Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ída Elvíra Ósk-arsdóttir, húsfrú í Háengi 15 á Sel- fossi, hárgreiðslu- meistari og fyrrver- andi bóndi í Tungu í Gaulverjabæjar- hreppi, fæddist 4. júlí 1932 í Kaup- mannahöfn. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn. Hún var yngsta barn hjónanna Óskars Vil- helm Olsbo, f. 4.4. 1870, d. 1.5. 1963, og Elvíru Henríettu Olsbo, f. 5.4. 1893, d. 18.1. 1966. Systkini Ídu voru Eli Michel, f. 29.8. 1912, d. 1988, búsett í Frakklandi lengst af; og tvíburabræðurnir Ibe Olsbo, er lést við fæðingu, og Kai Olsbo, f. 7.2. 1916, d. 1994, sem var búsett- ur í Kaupmannahöfn og eignaðist hann tvö börn. Ída giftist á gamlársdag 1955 Guðmundi Eggertssyni, f. 29.1. 1928, þáverandi skipstjóra og stýrimanni, seinna bónda í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi og lög- regluvarðstjóra á Selfossi, en nú hættur störfum. Foreldrar hans voru Guðríður Gestsdóttir hús- móðir, f. 11.9. 1897, d. 1992, og Eggert Guðmundsson skipstjóri, f. 10.10. 1883, d. 1965. Þau voru bú- sett í Haukadal í Dýrafirði. Börn Ídu og Guðmundar urðu sex tals- ins, þau eru: 1) Óskar Vilhelm, f. Sævarssyni, iðnrekstrarfræðingi að mennt og framkvæmdastjóra. Ída var búsett í Kaupmannahöfn þar til 1955. Að loknu skyldunámi í Danmörku stundaði hún nám í hárgreiðslu í fjögur ár og útskrif- aðist sem hárgreiðslumeistari eft- ir tveggja ára viðbótarnám. Hún stundaði ballett á sínum yngri ár- um og kappróður seinna þar sem hún vann til fjölda verðlauna í Danmörku. Kjarkur og ævintýra- hugur var mikill í Ídu og samhliða námi og vinnu ferðaðist hún ein- sömul um meginland Evrópu til að kynna sér lönd og menningu. At- vinnutilboð frá Íslandi gerði henni kleift að ferðast til Íslands og vorið 1955 fluttist hún til Íslands og starfaði á hárgreiðslustofunni Víólu, Laugavegi 11. Árið 1972 fluttist Ída ásamt eiginmanni og börnum að Tungu í Gaulverjabæj- arhreppi. Þar sinnti hún húsmóð- ur- og bóndastörfum um alllangt skeið eða til ársins 1996 er hún ásamt fjölskyldu fluttist á Selfoss. Ída var orkumikil kona, búinu í Tungu stjórnaði hún af mikilli röggsemi ásamt börnum sínum er Guðmundur sótti sjóinn. Hún var mikill dýravinur og er erfitt að finna dýrategund á þessu landi sem hún hefur ekki alið. Fugla- söngur og blóm voru hennar yndi og ber heimili hennar þess greini- leg merki. Ída var einnig listræn og hafði gaman af að sauma út myndir og smíða úr gleri. Hún var blessuð með að eiga marga góða vini og kunningja er hún hafði gaman af að heimsækja og spjalla við um daginn og veginn. Útför Ídu fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 16.12. 1956, d. 7.2. 1985 af slysförum, var kvæntur Önnu Kjart- ansdóttur, nú búsett í Brasilíu, og eignuðust þau tvo syni; Birgi Vil- helm Óskarsson, f. 3.3. 1982, og Auðberg Þór Óskarsson, f. 25.3. 1984. 2) Eggert, húsa- smíðameistari og verktaki, f. 2.4. 1959, kvæntur Lilju Guð- mundsdóttur verslun- areiganda og eiga þau fjögur börn, Kolbrúnu Dögg, f. 5.10. 1980, Sólrúnu Tinnu, f. 20.11. 1982, Guð- mund, f. 23.6. 1984, og Þuríði Elvu, f. 1.7. 1994. 3) G. Pétur, kúluvarp- ari, húsasmiður og afbrotafræð- ingur að mennt, f. 9.3. 1962, kvæntur Elísabetu Helgu Pálma- dóttur, uppeldis- og fjölskyldu- fræðingi, og eiga þau fjögur börn, Karenu Ósk, f. 24.4. 1985, Pálma, f. 13.8. 1986, Lindu Björk, f. 31.5. 1990, og Vilhelm, f. 14.1. 1994. 4) Andrés, kraftamaður og mótshald- ari, f. 17.4. 1965, kvæntur Láru Berglindi Helgadóttur skrifstofu- stjóra og eiga þau einn son, Axel Óskar Andrésson, f. 27.1. 1998. 5) Rafn Hilmar, rafvirki og afbrota- fræðingur að mennt og lögreglu- þjónn á Selfossi, f. 30.12. 1973. 