Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mikið getur lífið verið óréttlátt. Hvað hefur maður gert til þess að þurfa að ganga í gegnum allan þennan missi og alla þessa sorg? Þetta var mín fyrsta hugsun laugardagsmorguninn 31. mars eftir að ég lagði símtólið á og mér hafði verið tilkynnt að Hafrún Freyja hefði lent í bílslysi og dáið þá um nóttina, aðeins 15 ára göm- ul. Það var eins og köld hönd hefði tekið um hjarta mitt, ég sat sem lömuð í stólnum. Ekki fáum við svör við þessum spurningum okkar hér í þessu lífi, en við verðum að trúa að það sé tilgangur með þessu öllu og að henni hafi verið ætlað eitthvað annað og meira á næsta tilverustigi. Þegar Hafrún Freyja kom í þennan heim var hún eins og lítill sólargeisli sem kom inn í líf okkar, svo gullfallegt barn. Ég man hvað ég var stolt af þér þegar ég fékk að halda þér undir skírn og þú varst látin bera nafn mannsins míns, sem hafði dáið í sjóslysi þetta sama ár. Snemma kom í ljós hvað þú varst duglegt og þroskað barn og ég man hvað ég dáðist að þér, hvað þú varst dugleg að hjálpa mömmu og pabba með litlu HAFRÚN FREYJA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hafrún FreyjaSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1985. Hún lést í bílslysi á Jótlandi hinn 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í Grenå í Dan- mörku 7. apríl. systkinin þín þó að þú værir bara 7 ára. Þetta sýndi best hvað þú varst þroskuð. Eins þegar þú varst að heimsækja lang- ömmu á Grundar- brautinni og sast með henni að horfa á sjón- varpið og talaðir svo fullorðinslega að við sögðum að þú værir fædd með gamla sál. Vorið 1996 fluttuð þið svo til Danmerkur. Það var svo gaman að fylgjast með því hvað ykkur vegnaði vel í nýja landinu og þú varst svo fljót að aðlagast þessu öllu, allt gekk svo vel en svo kemur eitt augnablik og allt er bú- ið hér í þessu lífi. Þetta er svo óréttlátt. Í mínum huga ertu orðin engill, svo falleg og góð stúlka. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af Magga afa, Klöru ömmu, Hafþóri frænda og Gvendi langafa. Þau hafa tekið þér opnum örmum og hlúð að þér, og ekki kæmi mér á óvart að það væri smástríðni í gangi og afi þinn segði kannski Eyrún við þig, svona bara til að stríða þér. Elsku Hafrún Freyja, þegar ég kem inn í svefn- herbergið mitt á kvöldin og sé englana sem hanga yfir rúminu mínu hugsa ég til þín. Ég kveð þig, elsku Hafrún Freyja, megi minn- ingin um þig lifa og létta okkur sorgina. Elsku Björg, Siggi, Magný, Hafsteinn og Birkir, miss- ir ykkar er mikill og bið ég góðan Guð að gefa ykkur styrk og kraft til að takast á við þessa þungu sorg. Þá bið ég góðan Guð að styrkja elsku Ebbu, Wojdek, vin Hafrúnar og aðra ættingja. Guð blessi ykkur öll. Margrét Rögnvaldsdóttir. Elsku Hafrún frænka. Enn og aftur kom þessi óþægi- legi stingur fyrir hjartað þegar mamma tilkynnti okkur að þú hefðir yfirgefið okkur í þessum heimi. Við hefðum haldið að áföllin væru orðin nógu mörg. Svo glæsi- leg ung stúlka sem þú varst. Það er ekki oft að maður sér jafn yndislegt og rólegt barn eins og þú varst, enda var talað um það hvað þú varst þroskuð og hjartahlý stúlka. Með alla þína kosti fyllumst við stolti við þá til- hugsun að þú barst nafn föður okkar sem lést í sjóslysi það ár er þú fæddist. Þú minntir okkur svo mikið á móður þína, sem er alveg yndisleg persóna með sterkan kar- akter, er hún bjó við hliðina á okk- ur í Hjallabrekkunni. Við minn- umst þess þegar annað okkar var að passa þig hvað þú varst skemmtilegt og fallegt barn, og þegar verið var að svæfa þig að þú nuddaðir alltaf eyrnasneplana á mér þar til þú sofnaðir. Maður hugsar af hverju slíkur gullmoli eins og þú varst skulir vera hrifin af brott. Þú varst allt sem foreldrar geta hugsað sér að eiga. En maður reynir að hugga sig við það að þú ert í góðum félagsskap á æðra til- verustigi. Elsku Björg, Siggi, Magný, Haf- steinn og Birkir, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á slíkri sorg- arstund. Elsku Ebba, Wojdek, amma