Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gyða Sigurðar-dóttir fæddist í Sandvík á Stokks- eyri 16. júní 1928. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Katrín Krist- insdóttir, f. á Hömr- um í Grímsnesi 26. júní 1900, d. 27. des- ember 1961, og Sig- urður Sigurðsson, f. á Stokkseyri 8. maí 1891, d. 5. október 1937. Systkini Gyðu voru Guð- mundur Jörgen, f. 3. apríl 1927, d. 12. mars 1999, og Sigurjón Krist- inn, leigubílstjóri, f. 6. september 1930, d. 13. ágúst 1979. Hinn 23. desember 1950, giftist Gyða Garðari Karlssyni, f. 28. nóv- Gyða og Garðar eignuðust sex börn sem eru: 1) Sigurður, verk- stjóri, f. 13.maí 1951, kvæntur Erlu Gunnarsdóttur og eru börn þeirra; Gunnar, Gyða og Tinna. Sigurður átti áður dótturina Þrúði og er móðir hennar Birna Guð- mundsdóttir. 2) Þorsteinn, við- skiptafræðingur, f. 8. júlí 1952, kvæntur Birnu Guðjónsdóttir verslunarstjóra sonur þeirra er Garðar. 3) Emma Katrín, kennari, f. 19. ágúst 1955, gift Hermanni G. Jónssyni, rafvirkjameistara, þeirra sonur er Halldór Garðar. 4) Ásdís, fisktæknir, f. 28. janúar 1957, gift, Einari Ármannsyni stýrimanni og eru börn þeirra; Una Björg, Ármann og Emil. 5) Sigríður, fisktæknir, f. 16. ágúst 1962, gift Jóhannesi G. Brynleifs- syni bifreiðastjóra og eru börn þeirra Aron Rafn, Pétur Freyr og Númi Snær. 6) Kristinn Karl, verk- stjóri, f. 21. mars 1968, kvæntur Þóru Skúladóttir, leikskólakenn- ara og er þeirra sonur Guðmar. Útför Gyðu fer fram frá Þor- lákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ember 1928. Foreldr- ar hans voru Emilía Þorsteinsdóttir og Karl Guðfinnsson, sem voru bæði Hún- vetningar að ætt og uppruna. Gyða og Garðar bjuggu um skamma hríð í Bjarn- arhúsi á Stokkseyri en í byrjun árs 1951, tóku þau þá ákvörðun að reisa sitt framtíðar- heimili í Þorlákshöfn. Þau hófu strax undir- búning að því að reisa hús og hefja byggingu einbýlishúss við B-götu 3, sem er fyrsta húsið sem einstaklingar byggja í Þorlákshöfn. Og þar stóð heimili þeirra næstu þrjá áratug- ina. Er börnin fóru að tínast að heiman reistu þau sér nýtt hús við Lyngberg 4 og hafa búið þar síðan. Í byrjun árs 1951 tóku ung hjón þá ákvörðun að reisa sitt framtíðarheim- ili í Þorlákshöfn. Á þeim tíma var Þor- lákshöfn fyrst og fremst þekkt sem útróðrarstaður, menn komu í verið og hurfu á braut í vertíðarlok og þannig hafði gengið um aldir. Þessi hjón voru Gyða, sem er kvödd í dag, og Garðar. Þetta sama ár er tylft manna skráð þar, sem íbúar, í ár eru þeir hundr- aðfalt fleiri. Þau hófu strax undirbún- ing að því að reisa hús í Þorlákshöfn og hefja byggingu einbýlishúss við B- götu 3. Húsið við B-götu 3 reis á skömmum tíma og á haustdögum árið 1952 flytja ungu hjónin ásamt kornungum son- um sínum inn og stóð heimili hjónanna þar næstu þrjá áratugi og á þeim tíma bættust fjögur börn í hóp- inn – þrjár stúlkur og sonur. Um svip- að leyti hefja byggingu Benni Thor og Guðbjörg, Guðmundur Gestsson, Pét- ur og Lauga, Baldur og Gunna. Í kjöl- farið fylgdi síðan fríður hópur ungra hjóna og má þar meðal annars nefna: Knút og Petu, Jóa og Lúllu, Jens og Báru, Kalla og Siggu, Guðna Karls og Helgu, Billa og Ingibjörgu, Svenna og Lilju, Massa og Hertu, Sigga Skúla og Grétu, Árna Hermanns og Önnu, Bjarnþór og Önnu, Davíð og Diddu, Gvend Frikk og Möggu og fleiri. Allt var þetta fólk ungt og sprækt og á undra skömmum tíma iðaði allt af lífi í gömlu verstöðinni. Meitillinn rak kraftmikla útgerð og saltfiskvinnslu á þeim tíma. Stutt var á gjöful fiskimið og menn skipuðu sér fljótt á bekk með aflahæstu mönnum landsins. Og á mörkum sands og sjávar þróaðist skemmtilegt samfélag. Það sem ein- kenndi þessi fyrstu skref var mikil samhjálp, menn