6) Guðrún Elvíra Guðmundsdóttir, ferðamálafræðingur að mennt og sölumaður hjá Flugleiðum, f. 10.10. 1976, trúlofuð Hilmari Þór Elsku mamma mín, ég veit að þú verður alltaf hjá mér, hvar sem þú ert stödd. Ég þarf bara að hugsa til þín, þá finn ég fyrir þér í kringum mig. Ég er svo glöð að þér líður vel núna og að þú ert með Óskari bróður heitnum uppi hjá Guði. Ég sakna þín samt svo mikið, svo ógurlega mikið, þú varst mín allra besta vinkona og enginn á eftir að koma í þinn stað. Ég græt tárum, miklum tárum, því þetta er sárt og mitt litla hjarta á erfitt með að sætta sig við að þú skulir vera farin frá mér í þessu lífi, en ég hugga mig við það að ég átti þig að. Eftir standa minn- ingar, aragrúi af fallegum minning- um um þig elsku mamma, þær eru svo margar og góðar. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndar-engill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem eg um foldu fer, finn eg návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, eg þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þín dóttir, Guðrún Elvíra. Lífsferðalagi móður minnar er nú lokið. Þótt ég hafi vitað með allöng- um fyrirvara að við þessu mætti bú- ast þá var áfallið samt mikið. Fram að þessu hafði hún alltaf farið með sigur af hólmi í baráttunni við sjúk- dóminn er hann gerði atlögur að heilsu hennar. Því vonaði ég að í þetta sinn væri eins farið og að hún myndi rífa sig upp aftur. Nokkrum dögum áður hafði ég talað við hana í síma og var hún hress að vanda, gerði að gamni sínu með þetta allt saman og var hin léttasta. Í þetta sinn var atlagan allharðari en áður og mamma lét undan síga þann 26. apríl. Það er huggun harmi gegn að vita að mamma þjáðist ekki mikið á lokadögunum. Mamma var fædd og uppalin í Danmörku og dýrkaði blóm og fuglasöng. Í hvert sinn er hún heimsótti mig til Bandaríkjanna minntist hún á fuglana og hve ynd- islega þeir syngju, hve blómin væru falleg og lyktuðu vel. Ég hef oft hugsað með þakklæti til mömmu fyr- ir að benda mér á þessar fallegu hlið- ar náttúrunnar því oft týnist þessi fallega veröld í erli dagsins. Minn- ingarnar um mömmu eru svo marg- ar og góðar að hægt væri að skrifa heila bók um. Mamma var alltaf já- kvæð og skilningsrík og ef ég vildi gera eitthvað var mamma alltaf tilbúin til þess að bakka mig upp og hvetja mig til þess að klára verkið. Í sveitinni sá mamma um búið ásamt okkur systkinunum og var alltaf nóg að gera. Hún hafði alltaf nokkra hunda á heimilinu og elskaði að fara í fjöruferðir með okkur og hundunum. Vegna anna við búið komst mamma ekki oft til að horfa á mig keppa í minni íþrótt en í þessi fáu skipti sem hún kom gerðist alltaf eitthvað merkilegt og minn besti ár- angur kom fram á sjónarsviðið, það gerði mig einstaklega stoltan. Með eftirfarandi kvæði langar mig til þess að kveðja mömmu sem alltaf mun eiga sér kæran stað í hjarta mér. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi’ eg út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. – Allt sem gott ég hef hlotið, hefir eflzt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. – Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg eg heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinzta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. – Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) G. Pétur Guðmundsson. Í dag verður Ída Elvíra, ástkær tengdamóðir mín, jarðsungin frá Selfosskirkju. Stórt skarð er höggv- ið í fjölskylduna sem eigi verður fyllt. Haustið 1992 kynnist ég eigin- manni mínum Andrési og var þá kynnt fyrir verðandi tengdamóður minni. Hún var stór og myndarleg kona, ætíð vel til höfð og glæsileg. Ída var sterk andlega sem líkamlega en um leið viðkvæm og