Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
Laugardagur 9. Júni, 1979
V t.fi\ • f.
„Mikilvægast aö
vera heiöaríegur
99
— Helgarspjall vid Kristján Ragnarsson hjá L.Í.Ú.
„Farmannaverkfallið er fyrsta deilan sem upp
kemur viö launþega eftir aö Vinnuveitendasambandið
hafði markað þá stefnu/ að ekki væri grundvöllur
grunnkaupshækkana á þessu ári, það hlaut því að
koma til átaka þegar farmenn tóku sig út úr launþega-
hópnum og gerðu kröfur sem eiga sér vart hliðstæðu í
fortíðinni og er þó til margs að jafna í því efni". Þetta
eru orð Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landsam-
bands íslenskra útvegsmanna, en sambandið hefur
stefnt öllum flotanum í höfn á mánudagskvöld.
Helgarblaðið spjallaði við Kristján í gær um fyrir-
hugaðar aðgerðir, yfirstandandi deilurog auk þess lít-
ilsháttar um hann sjálfan.
Ekki í
pólitískum tilgangi
„Vinnuveitendasambandið er
með afstöðu sinni að fram-
kvæma eigin stefnu sem fellur
samán við þá stefnu rikisstjórn-
arinnar og Alþýðusambandsins
að ekki sé grundvóllur grunn-
kaupshækkana. bess vegna
finnst mér fráleitar þær dylgjur
sem á okkur hafa verið bornar,
að afstaða okkar sé mótuð i póli-
tiskum tilgangi. Vinnuveitenda-
sambandið er ópólitisk samtök
og starfsvettvangur þess er að
annast   kjarasamningagérö".
— Er það rétt, að þú, ásamt
borsteini Pálssyni sért sérfræð-
ingur eða hugmyndafræðingur
Vinnuveitendasambandsins.
,,Nei, fjarri þvi. I fram-
. kvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambandsins i dag er mjög
samstilltur hópur sem lýtur for-
ystu formanns og fram-
kvæmdastjóra   sambandsins.
Fiskverö á
mánudag
— Fiskverðið?
„Eftir að útvegsmenn tóku þá
afstöðu að sigla skipum til hafn-
ar, þegar þeir höfðu beðið i
þrjár vikur eftir ákvörðun um
fiskverð sem lofað hafði verið af
rlkisstjórninni að tæki gildi frá
miðjum mai, þá hefur nú verið
unniö að fiskverðsákvörðuninni
af festu. bað er ljóst, að stefnt
er að þvi að fiskverð verði á-
kveðiðekki sfðar en á manudag,
kannski fyrr og teknar verði á-
kvaröanir um þau atriöi sem
þessar deilur varöa að öðru
leyti. bar er um að ræða meö
hverjum hætti verði brugðist við
þeim oliuhækkunum sem á út-
gerðinni hafa dunið að undan-
förnu og ég vænti þess, að það
verði ljóst með hvaða hætti
verði brugðist við þeim hækkun-
um sem ókomnar eru fram i
veröinu en olia á miklu dýrara
verði er á leiö til landsins.
Ef þetta leysist með viöun-
andi hætti að mati útvegsmanna
þá veröur þessum aðgerðum af-
lýst. Hins vegar hefur verkbann
verið boðaö frá og með 18. júni
og LIÚ sem er aðili að Vinnu-
veitendasambandi Islands er
bundið af þeirri ákvörðun og þvi
þurfa útgerðarmenn að losna
viö afla úr skipunum i tæka tlð
áður en til verkbannsins kemur.
baö er hins vegar matsatriði
hvers og eins og getur staðið
mjög misjafnlega á hjá mönn-
um. bess vegna hafa samtökin
sem sllk engin afskipti af þvi.
— Nú ákváöu vinnuveitendur
sjálfir verkbann. Getið þið þá á-
kveðiö samúöarverkbann með
ykkur sjálfum?
