Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
i Laugardagur 9. Júni, 1979
17
Texti: Kjartan Stefánsson Myndirz Gunnar V. Andrésson
Mest   óviröulegar    bók-
menntir.
— „Hvernig gat ég klúörað
þessu skoti? Ég sé ekkert fyrir
hárinu. ícg verð að labba inn ein-
hvers staðar og láta klippa mig.
Það er enginn rakari hér á
Raufarhöfn, þú ferð bara inn 1
næsta hus og spyrð hvort einhver
vilji klippa þig.
Þjónustan I dreifbýlinu er ekki
upp á það albesta, en við kom-
umst fljótt að þvi að allir hlutir
eru óþarfir, ef þeir eru ekki til. Ég
er meira að segja farinn að nota
salta vatnið okkar til að hella upp
á könnuna. Það var helviti vont
fyrst, en svo má illu venjast að
gott þyki". -
„1 tómstundum", heldur hann
áfram. „Maður er alltaf að lesa
eitthvað. En það er mest óvirðu-
legar bókmenntir, útlend blöð
meö myndum af kvenfólki,
glæpasögur og þjóðsögur.
Ég er ákaflega lélegur við
skáldsögur og meiri háttar speki.
Ég hef aldrei verið fyrir djúpar
hugsanir enda risti ég ákaflega
grunnt i minu andlega starfi.
Myndsegulbandið er helsta
leiktækið mitt um þessar mundir
og einnig fer alltaf talsverður
timi i þetta textakvabb.
Ég veit nú ekki hvort ég á að
trúa ykkur fyrir þvi en ég sauma
út og er með virtari saumakonum
i plássinu. Kellingarnar koma i
hópum til min aö sýna mér hann-
yröir sinar og fá ráð hjá mér".!
Hefði orðiö borðstokkssjó-
maður
Jónas Friðrik er alinn upp á
Raufarhöfn. Eftir námsárin bjó
hann i Reykjavik og orti söng-
texta fyrir Rió trló eins og alþjóð
veit. En hvers vegna settist hann
aftur að á Raufarhöfn?
„Þaö er yfirleitt ósköp rólegt og
gott hér og það á vel við mig, þvl
ég er svo óhemju latur. Ég er hér
á kontórnum og fæ að kalla mig
skrifstofustjóra.
Flest atvinnutækifærin eru við
sjómennsku hér en það átti ekki
viö mig. Ég prófaði að fara á sjó-
inn þegar ég var strákur en mag-
inn I mér varð eitthvað skritinn.
Ég hefði orðið borðstokkssjó-
maður.
Textinn „Til f jandans með kall-
inn" er nokkurs konar andhetju-
kvæði um sjómanninn".
— Hefurðu ort eitthvað um
bæjarbraginn á Raufarhöfn?
„Ekki mér vitandi. En það skin
kannski I gegn. Ég þarf ekki aö
yrkja nið um nágrannana eins
og Bólu-Hjálmar til að afla mér
óvinsælda —. persónan sjálf er
nógu andstyggileg til þess".
Þar með dó leikfélagið
— Hafa ekki hlaðist á þig
trúnaöarstörf á staðnum?
„Jú mikil ósköp, ég var gerður
að formanni leikfélagsins og þar
með dó það og hefur ekki heyrst
æmta né skræmta i þvi siðan.
Enda er ég úr Samvinnuskólan-
um og nemendur þaðan eru
annálaðir fyrir félagsmálastörf.
En merkin sýna verkin.
Svo er ég i Alþýðubandalaginu.
En ég var færður niður á listanum
við siðustu hreppsnefndar-
kosningar.
Ekki það að ég haldi að þeir séu
eitthvað betri en aðrir. Þeir eru
eflaust jafnslæmir, ef ekki verri.
Sfðasta kjörtlmabil lenti ég i
þvi að þurfa að sitja hrepps-
nefndarfundi og var orðinn leiöur
á þvi. En þeir náðu sér niður á
mér,þar   sem   ég   losnaði   við
Jónas spilaði við blaðamann og ljósmvndara til skiptis.
hreppsnefndarfundina^neð þvi að
troöa mér i skólanefnd og tón-
listarnefnd".
Táfýlan í kvistherberginu
— Eru einhver af kvæðum þin-
um i sérstöku uppáhaldi hjá þér?
„Nei, það er þá helst eitthváð af
þessum gömlu til dæmis „Strákur
fyrir vestan". Annars er ég búinn
að gleyma mörgum af þessum
gömlu textum. Ég hef samið svo
marga aö ég hef ekki tölu á þeim
lengur".
— Hvernig með táfýluna i kvist-
herberginu?
„Verst af öllu? — Lagið heitir
það og platan lfka. Sú plata er það
jafnbesta sem við geröum I Rió.
Helgi Pétursson stakk upp á efni
textans. Ég held að hann hafi
fengið hugmyndina frá 'herberg-
inu sem ég bjó I þegar ég var I
„Þetta er mest dulbúið klám".
Reykjavik. Það var eitthvað
svipað ástand þar og lýst er I
kvæðinu".
Hefði orðið ógurlega gott
skáld ef...
— Hvernig byrjaði samstarfiö
við RIó?
„Ég er búinn að segja frá þvi
svo oft i viðtölum að ég nenni-
varla að endurtaka það.
Þeir lásu texta eftir mig I Sam-
vinnunni og sáu strax að þarna
var efnilegur maður á ferð og
höfðu samband við mig.
Ég hef alltaf haldið þvi fram að
ég hefði oröiö ógurlega gott skáld,
ef þeir hefðu ekki eyðilagt mig á
þessum dægurtextum, en þeir
segja að ég hefði bara legið I leti
og ekkert orðið úr mér heföu þeir
ekki fundið mig".
Missti ekki af Prúðuleikur-
unum.
„Heyröu þaö eru bara fjárkúg-
arar sem taka myndir af svona
stöðu", sagði Jónas við ljós-
myndarann en allar kúlurnar
hans voru komnar þétt upp við
battann þvi að hann hafði for-
hleypt hvað eftir annað.
Jónas hafði spilað til skiptis við
blaðamann og ljósmyndara Visis
og var einbeitni hans meiri við
leikinn en spjalliö enda við harða
keppinauta að etja.
Þar kom þó að leiknum var lok-
ið — og viðtalinu jafnframt, — og
siðasta kúlan fór á tveim böttum i
horn. Hver sigraði skal látið
liggja milli hluta. Þegar við
keyrðum Jónas heim hafði hann
ennþá nokkrar minútur til þess að
koma sér fyrir framan við sjón-
varpið og horfa á Prúöuleikar-
ana.
—KS
UFARHAFNAR
99
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32