Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 19 MÉR varð það á einhvern daginn ný- verið að leggja kollhúfur er ég hlust- aði á útvarpsauglýsingar. Ég þóttist heyra hvatningarorð frá starfs- mönnum í Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akureyringa. Þeir létu þess getið að þar væri púðursnjór. Í svipinn kom ég því ekki fyrir mig að hafa heyrt þetta orð fyr. Þóttist samt skilja að hér væri átt við lausamjöll. Mér varð hugsað til Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara, sem frægur var sem stafnbúi og fram- vörður íslenskrar tungu. Að vísu má segja að tungan taki sífelldum breyt- ingum og púðursnjór eigi betur við þá tíma þegar bandarískir hermenn fari í kynnisferðir í blómlegar byggð- ir Eyjafjarðar, klæðist dularklæðum og stökkvi hæð sína í herklæðum um leið og þeir gróðursetja trjáplöntur hjá háskólamönnum á Akureyri. Við þessar hugleiðingar rifjaðist upp kvæði Gríms Thomsens, sem hann kvað er hann vegsamaði norskan út- laga, sem eigraði um skóga og merk- ur Noregs og leitaði hælis í hellis- skútum og á heiðum, á flótta undan úlfahjörðum. Um þessar mundir líð- ur naumast sá dagur að eigi sé getið úlfa er reika um merkur Noregs og valda bændum búsifjum. En víkjum nú að ljóði Gríms Thomsens um Arnljót gellini. Auk Gríms mun norska skáldið Björn- stjerne Björnson hafa sungið Arn- ljóti lof. Orðabók Háskóla Íslands, sem er til húsa í Árnastofnun kannast ekki við orðið púðursnjór, hvorki í mæltu máli né ritmáli. Tíminn mun leiða í ljós hvort orðið verður sigursælla þegar fram líða stundir. Lausamjöll eða púðursnjór. Arnljótur gellini Lausa mjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur, nístir kuldi um næturtíð. Fer í gegnum skóg á skíðum sköruglegur halur einn, skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið; gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. Hefur hann á mörkum marga munntama þeim gefið bráð; sjálfs hans ævi er álík varga, einn sér verður hann að bjarga, hefur safnað ei né sáð. Með ráni og vígum rauna hnútinn reið hann sér og auðnu tjón; á holtum og á heiðum úti hýsa hann eikarstofn og skúti hvergi er honum fritt um frón. Ýmsar sögur annarlegar Arnljóts fara lífs um skeið; en – fátækum hann þyrmir þegar, og þeim, sem fara villir vegar, vísar hann á rétta leið. (Grímur Thomsen.) Bragi Kristjónsson brá við skjótt og útvegaði myndina til birtingar. Eru honum færðar bestu þakkir. Myndin er úr útgáfu Gustav Storm á Heimskringlu Snorra. Útg. Kristiania 1899. Teikningin er eftir Halfdan Egedius. Púðursnjór eða lausamjöll Arnljótur gellini á skíðum í norskum skógi. Með honum eru Þóroddur og fylgisveinn hans. Eftir Pétur Pétursson Grímur Thomsen - trygging fyrir l águ ver›i!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.