„t vinnulöggjöfinni frá  1938
eru ákvæði um samúðarverk-
bönn, eða verkföll til samúðar
áður boðuðu verkbanni eða
verkfalli. Á grundvelli þess er
samúðarverkbann sett og er
augljóslega sett á I þeim til-
gangi að lausn þessarar deilu
verði fundin sem fyrst vegna
þess hve alvarleg áhrif hún er
farin að hafa eftir sjö vikur. Við
sem byggjum eyland og eigum
þvi allt undir flutningum að og
frá með okkar framleiðslu og
þarfir, við getum ekki búið við
það lengi án þess að komi til viö-
tækra stöðvana I atvinnurekstr-
inum, og það er að gerast bæði i
frystihúsum  og  verksmiðjum.
Fólk er að missa atvinnu i
stórum stil og okkur finnst ó-
eðlilegt að fólkið sem vinnur að
framleiðslustörfunum missi eitt
atvinnuna af völdum þessa
verkfalls en fólk, sem er I alls
kyns þjónustustörfum haldi hins
vegar áfram eins og ekkert sé.
Auk þess hefur borið á þvi, að
leiguskip eru farin að taka við
hlutverki okkar flutningaskipa
og þá þróun teljum við mjög ó-
heppilega. Ég minni á I þvi
sambandi hve mikilvæg stofnun
Eimskipafélagsins var á sinum
tima og öllum hlýtur enn að
vera ljóst, hversu mikilvægt þaö
er fyrir okkur sem þjóð, að ráða
okkar siglingum sjálfir".
i vasa almennings
— Verður gripið til einhverra
aðgerða af ykkar hálfu ef bæj-
arútgerðirnar taka ekki þátt i
verkbanninu?
„Eins og aðrir félagar i okkar
samtökum eru bæjarútgerðirn-
ar bundnar af samþykkt okkar
fundar. A sama hátt eru þær
bundnar ákvörðun VSl um
verkbann. Komi til þess sem
heyrst hefur, að einhverjar
þeirra vilji ekki taka þátt I
þessu, þá hljóta þær og þessi
samtök að fhuga hvort eðlilegt
sé að þær séu áfram aðilar að
þessum samtökum. Aðstaða
bæjarútgerða I þessu sambandi
er ólik, aðstöðu annarra at-
vinnurekenda. bær geta sótt fé I
vasa almennings sem aðrir geta
ekki".
— Hverjir standa verst i flot-
anum og hverjir best?
„Ef við flokkum fiskiskipin i
fjóra flokka eins og okkur er
gjarnt aö gera, þá eru bátar
sem ekki veiða loönu og eru
langstærsti hluti okkar útgerðar
þeir sem standa verst. Ég ætla
að loðnuflotinn standi best en þó
eru þar ýmsar blikur á lofti
vegna hugmynda um miklu
meiri veiðitakmarkanir en okk-
ur hafði órað fyrir og geta þær
gerbreytt stöðu þessa flota. Auk
þess höfum við verulegar
áhyggjur af því að Norðmenn
sæki i þennan stofn sem þegar
er fullnýttur af okkar veiðiskip-
um.
bað eru miklar annir og fundahöld sem fylgja þvl að vera formaður
Landsambands islenskra útvegsmanna þessa dagana. Hér er
Kristján Ragnarsson á fundi L.t.tJ.
Visismynd: G.V.A.
Afkoma minni skuttogaranna
sem eru 65 að tölu er betri en
bátaflotans og betri en stærri
togaranna, sem eru aðeins 13,
en er þó engan veginn viðun-
andi, þvi þeir þurfa á mikilli oliu
að halda til sinna veiða".
Vandræðalausn
— bú ert fyrsti maðurinn sem
ert kosinn formaður þessara
samtaka án þess að vera i út-
gerð.
„Já, ég var kosinn formaður
LÍO i Vestmannaeyjum 1970.
bað er min skoðun, að það hljóti
að hafa verið vandræðalausn
fyrir útvegsmenn, þvi það hafði
ekki þekkst í þessum samtökum
eða öðrum hliðstæðum, að menn
tækju að sér formennsku án
þess að eiga alla sina hagsmuni
undir þeirri atvinnugrein sem
um var að ræða.
