýsson og Áslaug Lilja Árnadóttir. Bjuggu þau lengst af á Krossi í Lundar- reykjadal í Borgar- firði. Systkini Guð- nýjar voru átta: Sigrún Guðdís, f. 1931, gift Kára Friðrikssyni, Arndís Sigþrúður, f. 1938, gift Reyni Björnssyni, Guð- rún Magnea, f. 1940, gift Guð- mundi Karlssyni, Árný Hulda, f. 1944, gift Bjarna Þorlákssyni, Benóný Kári, f. 1946, kvæntur El- ísabetu Benediktsdóttur, Óskar Bergur, f. 1947, kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, Sigurður Reynir, f. 1949, í sambúð með Karí Berg, og Jón Gunnlaugur, f. 1953. Hinn 25. desember 1953 giftist Guðný Finnboga Kr. Arndal, f. 9. nóvem- ber 1932. Foreldrar hans voru Kristínus Arndal og Oktavía Jóhannesdóttir. Guðný og Finnbogi eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ás- laug, f. 17. júní 1954, maki Rúnar J. Hjart- ar og á hún einn son, Jón Kristin, f. 1972, d. 1995. Dóttir hans er Lísa Margrét, f. 1994. 2) Jóhanna Kristín, f. 28. októ- ber 1955, maki Ólafur Helgi Ólafs- son og eiga þau tvo syni, Helga, f. 1986, og Bjarna, f. 1994. 3) Hall- dór, f. 8. maí 1957, d. 18. október 1975, 4) Guðný Oktavía, f. 20. apr- íl 1961, maki Tryggvi Hallvarðs- son og eiga þau fjögur börn, Rannveigu Evu, f. 1983, Önnu Guðnýju, f. 1985, Huldu Halldóru, f. 1988, og Finnboga Kristin, f. 1999. Útför Guðnýjar fór fram frá Háteigskirkju hinn 12. febrúar. Elsku systir. Þú móðir sem fæddist við magnþrungið haf af meiðinum góða sprottin, þú bát þínum stýrðir sem brjóstvitið gaf og baðst þig að vernda Drottin. Í brimsjó og ágjöfum stóðst þú sterk uns stormana tók að linna, af alúð og dugnaði vannst þín verk til velferðar niðja þinna. Nú siglir þú lygnari lífsins fjörð með landsýn til bjartra hæða, þér vil ég tileinka þakkargjörð í þúsundum ólíkra kvæða. (Björn Guðni Guðjónsson) Þá er komið að kveðjustund. Við stöndum hérna öll og horfum á eftir þér. Það þýðir ekki einu sinni að veifa, bless. Þú ert farin yfir fljótið mikla. Drottinn Guð, blessa þú og hugga fjölskyldu hennar. Vertu þeim stoð í storminum. Bæn fyrir okkur sem eftir stönd- um: Lífsins fleyið fúna ég fel þér Drottinn minn, ver mér nálægt núna er næðir stormurinn, hlekkjum óttans eyddu æðrist ég um sinn, mig aðlandi leiddu í líknarfaðminn þinn. Lífsins fleyið fúna finni griðland þitt svo í takt við trúna tifi hjarta mitt, gef mér heill til handa hugarró og frið, leyf mér sterkum standa og storminn glíma við. (Björn Guðni Guðjónsson) Vertu sæl, ég sakna þín. Þín systir, Arndís. Látin er sú mæta og góða kona Guðný Halldórsdóttir. Kynni okkar Guðnýjar hófust árið 1971 þegar ég dvaldi sumarlangt við jarðfræði- rannsóknir við rætur Brekkufjalls í Borgarfirði, skammt frá bænum Ár- dal, en þar bjó hún ásamt manni sín- um Finnboga Arndal og fjórum börnum þeirra. Ég hafðist við í tjaldi spölkorn í burtu og lifði á dósamat í ýmsum tilbrigðum og lestrarefnið var yfirleitt af jarðfræðilegum toga. En það var einhæft til lengdar og brátt fór ég að venja komur mínar til þeirra hjóna, sem tóku mér af mikilli vinsemd og gestrisni. Oftast fannst þeim ég heldur umkomu- og vistalít- ill og var þá boðið til borðs og skraf- að um allt milli himins og jarðar. Að loknu þessu sumri tóku við fleiri sumur þar sem ég kortlagði frekar Skarðsheiði og nágrenni. Á þeim tíma höfðu Finnbogi og Guðný byggt sér hús á Hvanneyri og setzt þar að. Þangað heimsótti ég þau oft og þáði góðgjörðir og naut vináttu þeirra. Fyrir rúmum tíu árum tóku þau sig upp og fluttu til Reykjavíkur, enda höfðu dæturnar ratað þá leið á und- an. Guðný leitaði hófanna um vinnu og svo æxlaðist að hún var ráðin á Orkustofnun við frágang á bergsýn- um úr borholum. Og það var mikið lán fyrir þá starfsemi þar sem Guðný var í eðli sínu afar