hjálpuðust að við að reisa hús hver fyrir annan og greiða götu hver annars. Afrískt máltæki segir að það þurfi þorp til að ala upp barn. Hvort sem mönnum var kunn- ugt um þetta máltæki eða ekki að þá var sömu aðferð beitt í Höfninni, því menn litu mjög eftir börnum hver annars. Á þeim árum barst leikurinn oft um víðan völl, sporin lágu oft niður á bryggju og henti það flesta að detta ekki bara einu sinni í sjóinn, heldur tvisar, þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum. En allt fór vel, þökk sé ár- vökrum augum. Mamma kaus að helga krafta sína fjölskyldunni, hún var vakin og sofin í að vinna að því að allt gengi vel fyrir sig. Að mörgu var að hyggja á stóru heimili og lífsbaráttan hafði á sér ákveðinn blæ sjálfsþurftarbúskapar, pabbi var ávallt með sauðfé, garðrækt var mikil og allt brauð var bakað heima. Mamma lagði sig fram við uppeldið, gætti þess að börnin færu lesin í skólann og var dugleg að hlýða yfir fyrir próf. Það sem einkenndi hennar karakter var ákveðni, heiðar- leiki, hreinskilni og vinnusemi. Hún gætti þess ávallt ríkulega að skipta jafnt á milli barnanna, að enginn fengi minna eða meira en annar. Og þeirri reglu fylgdi hún einnig mjög stíft gagnvart barnabörnum og barna- barnabörnum. Það er sárt að sjá á bak sínum nán- ustu, söknuðurinn er mikill og tóma- rúm myndast. En þó líkaminn sé horfinn, er það mikil blessun að við getum sótt í sjóð minninganna. Mamma var afskaplega trúuð kona og trúði á að það væri líf að þessu loknu. Það ríkti mikill friður yfir henni er hún kvaddi þetta líf og í huga mér myndgerðust upphafslínur í þessum sálmi: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum Lausnara hjá. Það verður dásamleg dýrð handa mér. Þorsteinn. Amma Gyða lést fimmtudaginn 8. febrúar og í dag verður hún lögð til hinstu hvílu í Þorlákshöfn, þorpinu sem hún bjó í stærstan hluta ævi sinn- ar. Amma Gyða og Garðar afi voru fyrstu hjónin sem settust að í Þor- lákshöfn, þar hreiðruðu þau um sig og komu á fót fjölskyldu. Í þá daga var nær engin þjónusta á staðnum og þurfti amma oft að hafa fyrir hlutun- um, en hún tók því af æðruleysi og gekk í það sem gera þurfti. Amma og afi eignuðust sex börn og helgaði amma þeim stóran hluta ævi sinnar, húsmóðurstarf verður seint talið til hálaunastarfa en í okkar augum var amma með hátt tímakaup þegar litið er til mannauðs, hún ól upp sex sterk- ar og dugmiklar persónur sem hafa yfirleitt sterkar skoðanir á hlutunum og endurspegla þau að mörgu leyti þann persónuleika sem amma var. Það var alltaf ákveðið ævintýri að hlusta á systkinin tala um þegar þau voru ung og oft var mikið hlegið að ýmsum uppátækjum, það var oft fjör á þessu átta manna heimili. Margir siðir eru innan fjölskyldunnar og er mikil eftirsjá að ömmu, en hún var oftar en ekki potturinn og pannan á bak við þá. Við systkinin minnumst tilhlökkunarinnar í byrjun desember því þá safnaðist öll fjölskyldan saman heima hjá ömmu og afa, skar út laufa- brauð, bjó til parta, hlustaði á jólalög og naut samverunnar. Áramótin skipa stóran sess í huga fjölskyldunn- ar og á fyrsta degi nýs árs safnaðist fjölskyldan alltaf saman heima hjá ömmu þar sem hún bauð upp á kaffi og kræsingar og oft voru líflegar um- ræður um hin og þessi málefni. Amma og afi giftu sig á Þorláksmessu og það var ömmu mikið gleðiefni og hún varð ákaflega stolt þegar Gyða frænka okkar, og nafna ömmu, trúlofaði sig á Þorláksmessu og sagði við ömmu að hún hefði fengið þeirra dag „lánaðan“. Amma var heilsteypt, skörp og yndisleg kona sem gaf og kenndi okk- ur margt sem við munum búa að alla ævi. Við barnabörnin gátum alltaf leitað til ömmu Gyðu og flestöll höfum við verið nær daglegir gestir á heimili hennar í gegnum