Ég hef unnið hjá Llú frá þvi
1958, frá þvi ég kom úr Verslun-
arskólanum 19 ára gamall og er
þvi búinn að starfa þar i 21 ár.
Ég tel liklegt, að þeir hafi ekki
fengið neinn útvegsmann til að
taka þetta starf að sér þvi það er
orðið svo timafrekt að þaö hafi
enginn útvegsmaður treyst sér
til að sinna þvl sem aukastarfi
þvi hafi þeir fundið það ráð, aö
taka i þetta mann sem er i laun-
uðu starfi hjá samtökunum.
Imigustá íþróttum
— Ahugamál?
„Ég hef haft litinn tima fyrir
áhugamál.
begar ég var i Verslunarskól-
anum hafði ég Imigust á iþrótt-
um og með einhverjum hætti
tókst mér að komast hjá allri
leikfimi. bað gerði ég með
læknisvottorði án þess að vera
þó á neinn hátt veikur. Fljótlega
eftir að ég kom ur skóla skildist
mér þó, að sérstaklega kyrr-
setumenn hafi þörf fyrir hreyf-
ingu og hef þvi allt frá þeim
tima stundað reglulega badmin-
ton með félögum minum.
bá hef ég allt frá skólaárum
verið i bridgeklúbb með mönn-
um sem ekki eru tengdir starf-
inu og eru mér þvi mjög mikil-
vægur félagsskapur.
betta eru nú helstu áhuga-
málin auk þess sem maður
fagnar hverri stund sem maður
getur verið-með fjölskyldunni".
Erhægri sinnaður
— Pólitik?
„Félögum minum, sam-
starfsmönnum og útvegsmönn-
um eru, að ég held, kunnar min-
ar stjórnmálaskoðanir. Ég er
hægri sinnaður og tel að at-
vinnulífinu sé best borgið i
höndum einstaklinga sem eiga
allt undir þvi að vel sé haldið á
hlutunum. Með þessu er ég ekki
aö gagnrýna félagsútgerð t.d.
eða samvinnuútgerð. Llú er svo
lánsamt að eiga innan sinna vé-
banda alla útgerö i landinu og 1
þeim hópi eru bæjarútgerðir,
samvinnuútgerðir, hlutafélög
og einkaútgeröir.
Ég tel að i starfi eins og minu
eigi menn ekki aö taka þátt i
pólitisku starfi. bað hef ég þvi
ekki gert og mun ekki gera
meðan ég gegni þvi".
— Ertu grátkona útgerðar-
innar?
„Ég hef heyrt þessa ásökun,
en andmæli henni sterklega.
bað er mitt hlutskipti að túlka
sjónarmið útgerðarinnar og
gera grein fyrir afkomu hennar
á hverjum tima. Ég hef leitast
við að gera það með þeim hætti
aö skýr a bæði f rá þvi sem er já-
kvættog neikvætt og finnst þess
vegna ekki réttlát sii umsögn að
þetta sé grátkonustarf'.
Mikilvægast að
vera heiðarlegur
— Ertu Reykvfkingur?
„Nei, ég er fæddur og uppal-
inn á Flateyri og er stoltur af
uppruna minum eins og aðrir
Vestfirðingar".
— Kemur starf þitt ekki illa
niður á fjölskyldulifinu?
„Ég held fjölskyldu minni ut-
an við umræður i fjölmiðlum".
— Hvernig eyðirðu sumarfri-
um?
„Ég fer ýmist í sumarfri inn-
anlands eða erlendis. Hef komið
til sólarstranda og þótti það ekki
eins slæmt og ég hafði átt von
á".
— Hvað finnst þér mikilvæg-
ast?
„bað er að vera heiðarlegur
og ávinna sér traust viðmæl-
enda sinna á þann veg, að þeir
treysti orðum manns", sagöi
Kristján Ragnarsson.
-JM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32