Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 2
2 ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 Þ AÐ gekk ekki tafarlaust að fá stund með Sigurbirni Einars- syni. Þótt nær níræður sé, er hann langt í frá iðjulaus, heldur hefur svo margt að sýsla að það tók hann þrjár vikur að finna sér tóm, sem dygði okkur. Láttu þér ekki bregða við blómahafið, kallar Sigurbjörn upp stigann á eftir mér, þegar við svo hittumst á heimili þeirra hjóna. Konan var nefnilega að eiga stórafmæli. Magnea er orðin níræð, þetta eldri í árinu en bóndinn. Já, ég trítla ævina svona í humátt á eftir henni, segir hann kíminn. En ekki á það nú fyrir mér að liggja að ná henni úr þessu! Svo komum við okkur fyrir, Magnea færir okkur veitingar og Sigurbjörn rifjar upp sína fyrstu bernskuminningu. „Fyrsta meðvitaða minningamyndin, sem ég á, er af konu, sem lá banaleguna í baðstofunni hjá afa og ömmu. Þessi kona var nágranni þeirra og þau tóku hana að sér síðustu árin. Hún lá í rúminu beint á móti stiganum upp í baðstofuna og ég man eftir mér, þar sem ég stóð í stiganum og konan laut yfir rúmstokkinn og rann úr henni blóð. Svo leit hún upp og þegar hún sá mig, brosti hún ákaflega hlýlega. Ég hef verið ríflega tveggja ára þegar þetta gerðist. Þessi mynd er ákaflega skýr, en ég vissi ekki, hvort hún væri raunsönn fyrr en ég fékk að vita síðar, að í þessu rúmi hafði kona dáið og haft miklar blóðnasir í banalegunni. Þessi kona var bústýra hjá afabróður mínum, sem var merkilegur kall. Hann hét Friðfinnur. Hann bjó til langspil og strengirnir hafa kannski verið úr hrosshári. Hann lék undir á langspilið við sálmasöng, þegar hann las hús- lesturinn og aldrei notaði hann aðra sálmabók en Grallarann. Hann dó 1910. Friðfinnur skrifaði upp marga sálma, suma eftir minni, sem ekki voru lengur tiltækir fólki. Ég eignaðist það kver og hef komið því á þjóð- skjalasafnið. Aðra merkari viðburði í lífi mínu, sem áður höfðu gerzt, man ég ekki. Ég man ekki þegar móðir mín dó með voveiflegum hætti og ekki þegar afi minn skömmu síðar reiddi mig fyrir framan sig í gæruskinni heim til sín, þar sem ég var í fóstri til átta ára aldurs.“ Það er annar dagur jóla 1912. Jólafriðurinn ríkir í bænum á Efri-Steinsmýri. Frumburður þeirra Einars og Gíslrúnar, Sigurbjörn, er á öðru ári, og annað barn þeirra, Sigurfinnur, 3ja vikna. Hann á að skíra daginn eftir. Það er komið að kveldi; litli drengurinn liggur í vöggu sinni, sá eldri leikur sér á gólfinu og á olíuvél í miðri baðstofu steikir móðirin kleinur til skírnarveizlunnar. Skyndilega logar feitin upp úr pottinum. Gíslrún þrífur hann af vélinni en missir í gólfið svo af verður bál, sem brennur milli hennar og drengjanna. Einar er nýkominn inn í bæ og þau hjón hafa snör handtök og sækja börnin yfir eld- inn. Hann tekur drenginn af gólfinu og hún hvít- voðunginn úr vöggunni. Ekki verður annað séð en allt hafi tekizt giftusamlega svo Einar snýr sér að því að slökkva eldinn á baðstofugólfinu. En þegar hann svo kemur yfir til sambýlisfólks- ins, kemur í ljós að kona hans hefur brennzt illa við björgunina. Eldur hefur komizt í föt hennar og magnast á undankomunni. Á nýársdag 1913 lýkur dauðastríði Gíslrúnar Sigurbergsdóttur. Foreldrar Gíslrúnar taka eldri drenginn til fósturs og fer drengurinn til þeirra að Háu-Kot- ey strax eftir jarðarför móður sinnar. „Síðan koma minningar um lífið, eins og það var í litlum bæ í afskekktri sveit, þar sem lífs- hættir og atvinnubrögð voru nánast með sama hætti og verið hafði á Íslandi í þúsund ár. Ég man eftir mér, þegar ég rankaði við mér á flóðgarði; hafði stolizt úr baðstofunni án þess að langamma mín sæi, en hún átti að passa mig meðan amma var á kvíum. En þangað ætlaði ég að fara og skríða eftir flóðgarði, sem þangað lá í áttina. En allt í einu var sá garður orðinn óheppilega hár og ég víst búinn að missa af öll- um áttum og fór að hrína. Amma varð að stökkva undan ánni, sem hún var að mjólka, til þess að grípa mig og hugga. Og ekki fékk ég bágt fyrir að hafa gert henni þennan grikk. En ég man eftir fráfærum og þegar sagt var til aldurs míns í þá daga, var sagt: hann er