skipulögð og snyrtileg og breytti í einu vetfangi allri aðstöðu og úrvinnslu í betra horf. Hún var sú manngerð sem kom, sá og gerði hlutina, án vífi- lengja og útúrsnúninga, og virtist ekkert þurfa fyrir því að hafa. Og þegar mikið lá á að ljúka verkefnum kallaði hún á yngstu dótturina og nöfnu sína, og þar sannaðist að eplið hafði ekki fallið langt frá eikinni, lok- ið var við verkin á tilsettum tíma. Guðný var einkar glaðlynd mann- eskja og hláturmild, og oft auðvelt að finna hana, því dillandi hláturinn vís- aði veginn. Því miður misstum við á Orkustofnun hana frá okkur er hún réðst til starfa á Landspítalanum við símavörzlu og síðar á saumastofu sama spítala. Guðný var hreinskiptin kona, og þótt hún bæri ekki skoðanir sínar á hvers manns borð kom hún þeim á framfæri á hispurslausan hátt, þegar á þurfti að halda. Hún var kjölfesta fjölskyldunnar, og var sofin og vakin yfir velferð barna sinna, barnabarna og barnabarna- barns. Guðný gekk hin síðari ár ekki heil til skógar, en það aftraði henni ekki frá því að stunda sína vinnu af sömu eljusemi sem fyrr, og hlúa að fjölskyldunni. Það verður erfitt að fylla það skarð, sem myndast hefur við fráfall Guðnýjar, en minning um góða konu mun lifa áfram og milda sorgina sem nú hefur kvatt dyra. Ég votta Finnboga, dætrum þeirra, tengdasonum og barnabörnum inni- lega samúð okkar Fríðar, og það gerir einnig starfsfólk Orkustofnun- ar, sem minnist hennar með hlýju og þökk fyrir samfylgdina. Hjalti. GUÐNÝ HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Indíana Alberts-dóttir fæddist á Neðstabæ í Norður- árdal í Húnavatns- sýslu 5. maí 1906. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Margrét Guðmundsdóttir og Gottskálk Albert Björnsson bæði ætt- uð úr Skagafirði. Systkini Indíönu voru: Jóhanna Guðbjörg, f. 1897, d. 1996, Sveinbjörn, f. 1901, d. 1924, Guðrún Margrét, f. 1902, d. 1970, og Sigríður Auðbjörg, f. 1908, d. 1994. Indíana giftist 28. júni 1928 Stef- áni Þórðarsyni múrara frá Þor- ljótsstöðum í Skagafirði. Hann var Óskar J. Jónsson og eiga þau fjög- ur börn. Stefán og Indíana hófu búskap á Neðstabæ hjá foreldrum Indíönu en fluttu fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan flytja þau síð- an til Sauðárkróks eftir 15 ára bú- skap. Eftir andlát Stefáns sá Ind- íana fyrir sér með því að fara í kaupavinnu á sumrin en vann í fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir Skafta Magn- ússon, f. 17. ágúst 1902. Hann var ekkjumaður, hafði misst konu sína frá fjórum börnum en er Indíana kom til hans voru tvö þau eldri, Björgvin og Kristín, farin að heim- an, en Svanhildur og Sveinn voru hjá föður sínum. Skafti rak hellu- steypu á Sauðárkróki. Þau Indíana héldu heimili saman yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Eftir það bjó Indíana ein þar til fyrir þremur árum er hún fluttist á Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Útför Indíönu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. fæddur 24. apríl 1895, d. 9. júní 1951. Dætur þeirra voru þrjár 1) Hólmfríður Guðrún, f. 23. nóvember 1929. Hennar maður var Einar Ísfeldsson bóndi Kálfaströnd við Mý- vatn, þau áttu eina dóttur. 