Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vísm
Laugardagur 9. Júnl, 1979

/fLeikritið er þjóðfélagsleg ádeila um strák sem
lendir í kasti við lögin og vonlitla aðstöðu hans.
Þessi strákur settist að mér fyrir mörgum árum og
ég hvorki gat né vildi hrinda honum burt". Þaö er
Nína Björk Árnadóttir, skáldkonan rauðhærða sem
hefur orðið en Þjóðleikhúsið mun taka til sýningar
leikrit eftir hana í haust. Þaö heitir „Hvað sögðu
englarnir" og eru æfingar þegar hafnar.
„Þetta er geysilega góður hópur og lærdómsríkt
fyrir mig að fá að vinna svona opið með leikurun-
um" segir Nína. /,Fyrst höfðum við nokkrar vikur
saman, leikstjórinn Stefán Baldursson, leiktjalda-
hönnuðurinn Þórunn S. Þorgrímsdóttir og ég. Núna
erum við að lesa leikritið með leikurunum sem eru
níu talsins og þeir koma með ábendingar um sitt-
hvað sem þeim finnst að mætti betur fara. Þegar
allir eru orðnir ánægðir, hefjast svo æfingar. Það
verður æft út þennan mánuð og síðan aftur í haust.
Það er reyndar stefnan í dag að allir aöilar vinni
saman frá byrjun þegar íslensk leikrit eru sett upp
og ég held það sé lærdómsríkt f yrir alla aðila".
Smákrimmar
svindlarar
og  stór-
— Þú hefur áður skrifað leik-
rit um þá sem lenda bak við
rimlana. Er þetta efni þér sér-
staklega hugleikið?
Skáldkonan kveikir sér f löng-
um grönnum vindli og hugsar
sig um.
„Já, — ég er á móti fangels-
um. Get ekki séö aö þau bæti
neinn. Viö höfum orðið svo mik-
iö af alls konar fræöingum sem
ættu ao fá svigrúm til aö leysa
þessi mál meö öörum hætti.
Félagsráðgjafar sem kunna
kannski ráo vi6 vandanum hafa
ekkert vald til aö leysa hann.
Þess vegna eru smákrimmar
settir inn og lif þeirra er þar
með búið meöan stórsvindlarar
vaöa uppi i þjóðfélaginu óáreitt-
ir".
Við látum útrætt um
svindlarana og ég spyr hvort
hún sé að vinna aö öðrum verk-
efnum.
„Ég er með tvö leikrit i smið-
um, annað fyrir svið en hitt fyrir
sjónvarp. Þau eru niðri i skúffu
núna og verða þar um sinn. Eins
liggur stutt brúðuleikrit eftir
lausn. Þetta er bara spjall um
vandamál liðandi stundar sem
oft er gott að ræða við einhvern
utan fjölskyldunnar og fá ráð.
Stressið byrjar í skólun-
um
Það getur auðvitað vel veriö
að gamla formiö sé rikjandi i
öðrum löndum, en maöur getur
ekki veriö aö fetta fingur út i
það. Það hættir til dæmis enginn
að vera sóstalisti þó eitthvað sé
gert i Rússlandi sem er honum á
móti skapi.
Hérna á tslandi er þetta þann-
ig að kaþólski söfnuðurinn er lit-
ill, skólinn sem hann rekur fá-
mennur og foreldrarnir og börn-
in hafa mjög gott af þvi. Það er
svo mikill hávaði og læti i þess-
um stóru skólum og þar byrjar
stressið.
Einmanalegra
Ijóð en leikrit.
að  gera
Nina Björk er gift Braga
Kristjónssyni sendiráðsstarfs-
manni  og  bókakaupmanni  i
Þaö tók dálitinn tima ao kyngja þvl, að allt I einu væri oröið flnt að v'era meðrautt hár"
„Þad er einmanalegt
aö vera rithöfundur'
— segir Nina Björk Árnadóttir! , höfundur íeikritsins ,,Hvað sögðu
englarnir" sem verður synt i Þjóðleikhúsinu i haust
míg niðri I sjónvarpi og hefur
ekki enn verið sýnt.
Fjallræðusósíalisti
— Ertu pólitísk?
„Ég er fjallræðusósialisti og
þar af leiðandi óflokksbundin.
— Hvað er það?
Skáldkonan horfir á mig með
litilsvirðingu.
„Lestu bara fjallræðuna
manneskja!"
— Ertu kristilega þenkjandi?
„Já ég er það, og ég er viss
um að Jesú mundi ekki vilja að
fólk væri lokað inni á Litla
Hrauni. Svo mikið er vist.
Ég er kaþólsk af þvi að mér
finnst kaþólska kirkjan nær
Kristi en Þjóðkirkjan. Allt form
kaþólsku kirkjunnar á lika bet-
ur við mig mér finnst þaö
fallegra og messan snýst meira
um altarisgöngu en ræðuhöld.
Þaö er lika nauðsynlegt fyrir
mig að hafa samband við prest-
inn minn svona eins og sumir
aðrir hafa sálfræðinga.
—  Gengurðu reglulega til
skrifta?
„Já ég geri þaö. En ég held að
sá misskilningur sé rfkjandi aö
skriftir kaþólskra hafi ekkert
breyst siðan á miðöldum þegar
fólk talaði við prestinn gegnum
tjald eða lúgu og fékk jafnvel af-
Bókavörðunni en það nafn datt
syni þeirra Ara Gisla I hug. Þau
eiga tvo aöra syni Valgarö og
Ragnar Isleif og ég spyr hvernig
gangi að samræma ritstörfin og
heimilisstörfin.
„Þaö gengur mjög vel en það
byggist á þvi hvaö það er góð
samvinna á heimilinu. Svo er-
um við alltaf I Flatey á sumrin
en mér finnst betra að skrifa úti
á landi.  Það var  reyndar I
Kirkjubóli i húsi Guðmundar
Böðvarssonar sem ég skrifaði
„Hvað sögðu englarnir?"
— Þú hefur gefið út margar
ljóðabækur. A betur við þig að
semja leikrit en ljóð?
„Það er einmanalegra að
gera ljóð. Leikrit er meira I
samvinnu við aðra. Reyndar er
einmanalegt starf að vera rit-
höfundur. Maður er einn með
sinu verki.
Nina rauðhaus
— Dró ekki rauða hárið at-
hyglina að þér þegar þú varst
barn?"
Nlna Björk brosir með öllu
andlitinu.
„Jú, þetta þótti ógurlega ljótt.
Mér var stritt með þvl og kölluð
Nina rauðhaus og grenjaði mig
stundum I svefn út af ófögnuðin-
um. En þegar ég var um ferm-
ingu var allt i einu móöins að
vera með þennan háralit og fólk
fór að lita rautt á sér hárið. Það
tók nú dálitinn tima að kyngja
þvi að þetta væri orðið flnt en I
dag er ég ekkert óánægð með
þaðEr ekki altalað að rauðhært
fólk sé næmt og tilfinningarlkt?
segir Nlna Björk Arnadóttir".
—JM
— Jesú hefði ekki viljaö aö fólk
væri lokað inni á Litla Hrauni."
Myndir. JA
— Lestu  bara  Fjallræoun;
manneskja!"
— Viö erum komin  með svo-
mikið af fræðingum til að leysa
svona vandamál....
Þaö er nauðsynlegt fyrir mig að
hafa samband við prestinn
minn, svona eins og aðrir hafa
við salfræðinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32