auðsæranleg. Hún greindist með krabbamein 1994, þá hófst lyfjagjöf og meðferð og hún hafði einstakt lag á því að bera þessa þungu byrði sjálf. Fjöl- skyldan varð þess ótrúlega lítið vör að í raun var hún oft á tíðum fársjúk. Lífskraftur hennar var óendanlega sterkur, hún hélt ótrauð áfram því sem hana langaði til að gera í það og það skiptið. Ég missti móður mína fyrir fimm árum og upp frá því fór ég að gera mér grein fyrir því hve dýr- mætt það væri að eiga svona góða tengdamömmu sem Ída var. Geta tekið upp símtólið og heyrt þessa fín- gerðu dönsku rödd, það hjálpaði mér með móðurmissinn. Upp úr þessu styrktust bönd okkar enn frekar. Við Andrés eignuðumst fyrsta barn okk- ar 1998, Axel Óskar. Frá fyrsta degi hans fylgdist amma hans náið með honum og bar hag hans ætíð fyrir brjósti. Þær voru ófáar ferðirnar sem hún gerði sér til Reykjavíkur frá Selfossi til að ná í litla barna- barnið sitt til að hafa hann hjá sér yf- ir helgi. Í þessum ferðum sínum var hún samt oft sárlasin en það setti hún í annað sæti og Axel Óskar í það fyrsta. Hann var ótrúlega lánsamur að fá að kynnast ömmu sinni svona vel. Hann á eftir að sakna hennar og alls þess skemmtilega sem þau bröll- uðu saman í Háenginu innan um allt fallega dótið hennar, hundana og páfagaukana. Allir eiga sér fyrirmyndir, stund- um óraunverulegar. Ég á mér alvöru fyrirmynd og það er Ída. Hún kenndi mér þá list að gleðjast yfir ÍDA ELVÍRA ÓSKARSDÓTTIR Það er erfitt að koma orðum að því hversu sárt það tekur okkur að þurfa að kveðja þig Rósa María okkar. Við erum því mjög þakklát- ar að við hittumst allar þrjár fyrir stuttu síðan, því að við höfðum ekki haft tækifæri til þess í dágóðan tíma. Það kvöld verður okk- ar seinasta sameiginlega minning af svo ótrúlega mörgum. Þá, eins og ætíð fóru margir klukkutímar í að rifja upp öll okkar bernsku- og ung- lingsuppátæki. Það er bara af svo mörgu að taka. Við urðum aldrei uppiskroppa með hluti til að gera, allt frá því að við kynntumst fyrst. Þá bjuggum við all- ar hlið við hlið á Nesinu, og allt í kring voru ævintýralegir staðir, þó sérstaklega hafi fjaran og gilið verið spennandi en þó aldrei jafn spenn- andi og slippurinn, því þar var okkur bannað að leika, en að sjálfsögðu gerði það hann ennþá áhugaverðari. Þú varst líka alltaf svo kát og upp- átækjasöm og með rosalega góða kímnigáfu, þú hlóst að hallærisleg- um hlutum í stað þess að hneykslast á þeim. Þú forvitnaðist oft um hluti á RÓSA MARÍA BERG- STEINSDÓTTIR ✝ Rósa MaríaBergsteinsdóttir fæddist í Neskaup- stað 15. maí 1980. Hún lést 17. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 26. apríl. undan okkur og hafðir ákaflega gaman af að fræða okkur um þá, þar sem við sátum opin- mynntar af undrun og spenningi. Ef við vissum ekki eitthvað eða vorum ekki alveg nógu sáttar við hluti breyttum við þeim snarlega eftir okkar hentisemi og notuðum þá ímyndun- araflið óspart til að lífga upp á tilveruna, t.d. ef við vissum ekki nafn á blómi þá gáfum við því nafn sjálfar og í sumum til- fellum lifa þau nöfn betur í minning- unni en þau raunverulegu. Eftir því sem við urðum eldri breyttist lífið hjá hverri okkar fyrir sig, en alltaf voru þær stundir sem við áttum saman litríkar og eftir- minnilegar. Ef við fengum hugmynd, gat ekkert stöðvað okkur í að koma henni í framkvæmd. Kæra Rósa María. Við viljum að lokum þakka allt gott sem við áttum saman. Jón Kristinn sendir líka kveðju og þökk fyrir gamlar góðar stundir, en þú varst alltaf góð við hann og fékk hann oft að vera með í leikjunum okkar. Við treystum því að þú sért hamingjusöm þar sem þú ert núna. Við sendum mömmu þinni, ömmu, Nonna og öllum öðrum nákomnum innilegar samúðarkveðjur. Þínar