2) Aðalheiður Árdís, f. 11. febrúar 1932, býr á Akureyri. Hún giftist Eiríki Kúld, þau áttu átta börn. 3) Ásta Sigurbjörg, f. 5. febrúar 1943, dá- in 7. janúar 1987. Hennar maður var Ove Paulsen, verkfræðingur. Þau bjuggu í Næstved í Dan- mörku. Þau áttu fjögur börn. Fósturdóttir Stefáns og Indíönu var Solveig Guðmundsdóttir, f. 26. mars 1939. Býr á Skipagerði I, Landeyjum. Hennar maður er Það var vorið 1958 sem ég sá hana Indíönu móðursystur mína í fyrsta sinn. Þá var hún að koma í sína fyrstu heimsókn til Guðrúnar systur sinnar, móður minnar, sem þá hafði búið í 22 ár á Suðurlandi. Það þykir víst minna mál í dag að ferðast á milli heimsálfa en þá var að fara milli landshluta. En frænka mín var heldur ekki rík af verald- arauði og hefur því trúlega ekki haft mikil auraráð til ferðalaga. En þær systur skrifuðust reglulega á og var alltaf gaman þegar bréf kom að norðan enda voru það margar arkir þéttskrifaðar báðum megin, pappírinn var nýttur vel, oft fylgdu með frumortar vísur og ljóð enda Inda frænka vel hagmælt. Ljóð eft- ir hana hafa verið birt í bókinni „Húnvetninga ljóð“. Löng leið er síðan þær systurnar fjórar og bróð- irinn Sveinbjörn voru að alast upp á Neðstabæ í faðmi hárra fjalla, við mikið ástríki góðra foreldra, en heimilið var annálað fyrir myndar- skap. Þótt efnin hafi tæpast verið mikil voru þau hjónin Albert og Hólmfríður með þeim fyrstu er byggðu myndarlegt steinhús á jörð sinni og trúlega hefur sú bygging orðið til þess að Inda kynntist manni sínum Stefáni en hann var múrari og fenginn til að vinna að frágangi hússins. Inda og Stefán byrjuðu sinn bú- skap á neðri hæð nýja hússins á Neðstabæ. Þar fæddist fyrsta barn- ið, Hólmfríður. En jörðin hefur vart borið tvo ábúendur, undirlendi lítið og því erfitt með túnastækkun. Fljótlega flytja því ungu hjónin að Kollugerði í sömu sveit en þar fæddist dóttirin Aðalheiður. Nokkru síðar fá þau til ábúðar Eyjakot á Skagaströnd. Í Eyjakoti bættust tvær stúlkur í barnahóp- inn, fósturdóttirin Sólveig og Ásta. Sólveig var fædd á Skagaströnd en vegna veikinda gat móðirin ekki annast barnið og ólst Solla, eins og hún ávallt var kölluð, upp hjá Indu og Stefáni. Stefán var ekki heilsu- hraustur, hann var astmaveikur og þoldi illa sveitastörfin Eftir 15 ára búskap var ákveðið að breyta til og flytur þá fjölskyldan til Sauðár- króks. Ekki hefur það verið sárs- aukalaust fyrir frænku mína eins mikil sveitakona og hún var. Hún hafði mikið yndi af skepnum og naut þess að umgangast dýrin og náttúruna. Heilsu Stefáns fór hrak- andi og lést hann á Sauðárkróki 56 ára. Tóku þá við erfið ár hjá frænku minni, þótt eldri dæturnar væru uppkomnar voru Solla og Ásta ung- ar að árum. Varð það að ráði að Solla fór til dvalar að Ytri-Ey á Skagaströnd en Inda sá fyrir sér og Ástu í nokkur ár með því að fara í kaupavinnu á sumrin en vann í fiski á veturna. Nokkrum árum síðar tók hún að sér að sjá um heimili Skafta Magnússonar, sem þá var ekkju- maður með tvö börn heima. Skafti var hress og skemmtilegur og gam- an var að heimsækja þau Indu á Krókinn og seinna í Kópavoginn. Þau voru bæði gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Inda vann í frystihúsinu á Sauðárkróki á meðan þau bjuggu þar en eftir að þau fluttu suður vann hún heima, keypti sér prjónavél og prjónaði að- allega ungbarnaföt sem hún seldi. Eftir að Skafti dó bjó Inda ein þar til heilsan bilaði og hún þurfti meiri umönnunar við. Nú er komið að kveðjustund, langri lífsgöngu frænku minnar er lokið, oft var á brattann að sækja en kjarkur og dugnaður Indu var óbilandi. Erfitt hefur það verið að sjá á eftir kærum ástvinum og sárt fannst henni hversu lítið hún gat hjálpað er Ásta dóttir hennar lést skyndilega í fjarlægu landi frá ung- um börnum. En Inda var trúuð kona og fullviss þess að handan landamæranna biðu þau sem á und- an væru farin. Þar hefur henni ver- ið vel fagnað. Þín líknarásjón lýsi dimmum heimi. Þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa. Og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matth. Joch.) Ég kveð frænku mína með þakk- læti. Dætrum hennar og ástvinum öllum færi ég samúðarkveðjur. Laufey S. Valdimarsdóttir. INDÍANA ALBERTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.