í Ólafsvík og aðrir vinir og ættingjar, okkar samúð er með ykkur og megi Guð styrkja ykkur. Minning Hafrúnar Freyju lifir að eilífu. Ævar og Harpa. Mig langar að minn- ast tengdaföður míns með örfáum orðum. Þegar að kveðjustund kemur leita á mig margar góðar minningar, til dæmis þegar þú komst í hlaðið á rússajepp- anum sem Ögmundur nafni þinn á í dag. Það var gaman að fylgjast með því þegar þú varst að kenna sonum mínum, þeim Ögmundi og Þorbirni, störfin í sveitinni. Þið voruð miklir vinir þótt aldursmunur væri mikill og búa þeir að þeirri vináttu og sam- vistum við þig í framtíðinni eins og ég og fleiri. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla um daginn og veginn og þér lá aldrei á. Þegar við komum í sveitina til að taka upp rófur og gulrætur hafðir þú alltaf tíma aflögu til að hjálpa okkur. þú kenndir mér mikið um gamla tímann enda búinn að lifa langa ævi og kynnast breyttum tím- um og undrast ég oft hversu vel þú aðlagaðist nýjum og breyttum áherslum og veit ég að það eru fleiri en ég sem búa að visku þinni í dag. Ég kveð góðan vin með söknuði og bið honum blessunar og þakka alla vinsemd og hlýhug í minn garð í gegnum tíðina. Tengdamóður minni og ástvinum öllum votta ég innilega samúð. Þín tengdadóttir, Guðrún Sigurðardóttir. Ögmundur Jónsson, sem bjó á föð- urleifð sinni Vorsabæ í Ölfusi, var ágætur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem fæddist í upphafi 20. aldar og ÖGMUNDUR JÓNSSON ✝ Ögmundur Jóns-son fæddist að Vorsabæ í Ölfusi hinn 1. ágúst 1907. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði hinn 2. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerðis- kirkju 11. apríl. lifði meiri breytingar en nokkur önnur frá upphafi Íslandsbyggð- ar. Hann var t.d. kom- inn á þrítugsaldur þeg- ar þéttbýli það tók að myndast í landi Vorsa- bæjar sem nú er Hveragerðisbær. Þeim sem þessar línur ritar er í minni hversu sér- stæður honum þótti Ögmundur í útliti við fyrstu sýn. Ósjálfrátt hvarflaði hugurinn til Kveld-Úlfs og móður- bróður hans, Hall- bjarnar hálftrölls í Hrafnistu, sem frá segir í upphafi Egilssögu. Ög- mundur var stórskorinn í andliti, há- vaxinn og gekk ávallt teinréttur. Hann og Sæmundur á Friðarstöðum, yngri bróðir hans, líkur honum um útlit og vöxt en látinn fyrir nokkru, voru mér sem landvættir Hvera- gerðis, Sæmundur í norðri og Ög- mundur í suðri. Heimsóknir í Vorsabæ eru minn- isstæðar. Ögmundur vísaði gesti til sætis við eldhúsborð,– erindið mátti bíða en umræður um atburði í samtíð og fortíð voru honum ofar í huga. Yf- ir kaffibollum bar margt á góma. Ög- mundur var áhugamaður um þjóðleg fræði og sterk forlagahyggja kom oft fram í ræðu hans. Hann var rólegur en fastur fyrir og tildur og prjál sam- tímans honum lítt að skapi. Í honum leyndist tölverður heimspekingur og minnugur var hann á liðna atburði. Viðræðustundir í eldhúskróknum í Vorsabæ voru því tafarinnar virði og gesturinn gekk ætíð fróðari af bæ. Nú er landvætturin á suðurmörk- um Hveragerðis ekki lengur sýnileg- ur okkur. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Ögmund í Vorsabæ að viðmælanda í tvo ára- tugi. Eiginkonu hans, börnum, syst- ur og aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Björn Pálsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur 5          -3?( (   " 7C 8+ '#8  ! )*$ )*$   % "$  )*$ $)*$ % "+, ' )*$ "              1A -DA 1E( ( 1 /" 6F 8+ '#8            )! !'3!((! )"  * G  A G   G     /   $            0- -   (   9=7H  #      7! ! A  *$   %  &   $    (  ) 3   $  %  &# +  $    #    9  9, 5               121 ;@% ; ' $   , * ) 8 $   FI 8+ '#8 ,  & %   4! !     #*$  9, $ 9,  9  9, 8                 12%1- -33( (  ?  # 7    )          -  9!   %   ,  %   %  )! !')!)(  / $/  +     % # ;    $  %/ *#)  $  )0   -)  $  ? J#*  9+, %  &  $  / $/   %  & # $  9  9, 9  9  9, 8           %0 %-: - %-: ;  9 7I 8+ '#8   %     %  :60  & %    )! !'3!((! - %  &?*   +"!$= +, 8 $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.