tíðina, það voru allt- af til kúlur og appelsín ef við kíktum í heimsókn eða þegar við vorum í pöss- un á meðan foreldrar okkar voru í vinnunni. Amma var örlát kona og góðhjörtuð, hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til ef á þurfti að halda. Stundum þegar hún var búin að vera að „vesenast“ í fataskápnum, eins og hún kallaði það, kom hún fram með nokkra kjóla sem hún hafði átt þegar hún var yngri og bað mig að máta þá, það væri óþarfi að láta þá hanga ónot- aða uppi í skáp. Ég nota þá kjóla sem hún gaf mér óspart og var í einum þessara kjóla daginn sem hún lést, þeir eru mér mikils virði og ég klæðist þeim stolt. Það eru þúsund litlir hlutir sem gerðu ömmu að þeirri stórbrotnu per- sónu sem hún var, hún var gædd mörgum kostum sem ekki er hægt að tíunda í svo stuttri grein. Þótt amma sé látin mun hún ekki gleymast. Börn hennar, barnabörn og barnabarna- börn munu halda minningu hennar á lofti. Amma, við erum lánsöm að hafa notið nærveru þinnar. Við þökkum fyrir allt sem þú hefur veitt okkur og kennt okkur, við elskum þig og sökn- um. Hvíl í friði. Una Björg Einarsdóttir, Ármann Einarsson. GYÐA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Erlendur Jó-hannsson fædd- ist á Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi 10. október 1913. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Kol- beinsson frá Stóru- Mástungu (1883– 1971) og Þorbjörg Erlendsdóttir á Hamarsheiði (1879– 1969). Erlendur var þriðji í röð sex systkina. Systkini hans voru: Kolbeinn (1909-1990), Sigríður (f. 1910), Jóhanna (f. 1914), Kristín (1917–1996) og Ingigerð- ur (1923–1992). Uppeldisbróðir systkinanna var Jóhann Sigurðs- son (1904–1997). Eftirlifandi eigin- kona Erlends er Margrét Øxnevad, fædd í Stafangri í Noregi 22. maí 1936. Foreldrar hennar voru Jörgen Johan Öxnevad (1883–1948) og Margrét Þorvarðar- dóttir (1893–1981). Dætur Erlends og Margrétar eru; 1) Björg Eva, gift Páli Gunnlaugssyni, f. 1954. Þeirra börn eru Logi, f. 1986, Edda, f. 1989, og Iðunn, f. 1998. 2) Vigdís, f. 1963. 3) Margrét, f. 1966. Erlendur verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er einkennileg tilfinning þeg- ar vinir og samferðamenn kveðja og hverfa ... „upp fyrir brún og í þá sveit, sem enginn í þessum sóknum leit“, eins og skáldið segir. Eins og hluti af manni sjálfum deyi um leið. Erlendur á Hamarsheiði verður minnisstæður þeim sem af honum höfðu kynni og ber þar margt til. Hann var bóndi á Hamarsheiði langa starfsævi, byggði þar fallegt íbúðar- hús og fénaðarhús og ræktaði jörð- ina. Og á seinni árum sneri hann sér að skógrækt með sínum alkunna dugnaði og framsýni ásamt fjöl- skyldu sinni sem nú heldur skóg- ræktarstarfinu áfram. Það lýsir nokkuð bjartsýni hans og hug- myndaflugi að einhverju sinni, þegar hann átti tal um skógræktina við sóknarprestinn, kvaðst hann ætla að koma aftur eftir svona hundrað og fimmtíu ár, til að sjá hvernig starfi hans vegnaði. Stundum er sagt að menn, sem eru góðum kostum búnir, geti allt. Er- lendur hafði fjölþætta greind, gott verksvit, verklagni, kjark og trausta skapgerð, svo að hann hefði í raun- inni með ágætum getað sinnt hvaða starfi sem var. Síðan eru það oft um- hverfi og ytri aðstæður sem valda því hvað menn hafa að aðalstarfi. Erlendur hafði margs konar áhugamál, tók virkan þátt í félagslífi og myndaði sér yfirleitt ákveðnar skoðanir á málefnum. Hann var ágætur ræðumaður, hafði gott vald á íslensku máli og hélt fram skoðunum sínum af einurð og festu hvenær sem var og hver sem í hlut átti, en aldrei réðst hann á garðinn þar sem hann var lægstur. Málfar hans var ávallt ljóst og kjarnyrt, oft kryddað stutt- um, skemmtilegum athugasemdum, sem hittu beint í