Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 7
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 B 7 „ÞAÐ eru fimm ár síðan ég hef verið í svona sigursælu liði og þetta er draumur hvers leik- manns. Hópurinn er frábær, þjálfarinn stórkostlegur, stuðn- ingsfólkið og stjórnun deildarinn- ar frábær og Ísland er yndislegt svo að þetta hefur verið eins og draumur,“ sagði Heather Corby, sem gekk til liðs við KR í vetur og náði að vinna bikarkeppnina og Íslandsmótið með liðinu. Hún lék áður með skólaliði sínu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og svo á Spáni en liðið þar lenti í fjárhagserfiðleikum. Það er þó óvíst hvort hún verður áfram í herbúðum KR. „Við sjáum hvað setur, það þarf að ganga frá ýmsum málum og ég á eftir að ferðast mikið þetta árið auk þess sem ég þarf að hafa samráð við kærastann minn en ég er til í að leika körfuknattleik hérna.“ Draumur hvers leikmannsflest stig frá leikmönnum, sem eru ekki íbyrjunarliðinu. Svo er þjálfarinn meiri- háttar, við metnaðarfullar, æfingarnar góðar og við duglegar á þeim svo að við höfum uppskorið eins og við höfum til sáð.“ Ætluðum að fikra okkur ofar „Ég hef tekist á við það skemmtilega hlutverk í vetur að lyfta bikurunum og það hefur verið ævintýri líkast, við höfum unnið alla titla sem í boði eru og erum ein- faldlega með gott lið,“ sagði fyrirliði KR, Kristín Jónsdóttir, eftir leikinn. „Við hlökkuðum mikið til þessa leiks en náðum ekki að sýna okkar betri hliðar. Við áttum samt góða kafla í leiknum en þegar þær náðu að skora sextán stig í röð duttum við aðeins niður og misstum dampinn. Það var samt ekki neitt stress í okkur en þær brjálaðar enda síðasti möguleiki. Þær misstu síðan Brooke Schwarz útaf en við vissum að þá myndu þær tvíeflast svo að ljóst var að lokaspretturinn yrði erfiður en þetta gekk hjá okkur,“ bætti Kristín við en hún sagði að ekki hefðu verið sett nein markmið um sigur fyrir mótið. „Við gáfum ekki út neinar yfirlýsingar. Það kom nýr þjálfari og tveir leikmenn hættu svo að liðið breyttist aðeins og við ákváð- um þá bara að fikra okkur bara áfram.“ eins og við höfum til sáð Heather Corby og Hanna B. Kjart-ansdóttir fóru á kostum fyrir KR í byrjun en það dugði ekki til að brjóta niður baráttuanda Kefl- víkinganna, sem dugði ekkert nema sigur til að missa ekki bikarinn í hendur Reykvíkingun- um. Með liprum leik tókst þeim að ná 20:19 forystu en með því að skora aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum í öðr- um leikhluta á meðan KR skoraði 14 stig snerist taflið við. Keflvíkingurinn Brooke Schwarz fékk sína fjórðu villu þegar rúm mínúta var til leikhlés og fór útaf um tíma en kom aftur inná til síðari hálfleiks og sló hvergi af. Um tíma varð forysta KR 15 stig og áttu gestirnir erf- itt uppdráttar en sýndu mikinn baráttu- anda með því að snúa taflinu aftur við, 51:52, á síðustu mínútu þriðja leikhluta. Spennan varð því mikil í síðasta leik- hlutanum. Það liðu rúmar sex mínútur áður en Keflvíkingum tókst að skora seinni körfu sína því þeim tókst einung- is að ná sér í fjögur stig síðustu tíu mín- úturnar. KR-stúlkur voru lítið betri þó að þeim hafi tekist að skora tíu stig en það dugði þó til sigurs. Corby lét mikið að sér kveða í leikn- um, skoraði 17 stig og tók 18 fráköst auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Hanna gaf henni lítið eftir en Kristín Jónsdótt- ir og Helga Þorvaldsdóttir voru einnig góðar. Í heild fær samt liðið hrós fyrir baráttu þó að lengi vel hafi það ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hjá Keflavík byrjaði Kristín Blöndal mjög vel og dreif liðið áfram. Brooke Schwartz var aftur á móti lengur í gang en tók þó 14 fráköst. Erla Þorsteins- dóttir var einnig ágæt, tók meðal ann- ars 13 fráköst og varði fimm skot. Morgunblaðið/Ásdís sigurlaunum Íslandsmótsins daginn. Hún hefur haft í nógu liðsins í vetur og hefur það þá boði var. Órofin sigurganga KR-stúlkna SIGURGANGA KR-stúlkna