Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KÖRFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B9
É
g sagði að við gætum verið
stoltir af því sem við gerðum í
þessum leik. Við gerðum nánast
allt sem við höfðum
ætlað okkur og
menn voru að
leggja sig fram í
þessu verkefni en
það dugði ekki til sigurs í leiknum.
ÍR-liðið var að gera ágætis hluti og
skoruðu yfir 90 stig gegn okkur og
það var ekki ætlunin að þeir fengju
að skora svo mikið. Það hefur verið
sagt áður að Hamarsliðið getur
barist eins og ljón í 40 mínútur á
meðal þeirra bestu en við erum
brothættir á mörgum sviðum og þá
dugar það hreinlega ekki að hafa
baráttuna sem aðalvopn. ÍR hefur
þrjá landsliðsmenn og við sem
stendur engan. Munurinn á liðun-
um liggur í að allar aðgerðir þeirra
verða léttari þar sem menn hafa yf-
ir að ráða öflugri vopnum í leik sín-
um og þeir voru vel að sigrinum
komnir,“ sagði Pétur.
Er framtíðin björt hjá Hamri?
„Á meðan við höfum kjarnann úr
þessu liði þá er framtíðin björt. Við
erum fjórir sem keyrum af höf-
uðborgarsvæðinu á æfingar og það
segir sig sjálft að menn eru að
fórna miklum tíma í þetta verkefni.
En þetta er skemmtilegt og þá eru
menn ekki að spá í þessa hluti og
það fer ekki að reyna alvarlega á
hópinn fyrr en við förum að fá
vindinn í fangið, en það hefur verið
mikill meðbyr frá því að liðið komst
í úrvalsdeildina,“ sagði Pétur.
Daði Steinn Arnarson, liðstjóri
Hamars, sat þungt hugsi í búnings-
klefa Hamars eftir leikinn og rifj-
aði upp gang mála. „Þetta var erf-
iður leikur og auðvitað hefði maður
viljað fá gullpening í stað silfurs.
Við erum ekki með mjög breiðan
hóp og það sást að ungir leikmenn
á borð við Svavar Pálsson náðu
aldrei takti við leikinn og hann
lenti fljótlega í villuvandræðum.
Svavar er einungis að leika sitt
annað alvöru tímabil og hefur kom-
ið skemmtilega á óvart en það
mátti alveg búast við því að leik-
urinn yrði erfiður fyrir okkar
óreynda lið en þrátt fyrir það vor-
um við nálægt því að ná yfirhönd-
inni í 4. leikhluta. Pétur hefur lagt
mikla áherslu á að yngri flokka-
starfið hjá Hamri sé gott og við er-
um bjartsýnir á framhaldið hjá
félaginu og verðum vonandi fljót-
lega komnir í úrslit bikarkeppn-
innar á ný,“ sagði Daði.
Reynum við 
bikarinn síðar
„Þetta var skemmtilegur við-
burður en því miður tókst okkur
ekki að sigra. Það er ótrúlegt að
svo margir hafi komið og stutt við
bakið á okkur, en ég býst við að um
sjö af hverjum tíu áhorfendum hér
í dag hafi verið í okkar lit, hvítum.
Ég óska ÍR til hamingju með tit-
ilinn en þeir léku fyrst til úrslita
árið 1971 og hafa því beðið lengi
eftir þessum sigri. Við verðum því
að reyna við bikarinn síðar,“ sagði
Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður
Hamars. 
Erum stoltir 
PÉTUR Ingvarsson fagnaði sigri með liði Hauka árið 1996 þegar lið-
ið varð bikarmeistari en að þessu sinni var minni stemmning í bún-
ingsklefa Hamars en fyrir fimm árum þegar Pétur varð bikarmeist-
ari. En hvað segir þjálfari við leikmenn sína þegar liðið hefur tapað
úrslitaleik í bikarkeppninni?
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
hann þjálfaði liðið á gullaldarárum
félagsins. „Mér fannst þetta sanngjarn
sigur. Strákarnir spiluðu vel og ég tók
sérstaklega eftir því að sigurviljinn hjá
þeim var mikill. ÍR hefur gengið í
gegnum erfiða tíma í körfuboltanum
mörg undanfarin ár en ég get ekki séð
betur en að fram undan séu góð ár hjá
félaginu. Liðið er ungt að árum og
margir bráðefnilegir strákar í því. Ég
er því mjög bjartsýnn fyrir hönd
félagsins,“ sagði Einar Ólafsson.
ri
t-
ið
n
t-
ri
ka
m
g
eldi aftur
U
pphafsmínútur leiksins tóku á taugar leik-
manna eins og við var að búast. Það kom
kuð á óvart að sjá Ásgeir Bachmann og Ólaf J.