mark. Næmt auga hafði hann fyrir því broslega sem gerðist, en fjarri fór því að hann talaði illa um náungann. Tónlist og söng taldi hann mann- bætandi og var organisti í Stóra- Núpskirkju um árabil. Það var bæði gott og skemmtilegt að eiga samskipti við Erlend á Ham- arsheiði. Hann var blessunarlega laus við alla smámunasemi og sá oft ýmsar hliðar á þessu daglega amstri sem aðrir sáu ekki. Nú að leiðarlokum minnumst við Ragna margra ánægjustunda með þeim ágætu hjónum, Erlendi og Margréti. Hafi Erlendur heila þökk fyrir þessi löngu og góðu kynni, sem aldrei bar skugga á. Eiginkonu hans og dætrum, vinum og vandamönnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Haraldur Bjarnason. Gamlaársdagur árið 2000. Ég og Helga kona mín dveljum í gamla bænum á Hamarsheiði í Gnúpverja- hreppi ásamt barnabörnum okkar, Ara Fannari eins árs og Hrefnu Mar- íu tveggja og hálfs árs. Sá stutti er að taka fyrstu skrefin einn og óstuddur, Elli fylgist með og hefur gaman af. Hér mætast æskan og ellin á alda- mótum. Veðrið er ekki sem best og þegar líður á kvöldið er ljóst að ekki er veður til að kveikja í brennu eins og þó var búið að leggja drög að. Elli tekur snemma á sig náðir ásamt yngstu kynslóðinni, telur að áramót- in geti vel komið án sinnar þátttöku. Nýársdegi er fagnað með ærsla- fullum leik þeirra litlu. Um miðjan dag kemur Margrét, eiginkona Ella, yfir í gamla bæinn og biður mig að koma „yfir í Höll“ til að aðstoða Vig- dísi og Margréti, dætur þeirra hjóna, þar sem Elli hafði dottið og sennilega lærbrotnað. Þrátt fyrir miklar kvalir gerði Elli óspart grín að sjálfum sér fyrir klaufaskapinn. Það var aldinn höfðingi sem var ekið burt í sjúkrabíl frá Hamarsheiði á fyrsta degi nýs árs og reyndist ekki eiga aftur- kvæmt. Allt frá fyrstu kynnum mínum af Ella árið 1963 hef ég borið ómælda virðingu fyrir honum vegna framsýni hans og dugnaðar. Stundum horfði ég á hann smíða skeifur af einstakri leikni og mörg voru handtökin sem ég lærði af honum við bústörfin. Í heyskap var óhugsandi fyrir óharðn- aðan ungling að hafa við honum og oft hef ég sagt frá því að þegar ég var upp á mitt besta í kringum 20 ára hafi Elli, sem þá var sextugur, unnið með helmingi meiri afköstum en ég. Það var svo ekki fyrr en 15 árum síð- ar sem ég fór að hafa við honum í heymokstri. Á tímabili gerði Elli út dráttarvél- ar sem hann og Kolli bróðir hans höfðu breytt af ótrúlegu hugviti þannig að nota mátti þær til vega- gerðar. Sumarið 1971 vann ég fyrir Ella við vegabætur í hreppnum og kynnt- ist ég þar af eigin raun þessari ný- sköpunargáfu þeirra bræða í fram- kvæmd. Eftir að öllum búskap var hætt á Hamarsheiði hellti Elli sér út í skóg- rækt sem við í félaginu Skógarsmiðj- unni höfum nú tekið við og höldum vonandi vel á lofti næstu árin eða þar til hann er „tilbúinn að taka við aft- ur“ eins og hann hafði einhvern tíma að orði á sinn gamansama hátt. Þrjú okkar systkinanna, barna Jóns Gunnlaugssonar læknis og Selmu Kaldalóns, voru í sveit á Hamrsheiði, ýmist á gamla eða nýja bænum, samtals á þriðja áratug. Þar myndaðist sú vinátta sem ekki hefur borið skugga á upp frá því. Á Ham- arsheiði hef ég átt mitt annað heimili allar götur síðan. Vin minn og velgjörðarmann Er- lend Jóhannsson á Hamarsheiði kveð ég með orðum sálmaskáldsins sr. Valdimars Briem á Stóra-Núpi, en við kirkjuna þar var Erlendur organisti um árabil og þaðan verður hann jarðsunginn í dag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta Margréti, dætrum henn- ar og öðrum vandamönnum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Sigvaldi K. Jónsson. Ég vil hér með fáum orðum kveðja góðan vin. ERLENDUR JÓHANNSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.