Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 20
vism Laugardagur 9. Júni, 1979 20 hœ krctkkar! Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir Jón örn Þórarinsson, 5 ára, sendi barnasíðunni þessa mynd af tveimur körlum. '*9 Arnoddur Hraf n, 6 ára, málaði þessa mynd af húsi, sól og blómum. 1« * Jon Of*» Gátur 1. Hvaða dýr getur hoppað hærra en hús? 2. Hver er það, semgæg- ist inn um gluggana hjá okkur, en kemur aldrei inn? 3. Hvaða orð er það um farkost, sem er eins hvort sem það er lesið á- fram eða aftur á bak? 4. Þó að allir gangi á mér, þá geng ég aldrei á neinum. Hver er ég? 5. Hvaða auga getur ekki séð? •QE§nBJE|5M 'S ■UBJBO t 'JIBtBM £ 'U!!9S Z QB ddoq iqqa jniag snH ’jXp hq \ Skrýtlur Beta og Bína fengu að fara upp í sveit og bar þar margt nýstárlegt fyrir augu þeirra. Meðal ann- ars voru þær lengi að at- huga kýrnar. — Af hverjueru sumar kýrnar hvítar og sumar svartar og sumar rauð- ar? spurði Beta. — Ég veit það ekki, sagði Bína, en líklega kemur mjólkin úr hvítu kúnum, kaffið úr svörtu kúnum og súkkulaði úr rauðu kúnum. Og þetta þótti Betu mjög sennilegt. Drengurinn: Þú mátt ekki fara til Spánar í sumar, pabbi. Pabbinn: Hvers vegna? Drengurinn: Ég er svo hræddur um að Spánverj- arnir éti þig. Þar er víst fjöldi af mannætum. Pabbinn: Hvaða vitleysa er þetta? Hver hef ur sagt þér það? Drengurinn: Það stóð í bókinni, sem ég var að lesa i gær, að Spánverjar lifðu á ferðamönnum. Ungi maðurinn: Það er erindi mitt hingað að biðja um hönd dóttur yð- ar. Faðirinn: Hvora þeirra viltu fá? Ungi maðurinn:. Hvað? Áttu tvær dætur? Faðirinn: Nei, en dóttir min hefur tvær hendur. ^ .... Litla kvöldsagan Fuglinn sem vissi um vorið Einu sinni var lítill fugl, sem var alltaf svo æstur yfir öllu, sem hon- um fannst merkilegt. Einn morgun vaknaði hann og sá, að páskalilj- urnar voru sprottnar. ,,Ó, það hlýtur að vera komið vor", tísti hann. „Vor, vor, vor, ég verðað f Ijúga af stað og segja öllum í heiminum frá því". Svo flaug hann af stað til að segja frá vorinu. Hann flaug fyrst til Nor- egs. „Það er vor", tisti hann. „Dásamlegt", tístu fuglarnir í Noregi. Svo flaug hann til Þýskalands. „Það er vor", tísti hann aftur. „Dásamlegt, yndis- legt", tistu fuglarnir í Þýskalandi. Hann flaug áfram til ítalíu — og áfram lengra þangað til að hann kom til Suður-Af ríku. „Það er vor", sagði hann fuglunum í Suður- Afríku. En fuglarnir í Suður- Afríku sögðu: „Hvaða vitleysa er í þér? Það er ekkert vor. Það er haust. Sérðu ekki að laufin á trjánum eru að gulna? Brátt kemur vetur". „Nú hef ég alveg ruglast í ríminu", hugsaði litli fuglinn. „Ég hef flogið alveg hinum megin á hnöttinn. Ég verð að fljúga strax til baka aftur". Svo sneri hann við og lagði af stað til baka. „Bráðum kemur vor, bráðum kemur vor", tísti hann. „Hvað ert þú eiginlega að syngja um?" spurði lítill fugl, sem flaug fram hjá honum. „Það er vor". ,, Nú, þá hlýt ég að vera kominn heim aftur. En dásamlegt", tísti litli fuglinn hrifnæmi. Og það var svo sannar- lega rétt, því að fyrir neðan sig sá hann páska- liljurnar í fullum blóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.