í körfuknattleik var ekki rofin á laugardaginn þegar þær mættu Keflavík í þriðja úrslitaleik Íslandsmótsins í Vest- urbænum. Þrátt fyrir að lenda í nokkrum erfiðleikum með gesti sína sýndu þær mikinn styrk í lokin og sigruðu 64:58. Fyrir vikið hömpuðu þær fimmta og síðasta bikarnum í vetur en það eru allir þeir bikarar sem keppt var um. Stefán Stefánsson skrifar „ÞETTA er góð uppskera enda búa miklir hæfileikar í þessum stelpum,“ sagði Henning Henn- ingsson, þjálfari KR, eftir sig- urinn. „Málið snýst eingöngu um að hugarfarið sé í lagi og vilji og kjarkur til að vinna þessa titla – þá vinnast titlar eins og hefur sýnt sig í vetur. Stelpurnar hafa staðið sig geysilega vel í mikilvægustu leikjunum og haldið haus, sem er málið. Helstu kostirnir eru hug- arfarið. Þegar ég tók við liðinu sá ég strax að hæfileikarnir voru til staðar svo að málið snerist um viljann og trú á að hægt væri að vinna. Liðið hefur síðan tekið framförum og sigraði svo glæsi- lega,“ bætti Henning við. Hann var eins og þjálfari Keflavíkur að þreyta frumraun sína sem þjálfari kvennaliðs í körfuknattleik og get- ur vel við árangurinn unað – vann Reykjavíkurmótið, Kjörísbikarinn, Doritosbikarinn, deildarkeppnina og Íslandsmótið, en óvíst er hvort hann verður áfram með liðið. „Þetta hefur verið mjög gaman en nú er ég hættur, fer heim og leggst upp í sófa með tærnar upp í loft.“ Hæfileikar og hugarfar Morgunblaðið/Ásdís nning Henningsson þjálfari KR-kvenna fékk flugferð hjá liði sínu eftir að hafa landað síðasta bikar vetrarins. KR-stúlkur bestar Eftir að Heather Corby og Guð-björg Norðfjörð komu inn aftur eru KR-ingar með langbesta liðið og sýndu það og sönnuðu í dag. Það er erfitt að eiga við svona gott lið og við höfum svo sem átt við meiðsli að stríða í vetur en betra liðið vann,“ sagði Kristinn Óskarsson, þjálfari Keflavíkurkvenna. „Það var samt ekki erfitt að fara í þennan þriðja leik eftir tvö töp og við vissum að það yrði á brattann að sækja, þessi leik- ur yrði alveg eins erfiður og hinir. En við sýndum mikinn styrk í hon- um með því að jafna í síðari hálfleik en það var erfitt að spila síðustu fimm mínúturnar án Brooke Schwarts, sem beitti sér að fullu þrátt fyrir að hún þyrfti að leika í fimmtán mínútur með fjórar villur á bakinu. Hins vegar undirstrika þessi úrslit yfirburði KR í dag. Þeir hafa verið að byggja upp sitt lið frá 1993 og frá úrslitaleikjunum í fyrra, sem urðu fimm, hafa þeir bætt við sig mannskap á meðan við höfum tapað þremur leikmönnum úr liði aldarinn- ar, þeim Önnu Maríu Sveinsdóttur, Öldu Leif Jónsdóttur og Erlu Reyn- isdóttur. Því erum við þegar öllu er á botninn hvolft að gera ágætis hluti,“ bætti Kristinn við og var ánægður með frumraun sína í þjálfun kvenna- liðs í körfuknattleik. „Það hefur ver- ið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að þjálfa kvennalið í körfunni en jafnframt mjög krefjandi, sérstak- lega vegna þess að liðið var ekki al- veg heilt – andlega og líkamlega.“ Þær áttu skilið að vinna „Þær eiga þetta skilið því þær voru betri en við í þessum þremur leikjum,“ sagði Keflvíkingurinn Kristín Blöndal eftir leikinn. „Þær eru aðeins á undan núna en ekki langt. Það vantar herslumuninn og okkar lið hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í úrslitaleikjunum. Það var alveg hægt að vinna upp mun eins og við gerðum í leiknum – það þarf bara að hafa trú á því. Ég held samt innst inni að okkar lið hafi ekki trúað að það gæti unnið þessa þrjá leiki, en við getum unnið, við sýndum það einu sinni í vetur,“ bætti Kristín við en hún hefur ásamt félögum sín- um þurft að horfa á eftir nokkrum bikurum í hendur KR í vetur. „Það var erfitt að sjá á eftir þessum bik- urum í vetur. Við unnum í fyrra en þær núna og þannig gengur þetta stundum, það er ekki alltaf hægt að vinna en þær eiga skilinn þennan sigur. Þær spiluðu mjög vel í vetur og eru með mjög góðan útlending.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.