Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vlsm
Laugardagur 9. Júni, 1979
fjoLmiðlun
LIFE ÖÐL-
AST LÍF
AÐ NÝJU
Upplag þessa blads þó aðeins
áttundi hluti þess sem áöiur var
Bandariska myndablaöið
LIFE virðist ætla aö ná f ótf estu
aö nýju á fjölmiðlamarkaði
Bandarikjanna en blaðið hóf
göngu slna aö nýju sfðastliðið
haust eftir sex ára utgáfuhlé.
Flestir höföu taliö LIFE
heyra sögunni til en útgefendur
þess vöktu þao til lífsins á ný
meö góðum árangri. Upplag
blaðsins er orðið um ein milljón
eintaka en áskrifendur um 400
þúsund.
Svo sem kunnugt er lögou
mörg bandarisk myndablöð og
tlmarit upp laupana i upphafi
þessa áratugs og var samkeppni
við sjónvarp'ið um kennt. Á
meginlandi Evrópu hafa vönduð
myndablöð aftur á móti lifað
góðu lífi og nægir í þvi sambandi
að nefna þýska vikuritið Stern.
Life kom út sem vikublaö i 36
ár en nú er það hefur gengið i
endurnýjun  lifdaganna  kemur
það Ut einu sinni I mánuði.
Þótt okkur finnist upplag
blaðsins, ein milljón eintaka,
vera allhátt er rétt að lita á það I
samhengivið fbúafjölda Banda-
rikjanna sem nú er á þriðja
hundrað milljónir manna. Hlut-
fallslegt upplag sliks timarits
hér á landi væri nálægt 1000 ein-
tökum og þætti slfkt ekki mikið.
Til samanburðar má geta þess,
að þegar LIFE var á hátindi
frægðar sinnar var upplagið
rúmlega 8 milljónir eintaka.
írtgefendur tímaritsins segja
að aukinn áhugi fólks á mynd-
um hafi skapað blaðinu nýjan
starfsgrundvöll. Svipmót LIFE
er mjög likt þvi sem áður var en
litmyndir mun fleiri en fyrrum.
Myndirnar eru að sjálfsögðu
aðalatriðið i blaðinu og textar
aðeins notaðir til þess að magna
áhrif þeirra.
—ÓR
Flennistórar litmyndir prýða slður myndablaðsins LIFE en lesmál meö myndunum er mjög tak-
markað.
Eigandi Paris Match endur-
vekur keppinautinn ..Look"
»»
Það er ekki aðeins „Lif e" sem
hefur hafið göngu sina á nýjan
leik i Bandarfkjunum eins og
nánar er sagt fráhér fyrir ofan.
Gamall keppinautur þess tima-
rits, „Look"/Var einnig endur-
vakinn fyrr á þessu ári eftir sjö
ára svefn.
Það var útgefandi franska
vikuritsins viðfræga Paris
Match sem tók sig til og endur-
vakti Look I febrúar siðastliðn-
um. Blaðið kemur nu út tvisvar I
mánuði.
Útgáfan á endurreista tlma-
ritinu hefur hins vegar verið
brösott og hefur franski útgef-
andinn Daniel Filipacchi orðið
frægur fyrir að reka einhverja
af starfsmönnum timaritsins
nánast i hverri viku,þar á meðal
ritstjóra þess oftar en einu
sinni.
Hefur fengið „einvald"
Nú siðast hefur Filipacchi
fengið nýjan „einvald" sem á
bæði að sja um ritstjórn og
framkvæmdastjórn Look. Sá
heitir Jann Wenner og er Utgéf-
andi og ritstjóri hins þekkta
blað's „Rolling Stone". Um leið
og Wenner tók við stjórn Look
samþykkti hann að lána til
rekstursins 500 þúsund banda-
riska dali sem jafngildir um 170
milljónum islenskra króna.
Þetta fjármagn á að nota til að
hressa timaritið enn viö en þaö
hefur ekki gengið vel fjárhags-
lega þrátt fyrir um 650 þúsund
eintaka upplag.
Fyrsta verk Wenners eftir að
hann tók við stjórn Look var að
reka starfsmenn á ritstjórninni
unnvörpum. Innan nokkurra
klukkustunda hafðihann þannig
rekið 19 af 34 blaðamönnum og
næstu dagana rak hann um 80
starfsmenn i öðrum deildum
fyrirtækisins.
Look gert að mánaðar-
riti
Þeir Wenner og Filipacchi
hafa nú tilkynnt að frá og með
júlimánuði muni Look koma
út einu sinni i mánuði og jafn-
framt verði efni timaritsins
nokkuð breytt frá þvi sem veriö
hefur.
Look hlaut nokkuð góöar við-
tökur i' upphafi fyrir góðar
myndir c-g greinar t.d. um
stjórnmál og læknisfræöileg efni
Mikið úrval er af erlendum timaritum I bókaverslunum hér á landi,
og sést lltill hluti þess á myndinni hér að ofan. Hins vegar er ekki
hægt að kaupa nýja „Look" I verslunum hér, og er niikill flutnings-
kostnaður sagður orsökin. Visismynd: JA.
Útgefandi Look, Daniel Filipacchi (t.v.) og nýi „einvaldurinn'
kynnt hafði verið um ráðningu Wenners til Look.
á timaritinu, Jann Wenner, eftir að til-
en sfðan hefur mönnum þótt efni
um frægt fólk fá meira rúm i
blaðinu en góðu hófu gegni.
Wenner hefur lýst þvi yfir að
vikið verði af þeirri stefnu og
reynt að móta timarit sem falli
ungu fólki i úthverfum banda-
riskra stórborga vel i geð.
Wenner segist vera bjartsýnn
á   möguleika   blaðsins   þótt
hingað til hafi tap Look numið
um 100 milljónum Islenskra
króna á tölublað. Hann segir að
þeirri þróun verði nú snúið við/
og Look verði komið i einar
milljón eintaka upplag að ári
liðnu — en það er einmitt núver-
andi upplag keppinautarins
Life.
—ESJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32