Sigurðsson í byrjunarliði ÍR og
landsliðsmaðurinn Hreggviður
Magnússon sat á bekknum, en
Jón Örn Guðmundsson, þjálfari
ÍR, lagði mikla áherslu á að
va Bandaríkjamanninn Chris Dade í liði Ham-
Ólafur var duglegur í vörn og hinn kviki bak-
ður ÍR gaf Dade aldrei stundarfrið í leiknum.
Dade reyndi mikið upp á eigin spýtur
í leiknum enda eru hlutverk leik-
manna Hamars ákaflega vel skil-
greind. Bræðurnir Svavar og Hjalti
Pálssynir eru ekki áberandi í sókn-
arleik Hamars og flestar sóknir liðs-
ins enduðu á skoti frá Dade eða Pétri
Ingvarssyni. Skarphéðinn Ingason
lék í 35 mínútur í liði Hamar og fékk
úr litlu að moða, en hann skaut aðeins
sjö sinnum á körfu ÍR-inga og hitti úr
fjórum. Pétur og Dade tóku 80% af
þriggja stiga skotum Hamars en voru
aftur á móti með slaka nýtingu. Óli S.
Barðdal Reynisson átti ágætis inn-
komu af varamannabekk Hamars og
sama má segja um þá Gunnlaug Er-
lendsson og Lárus Jónsson. Gunn-
laugur kveikti vonarneista í stuðning-
mönnum liðsins með tveimur þriggja
stiga körfum í lok leiksins en tíminn
reyndist ekki nægur til að jafna leik-
inn. Það verður seint sagt um Ham-
arsliðið að letin hrjái leikmenn liðsins
sem oftar en ekki bæta upp vankanta
sína með vilja og eljusemi en að þessu
sinni dugði það ekki til að landa sigr-
inum. 
Fleiri leikmenn ÍR létu að sér
kveða í sókninni en hjá Hamri og
Bandaríkjamaðurinn Cedrick Holm-
es var erfiður viðureignar undir körf-
unni. Sigurður Þorvaldsson og Stein-
ar Arason skoruðu mikilvæg stig á
lokakafla leiksins og voru einu leik-
menn ÍR sem vörðu skot frá andstæð-
ingunum í vörninni. 
Eiríkur Önundarson var óvenju
daufur í upphafi leiksins og skoraði
ekki stig fyrr en í upphafi 2. leikhluta.
Eiríkur var samt sem áður heilinn á
bak við allar aðgerðir ÍR-inga í sókn-
arleiknum, þar sem hann gaf 11 stoð-
sendingar auk þess að skora 18 stig. 
Munurinn á liðunum var ekki mikill
þegar upp var staðið. Í liðið Hamars
voru það Pétur, Dade og Skarphéðinn
sem héldu uppi sóknarleik liðsins.
Dade reyndi hvað hann gat og spurn-
ingin er hvort hann hefði ekki ætlað
sér um of þar sem 47 af alls 107 skot-
tilraunum liðsins enduðu með skot frá
Dade. Svavar Pálsson náði sér ekki á
strik og lent snemma í villuvandræð-
um og þar með var fátt um fína drætti
ísóknarleik Hamars nálægt körfunni. 
Nýkrýndir bikarmeistarar ÍR
höfðu yfir fleiri leikmönnum að ráða
sem vildu taka af skarið þegar á
þurfti. Ólafur J. Steinar Arason og
Sigurður Þorvaldsson léku betur en
margir áttu von á og varnarleikur
Ólafs gegn Dade gerði það að verkum
að Bandaríkjamaðurinn þurfti að hafa
mikið fyrir hlutunum. Eiríkur og Ced-
rick voru öryggið uppmálað á vítalín-
unni þegar Hamarsmenn reyndu allt
hvað þeir gátu til að jafna og liðinu
tókst í sjöttu tilraun að standa uppi
sem sigurvegari í bikarúrslitaleik. 