vinkonur, Anna Karen og Hjördís. Eiríkur Stefánsson er látinn. Í hugann koma margar góðar minningar um Eirík sem átti svo gott með að sjá broslegu hliðina á öllum málum. Að hitta Eirík þegar hann kom úr sundkennslunni úr sundlaugunum inn í Laugarnes- skóla og tilkynnti að nú væri bjart framundan sem þýddi að ekki væri hægt að kenna sund í dag því að það væri of mikið frost. Ekki svo að skilja að Eiríkur væri að gleðjast yfir því að þurfa ekki að kenna, það var langt í frá. Enginn var tilbúnari en hann að rækja sínar skyldur. Eiríkur kenndi við Laugarnes- skóla frá 1942 til starfsloka en starfs- lok hjá Eiríki komu miklu síðar en venja var því að hann kenndi í fimm ár í hlutastarfi eftir að hann hafði skilað fullri starfsævi. Þegar hann EIRÍKUR STEFÁNSSON ✝ Eiríkur Stefáns-son kennari fæddist á Laugar- völlum í Jökuldal 19. janúar 1901. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 8. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 11. apríl. var 75 ára sagði hann að nú væri best að hætta áður en hann væri orð- inn of gamall til að átta sig á því að hann ætti að hætta. Okkur sem störfuðum með honum fannst hann ekkert vera farinn að gefa eftir þessi síðustu ár hans við skólann. Fyrstu árin við skól- ann kenndi Eiríkur bóklega kennslu og lagði sig meðal annars sérstaklega eftir ís- lenskukennslu eins og margir fleiri kennarar skólans lögðu sérstaka rækt við en lengst af kenndi hann sund og hafði einstakt lag á því að gera kennsluna skemmtilega. Kerfið sem hann notaði á sinn skemmtilega hátt var að strákarnir voru fyrst kallaðir vinnumenn þegar þeir byrjuðu í sundkennslunni og unnu sig svo upp í að vera kallaðir bændur og síðan stórbændur. Sam- svarandi nafngiftir gaf hann stelpun- um. Þetta var hvatningarkerfi sem hann hafði sérstakt lag á að láta nem- endur koma með í og gleðjast yfir ár- angri sínum. Markmiðið var að allir yrðu vel syndir þegar þeir útskrifuð- ust úr 12 ára bekk og þessu markmiði náði Eiríkur ótrúlega vel. Einn veturinn, sem ég fylgdist með, kenndi Eiríkur almenna bekkj- arkennslu og fórst honum það verk sérlega vel úr hendi þó að hann kynni alltaf best við sig í sundkennslunni. Þennan vetur hófst umferðarkeppni 12 ára nemenda sem lögreglan stjórnaði og var þessi keppni þá höfð í Laugarnesskóla þar sem öll liðin frá skólunum komu saman og svöruðu spurningunum í einu. Var þá mikil stemmning í skólanum en það var Ei- ríkur sem stýrði liði skólans til sigurs með miklum myndarskap. Mörg hnyttin orð og vísur lét Eiríkur oft fjúka sem við samstarfsmenn hans höfðum ákaflega gaman af og nutum. Þá tókst honum sérlega vel að leika jólasvein á litlu jólunum, eins og jóla- skemmtanir skólans eru kallaðar, og fannst okkur það hlutverk hans í skólanum vera ómissandi þáttur í skólalífinu. Frásagnargáfa Eiríks var alveg einstök og var hann oft fenginn til að koma fram í skólanum og víðar. Við samkennararnir munum vel eftir sjúkrasögunni hans en það var frá- sögn hans af því þegar hann lá á sjúkrahúsi yfir jól og áramót en þá sögu gerði hann að stórkostlegri skemmtisögu. Þá er mér sérlega minnisstæð saga kennaranema þegar þeir sögðu frá því að auglýst hefði verið að eldri kennari ætti að koma fram á árshátíð Kennaraskólans og reiknuðu nemendur með að í lagi væri að slappa af á meðan þessi gamli kennari væri að tala en það breyttist fljótt þegar Eiríkur byrjaði að segja frá. Haft var á orði að þetta væri það besta sem fram hefði komið. Ég þakka Eiríki fyrir samfylgdina og allar ánægjustundirnar sem ég hef fengið að njóta með honum og sendi ættingjum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Freyr Þórarinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.