fædd- ur um fráfærur. Það var merkistími og aldrei gleymist jarm- urinn í lömbunum, þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum. Í stafrófskverinu mínu var vís- an: Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann. Þá voru fráfærur úr sögunni, þegar ég fékk stafrófskverið, en ég man að ég fór að gráta, þegar ég las þetta erindi. En harmur lambanna gleymdist, þegar mað- ur fékk sauðamjólkina og afurðir hennar. Ég man eftir ostunum hennar ömmu, sem hún rað- aði upp í hillur í skemmunni. Þeir voru góðir. Ekki þurfti ég að standa yfir lambfé og ekki vaka yfir velli. En átta ára gamall var ég fyrst látinn fara á engjar, lærði þá að raka og síðan að slá og smám saman önnur sveitastörf eftir því sem kraftarnir hrukku til. Það er ekki hægt að segja, að ég hafi verið al- inn upp við harðrétti, þótt svo myndi það vera kallað nú. Harðindi voru ekki í landinu, fremur má segja, að góðæri hafi ríkt á uppvaxtarárum mínum. Viðurværið var ekki margbrotið, aðbúð- in þætti ekki „mannsæmandi“ nú á tímum, en ekki sultum við. Meðan ég var hjá ömmu og afa þótti ég lyst- arlítill. Ég var víst ákaflega nautnalítill sem barn, en þegar unglingsárin nálguðust breyttist þetta, enda var ég þá látinn ganga í verk eftir fyllstu getu. En matur naut mikillar virðingar og lotningar vil ég segja í þá daga. Að skemma mat var guðlaust athæfi. Eitt sinn sem oftar fórum við föðursystir mín, sem var tveimur árum eldri, á fjöru. Hún var yngst fimmtán systkina, faðir minn elztur. Ég var víst ellefu ára og hún þrettán. Þá fundum við hnísukálf og urðum ákaflega glöð og hreykin að finna þessa björg í bú. Við höfum oft rifjað upp, hvað við fundum mikið til okkar þarna.“ Fjaran í Meðallandi gefur fólkinu fleira en hvalreka. Stundum fær fólk matbjörg í fiskreka og svo eru það ströndin. Skipsströnd verða mönnum oft drjúgt bús- ílag. Mestu skiptir þó í minningu Sigurbjörns að slys urðu ekki á strandmönnum í hans uppvexti. Fjaran er grjótlaus með öllu og skipin brotna ekki, heldur sitja föst í sandinum og menn bjargast að jafnaði í land heilu og höldnu, ef þeir bara bíða þess að fjari. Þá standa skipin oft á þurru. En það getur orðið harðsótt að komast til manna í dimmviðri eða gaddi og byl. Eða ef það dregst að menn verða varir við strandið eða ganga á fjörur vegna illviðris. Sigurbjörn man fleiri ferðir á Koteyjarfjöru. Og sjávarhljóðið úr suðri er fastur hluti tilver- unnar. En dag einn berst drengnum brimhljóð úr öfugri átt; innan frá landinu. Það er 12. októ- ber 1918 og eldur er uppi í Kötlu. Þá er dreng- urinn sjö ára og enn hjá afa og ömmu. Þegar Sigurbjörn er átta ára hætta afi og amma að búa og hann fer þá aftur til föður síns. Reyndar er ekki langt að fara því Einar flytur eftir konumissinn frá Steinsmýri til fólksins síns að Lágu-Kotey. „Hjá föður mínum var ég svo fram yfir ferm- ingu, en hann brá þá búi og seldi allt sitt og flutti til Reykjavíkur 1926 til þess að ég gæti komizt í skóla. Hann hafði mikinn áhuga á að svo gæti orðið. Og presturinn okkar, séra Björn O. Björnsson í Ásum, studdi það rækilega, eins Helgi Lárusson á Klaustri, sem auk séra Björns sagði mér til einn vetrartíma. Séra Björn bjó mig gagngert undir inntöku í Menntaskólann og reið með mig suður, þegar ég skyldi þreyta inn- tökuprófið. Og ég slampaðist inn vorið 1926. Næstu þrjá vetur var ég á kosti föður míns að því leyti sem sumarkaupið hrökk ekki fyrir upp- eldi mínu. Síðan giftist hann öðru sinni og flutti úr bænum. Þá tóku aðrir við og fleyttu mér áfram.