Bikarsigur ÍR
sjöttu tilraun 
SLITALEIKUR ÍR og Hamars í bikarkeppni karlaliða í körfuknattleik bauð
p á ágætis tilþrif, mikla spennu og fjölmörg mistök leikmanna. Vel studdir
ölmennum hóp Hvergerðinga hafði Hamar undirtökin í fyrri hálfleik og var
um stigum yfir í hálfleik, 39:35. ÍR-liðinu óx ásmegin á lokakafla leiksins
sterk samvinna liðsheildarinnar gerði það að verkum að ÍR-ingar gátu
nað fyrsta bikarameistaratitli í sögu félagsins þremur áratugum eftir að
ð lék í fyrsta sinn til úrslita í bikarkeppninni. Lokatölur leiksins urðu 91:83. 
rður 
lfsson 
ar
Þ
egar Eiríkur var spurður hvort
það væri ekki mikil lyftistöng
fyrir gamla stórveldið ÍR, að hampa
bikarnum í fyrsta
skipti – á nýrri öld,
sagði hann: Þetta er
alveg frábært. Það
má ekki gleyma því
að við erum nýkomnir upp í úrvals-
deildina og í liðinu er mikið af ungum
og óreyndum strákum. Við erum
nokkrir eldri með en það má segja að
við séum að spila saman í fyrsta
skipti. Þótt ÍR hafi verið stórveldi á
árum áður þá vann liðið aldrei þennan
bikar svo þetta eru verulega gott fyrir
félagið. Það eru allar forsendur fyrir
blómlegum tíma hjá ÍR á næstu ár-
um. Auðvitað er samt alltaf hætta á að
missa ungu strákana í skóla til
Bandaríkjanna en fyrir utan strákana
sem eru í liðinu í dag eru margir
strákar sem eru byrjaðir á banka á
dyrnar.“
Hvað heldur þú að hafi skipt sköp-
um um að þið höfðuð betur gegn
Hamri?
„Ég held að það hafi verið fyrst og
fremst vörn okkar. Mér fannst Chris
Dade gera of mikið upp á eigin spýtur
og hann notaði ekki sína menn sem
skyldi. Hjá okkur gekk leikurinn út á
að spila þetta á fleiri mönnum en
Hamarsmennirnir. Þetta eru jöfn lið
en það þarf að hafa heppni með sér í
svona leikjum og hún var okkar meg-
in.“
Þú varst kominn með fjórar villur
snemma í síðasta leikhlutanum. Þú
virtist ekki slá neitt af í varnarleikn-
um?
„Ég var skíthræddur þegar ég lenti
í rimmu við Chris Dade úti á kant-
inum um að dómararnir hefðu dæmt á
mig en ég get sagt Helga Bragasyni
það til hróss að hann dæmdi ekki vill-
una á mig því ég var ekki brotlegur.
Við megum ekki fagna þesstum titli of
lengi. Við erum í hörkubaráttu um að
komast í úrslitakeppnina og næsti
leikur sem er gegn Skallagrími er
nánast úrslitaleikur um það hvort
félagið fari í úrslitin.“
Virkar sem vítamínsprauta
„Mér fannst þetta vera jafnt og
skemmtilegur leikur og svona ekta
bikarúrslitaleikur með hraða, spennu
og mistökum. Hamarsmennirnir gáf-
ust aldrei upp og tvær þriggja stiga
körfur frá þeim undir lokin hleyptu
mikilli spennu í leikinn. ÍR-ingar
héldu haus og unnu að mínu mati
sanngjarnan sigur,“ sagði landsliðs-
maðurinn Herbert Arnarsson, leik-
maður Vals, og fyrrverandi liðsmaður
ÍR, við Morgunblaðið eftir leikinn.
„Ég neita því ekki að ég hélt með
ÍR. Ég er alinn upp hjá þessu félagi
og flestir þessara stráka í liðinu eru
vinir mínir. ÍR-liðið er mjög skemmti-
legt og það hefur verið gaman að sjá
hvernig ungu strákunum hefur verið
hent út í djúpu laugina á tímabilinu.
Þetta er fyrsti titill ÍR síðan 1977
þannig að þessi titill er mjög kærkom-
inn fyrir félagið og virkar örugglega
sem vítamínsprauta á allt starfið.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
fornfræga félag hafði beðið eftir í 30 ár. Eiríkur Önundarson, Hreggviður Magnússon, Sigurður Þorvalds-
 meðan þeir biðu eftir að fá að handleika verðlaunagripinn eftirsótta.
Borgar fyrir
allt puðið
„MENN eru að spila körfubolta
til þess að komast í svona leiki
og til að vinna svona titla og
þetta er því ólýsanleg tilfinning
og borgar fyrir allt puðið sem
maður leggur á sig,“ sagði Eirík-
ur Önundarson, leikstjórnandi
ÍR-inga, við Morgunblaðið
skömmu eftir að hann og félag-
ar hans höfðu haldið á bikarnum
í fyrsta sinn.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16