“ Þar sem Sigurbjörn Einarsson stendur haustið 1926 á þröskuldi Menntaskólans í Reykjavík er rétt í ljósi þess sem síðar varð að staldra aðeins við. „Ég var afar trúað barn. Ég ólst upp við helgihald hjá afa og ömmu og síðar pabba, sem hafði mjög djúp áhrif á mig. Amma mín bað með mér morgunbænir þegar ég var klæddur og kvöldbænir undir svefninn. Afi minn tók það að sér stöku sinnum, þegar amma var ekki viðlátin. Kvöldvakan endaði ævinlega á hugvekju og þá færðust friður og helgi yfir baðstofuna, sem sitja í mér síðan til þessa dags. Svo voru lesnir húslestrar á helgidögum. Þessir lestrar fundust mér auðvitað langir nokkuð, en það var sérstakur og áhrifaríkur blær, sem fylgdi þessum stundum. Ég fór snemma að lesa húslestur í þykjust- unni og hermdi þá eftir afa. Ég átti sjálfur Vísnabók Guðbrands, aðra útgáfu þeirrar bók- ar. Þessa bók eignaðist ég úr búi Friðfinns frænda míns. Ég fékk aldrei að handleika helgi- bækur afa míns, það þótti ekki óhætt. En þessa vísnabók fékk ég að hafa í höndunum, merkilegt að hún skyldi komast vel frá því! En bókina á ég enn og sér ekkert á henni. Frænkur mínar sögðu mér það seinna, að ég sat með bókina öfuga og tuldraði, ekki orðinn læs, en hermdi eftir afa. Svo allt í einu skellti ég bókinni aftur og sagði: Hvað á hundur að gera við helga bók? Ekki veit ég nú hvaðan ég hef haft þetta spakmæli, en þær sögðu það frænkur mínar að þetta hefði ég sagt og varð af mikið gaman í baðstofunni.“ Sigurbjörn hefur í Játningum rifjað upp atvik úr bernsku sinni með þessum hætti: „Baðstofan er horfin, orðin að stórum geimi, sem umlykur mýrina, sandinn og sjóinn, alla bæi, alla menn, og þessi geimur er einn stór lófi, hönd Skap- arans. Ég sá hann oft í mýrinni fyrir sunnan bæinn og suður á Bóli, ég veit ekki hvernig, en myndin er greypt í vitund mína – unglingur, skegglaus, fallegur, brosandi, í dökku fati síðu, band um mittið. Ég hef aldrei séð neina mynd síðar, sem líkist þessari. Hann var að skapa í mýrinni, búa til þúfur og stör og rima og tala við mýrispýt- una, óðinshanann og lóuþrælinn. Og þegar hann hvarf, var bros hans eftir.“ Síðar segir Sigurbjörn: „Jesús. Oft hafði ég séð regnbogann brúa djúpið milli himins og jarðar, brjótast fram í grettum, svörtum skýj- um, sveipa þau dýrð, um leið og þau flýðu. Mér hafði verið kennt að segja, þegar ég sæi regn- bogann: „Friður á milli himins og jarðar, friður á milli Guðs og manna.“ Jesús var regnboginn. Þunginn, gnýrinn, dynurinn í orðum Passíu- sálmanna var óveður á flótta. Það var friður milli himins og jarðar, milli mín og Guðs. Aðeins að horfa á táknið, gleyma því ekki. Læra að elska það, elska eitthvað af fegurð þess inn í sjálfan sig. Regnboginn kom og fór. Krossinn F y r i r l a n g t í 9 0 á r u m s t ó ð b a r n u n g u r d r e n g u r v i ð b o r ð f y r i r b a ð s t o f u g l u g g a í M e ð a l l a n d i n u o g t ó n - a ð i . S í ð a n h e f u r m i k i ð v a t n t i l s j á v a r r u n n i ð o g d r e n g u r i n n s t a ð i ð f y r i r m ö r g u a l t a r i n u . O g n ú þ e g a r h a n n s t e n d u r á n í r æ ð u , t ó n a r h a n n e n n o g m e n n l e g g j a v i ð h l u s t i r l í k t o g l a n g a m m a h a n s f o r ð u m í b a ð s t o f u n n i í K o t e y . S i g u r b j ö r n E i n a r s - s o n f a n n s i n n g u ð í b e r n s k u , h v a r f l a ð i f r á h o n u m u m s k e i ð á s k ó l a á r u m , e n g e k k h o n u m a f t u r á h ö n d o g g e r ð i s t p r e s t u r , s í ð a r p r ó f e s s o r o g ú r k e n n - a r a s t ó l i v a r h a n n k a l l a ð u r á b i s k u p s s t ó l . Þ a r s t ó ð h a n n í s t a f n i í s l e n z k r a r k i r k j u í r ö s k t u t t u g u á r , a n d l e g u r l e i ð t o g i , e l d k l e r k u r s í n s t í m a , o g l e i d d i þ j ó ð s í n a o g k i r k j u g e g n u m b o ð a f ö l l s a m t í m a n s a f t r ú a r v i s s u o g a n d a g i f t . Þ ó t t b i s k u p s f e r l i l y k i í f y l l i n g u t í m a n s , l é t S i g u r b j ö r n e k k i s t a ð a r n u m i ð . H a n n e r e n n e l d h e i t u r o g v í g d j a r f u r g u ð s m a ð u r , s e m f i n n u r t i l í s t o r m u m s i n n a r t í ð a r o g l æ t u r e n g - a n b i l b u g á s é r f i n n a í b a r á t t u n n i f y r i r þ e i r r i k r i s t n u k i r k j u , s e m h a n n a n n s e m s i n n i M ó ð u r . ... ég fann og vissi að annar stóð við stýrið og tók taumhaldið af mér með áþreifanlegum hætti margoft ... Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkelsdóttir. Eftir Freystein Jóhannsson Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon (bls. 6, 7 efst), Einar Falur Ingólfsson (bls. 1, 2, 4–5), o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.